Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 19 IHLEKKJUM HUGARFARSINS Hugleiðing vegna umdeildra sjónvarpsþátta Baldurs Hermannssonar eftir Jón Asgeirsson FYRIR hugskotssjónum mínum blasir við mynd af þjóð sem hefur villst inn í myrkviði ranghug- mynda. Vinstramegin, fremst, stendur hempuklætt trúarofstæk- ið, sem sækir næringu sína í ástríðufullan ótta við djöfulinn og hægra megin, borðum prýdd harðýðgin, veraldleg yfirvöld, sem nota miskunnarleysið sem sljórntæki. Baksviðið er sísvöng, klæðlitil og fáfróð alþýðan sem á sér enga undankomu og getur því ekki annað en beygt bak sitt og bælt angist sína og reiði. Ekkert sem sagt var í þessum sjónvarpsþáttum B.H. er ósatt. Fjall- að var að mestu um þá þætti mann- legra samskipta er ekki þykja eiga með öllu heima í góðri sagnfræði, auk þess sem efni þáttanna var laus- tengdur samtíningur, oftlega án sögulegs samhengis og án tengsla við þjóðfélagslegar aðstæður hveiju sinni. Fræðimönnum hættir oft til að leggja mikið upp úr aðferðafræðileg- um atriðum, þ.e. framsetningu efnis og það var á því sviði og fyrir nokkr- ar ógætilega orðaðar staðhæfingar sem B.H. og aðstoðarmenn hans voru helst gagnrýndir. Það kemur fyrir lítið, þó sjálft innihaldið sé grundvallað á staðreyndum og að enn sé margvíslegt ranglætið framið á fólki. Miðaldra fólk man marga nauðina sem bjargarlausir máttu þola og einnig er það var í tísku að spotta fátæka, vitfirrta og fatlaða. Undra stutt er síðan mannréttur fólks var viðurkenndur og enn er margt ógert er til mannréttinda horfir í okkar þjóðfélagi í dag. Þau atriði sem varðar margvíslegt rang- læti gagnvart vinnufólki, eins og til dæmis lög um skyldur þess, er voru í raun átthagafjötrar, komu til vegna mannfæðar, og ef fólk hefði mátt ráða sér að öllu leyti og til dæmis flytja að vild tii þeirra staða, þar sem útgerð var og setjast þar að, hefði það þýtt alvarlegan mannaflaskort til sveita. Þessi lög, sem mikið var gert úr í umræddum sjónvarpsþætt- um og reyndust ill og ómannúðleg, voru upphaflega til komin vegna þess að plágur og önnur óáran höfðu drepið mestan hluta þjóðarinnar. Ekki var það ætlunin að taka þátt í þeirri umræðu sem þættir þessir komu af stað heldur aðeins að benda á sögulegt atriði sem teng- ist þeim upplýsingum er komu fram í síðasta þættinum og vörðuðu skipt- ingu eigna á íbúa landsins. Hugsan- legt er að þessi óeðlilega skipting eigi sér aðrar forsendur en sem sprottin er af grimmd og ranglátri stjórnun og þar sem grimmdin réði gjörðum manna hafi komið til óeðli- legar þjóðfélagsaðstæður, eins og t.d. farsóttir og manndauði. Það vantaði í þessa þætti að gerð væri grein fyrir þeim áhrifum sem mann- fellir hafði á mannlíf hér á landi, og þá rifjaðist upp fyrir undirrituðum að ein plága, sóttin síðari, hafði gleymst, plága sem að öllum líkind- um _er megin skýringin á eymd okk- ar íslendinga á miðöldum. í öllum sögukennslubókum er Svarta dauða getið en nær ekkert sagt frá sótt- inni síðari (1494-5) sem mup þó hafa verið eins skæð og Svarti dauði, ef ekki þá komið harðar niður á fólki og valdið þeim búsifjum er settu mark sitt á mannlíf á Islandi þaðan frá og langt fram á 16. öld. Til að bæta þar við sem á vantaði í um- rædda þætti, leyfi ég mér að draga hér fram ýmis atriði er varða plág- una síðari sem heijaði hér á landi frá 1494 til 1495. í annálasafni því sem útgefið var af Hinu íslenska bókmenntafélagi og spannar tímabilið 1400 til 1800 má lesa margt um íslenskt þjóðlíf og þó oft sé um að ræða endurritan- ir, þarf það ekki að rýra sagnagildi eða áreiðanleik þeirra. Fyrst skal gripið niður í Skarðsannál, en höf- undur hans, Björn Jónsson, fæddist 1574 og spannar annállinn tímabilið 1400 til 1640 og er talið að ritun hans hafi hafist um 1630 að tilstuðl- an Þorláks Skúlasonar biskups. í 1. hefti (I, 2), annarri bók, má lesa eftirfarandi á bls. 74 til 75: Anno 1495. Sótt og plága mikil um allt ísland nema um Vestfjörðu frá Holti í Saubæ; eyddust hreppar víða. Anno 1496. Andaðist Ásgrímur ábóti og allir kennimenn fyrir norð- an, utan alls 20 með biskupinum. Varð hver einn prestur að hafa 7 kirkjur. Sú plága er sögð og mælt að komið hafi úr klæði í Hvalfirði. Kom þá fátækt alþýðufólk af Vest- fjörðum, giptir menn með konur og börn, því fólkið vissi þar auðn bæja fyrir norðan landið; völdu þeir um jarðir sér til ábúðar og ér svo frá þeim komið margt manna norðan- lands. Eru þeir nú fjórða og svo fimmta manni frá þeim ofan að telja, er nú lifa ár 1639. Næst skal litið í Fitjaannál. Aðal- höfundur hans er Oddur Eiríksson, Oddsonar, Einarssonar biskups. Oddur var fæddur á Fitjum í Skorradal 1640. Annállinn nær frá 1400 til 1720 en séra Jón Halldórs- son í Hítardal jók við hann, þar sem fjallað er ýmsa atburði árin 1643 til 1712. Við flettum upp á bls. 27 til 28, í 2. hefti, fyrstu bók (II, 1), en þar stendur að plága þessi hafi kom- ið upp 1495. Anno 1495. Þá gekk sótt og plága mikil um allt ísland, nema um Vest- fjörðu, frá Holti í Saurbæ. Eyddust þá hreppar víða. Sú plága er sagt komið hafi úr bláu klæði í Hvalfirði (en sumir segja í Hafnarfirði við Fornubúðir): Og þegar hún kom upp fyrst úr klæðinu, hafi hún verið sem fugl að sjá og úr því sem reykur upp í loptið. Alstaðar gekk hún um þetta land, sem áður er sagt, nema á Vestfjörðum. Fjórir bæir eru til- nefndir fyrir austan sem hún hafi ekki komið; það er Kaldárhöfði í Grímsnesi og Þórisstaðir í Grímsnesi hinir efri, Ás hjá Hrana í Hreppum og Hellisholt í Hreppum (Hamars- holt í Biskupsannálum, Safn til sögu íslands I, 43). Þessir 4 bæir hafa verið til þess nefndir og það hef eg skrifað séð í gamals manns skrifi og sá segist (í sínu skrifi) hafa talað við þá nokkra sem lifðu þessa plágu. Sérdeilis getur hann þiggja persóna; einn karlmann nefnir hann, Jón Þor- bjarnarson, föður Þórdísar, móður Þorgerðar, móður séra Odds og séra Snæbjarnar Stefánssonar og þeirra systkina. Sá Jón segir hann verið hafi 14 vetra í þeirri plágu og við hann segist hann hafa talað og þessi Jón Þorbjarnarson segir hann átt hafi þá heima í nefndum Ási hjá Hruna sem sóttin kom ekki. Þar sem voru 9 systkini á bæ urðu eftir 2 og 3. Frá Botnsá og suður að Hvít- skeggshvammi (sem er allt Kjalar- Jón Ásgeirsson. Það vantaði í þessa þætti að gerð væri grein fyrir þeim áhrif- um sem mannfellir hafði á mannlíf hér á landi ur- og Aðalvíkursveitum tveimur lifði ekki eptir nema einn maður og ein kvennsnipt. Hann var nefndur Ögmundur töturkúfur en hún Helga beinróa, þau tengdust eða tóku þar saman bæði. Þetta mun verið hafa í þeirri stóru plágu sem gekk þá datum var 1400. Teikn fyrir þessa plágu hafði verið mörg óáran, það eitt að veiði alla skyldi hafa tekið úr vötnum og ám, svo hvergi hafði veiðst lax né silungur í 3 ár áður en plágan kom. Þarna má lesa þann rugling sem kann að hafa orðið varðandi báðar þessar plágur og líklegt að tilvísunin til Svartadauða í næst síðustu máls- greininni eigi aðeins við söguna af Ögmundi og Helgu. Næst skal nefna Kjósaannái sem er í 2. hefti, fimmtu bók (II, 5). Ekki er vitað með vissu hver ritaði Kjósarannál, þó líkur séu taldar á að Einar prófastur Einarsson (1469-1690) í Görðum á Álftanesi, sé höfundur hans. Kjósarannáll nær yfir tímabilið 1471 til 1678 og er líklegt að um afritun úr Biskupsann- ál sé að ræða. Textinn er nær því eins og í Fitjaannál en mun styttri og í raun óþarft að endurprenta hann hér. Vatnsfjarðarannáll var ritaður af Jóni prófasti Arasyni, Magnússyni sýslumanns. Jón fæddist árið 1605 og andaðist 1673. Skrif hans ná yfir tímabilið 1395 til 1654. Frá- sögnin um pláguna er frekar stutt en gangorð og þrátt fyr>r næstum sama orðlag og í Skarðsannál, er þar á nokkur blæmunur sem vert er að gaumgæfa. Anno 1495. Sótt og plága mikil um allt ísland, nema um Vestfjörðu frá Holti í Sautbæ. Eyddust hreppar víða. Anno 1496. Andaðsit Ásgrímur og allir kennimenn fyrir norðan, utan alls 20 presta með biskupinum, varð hver prestur að hafa 7 kirkjur. Sú plága er mælt að komið hafi úr klæði í Hvalfirði. Kom þá fátækt alþýðu- fólk af Vestfjörðum, giptir menn með konum og börnum, og byggðu Norðurland.“ Setbergsannáll er ritaður af Gísla Þorkelssyni (1676-1725), frá Set- bergi við Hafnarfjörð og spannar yfir tímabilið 1202 til 1713. Fleiri annálar greina frá því að árin á undan plágunni hafi tekið nálega fyrir alla veiði og grasspretta hafi Sigur dauðans Pieter Breughel eldri og er myndefnið sótt í pestina sem geisaði í Evrópu á 15. öld. nesþing), fundust ekki nema 2 pilt- ar, 11 vetra, og enginn þeirra jafn- aldri í allri þeirri sýslu. Það var Björn Ólafsson, er síðar var prestur i Krýsuvík, og Jón Oddson, er bjó Njarðvík. Urðu báðir gamlir menn, svo þeir komust á tíræðis aldur; sofn- uðu báðir í sama mánuði. Það mann- fall stóð yfir um sumarið og eyddi nálega allar sveitir og þeir bæir vora flestir sem ekki urðu eptir á bænum nema 2 og 3, sumstaðar 1 og sum- staðar enginn og sumstaðar börn, sum lágu á bijóstum mæðranna dauðra. í Skálholti (Skapholti í B og Safn I, 43) var eptir eitt barn. Á hveijum degi voru fluttir til kirkj- unnar 3 og 4 og stundum fleiri í eiunu og þó að 6, 7 eður 8 færu til kirkjunnar með þeim dauðu, þá komu ekki aptur utan 3 eða mest frjórir; þeir dóu meðan þeir voru að taka öðrum grafirnar og fóru svo sjálfir þar í. Konurnar sátu dauðar við keröldin í búrunum og úti á söðl- unum, svo að 3 og 4 fóru í margar grafir. Féllu þá miklar eignir mörg- um til handa og margur var sá að erfiði nálega alla sína ætt, fjórmenn- ing og þar fyrir innan. í Grunnavík- verið mjög lítil. Setbergsannáll er fáorður og fjallar ekki um atburði frá ári til árs, t.d. er aðeins frá ár- inu 1485 á undan og 1494 og á eft- ir 1496 er getið árferðis árið 1501. 1494 ... Var mikil óáran í landinu og tvö fyrirfarandi ár. Tók víða frá fisk, einninn laxveiði og silungs úr vötn- um. Þetta sumar var og mikill gras- brestur í flestum sveitum, svo horfð- ist til stórs hallæris í landinu. 1496. Stephan biskup ríkir í Skál- holti. Var þá fámennur Skálholts- staður, því þá sóttin skildi þar við, lifði eftir biskupinn og einn drengur og fékk svo biskupinn smám saman fólk til staðarins. Síðasta tilvitnunin er tekin úr Desjamýrarannál sem spannar tíma- bilið 1495 til 1766 og er hann ritað- ur af séra Halidóri Gíslasyni (1718- 1772). Smá formáli er í upphafi annálsins og er hann látin fylgja með. Lítið ágrip um ein og önnur til- felli sem skeð hafa á Islandi í nokkra biskupa tíð, samantekin af síra Hall- dóri Gíslasyni, presti til Desjamýrar í Borgarfirði. Árum eftir frelsarans fæðing 1495 gekk sú stóra plága yfir ís- land. Sú mesta sótt sem á ísland hefur komið var sú stóra plága sem kom 1495. Segja sumir að hún hafi hér svo megn komið að hún hafi gjöreytt bæi, sveitir og héröð, já svo að í Múlasýslu allir hafi ei eftir lifað nema 2 manneskjur, nefnilega prest- urinn í Möðradal og ein stúlka í Mjóafirði og að þau hafí samferða orðið til suðursveita og farið að leita eftir fólki og skyldu hafa fundið á Síðu 7 manneskjur lífs og 11 undir Eyjafjöllum og þá hafi land þetta orðið að byggjast af Vestfirðinga- fjórðungi sem hjá komst. Segja menn að hún hafi komið upp í Babýl- on. Plágur eru ekki skemmtileg við- fangsefni en það sem mig undrar mest er að af hálfu íslenskra sagn- fræðinga hefur þessi svonefnda „plágan síðari", verið að miklu leyti sniðgengin, oft ekki nefnd á nafn og þar sem hennar er getið næsta lítð fjallað um hana og þau áhrif sem hún gæti hafa haft á íslenskt samfé- lag. Svarti dauði 1402 hafði að sönnu mikil áhrif og trúlega hafði þjóðin ekki rétt neitt að ráði úr kútn- um, þegar „plágan síðari" reið yfir 1494. Af annálaskrifum má ráða að hún hafi ekki haft minni áhrif en með einhveijum hætti hefur hún þó fallið í skuggann af Svarta dauða. Siguijón Jónsson fjalar um plág- una síðari í riti sínu sóttarfar og sjúkdómar á íslandi 1400-1800 og sömuleiðis Jóns Steffensen í Menn- ing og meinsemdir Þrátt fyrir mjög áhrifamikla lýsingu þeirra beggja, hafa aðrir sagnfræðingar meira og minna leitt þessa plágu hjá sér. I íslenskri miðaldasögu Björns Þor- steinssonar er plágunar síðari getið og áhrifa hennar á íslenskt samfélag lítillega tíunduð. I nýútgefnum „Söguatlas“, á bls. 142, fyrsta hefti, má lesa eftirfar- andi: „Miklar náttúrahamfarir skóku landið á seinni hlua 15 aldar og mannskæð plága gekk yfir 1494-95 og olli fólksfækkun og samdrætti í framleiðslu." Þama er aðeins snert við tveimur atriðum, nefnilega fólksfækkun og samdrætti í framleiðslu. Allir þeir sem áhuga hafa á sögu ættu að skilja það að hér er um merkilegt rannsóknarefni að ræða, t.d. varð- andi ættfræði, þar sem heilar ættir virðast hverfa vegna plágunnar og aðrar síðan upphefjast, líklega vegna búsetuflutninga. Eignastöðu sem virðist hafa verið með ólíkindum á þessum tíma mætti ef til vill skýra og hvort fjöldi eignar- lausra leiguliða sé ekki tilkominn vegna mikilla mannflutninga. Margt annað sem að stjórnun, framleiðslu og annari framkvæmdasemi manna lýtur mætti ef til vill lesa með öðrum hætti en gert hefur verið, með því að gera samanburð á þjóðfélags- ástandinu á íslandi fyrir og eftir aldamótin 1500 og er hugsanlegt að t.d. Áshildarmýrarsamþykkt (1496) eigi rætur að rekja til plág- unnar síðari. Þrátt fyrir ágætt framlag þeirra sem að framan er getið er margt órannsakað varðandi þessa plágu og mætti til viðbótar því sem fyrr er rakið hugsanlega finna kveðskap og annað bókmenntaefni sem tengist óáran og félagslegum erfiðleikum sem dundu yfir þjóðina á 15. og 16. öld. Sérfræðingar tala oft til leik- manna eins þeir séu ólæsir og fá- kunnandi. Ég er „amatör" í sagn- fræði (eins og B.H.), en neita því að vera ólæs á söguna og óhæfur til að mynda mér skoðun af því sem ég les. Þar í liggur ástæðan fyrir þessum skrifum mínum og ég skil ekki áhugaleysi margra sagnfræð- inga fyrir því háskalega efni sem þarna liggur að miklu leyti óunnið. Sjónvarpsþættirnir „í hlekkjum hugarfarsins“ ýttu við mér á annan máta en mátti heyra og sjá hjá ýmsum þeim er tjáðu sig um efni þáttanna og satt að segja rann mér til rifja hversu ýmsir sérfræðingar voru illa „hlekkjaðir við landfestar" vanans og viðurkenndra sanninda og lögðu mikið upp úr aðferðarfræði- legum atriðum í gagnrýni sinni. Nú er mál að sagnfræðingar taki til hendi, bijóti „hlekkina" og endur- vinni þann hluta íslandssögunnar sem umvefur sig um tímann frá 1490 til 1530.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.