Morgunblaðið - 25.07.1993, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 25.07.1993, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JUU 1993 Með nýlegri norskri löggjöf um greiðsiuaðlög- un geta þeir sem ekki hafa getað borgað vexti og afborganir af lánum fengið lækkun á greiðslubyrði. Gert er ráð fyrir fimm ára tímabili þar sem skuldara er gert að lifa spart og selja eignir, á meðan grynnkað er á skuldum eftir megni. Að því loknu má fella eftirstöðvarnar niður með dómsúrskurði. Þá tek- ur við annað fimm ára tímabil þar sem lánar- drottnar geta krafist greiðslna af skuldara, reyn- ist hann aflögufær. í viðtali við norska dagblað- ið Aftenposten likir maður sem fékk samþykkta greiðsluaðlögun því við að vinna í lottóinu, þar sem hann sæi nú loksins úr augum í þeirri skuldaflækju sem hann var í. En málið er ekki alveg svo einfalt. í mars síðastliðnum lögðu þingmennimir Öss- ur Skarphéðinsson og Sigbjörn Gunnarsson fram tillögu til þingsályktunar um að samin yrðu lög um greiðsluaðlögun til aðstoðar fólki í verulegum greiðsluerfiðleikum. Sólrún Halldórsdóttir, hag- fræðingur Neytendasamtakanna, tók þá saman upplýsingar um norsku lögin um greiðsluaðlög- un. Tímabundnir greiðsluerfiðleikar falla ekki undir norsku lögin, einungis þeir viðvarandi og áður en veitt er leyfi fyrir greiðsluaðlögun verð- ur einstaklingurinn sjálfur að hafa reynt að ná samkomulagi við lánardrottna. Sótt er um greiðsluaðlögun til sýslumanns, sem úrskurðar hvort greiðslulerfiðleikar eru það alvarlegir að það réttlæti greiðsluaðlögun. Eftir að umsóknin hefur verið samþykkt fær skuldari þriggja mán- aða greiðslufrest á öllum skuldum. Til að sjá um málefni skuldara er oft ráðinn aðstoðarmað- ur á greiðsluaðlögunartímabilinu. BÍLUHH 0B SUMiKBÚSTIlDIIRIIIH KWOIK Greiðslustöðvunartímabilið er notað til samn- ingaumleitana við lánardrottna. Samið er um lækkun vaxta, lengri lánstíma og afskrift skuld- ar að hluta eða með öllu. Á greiðslustöðvunar- tímabilinu tekur sýslumaður eignir skuldara í sína vörslu og er því ekki hægt að selja eignir á nauðungaruppboði á tímabilinu. Bíl, sumarbú- stað og aðrar eignir sem ekki eru taldar nauðsyn- legar getur skuldari þurft að selja. Skuldara er ætlaður lágur framfærslukostnaður fyrir fjöl- skylduna, bæði á greiðslustöðvunar- og greiðslu- aðlögunartímabilinu. Ef húsnæðið er til dæmis stærra og dýrara en nauðsynlegt er, er sölu krafíst á því. Á greiðslustöðvunartímabilinu dregur sýslumaður af launum skuldara þá upp- hæð sem ekki er nauðsynleg til framfærslu og ráðstafar upp í þær skuldir sem frestur hefur verið fenginn á. Greiðslubyrði verður í flestum tilfellum áfram þung þrátt fyrir greiðsluaðlögun en þó ekki þyngri en svo að skuldari geti framfleytt sér og fjölskyldu sinni. Greiðsluaðlögunin gildir í fimm ár. Breytist íjárhagsstaða skuldara til hins verra, til dæmis vegna atvinnuleysis, er hægt að sækja ER ÁSTÆÐA TIL AÐ TAKA UPP GREIDSLUAD- LÖGUNAR- ÞAR SEM HIÐ OPINBERA AÐSTOÐAR SKULDARA VIÐ AÐLÆKKA GREIÐSLU- BYRÐIGEGN ÞVÍ AÐ HANN AFSALISÉR í REYND FJÁRRÁDUM SÍNUM í FIMM ÁR? eftir Urði Gunnorsdóttur mynd Ómar Óskarsson NÝLEG lög um svonéfnda greiðsluaðlögun í Noregi hafa vakið umræðu hér á landi um hvernig hægt sé að koma til móts við þá einstaklinga sem eiga í alvarlegum greiðslu- vanda. Velta menn því fyrir sér hvort feta beri í fótspor Norðmanna eða hvort aðrar aðferðir séu heppilegri hér á landi. Skiptar skoðanir eru um ágæti norska kerfisins, ekki síst þar sem einungis þeim sem eiga í mestum vanda er komið til aðstoðar. Engu að síður hefur félagsmálaráð- herra lýst yfir áhuga á því að kanna nánar þær aðferðir sem Norðmenn hafa notað til að greiða úr greiðsluvanda- málum fólks.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.