Morgunblaðið - 25.07.1993, Side 7

Morgunblaðið - 25.07.1993, Side 7
EKKl m Græðandi og nærandi Banana Boat heilsusólkrem úr Aloa Vera, kollageni, A- B- D- og E vítamlni. Sólbaðs- og þrekmiðstöðin PERLA Mynd ALAN J. PAKULA CONSENTING A D U L T S IIOU YWOOII l»l< Ullll s MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 Margir vegir á hálendinu enn lokaðir Opna þremur vikum seinna en venjulega FJALLVEGIR á hálendinu eru víða lokaðir enn. Vegirnir um Stóra- sand norðan við Langjökul eru lokaðir. Sprengisandsleiðir í Eyja- fjörð og Skagafjörð fyrir norðan Hofsjökul eru lokaðar. Gæsavatnale- ið og Dyngjufjallaleið eru lokaðar fyrir norðan Vatnajökul. Þá er vegurinn um Hraftinnuhraun, vegurinn frá Borgarfirði eystra í Loðmundarfjörð og vegurinn um Mýrdalsheiði milli Eyjafjarðar og Skjálfanda enn lokaðir. Að sögn Magnúsar Hjartarsson- ar, eftirlitsmanns hjá Vegagerð rík- isins, hefur kalt verðurfar í sumar ásamt miklum snjó á hálendinu orð- ið til þess að fjallvegir voru opnað- ir mun seinna en í venjulegu ár- ferði. Sagði hann að ástandið á hálendinu væri svipað núna og í júlíbyijun í venjulegu árferði. Magnús nefndi til dæmis fjallveg á milli Stapa og Olafsvíkur sem er fremur fáfarinn. Hann sagði að þessi vegur væri enn lokaður þar sem snjólína í Snæfellsjökli væri nú tveimur kílómetrum neðar en á sama tíma í fyrra. ASTAND FJALLVEGA 22. júlí 1993 óiærtí Loð- mundar- fjörð, ofætt að HrafntinnuhraBni 50 km og allt á kafi í snjónorðanjökla Innbrot í leikskóla LÖGREGLAN á Selfossi greip þijá ölvaða unglinga í innbroti í leikskólann Álfheima í bænum í fyrrinótt. Þeir höfðu ekki náð að stela neinu er að þeim var komið í húsinu. Að sögn lögreglunnar átti þetta sér stað um klukkan eitt um nótt- ina. Unglingarnir eru 16 áragaml- ir og voru þeir færðir á lögreglu- stöðina þar sem foreldrar þeirra voru látnir sækja þá. Eftirlit að hefjast með um- hverfinu Náttúruvemdarráð, Landvernd og félagasamtök einkaflugmanna hafa hafið samstarf um að standa að umhverfiseftirliti úr lofti. Sjálfboðaliðar úr röðum flug- manna munu annast verkefnið, sem styrkt er af pokasjóði Land- verndar, en markmið þess er að að sögn umsjónarmanna að fylgj- ast með umferð og umgengni í viðkvæmri íslenskri náttúru. Eftirlitið felst í því að flogið verð- ur yfir ákveðin svæði á landinu, eink- um óbyggðir og hálendi. Ýmsum upplýsingum, svo sem um fjölda göngu- og hestamanna, farartækja og áningastaða verður safnað og ennfremur verður öll umgengni og allt jarðrask kannað. Forráðamenn verkefnisins segja að ef vart verði landníðslu af ein- hverju tagi muni verða gerðar við- eigandi ráðstafanir. Það sama muni eiga við ef það uppgötvist að fólk þarfnist aðstoðar eða björgunar. Njóta landsins en níða ekki Ahersla verður lögð á þá viðmið- unarreglu að ferðamönnum sé heim- ilt að njóta landsins en koma verði í veg fyrir að þeir níði það. Samtök- in vonast til þess að með þessu átaki geti Iandsmenn sameinast um betri umgengni og meiri virðingu fyrir viðkvæmri náttúru landsins. MYNDIR FRA WALT DISNEY, TOUCHSTONE OG HOLLYWOOD PICTURES ERU NÚ GEFNAR ÚT HJÁ ---------• SAM-MYNDBÖNDUM •------- °6 co^6 CONSENTING ADULTS er fyrsta flokks spennumynd með úrvalsleikurum og segir frá sambandi tveggja nágrannahjóna þar sem vináttan verður helst til of náin. RAFMÖGNUÐ SPENNA FRÁ UPPHAFI TIL ENDA! wSslmÍr & SKALT GIRNAST EIGINKONU NAGRANNA KEVIN KLINE MARY ELIZABETH MASTRANTONIO KEVIN SPACEY REBECCA MILLER HAFNARGÖTU 32 ’S 14455

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.