Morgunblaðið - 25.07.1993, Page 15

Morgunblaðið - 25.07.1993, Page 15
I 15 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 á sínum tíma að eignast ekki bam of fljótt. „Ég áleit að betra væri að koma sér fyrst af stað í starfinu að námi loknu. Það er spennandi að geta nýtt námið og einnig er auðveldara að koma aftur til starfa eftir að bam er fætt, í stað þess að byija á því að eignast börn að námi loknu og eiga svo eftir að fóta sig í atvinnulífinu. Maður kemur svo grænn út úr háskólanum, þekkir varla sjálfan sig, en það er einmitt á þessum aldri sem maður er alltaf að læra og prófa eitthvað nýtt. Því er gott að vera nokkuð fijáls. Eftir námið hefur maður fyrst einhveijar tekjur og getur því ferðast og gert það sem mann langar til. Þetta er mjög skemmtilegur tími. Ég hef nú ekki hugsað um starfs- framann sem slíkan en þó finn ég að mig langar til að komast áfram í starfi mínu og vera ömggari með mig. Mér líkar starf mitt mjög vel og því vindur þetta upp á sig, ég er alltaf að fresta því að eignast bam. Ef það á að vera til einhver kjörtími fyrir barneignir finnst hann alla- vega ekki í mínu tilviki. Yfirleitt held ég að íslenskar kon- ur eignist börn of ungar þótt það geti verið að breytast. Ef við lítum til útlanda, til vest- rænna ríkja, sjáum við að konur eignast böm mun seinna. Þar er allt miklu afslappaðra og þykir sjálfsagt að fólk búi lengi saman án þess að eignast börn. Hér eru konur sem eignast seint börn álitnar eitt- hvað furðulegar. Þær em bara að leika sér segja menn, en kannski gleymist hversu mikill ábyrgðarhluti það er að eignast barn.“ Láta draumana rætast Andrea Þormar hefur starfað við ferðaþjónustu frá því hún lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskólanum og staða. Ég á margar vinkonur sem em á svipuðum aldri og ég, barnlausar og ólofaðar, og við ræðum oft þessi mál. Ég er ekki frá því að viðhorf stúlkna séu mikið að breytast, enda höfum við kannski ekki þurft að horfa upp á þann kynjamismun sem áður ríkti. Mér finnst að stúlkur ættu helst ekki að eignast böm fyrr en í fyrsta lagi tuttugu og fimm ára gamlar. Ég efast um að ég hefði verið nægi- lega hæf móðir hefði ég eignast barn fyrir þann tíma því ég var of upptekin af sjálfri mér. Annars hef ég alltaf ýtt bameignum á undan mér, en finnst það hið besta mál að konur fari að eignast börn upp úr þrítugu. Starfsframi er að sjálfsögðu mik- ilvægur og ég tel það vera stórt atriði að konur séu búnar að koma sér fyrir í starfi áður en þær eign- ast börn. Þá er mun auðveldara að koma að starfinu aftur.“ Áhrif uppalenda Eins og fram kemur hjá ungu konunum leggja þær allar áherslu á að hasla sér völl í starfi áður en bameignir hefjast og einnig ræða ANDREA „Það á ekki að vera samasemmerki milli barns og basls.“ þær allar um mikilvægi þess að kynnast sjálfum sér og lífínu áður en þær fæða nýjan einstakling inn í þennan heim. Af því má ráða að þeim er vel ljós sú ábyrgð sem fylgir barneign- um og einnig sú skerðing sem þá verður á frelsi þeirra. En hvers vegna hafa viðhorf margra ungra ar mínir bjuggu átta ár í Danmörku og það getur hafa mótað viðhorf þeirra. Ég held að þeir sem búi erlendis um tíma verði veraldarvan- ari, einkum hvað þetta snertir. Nú em það helst konur sem fara í lang- skólanám sem seinka bameignum. Þegar mamma lauk stúdentsprófí úr Verslunarskólanum vom aðeins tvær konur sem luku prófí með henni. Ég held að metnaður mæðra hafí sitt að segja, og ____ eiginlega fínnst mér skylda þeirra að vissu leyti að byggja upp metnað í dætrum sín- um.“ Foreldar Andreu skildu þegar hún var bam, ólst hún upp hjá þeim báðum en var meira hjá föður sínum, sem er tannlæknir, á unglingsámnum. „Hann ræddi oft þessi mál við mig og ég man enn þegar hann sagði: Það er mesti misskiln- ingur ef íslenskt kvenfólk heldur að það þurfi ekki að mennta sig. Ég er ekki í vafa um að foreldr- ar geti haft mikil áhrif á börn sín, þeir höfðu í það minnsta áhrif á okkur systkinin. Það skiptir miklu máli fyrir einstaklinginn hvort hann er alinn upp í metnaðarfullu um- hverfí eða ekki. Það er hins vegar alveg ljóst, að sama lífsmynstrið hentar ekki öllum. Ég hef hitt gaml- ar vinkonur sem eignuðust börn 18 ára og eru alsælar með það.“ Þrýstingur frá þjóðfélaginu íslendingar hafa ætíð verið mjög áhugasamir um börn þótt þeir láti þau stundum ganga sjálfala eins og sauðfé, og er því talið eðlilegast að hver sem vettlingi geti valdið eignist afkvæmi og það helst innan ákveðinna tímamarka. Nú hefur aldur kvenna sem fæða sitt fyrsta barn hækkað til muna eins og tölur sýna, en samt er það oft að ættingjar og vinir geri at- hugasemdir ef konur hafa ekki fætt fyrir þrítugt. Algengar eru hvemig það sé með erfíngjann? Segir hún þá jafnan að styttist í hann, og virðist það svar nægja. Efnahagur skiptir máli Ef litið er til þess hversu stremb- ið það er að koma þaki yfir höfuðið á Islandi, hversu ótryggt leiguhús- næði er, hversu lág laun eru miðað við verð á nauðsynjavörum og þjón- ustu, og hversu mikið foreldrar SIGRUN EDDA „Eiginlega er það skylda mæðra að ala upp metnað í dætrum sínum.“ þurfa að vinna til að framfleyta börnum sínum, er aðdáunarvert að ungt fólk skuli yfírleitt hafa sig í það að stofna fjölskyldu. En er það kannski ein ástæðan fyrir því að ungar konur seinki nú barneignum í ríkari mæli en áður? Sigríður segist ekki vilja stofna fjölskyldu nema að vera vel undir- búin.„Ég vil eignast böm án þess að vera að beijast við fjármál allan tímann. Það er basl að vera að byggja og ef til vill í námi líka þegar börn eru komin. Auðvit- að geta „slysin" ætíð gerst og við þeim er lít- ið að gera. En það er gott að vera búin að eignast íbúð og hafa búið um tíma með maka til að bæði séu í sem besta jafnvægi áður en börnin koma. Fólk á að eignast börn í þeim til- gangi að njóta þeirra en ekki til að fjölga mannkyninu." Sigrúnu Eddu fínnst það líka skipta máli að vera búinn að koma sér fyrir og eignast húsnæði áður. Þáttur karla íslenskir karlmenn hafa fram að þessu ekki fengið háar einkunnir þegar bamauppeldi og heimilisstörf em annars vegar, en hafa haft mikla yfírvinnu sér til afsökunar, hvort sem hún hefur verið í þágu fjölskyldunnar eða starfsframans. Það er því kannski lítt fýsilegt að bindast karlmanni sem aldrei sést heima hjá sér eða þarf jafnvel sömu þjónustu og börnin. Hvort það geti dregið úr ákafa ungra kvenna til að stofna fjölskyldu skal ekki sagt. „Það hefur vissulega áhrif á kon- ur hvert viðhorf karla er í þessum efnum,“ segir Sigrún Edda. „Það er beggja mál að eignast börn og þótt það lendi óhjákvæmilega meira á konunni, sé ég það fyrir mér að makinn taki þátt í umönnun og uppeldi jafnt og ég.“ Andrea segist aldrei hafa getað hugsað sér að eignast barn nema að eiga góðan maka sem taki fullan þátt í uppeldinu. „Þetta er starf fyrir tvo.“ Sigríður er því sammála. „Ég sé fyrir mér samstarf þar sem báðir aðilar sjá um heimilið og börnin og geti báðir átt sínar frístundir. Ég held ég geti fullyrt það að kynslóð mín hafí ekki áhuga á að velja sér lífsförunaut sem mundi íþyngja henni á einhvem hátt. Maður velur SIGRIÐUR „Maður velur ekki að gerast tvöfaldur þræll." ekki að gerast tvöfaldur þræll.“ Jákvæð þróun Þótt upp komi tískusveiflur í sambandi við bameignir er þó ljóst HVERKONA FINNUR SINN TÍMA „Ég held að hver kona finni sinn tíma þegar barneignir eru annars vegar, segir Gunnhildur Úlfarsdóttir 31 árs flugfreyja, sem eignaðist son fyrir þremur vikum. „Mér finnst yndislegt að eignast barn núna, því ég var sjálf tilbúin til þess.“ Gunnhildur hefur starfað sem flugfreyja í tíu ár, fyrstu árin á sumrin meðan hún stundaði nám í ensku og bókmenntafræði í Háskóla íslands. Eiginmanni sínum kynntist hún fyrir fimm árum. „Ástæðan fyrir því að við frestuðum bameignum var einfaldlega sú að við vildum njóta lífsins saman og ferð- ast, sem við bæði höfðum áhuga á. Einnig stofnaði mað- urinn minn fyrirtæki fyrir þremur árum, svo við vildum ekki ana að neinu, heldur gefa okkur góðan tíma.“ Starfsframi hefur ekki mik- ið haft að segja í þessum efn- um að sögn Gunnhildar. „Þessi ár hafa farið í að ferð- ast, búa erlendis og vera í námi, sem ég hefði tæplega getað gert hefði ég verið kom- in með barn. Starfið hafði hins vegar meiri þýðingu fyrir manninn minn sem vildi frek- ar bíða með að eignast barn þar til hann hefði meiri tíma til að annast það.“ Gunnhildur segir að það sé erfitt fyrir konur hér á landi að bíða með bameignir. „Það er mikill þrýstingur frá fólki að þessu leyti. Það skilur þetta ekki, heldur að kona sé slæm manneskja, eða að eitthvað sé að henni líkamlega ef barn- ið kemur ekki strax. Ég held að það séu margar konur sem hreinlega láta undan þessum þrýstingi og því eiga sér stað margar ótímabærar barneign- ir. Það virðist ekki vera viður- kennt að fólk viiji eignast börn þegar því hentar. Ég hef þurft að afsaka sjálfa mig í öll þessi ár, því fólk hefur verið óþreyt- andi við að spyija mig út í væntanlegar bameignir og stundum svo að jaðrar við dónaskap. Staðreyndin er sú, að annað hvort vill fólk ekki eignast bam eða getur það ekki og það kemur engum við. Konur eru farnar að mennta sig meira núna og vilja því ef til vill bíða með að eignast böm, en því miður virðist vera einhver tísku- bylgja í gangi núna. Ég heyrði það frá unggi stúlku að það væri í tísku að eignast böm núna, jafnvel innan við tví- tugt, og búa síðan heima hjá pabba og mömmu með það. Þegar ég var tvítug og heyrði af jafnöldmm mínum sem voru að eignast börn, fannst mér það vera eins konar vem- leikaflótti hjá þeim. Þær gátu ekki ákveðið hvað þær ætluðu sér með framtíðina og völdu þann kost að verða ófrískar svona eins og til að vera stikkfrí frá þjóðfélaginu. Ég veit ekki hvort þessi sami hugsunarháttur ríkir hjá ung- um stúlkum núna. Mér fínnst það líka skrýtin viðhorf þegar konur segja að best sé að ljúka barneignum af og vera svo lausar, rétt eins og þetta sé einhver her- skylda." Að áliti Gunnhildar geta foreldrar haft mikil áhrif á dætur sínar og segir hún að í uppeldi þeirra systra hafi áhersla verið lögð á að þær yrðu sjálfstæðar og bæm ábyrgð á eigin lífi. Hvað varðar þátt karla seg- ir Gunnhildur að margt hafí breyst og að sér virðist sem þeir vilji oft eignast bömin fyrr. „Það er ætlast til þess að þeir taki þátt í þessu á sömu nótum og konumar og ég get ekki betur séð en að þeir kunni vel að meta það að vera ekki settir út í horn. Tenglsin milli þeirra og barn- anna verða allt önnur, og kannski er það ástæðan fyrir þessum aukna áhuga þeirra á barneignum." Gunnhildur segir það óneit- anlega vera þægilegra að vera búin að koma þaki yfir höfuð- ið og að hafa nokkuð traustan flárhag áður en börnin koma. „Það er slæmt þegar foreldrar þurfa að vinna mikið frá börn- um sínum eins og oft tíðkast. Það huga ekki allir nógu vel að þessum þætti og mér fínnst íslendingar oft vera feimnir við að viðurkenna að þeir þurfí að hugsa um fjárhagsstöðuna áður en barn fæðist. Viðkvæð- ið er oft að hún skipti engu máli, því bam sé alltaf vel- komið. En auðvitað skiptir það máli að geta búið barni öryggi. Það er yndislegt að eignast barn þegar maður sjálfur er tilbúinn, þetta var góður tími fyrir mig, og ég held að þrít- ugsaldurinn geti verið ágætur fyrir konur til að eignast börn.“ hefur verið í sambúð núna síðustu mánuði. „Ég fór ekki í sambúð fyrr en ég fór að vinna frá níu til fimm! í mörg ár vann ég vaktavinnu, fyrst á hóteli og síðar sem flugfreyja og þá dettur maður gjarnan út úr þjóð- félaginu. Vakir meðan aðrir sofa. Það starf hentaði mér hins vegar mjög vel áður. Ég hef alltaf ætlað að eignast börn en aldrei fundist ég vera tilbú- in til þess. Maður verður að vera sáttur við sjálfan sig og hafa fund- ið sér farveg í lífinu áður. Ég hef haft þörf fyrir að kynnast sjálfri mér, ferðast og gera það sem mig hefur langað til. Til dæmis var það lengi draumurinn að dveljast á Spáni og læra tungumálið. Það hefði ég ekki getað gert ef ég hefði verið komin með barn. Ég held að það sé gott að geta látið ýmsa drauma rætast áður en bömin koma til sögunnar, því þá er aldrei hægt að segja að börnin hafí verið fyrir- kvenna á íslandi breyst í þessum efnum? Hafa þær orðið fyrir áhrif- um frá foreldrum, vinum eða um- hverfí? Hafa mæður þeirra verið þeim sérstök fyrirmynd? Sigríður ólst upp hjá móður sinni sem var skólastjóri þegar Sigríður var að alast upp. „Mamma var tilbú- in til að eignast börn upp úr 27 ára aldri og mig eignaðist hún þrítug. Hún hefur samt aldrei haldið því að mér að bíða með barneignir né bent mér á hvað sé skynsamlegast í þessum efnum. En hún er mjög sjálfstæð og ól okkur systur upp til sjálfstæðis. Ég kynntist líka ákveðnum viðhorfum í menntaskóla og tel að þau geti haft áhrif.“ Sigrún Edda segir að foreldrar hennar hafi ekki beinlínis ráðlagt henni hvað væri réttast í barneign- armálum, en þegar hún var á ungl- ingsárunum hafí þau oft rætt þessi mál við hana og sagt að betra væri að rasa ekki um ráð fram. „Foreldr- spurningar eins og: Hvernig er þetta með ykkur Jón, ætlið þið ekki að fara að koma með eitt lítið? Hlýtur slíkt suð að vera óskap- lega þreytandi, einkum ef fólk hef- ur ákveðið að eignast ekki börn fyrr en á fertugsaldri, eða jafnvel ekki hugsað sér að eignast börn yfirleitt. Barnlaus hjónabönd eru algeng erlendis, en á íslandi þar sem allir þurfa helst að vera og gera eins og aðrir til að vera sáttir hver við annan, er annað uppi á teningnum. „Það er eitthvað að“, segja menn með hluttekningarsvip. Sjaldan er reiknað með að barnleys- ið sé val einstaklingsins. Sigríður, Sigrún Edda og Andrea segjast ekki hafa fengið margar athugasemdir frá vinum og kunn- ingjum í þessu sambandi, enda séu þeir á svipuðu róli og þær sjálfar, en með ættingja gegni oft öðru máli.Sigrún Edda, sem hefur verið gift í fimm ár, er stundum spurð „Það er munaður að eignast böm og fólk á að geta verið afslappað með þau. Ég held að orsök skilnaða sé oft sú að fólk hefur ekki verið búið að koma sér fyrir áður en það eignaðist börn. Það þarf ekki mikið til að upp komi misskilningur og óánægja. Fólk þarf að vinna mikið hér á landi og fínnur oft ekki tíma til að eyða með maka sínum. Mér finnst það líka undarlegt hversu fæðingum fjölgar núna. Það er eins og lélegur efnahagur þjóðar- innar skipti engu máli. Þótt fólk sé að koðna niður af áhyggjum virðist það þó hafa trú á að betri tímar komi.“ Andrea segist ekki geta hugsað sér að eignast börn nema að geta boðið þeim upp á öryggi. „Fjárhag- ur verður að vera stöðugur, og það er mikilvægt að foreldrar séu í góðu, andlegu jafnvægi. Það á ekki að vera samasemmerki milli barns og basls.“ að með aukinni menntun kvenna og því vali og möguleikum sem þær hafa til að skoða heiminn og hasla sér völl í starfí, verða þær æ fleiri sem fresta barneignum. Sú þróun mun eflaust hafa áhrif síðar meir á þjóðfélagið í heild sinni, væntan- lega konum til góðs. „Það verður engin bylting í þess- um efnum,“ segir Sigrún Édda. „Hugsunarhátturinn þarf að breyt- ast, og við verðum að breyta hon- um, enginn gerir það fyrir okkur.“ „Ég álít það jákvætt fyrir þjóðfé- lagið að konur fái tækifæri til að hasla sér völl í starfi ekki síður en karlmenn. Það er ekki sanngjarnt að karlmenn rúlli ætíð yfír þær og taki alla titlana," segir Ándrea. „Konur eru lengur ungar í dag og því ætti ekki að saka þótt þær bíði aðeins með barneignir. En ég hef trú á að þetta breytist því börn eru alin upp í meira jafnrétti núna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.