Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.07.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 Úti er ævintýri DANNY Madigan (Austin O’Brien) er 11 ára strákur sem veit ekkert betra en að gleyma sér yfir góðri hasarmynd í bíó. Uppáhaldshetj- an hans í bíó er Jack Slater (Arnold Schwartz- enegger), meiriháttar nagli sem hefur ekki tapað einni einustu viðureign í þrotlausu stríði sínu við alls konar glæpalýð. Þess vegna tekur Danny því fagnandi þegar honum býðst skyndi- lega og óvænt miði á uppáhaldsmyndina með uppáhaldshetjunni. En þetta er enginn venju- legur boðsmiði heldur töframiði. Þegar myndin er rétt að byija segja töframir til sín og Danny sogast úr sæti sínu, inn í kvikmynda- tjaldið og gerist þátttakandi í ævintýrum Jack Slaters. í ævintýrinu fá villtustu draumar Dannys að rætast, hann lendir í fjölmörgum ævintýrum sem hvergi eru hugsanleg nema í þykjustu- heimi bíómyndanna þar sem góðu gæjamir komast alltaf lífs af. En úti er ævintýri þegar bófarnir komast yfir töframiðann hans Dannys. Hann nota þeir til að flýja vonlausa stöðu á hvíta tjald- inu. Þeir halda á vit alvöru- heimsins þar sem lífsbarátt- an er ekki eins erfið fyrir þá og í bíómynd með Jack Slater. Slater og Danny elta bóf- ana yfir í alvöruheiminn en þegar þangað kemur þarf Jack Slater að horfast í augu við það að hann er ekkert annað en persóna í handriti, afurð gerviheims- ins í Hollywood. í alvöm- heiminum geta menn meitt sig við það að gefa á kjaft- inn og dáið ef þeir verða fyrir skoti. Þetta er ný upp- lifun fyrir Jack Slater og þetta er söguþráðurinn í Last Action Hero, nýjustu mynd Arnolds Schwartzen- eggers að viðbættum fjöl- mörgum bröndumm, hnyttnum tilsvömm, bar- dögum og ótrúlegum áhættuatriðum. Last Action Hero er sannkölluð stór- mynd, ein óvenjumargra þetta árið. Um þessar mundir etur hún kappi við mynd Steven Spielbergs, Jurassic Park, um hylli kvikmyndahúsagesta vest- anhafs. Nú er hún að koma í Stjörnubíó. Ekki bara stærstur og sterkastur Arnold Schwartzenegger er stjarna myndarinnar enda einn hæstlaunaðasti og eftirsóttasti kvikmynda- leikari heimsins í dag og án efa sá sem hefur mest áhrif og ítök innan kvik- myndaiðnaðarins. Eftir ótrúlega velgengni síðustu fjögurra mynda Arnolds hefur hann náð þeim virð- ingarsessi að orð hans era lög. Ef Arnold er með í mynd þá ræður hann því sem hann vill ráða, ekki bara vegna þess að hann er stærstur og sterkastur, heldur vegna þess að enginn annar leikari er talinn draga að jafnmarga áhorfendur. Þegar Columbia-kvik- myndaverið var að bera víumar í Amold um að leika í myndinni og átti í harðri samkeppni um starfskrafta hans við önnur stærstu kvikmyndaver buðu þeir honum að velja sjálfur hver Hlær að eðlunni ÞAÐ ER vafamál að Schwartzenegger sé hlátur í hug þegar risaeðlur ber á góma, því hann á í samkeppni um hylli áhorfenda við eðlurnar í Jurassic Park. yrði leikstjóri myndarinnar ef af yrði. Amold valdi John McTiernan. Þeir unnu áður saman við gerð Predator en þekktastur er McTieman fyrir Die Hard og The Hunt for Red October. Upphaflega handritið að Last Action Hero skrifuðu tveir ungir rithöfundar, Zak Penn og Adam Leff. Col- umbia keypti af þeim hand- ritið fyrir 750 þúsund dali eða um 50 milljónir króna. Síðan lagði Amold blessun sína yfir að Sane Black, höfundur Lethal Weapon og The Last Boy Scout yrði borguð 1 milljón dala, rúm- ar 70 milljónir, fyrir að umskrifa handritið og draga úr ofbeldi í því ásamt félaga sínum David Arnott. Þegar umrituninni var lokið var Amold enn ekki ánægður og ákveðið var að borga William Goldman, þeim sem skrifaði handritið að All The Presdent’s Men, Butch Cassidy ..., Misery og fjöl- mörgum öðmm stórmynd- um, 1 milljón dala fyrir að fara yfír handritið, mýkja samband Dannys og Slaters og orðfæri Slaters. Það gerði Goldman á fjómm vik- um en þrátt fyrir það er hans ekki getið meðal hand- ritshöfunda á kreditlista myndarinnar. Amold hringdi einnig prí- vat í leikara á borð við Jim Belushi, Chevy Chase og Sharon Stone og fékk þau til að koma fram í myndinni en fjölmörgu frægu fólki bregður þar fyrir í svip (cameo) eins og mjög hefur verið tlðkað I Hollywood- myndum undanfarin miss- eri. Meðal leikara í auka- hlutverkum em stórleikarar á borð við Anthony Quinn og einnig F. Murray Abra- KYIKMYNDIR/STJÖRNUBÍÓ tekur á næstu dögum til sýninga myndina Last Action Hero gamansama og spennandi ævintýramynd með Arnold Schwartzenegger í aðalhlutverki Búinn að drepa nógu marga ARNOLD Schwarzenegger er talinn hafa drep- ið 275 manns í kvikmyndum til þessa og nú er hann að hugsa um að hætta. „I þessum iðn- aði gilda sömu lögmál og t.d. í stjórnmálum: þú verður að vita hvað fólkið vill. Landið er að snúa baki við ofbeldi, Bandaríkjamenn hafa fengið of stóran skammt af ofbeldi í borgum landsins,“ segir Amold Schwarzenegger. Hann hefur fengið nýja ímynd. Myndirnar hans eru ekki jafn ofbeldisfullar og áður en samt nógu ofbeldisfullar til að hörðustu aðdáendurnir snúi ekki við honum bakinu. TLast Action Hero er svo- lítið ofbeldi, annars kæmi fólk ekki að sjá hana, en í lok myndarinnar er niðurstaðan sú að ofbeldi sé til ills. Amold er útlærð- ur viðskiptafræðingur frá háskóla í Wisconsin í Bandaríkjunum. Markaðs- setning er hans fag og hann sýnir fólki það sem það vill sjá. Hann er ’oúinn að finna leið til að gera hvorttveggja að eiga kökuna og éta hana. Amold Schwarzenegger fæddist í Graz í Austurríki fyrir 45 árum, fór ungur að stunda vaxtarrækt og náði frábæmm árangri. Tvítugur að aldri varð hann Herra Alheimur í fyrsta skipti og á áralöngum keppnisferli í vaxtarrækt vann hann alls 13 alþjóð- lega titla, fleiri en nokkur vaxtarræktarmaður í sög- unni. Á hátindi þess ferils fluttist hann til Bandaríkj- anna og 1975 kom hann fram í vaxtarræktarmynd- inni Pumping Iron, sem opnaði honum leið í sjón- varp. Fyrsta kvikmyndahlut- verkið lét ekki bíða eftir sér enda em allir sem til þekkja á einu máli um að Arnold hafi svo mikla og óvenju- lega persónutöfra að varla hafi nokkru sinni leikið vafí á að hans biði bæði frægð og frami. Fyrsta myndin sem Arnold lék í var mynd eftir Bob Rafelson Stay Tveir góðir Anthony Quinn er meðal mótleikara Arnolds Schwarz- eneggers í Last Action Hero. Hungry þar sem Jeff Bridges og Sally Field vom í aðalhlutverkum. Fyrir þátt sinn í henni hlaut hann Golden Globe verðlaun sem besti nýliðinn í kvikmynd- um. Síðan hefur ferillinn verið samfelld sigurganga. Myndirnar tvær um Conan the Barbarian festu hann í sessi og stækkuðu aðdá- endahópinn og hann hélt áfram að stækka eftir fyrri Terminator-myndina (1984), Commando, Raw Deal, Predator og Red Heat. The Running Man mark- aði hins vegar ákveðin tímamót. Ásamt gaman- myndunum Twins og Kind- ergarten Cop, og spenn- utryllunum Total Recall og nú síðast Terminator 2 varð hún til þess að gera Amold Schwarzenegger að eftir- sóttustu kvikmyndastjörnu heimsins nú um stundir. Arnold hefur kunnað að nýta tækifærin sín og hann hefur farið vel með þau gífurlegu auðævi sem kvik- myndaleikurinn hefur fært honum. Hann hefur marg- faldað fé sitt m.a. í fast- eignaviðskiptum og með fjárfestingum í skemmt- anaiðnaðinum og veitinga- húsum. Arnold er giftur inn í hina einu og sönnu Kennedy-fjölskyldu. Eigin- kona hans, sjónvarpsfrétta- konan Mary Shriver, er systurdóttir John F. Kennedy, fyrrum Banda- ríkjaforseta. Þau eiga tvær dætur 18 mánaða og 3 ára, og búa í Los Angeles. Arn- old varð bandarískur ríkis- borgari 1983 og þrátt fyrir þýska hreiminn er hann nú farinn að leika al-ameríska karaktera á borð við Jack Slater í Last Action Hero. Hann er þó ekki alveg bú- inn að segja skilið við þýsk- una. Ef marka má banda- ríska tímaritið Premiere nýlega hjalar hann við dæt- ur sínar á þýsku og syngur fyrir þær vögguvísur á móðurmáli sínu. Ævintýri og hættuspil DANNY og Slater kynnast því hvor með sínum hætti að raunveruleikinn í heimi bíómyndanna er óraunveru- legur. hams (Salieri úr Mozart), Mercedes Ruehl (Fisher King, Big), Art Carney (Harry and Tonto, Going in Style) og hinn breski Char- les Dance (The Jewel in the Crown). 190 milljónir fyrir handritsgerð Þegar búið var að greiða handritshöfundum samtals 190 milljónir íslenskra króna eins og fyrr var rakið og semja við Schwartzen- egger um að hann fengi 15 milljónir dala, rúman millj- arð, fyrir sinn snúð, auk vænnar sneiðar af væntan- legum ágóða, var stjómend- ur Columbia farið að klæja í að fara að eyða einhveijum upphæðum sem um munaði og því var allt sett á fulla ferð. Tökur hófust í nóvember í fyrra eftir aðeins átta vikna undirbúningstíma. Tökurnar sjálfar tóku fímm mánuði og síðan var vinnslu myndarinnar rennt í gegn- um allt eftirvinnsluferlið á tveimur og hálfum mánuði sem var vel af sér vikið. Þá vom níu og hálfur mánuður liðinn frá því að ýtt var úr vör og búið að nota 125 milljónir dala, tæplega 9 milljarða króna, í kvik- myndagerðina. Afraksturinn er einhver dýrasta mynd sem gerð hef- ur verið en jafnframt mynd sem Columbia-menn efast ekki um (a.m.k. opinber- lega) að muni skila hverri krónu margfaldri til baka. Þeir bila ekki í trúnni á mátt og megin Amolds, sem þessa dagana gengst undir enn eitt prófíð hjá kvik- myndahúsagestum. Þeir hafa aldrei fellt hann hingað til.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.