Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 4- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 2r JMttrgunftliifctfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1368 kr. með vsk. á mánuði innanlands. ( lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Vextir og viðmiðun Það er orðið erfitt fyrir hinn almenna borgara að fylgj- ast. með umræðum um vaxta- mál. Þær viðmiðanir sem bank- ar og sparisjóðir hafa notað síð- ustu misseri eru sannkallaður frumskógur eins og vikið var að í fréttaskýringu hér í blaðinu í gær. Þótt færa megi ákveðin efnisleg rök fyrir breyttum viðmiðunum hafa bankamir ekki gætt þess að útskýra þau rök fyrir viðskiptavinum sínum. Þess vegna hefur sú tilfínning skapast, að bankarnir noti eina viðmiðun í dag og aðra á morg- un, eftir því, sem hentar hags- munum þeirra hveiju sinni. Hvert mannsbam getur hins vegar skilið, að þegar mestur hluti innlána lánastofnana er verðtryggður en verulegur hluti útlána óverðtryggður er bönk- um og sparisjóðum vandi á höndum og mikil hætta á gífur- legu rekstrartapi á skömmum tíma, ef menn gæta ekki að sér. Þetta hefur gerzt hvað eft- ir annað á undanförnum ámm og þess vegna skiljanlegt, að lánastofnanir þurfi að hafa vað- ið fyrir neðan sig við ákvörðun vaxta af óverðtryggðum útlán- um. Þetta er þó fyrst og fremst vísbending um annmarka þess að notast við hið tvöfalda kerfí verðtryggðra og óverðtryggðra innlána og útlána í fjármála- kerfí þjóðarinnar. Þeim fjölgar stöðugt innan bankakerfísins, sem mæla með breytingum að þessu leyti. Hitt er jafnljóst, að sú breyting er vandasöm og skynsamlegt að fara sér hægt í þeim-efnum, þótt óhjákvæmi- legt sé að skapa meira jafn- vægi á milli innlána og útlána. Sú niðurstaða Seðlabankans er áreiðanlega rétt, að vaxta- hækkun á óverðtryggðum skuldbindingum að undanförnu jafngildi raunvaxtalækkun , þegar tekið er mið af verðbólgu- þróuninni. En því má ekki gleyma, að þessi vaxtahækkun jafngildir raunvaxtahækkun fyrir þau fyrirtæki og einstakl- inga, sem ekki geta hækkað verð á vöm og þjónustu eða fengið launahækkun í samræmi við aukna verðbólgu. Ef launa- kerfí landsmanna væri vísitölu- bundið eins og var fram á árið 1983 og fyrirtæki gætu hækk- að vömverð að vild eins og þau gátu í eina tíð mætti færa rök fyrir því, að vaxtabreytingarnar að undanfömu jafngiltu raun- vaxtalækkun fyrir fyrirtæki og einstaklinga. En svo er ekki. Vaxtabreytingarnar jafngiida raunvaxtalækkun miðað við verðbólguþróunina eins og Seðlabankinn segir réttilega en þær jafngilda raunvaxtahækk- un miðað við óbreytt launakjör launþega og óbreytt verðlag hjá þeim, sem ekki hafa aðstöðu til að hækka verð. Hið jákvæða við þessar vaxtaumræður að undanförnu er hins vegar það, að smátt og smátt er staða mála að skýr- ast. Vanda banka og sparisjóða vegna misvægis á milli verð- tryggðra innlána og óverð- tryggðra útlána ber að viður- kenna. En jafnframt verða bankar og sparisjóðir að vera sjálfum sér samkvæmir og fylgja eftirmarkaði á verð- tryggðum skuldbindingum ekki bara til hækkunar heldur líka til lækkunar eins og Seðlabank- inn hvetur nú til. Kjarni málsins er þó sá, að nánast má telja útilokað, að atvinnulífíð nái sér á strik að óbreyttu raunvaxtastigi, þótt margt fleira þurfí til að koma. í nálægum löndum er lækkun vaxta talið höfuðatriði í öllum þjóðmálaumræðum. Ef umræð- urnar að undanförnu verða til þess að vaxtastigið kemst í brennidepil í þjóðmálaumræð- unum hafa þær haft nokkra þýðingu. Sorgar 1 7 1 J- I • indi spyr skáldið: Hvareruþaufjöll, sem hrynja yfir mína sorg, hálsar, sem skýla minni nekt með dufti? Hann bætir við að í svartnætti eilífðarinnar flýgur rauður dreki og spýr eitri einsog segir í kvæðinu en um þennan dreka er fjallað í 12. kapítula Opinberunarbókar Jóhann- esar. Þótt sólir hrynji í dropatali í lok kvæðisins fæða þær nýtt líf og nýja sorg einsog segir í lokalínun- um. Þráttfyrir allt og allt vekur drekinn rauði vonir með skáldinu; þráttfyrir svartnætti eiljfðarinnar og eitrið, fæðist nýtt líf. Úr þessum orðum og óvæntu hlutverki drekans rauða kviknar ný von; þráttfyrir allt. Þessi von er bundin kristinni trú; nýju lífi. Um það segir svo í fyrmefndum kafla Opinberunnar- bókarinnar: „Og tákn mikið birtist á himni: kona klædd sólinni, og tunglið var undir fótum hennar, og á höfði hennar var kóróna af tólf stjömum. Og hún var þunguð og hún æpti í jóðsótt og kvaldist með fæðingarhríðir. Og annað tákn birt- ist á himni, og sjá: Mikill dreki, rauður, er hafði sjö höfuð og tíu hom, og á höfðunum sjö ennidjásn. Og hali hans dró þriðja hlutann af stjörnum himins, og varpaði þeim ofan á jörðina. Og drekinn stóð frammi fyrir konunni, sem komin var að því að fæða, til þess að gleypa bam hennar, þá er hún hefði fætt. Og hún fæddi son, sveinbam, sem stjórna mun öllum þjóðum með jámsprota, og bam hennar var hrif- ið til Guðs og til hásætis hans.“ Og styijöldin milli djöfulsins í dreka líki og þeirra sem „hafa vitnisburð Jesu“ er hafín. Án þessarar dæmisögu eða alle- góríu verður Sorg vart skilin enda HELGI spjall eru slíkar líkingasög- ur í fylgd skáldskapar frá alda öðli. Þessi skírskotun í Opinber- unarbókina þarf ekki að bera trú eða trú- leysi Jóhanns Sigur- jónssonar neitt vitni, þótt hitt sé augjjóst að hann vísar til heimsslita og þá að sjálfsögðu einnig þessarar vonar sem opinberunin bindur við nýja jörð að hildarleik loknum. Og sú von er kristin, hvaðsem segja má um fullyrðingu Matthíasar Við- ars Sæmundssonar í greininni Jó- hann Siguijónsson og modemism- inn í Tímariti Máls og menningar, 1978, þar segir hann m.a.: „Ekki má leggja í þetta (að skáldið hafi fengið líkingar og myndir úr Opin- berunarbók Jóhannesar) þann skilning að trúarlegt markmið hafí legið að baki. Jóhann Siguijónsson hefði verið manna síðastur til trúar- legs kvaks. Hann hefur hins vegar greinilega notfært sér myndmál Opinberunarbókarinnar til að sýna harmsögulegt eðli tilverunnar. Það er umgjörð fyrir trúlausan existens- íalisma hans.“ Um þetta veit auðvit- að enginn. En ef til vill felur vitund- in um „harmsögulegt eðli tilverunn- ar“ í sér einhvem möguleika á sköp- un nýs jafnvægis einsog Matthías yiðar kemst að orði um kvæðið. Úr óskapnaði nútímans gæti sú veröld vaxið sem boðuð er í Opin- berunarbókinni. ■| O ÞAÐ ER AÐ SJÁLF- J. O • sögðu rétt hjá Hannesi Pét- urssyni í fyrmefndri Skímis-grein að „þegar í upphafi (Sorgar) er slegið á biblíulegan streng málsins" og skáldið grípur „þegar í upphafs- erindinu til hins fomkunnuga stíl- bragðs Gyðinga að ríma eina hugs- un við aðra, eða ef til vill mætti segja; innríma einu og sömu hugs- un, með því að hún er endurtekin í nýrri mynd“, einsog Hannes segir. Vonin er í fyigd með sveinbam- inu; þráttfyrir dimma brunna, eit- ursnáka, rústir, sturlun og ringul- reið; þráttfyrir ófrið og marglita hesta og fax myrkursins og undir- djúpin; þráttfyrir fjöll sem hrynja yfir sorgina, svartnætti og rauðan dreka sem spýr eitri; þráttfyrir hrynjandi sólir; þráttfyrir allt og allt, má ætla að nýtt líf fæðist með nýjum sorgum. Og þá er von til þess að hin fallna borg rísi af rústum; stræti hennar og tumar og ljóshafið sem leikur við nóttina; jörð úr ægi, iðjagræn; ný jörð eftir ragnarök; ný borg að hildarleik loknum. Eins og kórall í djúpum sjó varst þú undir bláum himninum, eins og sylgja úr drifnu silfri hvíldir þú á bijóstum jarðarinnar, segir Jóhann í anda þess skáldskap- ar sem er fegurstur í hinni helgu bók, Ljóðaljóða Salómons, - og læt- ur ekki íhaldssemi Snorra Sturlu- sonar fipa sig, en hann segir að ósamstæðar líkingar í ljóði spilli skáldskapnum. En slíkar líkingar geta að sjálfsögðu orðið ferskar og eftirminnilegar ef vel og smekkvís- lega er saman sett. í þessum þætti kvæðisins er borginni líkt við þær konur sem lýst er í Ljóðaljóðum: Eins og lilja meðal þyma svo er vina mín meðal meyjanna. Sama áfer&, sami hugblær. Sundruð, órökvís eða illskiljanleg ljóð eru engin ávísun á góðan skáld- skap, síðuren svo. En með Opinber- unarbókina að vegvísi virðist Sorg heldur auðskilið Ijóð; allt sem er undanskilið fjallar um vonina. Skír- skotanimar sýna að hið ósagða efni kvæðisins er kjami þessi. M (meira þamæsta sunnudag) REYKJAVIKURBREF Helzti MÆU- kvarði á lífsgæði á Vesturlöndum hefur undanfama áratugi verið þjóðarfram- leiðsla á mann eða þá aukning þjóðarfram- leiðslunnar, hagvöxt- urinn. Hugtakið „lífsgæðakapphlaup" hef- ur einkum átt við eftirsókn eftir efnislegum gæðum. Minnkun hagvaxtar og jafnvel samdráttur þjóðarframleiðslu á Vestur- löndum undanfarin ár hefur því þótt bera vott um rýrnandi lífsgæði. í umræðum um lífsgæði kemur hins vegar æ oftar fram það sjónarmið, að í raun séu rangir mæli- kvarðar notaðir. Þjóðarframleiðsla og hag- vöxtur og hagtölur af ýmsu tagi segi ekki alla söguna um raunveruleg lífskjör þjóða. Sumir, sem um þessi efni hafa rætt og ritað, hafa jafnvel haldið því fram að lífs- gæði, í víðtækri merkingu þess orðs, hafi fremur aukizt ef eitthvað er, þrátt fyrir rýmandi hagvöxt og fallandi hagtölur, vegna framfara á sviði umhverfisverndar, í læknisfræði og á ýmsum öðrum sviðum. Þetta tengist umræðum um endalok efnishyggju eða „póstmateríalisma", en ýmsir félagsfræðingar hafa haldið því fram að gildi almennings í iðnríkjunum muni í auknum mæli þróast í átt frá efnishyggju og önnur gildi fari að skipa hærri sess. Þegar þjóðfélög séu komin yfir ákveðið tekjumark, fari efnalegar þarfir að skipta minna máli en þær persónulegu og félags- legu. Mat á lífsgæðum er í rauninni í senn huglægt og hlutlægt; það er ekki eingöngu hægt að leggja mælikvarða á það hvað fólk hefur, t.a.m. fjölda bíla á hveija þús- und íbúa, tekjur, skuldir o.s.frv., heldur verður einnig að liggja fyrir hvað fólk vill, til þess að hægt sé að meta hvernig lífs- kjörunum er háttað. Flestir viðurkenna að efnaleg velferð sé undirstaða margra lífs- gæða. En ástand efnahagsins er aðeins mælikvarði á möguleika samfélagsins til að búa þegnum sínum bætt lífskjör. Það er ekki þar með sagt að þjóð með háar tekjur „hafi það betra“ en sú, sem er lítið eitt tekjulægri. Það skiptir líka máli hvem- ig tekjumar era notaðar. Fræðimenn hafa undanfarinn áratug eða svo reynt að þróa aðferðir til að leggja mat á lífsgæði, samkvæmt þessum víðari skilningi. Gerðar hafa verið lífskjarakann- anir, meðal annars á vegum Efnahags- og þróunarstofnunar Evrópu (OECD). Nokkuð umfangsmikil lífskjarakönnun var gerð hér á landi árið 1988 undir stjóm dr. Stefáns Ólafssonar prófessors. Þar var meðal annars spurt um vinnuaðstæður, húsnæðisaðstæður, frístundir, fjölskyldu- líf, menntun og heilsufar. Hópur fræði- manna (D.J. Slottje, G.W. Scully, J.G. Hirschberg og K.J. Hayes) hefur unnið að tilraunum til að setja saman gagnlegan mælikvarða á lífsgæði. í bók þeirra, Meas- uring the Quality of Life Across Countri- es, sem kom út fyrir tveimur árum í Banda- ríkjunum, notast þeir við 23 atriði til að leggja mat á lífskjörin. Meðal annars reyna þeir að leggja mælistiku á pólitísk rétt- indi, mannréttindi, meðalstærð húsnæðis, fjölda símtækja, lífslíkur, ungbamadauða, fjölda lækna, læsi, orkunotkun, hagvöxt og dreifíngu lífsgæða. í bók sinni komast þeir að þeirri niðurstöðu að mælt með þessum aðferðum standi JSviss fremst landa hvað lífskjör varðar. ísland lendir í 14. sæti, en þess ber að geta að íslending- ar líða til dæmis fyrir stærð landsins mið- að við íbúafjölda, þar sem einn mælikvarði fræðimannanna á lífsgæði er lengd vega miðað við landsvæði. Annar er fy'öldi lækna og sjúkrarúma miðað við fólksfjölda, sem kemur niður á löndum, sem hafa óhag- kvæma og of umfangsmikla heilbrigðis- þjónustu. Almennt má segja að saman- burður á löndum sé, í þessu efni eins og öðram, erfiður vegna mismunandi að- stæðna og lífsviðhorfa. Val á mælikvörðum á lífsgæði stjórnast líka alltaf af mati og viðhorfum. Samanburðurinn gefur þó ein- hveija vísbendingu um það hvar mismun- andi þjóðfélög era á vegi stödd. Hag’vöxtur og önnur gæði TILGANGUR þess að tileinka sér það sjónarhom á lífsgæði, sem hér hefur verið lýst, er ekki endilega að raða löndum upp í meira og minna umdeil- anlega lífsgæðaröð, heldur að beina sjón- um að því hvemig bæta megi lífskjörin á almennan hátt og hafa augu á hinum efnis- legu, félagslegu og persónulegu lífsgæðum í senn. Það getur verið gagnlegt að spyija, hvort þjóðfélög Vesturlanda - stjómvöld, atvinnulíf og almenningur - hafi ekki ver- ið of upptekin af að tryggja hin efnislegu gæði og ekki horft á sama hátt til hinna félagslegu og persónulegu lífsgæða. Iðn- væðingin, sem skapað hefur Vesturlöndum ríkidæmi, hefur jafnframt getið af sér fjöl- mörg vandamál; fjölgun glæpa, upplausn fjölskyldutengsla, ýmsa „velferðarsjúk- dóma“ og skemmdir á náttúranni, svo dæmi séu tekin. Þessi vandamál era hins vegar ekki með beinum hætti afleiðing aukinna þjóðartekna og hagvaxtar. Þau era tilkomin vegna breytinga á fram- leiðsluháttum, verkaskiptingu og félags- gerð, sem iðnvæðingin hefur leitt af sér. Lausn þeirra er þess vegna sjálfstætt við- fangsefni, burtséð frá því hvort hagvöxtur er tryggður, sem hlýtur að vera markmið allra vestrænna þjóðfélaga. íslenzkt þjóðfélag gengur nú í gegnum tímabil, þar sem þjóðarframleiðsla hefur farið minnkandi tvö ár í röð og horfur era á að hún minnki enn á þessu ári. Þorskafl- inn hefur brostið og ekki er á vísan að róa með að hann aukist á ný. Verð á sjávaraf- urðum okkar hefur aukinheldur lækkað á erlendum mörkuðum. Verðfall hefur orðið á afurðum stóriðju, sem einnig dregur úr .þjóðartekjum okkar, og ekki er útlit fyrir að nýr orkufrekur iðnaður verði byggður upp hér á landi á næstu árum. Það er þess vegna engin trygging fyrir því að hagvöxtur aukist á ný um ófyrirsjáanlega framtíð. Með tilliti til þess, sem áður er sagt, kann að vera ástæða til þess að íslending- ar beini sjónum að öðram þáttum í lífskjör- um sínum við þessar aðstæður og skoði hvað megi gera betur. Umhverfismál era nærtækt dæmi. Blind eftirsókn eftir 'nag- vexti, án tillits til umhverfisins, hefur vald- ið stórslysum í náttúra margra landa. Augu Vesturlandabúa hafa því opnazt fyr- ir nauðsyn þess að vemda umhverfíð. Efnahags- og umhverfísmál hafa verið samþætt í auknum mæli og slíkar áherzlur era á stefnuskrá flestra ríkisstjóma, eins og vikið var að í forystugrein Morgunblaðs- ins í síðustu viku. Þar var fjallað um skýrslu OECD um ástand umhverfismála hér á landi. Það athyglisverðasta við skýrsluna er að þar era ekki sett fram háleit markmið um umhverfísvemd og síð- an gerðar tillögur um hvemig megi ná þeim með alls kyns lagasetningu, boðum og bönnum, eins og oft vill brenna við þegar fjallað er um umhverfísmál. Þvert á móti reyna skýrsluhöfundamir að greina hvemig samhæfing og samþætting þróun- ar hinna ýmsu atvinnugreina, stjórnkerfis- ins og ýmissa efnahagslegra hvata og hagstjómartækja getur tryggt skilvirka umhverfisvemd. Þar er ekki talað um lausnir, sem kosta peninga, heldur um bætt skipulag og samhæfingu. Stefna af þessu tagi er lýsandi dæmi um það, hvern- ig hægt er að auka efnisleg og umhverfis- leg lífsgæði á sama tíma. Stefna íslenzku ríkisstjórnarinnar í umhverfismálum, sem gefin hefur verið yfírskriftin „á leið til sjálfbærrar þróunar" er í þessum anda. Þar er sett fram það markmið að ísland verði hreinasta land Evrópu um aldamót. Náist það markmið, er það sannkölluð lífs- kjarabót. FRÍSTUNDIR era mikilvæg lífs- gæði. í frístundum eiga menn þess kost að sinna fjöl- skyldu _ sinni og áhugamálum. í þessu efni era íslendingar Frístundir ogfjöl- skyldugildi Laugardagur 24. júlí Morgunblaðið/RAX hins vegar aftarlega á merinni, eins og fram kemur í áðumefndri lífskjarakönnun Stefáns Ólafssonar. Þrátt fyrir að þjóðar- tekjur á mann hafi verið svipaðar á ís- landi og á hinum Norðurlöndunum er vinnuvika íslendinga miklu lengri en hinna Norðurlandaþjóðanna og yfir þriðjungur íslendinga sagðist í könnuninni þrá styttri vinnutíma, á móti tíunda til áttunda hluta aðspurðra á hinum Norðurlöndunum. Viðleitni til að breyta þessu og fjölga frístundum helzt í hendur við efnahagsleg markmið. Með aukningu framleiðni í fyrir- tækjum næst ekki aðeins meiri framleiðsla með hagkvæmari hætti, heldur má nota árangur í framleiðniaukningu til að stytta vinnutíma launþega. Ekki era til neinar haldbærar tölur um framleiðni hér á landi, sem er raunar umhugsunarefni. I Banda- ríkjunum era slíkar tölur t.d. birtar árs- fjórðungslega og þykja mikilvæg vísbend- ing um gengi efnahagslífsins og stöðu landsins í samkeppni við önnur iðnríki. Hvað sem því líður, er framleiðniátak dæmi um aðgerð, sem getur sparað meiri fjármuni en hún kostar og bætir bæði efna- leg og persónuleg lífsgæði. Styrkur fjölskyldubanda og félagslegra tengsla hefur í auknum mæli verið skoðað- ur í lífsgæðakönnunum á síðustu árum. Flestir Islendingar þekkja af eigin raun þau vandamál sem langur vinnutími beggja foreldra skapar oft á heimilum. Kannanir hér á landi hafa sýnt að stór hluti bama á skólaaldri gengur sjálfala mikinn hluta dagsins, án eftirlits fullorðinna. Skilnuðum hefur fjölgað hér á landi og skilnaðartíðni er nú ein sú hæsta í heimi. Einstæðir for- eldrar era þar af leiðandi fleiri en á hinum Norðurlöndunum. Fleiri og fleiri kjósa að búa í óvígðri sambúð, jafnvel þótt þeir eigi börn, og heimilið er af þeim sökum oft brotgjarnari stofnun en ella. Fjölmarg- ar rannsóknir hafa sýnt fram á óæskileg áhrif þess á böm að búa ekki hjá báðum foreldrum. Meðal annars hefur komið fram í rannsóknum í Bandaríkjunum að skilnað- arbörn eru sjálf Iíklegust til að skilja við maka sinn síðar á lífsleiðinni. Þessi upp- lausn fíölskyldunnar er undirrót fjölmargra annarra félagslegra vandamála í vestræn- um ríkjum, t.a.m. glæpahneigðar, vimu- efnaneyzlu og félagslegrar sundrangar almennt. Spyija má hvort stjórnvöld hafi litið á það sem hlutverk sitt að bregðast við þess- um vanda og tryggja þann þátt lífsgæð- anna sem snýr að fjölskyldulífinu, í sama mæli og þau hafa tekið sér það hlutverk að tryggja efnalega afkomu borgaranna. Því hefur jafnvel verið haldið fram að sum- ar aðgerðir stjómvalda verki til öfugrar áttar; að til dæmis skattalög og félagsleg aðstoð við einstæða foreldra ýti fremur undir skilnaði en hitt. Dæmi um hið gagn- stæða era þó til. Framtak skólamálaráðs Reykjavíkur, að bjóða upp á heilsdagsvist- un fyrir öll böm á bamaskólaaldri í grann- skólum Reykjavíkur, er dæmi um viðleitni stjómvalda til að auðvelda foreldram að framfleyta heimilinu, efla öryggiskennd barnanna og létta streitu af fjölskyldulíf- inu. Fram hefur komið að þessi aðgerð skólamálaráðs kosti ekki mikla peninga, heldur byggist hún á tilfærslu og betri nýtingu fjármuna, sem borgin hefur notað til skólastarfs, dagvistar og íþrótta- og tómstundastarfs. Fölsk lífs- gæði? ÖRYGGI BORG- aranna, í víðum skilningi, hlýtur að teljast mikilvæg lífsgæði. í sumum þjóðfélögum er efnaleg velmegun mikil en örkuml og dauðsföll vegna ofbeldis tiltölu- lega algeng, til dæmis í Bandaríkjunum, eða dánartíðni í umferðarslysum há, til að mynda í Frakklandi og á Ítalíu. Afbrota- tíðni hefur farið vaxandi hér á landi á undanförnum áram og ef vænta má svip- aðrar þróunar og á hinum Norðurlöndun- um kann glæpatíðni að taka kipp á næstu árum. í Svíþjóð er til dæmis þannig komið að fjórðungur Svía óttast að verða fyrir ofbeldi í hverfinu sínu. í forystugrein Morgunblaðsins fyrr í mánuðinum var vik- ið að ásigkomulagi réttarríkisins hér á landi. Lögregla og dómstólar era ekki í stakk búin að sinna verkefnum sínum sem skyldi og málsmeðferð í réttarkerfinu tek- ur alltof langan tíma, einkamál geta t.a.m. þvælzt misseram saman fyrir hæstarétti og kann ekki góðri lukku að stýra. Þeirri spumingu var velt upp hvort rétt væri að sú framskylda ríkisvaldsins að veija ör- yggi og eignir borgaranna væri að víkja fyrir framfærsluskyldu hins opinbera - réttarríkið að víkja fyrir velferðarríkinu. Þetta er spuming um hvemig fé og kraft- ar era nýtt. Hversu hörð þurfa viðbrögð samfélagsins við afbrotum að vera til þess að fækka þeim? Hversu mikils forvamar- starfs er þörf? Þessar spumingar eru jafn- mikilvægar með tilliti til þess að tryggja lífsgæði eins og spumingar um efnahag og framfærslu. Það er algengt að umfang velferðarrík- isins, þ.e. hins opinbera kerfis styrkja, nið- urgreiðslna og millifærslna til einstaklinga og fjölskyldna, sé talið mælikvarði á lífs- gæði. Það má til sanns vegar færa að vissu leyti. Væntanlega flokkast það undir lífs- gæði að þurfa ekki að líða skort þótt menn veikist, missi vinnuna eða verði gamlir. Þáttur í öllum lífsgæðarannsókn- um ætti hins vegar að vera að kanna hvort viðkomandi þjóðfélög hafi efni á því vel- ferðarkerfi, sem þau hafa byggt upp. Eins og rætt var um í Reykjavíkurbréfí um ástand mála í Svíþjóð fyrir hálfum mán- uði, hefur stjórnmálamönnum á Vestur: löndum hætt til að eyða um efni fram. í Svíþjóð hefur þjóðin einfaldlega ekki efni á velferðarkerfinu lengur og hver hluti þess eftir annan hrynur. Byggð hafa verið upp fölsk lífsgæði, sem skyndilega era ekki lengur fyrir hendi, þegar almenningur hefur lagað væntingar sínar og kröfur að hinum fölsku aðstæðum. Hvað sem mikil- vægi annarra lífsgæða en þeirra efnislegu líður, er traustur efnahagur og öflugt at- vinnulíf ævinlega undirstaða lífskjaranna í hinum víðari skilningi orðsins. En það skiptir miklu máli hvernig afrakstur at- vinnulífsins er notaður, ekki sízt þegar þjóðartekjurnar dragast saman. „í umræðum um lífsgæði kemur hins vegar æ oft- ar fram það sjón- armið, að í raun séu rangir mæli- kvarðar notaðir. Þjóðarfram- leiðsla og hag- vöxtur og hagtöl- ur af ýmsu tagi segi ekki alla sög- una um raunveru- leg lífskjör þjóða. Sumir, sem um þessi efni hafa rætt og ritað, hafajafnvel hald- ið því fram að lífs- gæði, í víðtækri merkingu þess orðs, hafi fremur aukizt ef eitthvað er, þrátt fyrir rýrnandi hagvöxt og fallandi hag- tölur, vegna framfara á sviði umhverfisvernd- ar, í læknisfræði og á ýmsum öðr- um sviðum.“ • • +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.