Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 12

Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 LJÓSI VARPAÐ Á KONUNA SEM STJÓRNAR MI5, STELLU RIMINGTON HULUNNISVIPT AFHREZKU FJÁRVEITINGAR TIL MI5 Gagnnjósnir og r- barátta gegn ' útbreiðslu kjarnorku- vopna k Undirróður IRA og önnur innanlandsmál r Alþjóðleg eftir Guðmund Halldórsson HULUNNI hefur verið svipt af brezku öryggisþjónustunni MI5 í fyrsta sinn í 84 ára sögu hennar. Til skamms tíma var jafnvel ekki viður- kennt að slík stofnun væri til, en nú hefur verið gefinn út bæklingur um starfsemi hennar eða hluta starfs hennar og ljósmyndir hafa ver- ið birtar af forstjóra MI5, frú Stellu Rimington — fyrstu konunni sem gegnt hefur því embætti. Frá því hefur verið skýrt að starfsmenn stofnununarinnar séu 2.000, þar af helmingurinn konur og fólk yngra en 40 ára. Upplýsingar þessar hafa verið birtar til þess að kveða niður ýmsar „furðusögur" um MI5 eins og frú Rimington kemst að orði í for- mála bæklingsins um starf stofn- unarinnar. Þar er númer pósthólfs MI5 gefið upp og grein gerð fyrir skipulagi stofnunarinnar og breyttu hlutverki í kjölfar kalda stríðsins. Einkennistákn MI5 er birt og þeim sem vilja veita stofnuninni upplýs- ingar er sagt hvert þeir geti snúið sér og sömuleiðis þeim sem vilja koma á framfæri kvörtunum um að njósnað sé um þá. Aðeins 5% af fjármunum MI5 er varið til þess að fylgjast með undir- róðurssamtökum, en 70% til baráttu gegn hryðjuverkum, aðallega írskra lýðveldissinna, að því er fram kemur í bæklingnum. Fjórðungur rennur til gagnnjósna, talsvert lægri upphæð en á dögum kalda stríðsins. Hluti þess fjár fer til nýrrar herferðar gegn útbreiðslu kjamorkuvopna. Með henni er reynt að koma í veg að frá Bretlandi berist sérþekking eða tækni, sem megi nota til smíði ger- eyðingarvopna. Sífellt meiri áherzla er lögð á söfn- un leynilegra upplýsinga um hryðju- verkamenn og í október í fyrra fékk MI5 það verkefni að njósna um hryðjuverkastarfsemi íra í Bretlandi. Það hefur orðið til þess að starfs- fólki MI5 hefur fjölgað lítið eitt á undanförnum tveimur árum. KONUROG UNGTFÓLK Aðgerðum og fjárhagsáætiunum MI5 er haldið leyndum í bæklingnum til þess að „grafa ekki undan áhrifa- mætti stofnunarinnar og stofna ekki starfsmönnum hennar og nánum samverkamönnum þeirra í hættu.“ Brezkir embættismenn leggja áherzlu á að ekki standi til að veita nánari upplýsingar um MI5 en fram komi í bæklingnum. Hingað til hefur almennt verið talið að starfsmenn MI5 séu nær eingöngu fyrrverandi foringjar í hernum. Nú er komið á daginn að þorri starfsmannanna eru konur og fólk yngra en 40 ára að aldri. Stofn- unin skiptist í tvær deildir og sér önnur um aðgerðir og hin um stjórn- sýslu. í hvorri deild um sig starfar harður kjarni 340 leyniþjónustu- manna, sem stunda „almenn leyni- þjónustustörf", og þar af eru 42% konur. Sumt af þessu fólki er ráðið samkvæmt meðmælum frá ráðning- arskrifstofum, en annað í háskólum, sem hingað til hefur verið talin venju- lega aðferðin. Aðeins fjórðungur há- skólamenntaðra starfsmanna MI5 er frá Oxford og Cambridge. Fyrir kem- ur að leitað er eftir fólki til starfa með dularfullum auglýsingum í dag- blöðum, sem geta verið á þessa leið: „Atvinna í boði. Upplýsingastjórar óskast." Á það var lögð áherzla að MI5 hefði aldrei átt þátt í að hafa eftirlit með konungsfjölskyldunni. Við- urkennt er að starfsmenn MI5 gangi í fagfélög, verkalýðsfélög og mót- mælahreyfingar, en aðeins ef stofn- unin hafi grun um að undirróðurs- hópar „færi sér þjóðfélagsólgu í nyt“. „Stofnunin rannsakar ekki mót- mælahópa sem slíka heldur undirróð- ursöfl innan þeirra," segir í bækl- ingnum. í þessu sambandi er bent á að útsendarar MI5 hafi laumað sér í brezka kommúnistaflokkinn þegar kalda stríðið stóð sem hæst og félag- ar hans voru 55.000. NJÓSNAFRÓ FRAM í ÐAGSLJÚSIÐ Stella Rimington er Ijósasta dæmi þess hvernig MI5 hefur breytzt síðan öryggisþjónustan var stofnuð fyrir 84 árum. Hún er 56 ára, tveggja bama móðir og varð yfirmaður njósnamála í Bretlandi fyrst kvenna í fyrra eftir 22 ára feril. Hún fær 77.550 pund í árslaun og hefur getið sér gott orð síðan hún tók við starfi sínu. Þótt hún vilji lítið láta á sér bera, starfs síns vegna, hefur henni sézt bregða fyrir í veizlum og nýlega birtust myndir af henni í glansblað- inu Hello! Stella Whitehouse, eins og hún hét upphaflega, er einkadóttir verkfræð- ings. Hún stundaði nám í gagnfræða- skóla í Notthingham og háskólanum í Edinborg, gerðist skjalavörður að námi loknu námi og giftist John nokkrum Rimington, síðar fram- kvæmdastjóra, 1963. Laust eftir 1980 var hún orðin yfirmaður gagn- undirróðursdeildar MI5, en þá stóð stofnunin í ströngu vegna verkfalls námamanna. Þegar Sovétríkin hrundu og njósnaþjónustur kalda stríðsins leyst- ust upp fékk frú Rimington mikil- væga stöðu yfirmanns gagnhryðju- verkadeildar MI5. Síðan hlaut hún annað valdamesta embætti stofnun- arinnar og nágrannar hennar í Norð- ur-London urðu furðu lostnir þegar John Major tilkynnti að hún yrði fyrst kvenna skipuð framkvæmda- stjóri öryggisþjónustunnar MI5. ÁGÖMLUM MERG Skipun konu í þetta embætti hefði verið talin óhugsandi þegar brezka flotamálaráðuneytið kpm öryggis- þjónustunni á fót 1909 til þess að vega upp á móti hættu þeirri sem Bretum stafaði frá auknum herskipa- flota Þjóðverja. í fyrstu var þjónust- an undir stjórn tveggja manna. Vern- on Kell höfuðsmaður, sem kallaðist „K“, stjórnaði gagnnjósnum innan- lands, en „C“, öðru nafni Mansfield Cumming, kafteinn úr flotanum, stjórnaðj leyniþjónustuaðgerðum er- lendis. Árið 1916 var „K“-armur ör- yggisþjónustunnar sameinaður leyni- þjónustu heraflans. MI5 varð til og hafði á sinni könnu mál útlendinga, rannsókn á ferli manna sem til greina komu í ábyrgðarstöður, skotfæri, öi-yggi og gagnnjósnir í Bretaveldi. Arið 1931 hlaut stofnunin nafnið Öryggisþjónustan og varaði við hættu á stríði en var illa viðbúin heimsstytjöldinni 1939-1945. I stríðsbyijun voru starfsmennimir 50, en tveimur árum síðar hafði henni tekizt að afhjúpa 200 njósnara Þjóð- veija og fengið marga þeirra til að mata nazista á röngum upplýsingum. Eftir stríðið beindist athyglin að Sov- étríkjunum, en mál njósnaranna Burgess, Macleans og Philbys sýndi nauðsyn öflugri gagnnjósna. Spenn- an í kalda stríðinu náði hámarki þeg- ar 105 sovézkir sendiráðsmenn voru reknir frá London 1971. í bók sinni Spycatcher kom fyrr- verandi starfsmaður MI5, Peter Wright, fram með ásakanir um að stofnunin hefði staðið að samsæri um að grafa undan Harold Wilson, forsætisráðherra Verkamanna- flokksins. Þessum ásökunum er ein- dregið vísað á bug í bæklingi MI-5: „Itarleg innri rannsókn færði ekki sönnur á þessar staðhæfingar og Wright viðurkenndi síðar að þær væru ósannar," segir þar. Þegar bæklingurinn var kynntur blaðamönnum kom fram að MI5 hef- ur lítið álit á Wright og fleiri rithöf- undum sem lifa á því að afhjúpa stofnunina. Þegar talsmaður MI5 var spurður hvaða höfundur kæmist næst sannleikanum sagði hann „Enginn.“ Athygli vekur að í bæklingi MI5 er vísað á bug ásökunum um að Sir Roger Hollis, fyrrverandi aðalfor- stjóri stofnunarinnar, hafi verið njósnari Sovétmanna. MI5 er önnur helzta njósnaþjón- usta Breta og hlutverk hennar er að veija ríkið og landið gegn undir- róðri, hryðjuverkum og njósnum. Meiri leynd hvílir yfir hinni aðalleyni- þjónustunni, MI6 (Secret Intelligence Service), sem stundar „virkar" njósn- ir (gegn erlendum ríkjum), en litlar líkur eru taldar á því að stjórnar- skýrsla verði gefin út um hana. I brezkum lögum er MI6 ekki getið, en viðurkennt er að sú stofnun sé til í skýrslunni um MI5. Brezkir embættismenn og her- menn hafa gjarnan kallað MI5 „póst- hólf 5009“ sín í milli. Nú hefur verið tilkynnt að þeir sem búi yfir gagnleg- um upplýsingum geti sent bréf í póst- hólf 3255, London SWIP IAE. Starfsmaður MI5 viðurkenndi á dög- unum að öryggisþjónustan hefði not- að „pósthólf 5009“, en þegar hann var að því spurður hvort það væri enn notað kvaðst hann „ekki vilja ræða það“!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.