Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 11

Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 11 um að samningurinn við lánar- drottna verði endurskoðaður. Batni fjárhagsstaða skuldara hins vegar á tímabilinu geta lánardrottnar krafíst þess að hann borgi meira en upphaflega var um samið. Standi skuldari ekki í skilum getur lánar- drottinn krafist þess að samningn- um verði rift og skuldari þá í sömu fjárhagsstöðu og áður. Rétt er að taka fram að aðeins er hægt að sækja einu sinni um greiðsluaðlög- un. EH6IH ILLSHEKmmH „Við teljum fulla þörf á því að sett verði lög um greiðsluaðlögun hér á landi,“ segir Sólrún Halldórs- dóttir. Neytendasamtökin hafa kynnt sér hvemig greiðsluaðlögun er háttað á hinum Norðurlöndunum. í Danmörku, Noregi og Finnlandi hafa slík lög verið samþykkt og í Svíþjóð liggur fyrir frumvarp sama efnis. Hér á landi afla starfsmenn félagsmálaráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis gagna um greiðsluaðlögun í nágrannalöndun- um og undirbúa starf nefndar sem meta á kosti hennar og galla fyrir íslendinga. „Fólk verður þó að gera sér grein fyrir því að jafnvel þó að lög um greiðsluaðlögun yrðu sett hér á landi er það engin allsheijar- lausn. Skilyrði fyrir því að fá aðstoð eru mjög ströng, einungis eru viður- kenndar óviðráðanlegar orsakir fyr- ir vanskilum,_ svo sem veikindi og atvinnuleysi. í Noregi hafa til dæm- is um 2.000 manns sótt um greiðsluaðlögun en aðeins rúm 200 fengið jáyrði." Sólrún segir ekkert stuðnings- kerfi vera núna fyrir þá sem eigi í greiðsluerfiðleikum. Hún telur kerfi á borð við það sem tíðkast í Noregi vera raunhæft hér á landi en segir Neytendasamtökin hafa lagt mikla áherslu á að auk þess komi til fjár- hagsráðgjöf. HVIOi mSTOOEK VEITTHÚÞE6W Þeim sem eiga í greiðsluerfiðleik- um standa nokkrir kostir til boða. Bankarnir hafa á sínum snærum ráðgjafa sem geta ráðlagt fólki um fyrstu skrefin en þeir semja þó ekki fyrir fólk. Til að koma í veg fyrir að fólk reisi sér hurðarás um öxl með lántökum hafa verið sett ný lög um neytendalán, sem taka gildi 1. október. Þau setja öllum lánveit- endum þær skyldur á herðar að gefa lántakendum nákvæmar upp- lýsingar um lánin, svo sem nafn- vexti, lántökukostnað, heildarupp- hæð og um einstakar greiðslur. Skuldarar geta leitað samninga við lánardrottna sína, með eða án aðstoðar lögfræðings, en þeir sem lent hafa í kröggum vegna íbúða- kaupa fá þó sjaldnast samþykkta nauðarsamninga þar sem veð- tryggðar kröfur falla ekki undir nauðarsamninga. Þá geta þeir sótt um greiðsluerfiðleikalán til Hús- næðisstofnunar ríkisins. Þeir lögmenn sem rætt var við sögðu það ganga misjafnlega að aðstoða fólk við að stýra fjármálun- um. Sögðu þeir að fólki væri ekki gert auðvelt fyrir, það héldi þjón- ustu lögfræðinga dýra, þó að raun- in væri sú að enn dýrkeyptara væri að reyna að leysa sín mál sjálfur. Það sem mestu máli skipti væri að reyna strax að leysa sín mál þegar eitthvað kæmi upp á, ekki bíða þar til í óefni væri komið. „Mín reynsla er sú að þegar á hólminn er komið vilja margir ekki láta aðstoða sig, þó að þeir hafí leitað eftir aðstoð við að greiða úr flækjunni. Þetta fólk horfist ekki í augu við vand- ann,“ segir Magnús H. Magnússon héraðsdómslögmaður, sem fengist hefur við skuldaskilaverkefni. „Mér hefur því ekki tekist að aðstoða marga, einungis þeir sem hafa gert sér grein fyrir stöðunni og láta ráð- stafa öllu, einnig hluta Iaunanna, hafa fengið lausn sinna mála. Það sem gerir samninga við lánar- drottna svo erfiða er sú staðreynd að það eru oft ekki til neinir pening- ar. Allar eignir eru veðsettar upp í topp og vinir og vandamenn ábyrg- ir fyrir hluta skuldanna." SKiUMTÍMiLÍH HELSTi ÍSTJEOi SKEIÐSLOViHOt Þann tíma sem Húsnæðisstofnun ríkisins hefur veitt lánafyrirgreiðslu vegna greiðsluerfíðleika, frá árinu 1985, hafa samtals verið veitt 7.200 greiðsluerfiðleikalán. Heildarfjár- hæðin er um 5,8 milljarðar á núver- andi verðlagi. Þetta kom fram í svari félagsmálaráðherra við fyrir- spurn Valgerðar Sverrisdóttur um greiðsluerfiðleikalán á Alþingi í apríl síðastliðnum. Sagði ráðherra að athuganir ráðgjafa Húsnæðis- stofnunar bentu til að jafnan væru mikil skammtímalán, aðallega hjá bönkum og sparisjóðum, helsta ástæða greiðsluvanda frekar en lán byggingarlánasjóðanna. Sama gilti nú enda hefði fyrirgreiðsla stofnun- arinnar vegna greiðsluerfiðleika að stórum hluta hafnað í bankakerf- inu. Úttekt sem gerð var á af- greiðslu greiðsluerfiðleikalána á árunum 1988 og 1989 hafi leitt í ljós að rúmlega helmingur útborg- aðra greiðsluerfíðleikalána fór til greiðslu á vanskilum íbúðaeigenda og öðrum skuldum hjá bönkum og sparisjóðum. Ráðherra sagði mikil- vægt að komið yrði á samráði milli Húsnæðisstofnunar, banka og líf- eyrissjóða um skuldbreytingar og endurskipulagningu fjármála hjá þeim sem verst eru settir vegna til dæmis atvinnuleysis eða tekju- brests. HOKKOKS KOHiK 6JÍL0ÞK0T Aðeins er hálft ár liðið frá því að lögin um greiðsluaðlögun tóku gildi í Noregi. Of snemmt er að segja til um reynslu Norðmanna en þegar hefur komið fram að reiknað var með því að allt að 10.000 manns leituðu aðstoðar en það sem af er ári eru þeir um 2.000. Hefur verið leitt að því líkum að fleiri leiti nú samninga sjálfír en áður og betur gangi að ná samningum við lánar- drottna. En hafa menn trú á því að lög um greiðsluaðlögun séu skynsam- leg hér á landi? MARGIR TELJA SLÍKT KERFI ÞUNGT í VÖFUM OGAÐOFFÁIRNJÓTI ADSTOÐAR. SEGJA ÞEIR MEIRI ÞÖRFÁ ALMENNARI AÐGERÐUM SVO AD FÓLK GETILEYST SINN VANDA SJÁLFT MED SKULDBREYTINGUM í LÁNAKERFINU. NEFNT HEFUR VERID AD GREIDSLUAÐLÖGUN ÆTTIFREMUR AÐ FARA ÍGEGNUM BANKAEÐA ÖNNUR RÁÐGJAFARFYRIRTÆKI EN HID OPINBERA, MIKILVÆGARA SÉAD KOMA Á HEILDSTÆÐRI UPPLÝSINGAÖFLUN UM FJÁRREIÐUR EINSTAKLINGA OG AD NAUÐSYNLEGT SÉ AÐ KOMA Á FÓT FJÁRHAGSRÁDGJÖF. / „Hugmyndin er mjög góð en eft- ir því sem við höfum komist næst hefur reynslan af þessu ekki verið eins góð og vonast var til, fyrst og fremst vegna þess hversu skilyrðin eru ströng,“ segir Grétar Guð- mundsson, þjónustustjóri Hús- næðisstofnunar. „Við höfum heyrt að dregið hafí úr áhuga á kerfinu vegna þess að það sé stíft og þungt í framkvæmd. Ég er því ekki viss um að lög um greiðsluaðlögun séu besta leiðin til þess að leysa greiðsluerfiðleika, því að fólk afsal- ar sér fjárráðum sínum. Það nálg- ast það að vera persónuskerðing pg ég hef litla trú á því að margir íslendingar myndu sætta sig við slíka lausn nema í allra verstu tilvik- unum.“ Grétar telur meiri þörf á almenn- ari aðgerðum svo að fólk geti leyst sinn vanda sjálft með skuldbreyt- ingum í lánakerfínu. Því megi þó ekki gleyma að bankakerfið geri mun meira fyrir lántakendur nú en áður. Bankarnir veiti lán til lengri tíma og séu mun viljugri að skuld- breyta fyrir þá sem séu tilbúnir að takast á við vandamál sín. Fulltrúar lánastofnana geri sér grein fyrir því að það sé þeirra hagur að skuld- breytingar fari fram. Jón Finnbjörnsson, fulltrúi við Héraðsdóm dómsstjórans í Reykja- vík, telur að greiðsluaðlögun geti verið skynsamleg í sumum tilfellum en sagðist þó ekki viss um að hún hentaði íslendingum. „Ég sé þó ekkert því til fyrirstöðu að þetta verði reynt en ég tel að til dæmis verði að athuga vel hvernig ábyrgð- armenn á lánum þessara skuldara koma út úr því. I svona kerfi er ekki fólgin nein lækning fyrir óreiðufólk, það verður alltaf til.“ Örn Höskuldsson hæstaréttar- lögmaður telur skynsamlegt að hið opinbera taki aðstoð við greiðsluað- lögun á sínar herðar. Erfiðara sé að eiga við slíkt í einkageiranum, þar sem fólk freistist jafnvel til að hætta við samninga, fínnist því erf- itt að skera neysluna niður. Hið opinbera geti betur veitt nauðsyn- legt aðhald. Telur Örn greiðsluað- lögun skynsamlegri og ódýrari í framkvæmd en nauðasamninga, sem hann segir þunga í vöfum og ekki henta einstaklingum nema í fáum tilfellum. „Greiðsluaðlögun er í raun nokk- urs konar gjaldþrot, skuldari verður allt að því verr settur en væri hann óijárráða og eignir hans og laun skiptast á milli lánardrottna. Mér finnst hugmyndin athyglisverð, fyr- ir utan þátt hins opinbera, sem ég held að sé ærinn fyrir,“ segir Kol- brún Sævarsdóttir, dómarafulltrúi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Kerfið í Noregi hefur reynst nokkuð kostnaðarsamt, reiknað er með að kostnaður á þessu ári nemi um 650 milljónum króna. Skiptar skoðanir eru meðal viðmælenda Morgunblaðsins á þeim lið, enda erfitt að spá um framkvæmdina að lítt athuguðu máli. „Ég held að greiðsluaðlögun ætti fremur að fara í gegnum banka eða önnur ráðgjafarfyrirtæki en hið opinbera," segir Kolbrún Sævars- dóttir. Telur hún að framkvæmd laga um greiðsluaðlögun yrði flókin en það þyrfti ekki að koma í veg fyrir að hún kæmi til framkvæmda. Ragnar H. Hall hæstaréttarlög- maður telur ekki að framkvæmd slíkra laga þyrfti að vera flóknari en annað sem menn þurfi að ganga í gegnum við svipaðar aðstæður. Hins vegar hefur hann efasemdir um að umsjónarmönnum gangi vel að skammta fólki fé með J)eim hætti sem Norðmenn gera. „Ég sé ekki að sjálfsvirðingin bíði frekar hnekki af því að fá samþykkta greiðsluaðlögun en til dæmis við nauðarsamninga eða gjaldþrot. Engu að síður tel ég greiðsluaðlög- un illframkvæmanlega hér í fá- menninu. Hér á landi er landlæg tilhneiging til að velta skuldunum á undan sér þar til allt er komið í þrot og jafnvel þá horfast menn ekki í augu við aðstæður." Ragnar telur að fleiri möguleikar ættu að vera fyrir fólk í greiðsluerf- iðleikum en greiðsluaðlögun. „At- huga má hvort ekki sé hægt að koma til móts við þá sem teknir eru til gjaldþrotaskipta, meðal annars með því að þeir losni við eitthvað af þeim kröfum sem ekki fást greiddar í stað þess að þær elti þá uppi í það óendanlega. Þetta væri held ég einfaldara í framkvæmd.“ ÞÖKFÍ EIHSTÍKLIH6SB0H0HÍKI LiUSHUM Afstaða þeirra sem lánin veita og þar með þeirra sem samið yrði við ef af lagasetningu um greiðslu- aðlögun yrði, er svipuð og annarra viðmælenda blaðsins. Björn Björns- son, framkvæmdastjóri í íslands- banka, telur norska kerfið takmark- að og ekki væhlegan kost vegna hinna ströngu skilyrða. „Greiðslu- erfíðleikar fólks eiga sjaldnast þær rætur sem Norðmenn setja sem skilyrði. Orsakirnar eru mun oftar fjármálaleg óreiða og því mikilvægt að sporna við því að hún haldi áfram. Slík óreiða byggist á því að lánamöguleikar eru víða og hvergi hefur verið unnt að hafa yfirsýn yfir þessi mál. Það mikilvægasta sem hægt væri að vinna í þessum efnum væri að koma á heildstæðri upplýsingaöflun um íjárreiður ein- staklinga. Þeir gætu þá sjálfír sótt þangað upplýsingar um eigin fjár- reiður og borið upp við lánardrottna og fengið aðstoð á þeim grundvelli. Reyndar eru þegar hafnar umræður um hvort slík upplýsingaöflun sé möguleg og æskilég hér á landi. Þá er rétt að taka fram að lendi ntenn í vanskilum vegna til dæmis atvinnuleysis eða veikinda hafa lánastofnanir komið til móts við lántakendur.“ Björn segir vissulega ýmislegt gott í greiðsluaðlögunarkerfi Norð- manna en hann segir jafnframt að við þurfum ekki að éta allt upp eftir nágrönnum okkar. „Ég held að hér þurfi ekki eitt kerfíð í við- bót, heldur einstaklingsbundnari lausnir." Lokaö á morgun Ú T S A L A N hef st á þriðjudag Polarn&Pyret* KRINGLUNNI8 -12.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.