Morgunblaðið - 25.07.1993, Side 14

Morgunblaðið - 25.07.1993, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JULI 1993 STARFSFRAMI skiptir ekki öllu máli,“ segja þær Andrea Þormar, Sig- ríður H. Radomirs- dóttir og Sigrún Edda Jónsdóttir. Morgunblaðið/Þorkell Beoio með börnin HVERS VEGNA FRESTA UNGAR KONUR ÞVÍ AÐ EIGNAST BÖRN? ER ÞAÐ VEGNA LANGSKÓLANÁMS OG STARFSFRAMA EÐA RÁÐA ÖNNUR GILDI FERÐINNI? eftir Kristínu Morju Baldursdóttur UNGAR konur fresta nú gjarnan barneignum fram yfir þrítugt. í samtali við fjórar ungar konur, þrjár sem eru barnlausar og þá fjórðu sem nýlega hefur eignast barn, kemur fram að þótt langskólanám og starfsframi skipti miklu máli, séu þó líka önnur gildi sem ráða ferðinni. Þær vilja finna sér farveg í lífinu, nýta námið og hafa góðar tekjur, ferðast, og hafa komið sér vel fyrir fjár- hagslega áður en börnin koma til sögunnar. Morgunblaðið/Einar Falur GUNNHILDUR „ÞAÐ eru skrýtin viðhorf þegar konur segja að best sé að ljúka barneignum af og vera svo lausar, rétt eins og þetta sé einhver herskylda.“ Aldur kvenna sem fæða börn í fyrsta sinn hefur hækkað samkvæmt skýrslum frá Kvenna- deild Landspítalans. Fram til ársins 1972 voru flestar konur sem fæddu börn á aldrinum 20-24 ára, en eru núna flestar á aldrinum 25-29 ára. Fjölgun fæðinga er hins vegar mest hjá konum á aldrinum 30-34 ára, og telja menn að líklega megi rekja það til aukins fjölda langskólageng- inna kvenna sem oft bíða með bam- eignir þar til þær hafa lokið námi. Sennilega mun það vera skýring- in að hluta, enda stunda nú fleiri konur en karlar nám í Háskóla ís- lands. Þó má reikna með að stór hluti þeirra kvenna sem stundar nám í Háskólanum séu mæður og ekki er óalgengt hér á landi að konur fari í nám þegar börn þeirra eru að komast á legg. Starfsframi Langskólanám mun þó ekki vera eina skýringin á frestun bameigna hjá ungum, íslenskum konum. Menn hafa gert því skóna að kvennabaráttan hafi nú skilað kon- um sem hugsi mun meira um starfs- frama sinn og að hann sé aðal- ástæðan fyrir því að þær séu ekk- ert að flýta sér að eignast börn og stofna heimili. Hér séu á ferðinni hinar dæmiger.ðu „carrierwomen", eða starfsframakonur, sem hugsi um það eitt að komast á toppinn í atvinnulífinu. Slíkum konum gefur þjóðfélagið ekki ætíð hina bestu einkunn, álítur þær oft frekar, yfir- gangssamar og jafnvel kaldar. Hins vegar fá karlmenn sem hugsa um starfsframa sinn klapp á bakið. I samtölum við ungar konur kem- ur hins vegar fram, að starfsfram- inn í þessu sambandi leikur ekki stærsta hlutverkið þótt hann sé mikilvægur. Breytt viðhorf, breytt- ar áherslur í uppeldi ungra stúlkna og önnur gildi sem ungar konur meta mikils núna, virðast einnig vera ástæðurnar að baki frestun barneigna. Öðlast þroska fyrst Sigríður H. Radomirsdóttir, 25 ára nemi í rafmagnstæknifræði, Sigrún Edda Jónsdóttir, 28 ára við- skiptafræðingur hjá Þróunarfélagi Islands og Andrea Þormar, 29 ára sem starfar hjá Ráðstefnuskrifstofu íslands, eru allar barnlausar og hafa ekki í hyggju að eignast börn alveg á næstunni þótt þær geti vel hugsað sér það síðar meir. Sigríður býr með vinkonu sinni en á kærasta sem býr annars stað- ar. Hún fer í haust til Danmerkur í framhaldsnám í rafmagnstækni- fræði og á líklega eftir að læra í tvö til sex ár til viðbótar. Sigríður segir það ekki koma til greina að eignast bam strax og ástæðan sé fyrst og fremst sú að henni finnist hún ekki enn hafa þroska til þess. „Mér finnst ég sjálf vera barn ennþá og sé ekki fyrir mér að ég hafi þroska til að sjá um lítið barn fyrr en í fyrsta lagi um þrítugt. Flestir í vinahópi mínum segjast heldur ekki tilbúnir til að eignast barn strax. Starfsframinn skiptir kannski ekki öllu máli, ég er fremur að hugsa um að eiga þægilegt líf og geta sinnt áhugamálum. Að námi loknu vil ég geta starfað við það sem ég hef lært, hafa góðar tekjur og ánægju af starfi mínu. Ég er rétt að byija að þekkja sjálfa mig núna. í barnaskóla skilur maður ekki umhverfið og í mennta- skóla er svo mikið að gerast að það tekur hug manns allan. Það er fyrst upp úr tvítugu sem maður fer að kynnast sjálfum sér og geta mótað sér skoðanir. Vill nýta námið Sigrún Edda lauk námi í við- skiptafræði fyrir þremur árum og hefur verið gift í fimm ár. Hún segist hafa tekið ákvörðun um það

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.