Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 t Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, LAUFEY ÓLAFSDÓTTIR, andaðist í hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn 18. júlí. Jarðarförin hefur farið fram í keyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd vandamanna, Jón B. Sveinsson, Anna H. Reynisdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. t Elskuleg móðir, tengdamóðir, sambýliskona og amma, RANNVEIG PÁLSDÓTTIR, Fannarfelli 2, sem andaðist þann 20. júlí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. júlí kl. 10.30. Oddrún H. Einarsdóttir, Ari Már Einarsson, Róbert N. Mosco, Lucille Y. Mosco, Kelly W. Mosco, Steingrimur Sigurgeirsson, Lotte Rasmussen, Guðmundur Ólafsson og barnabörn. Útför mannsins míns, FINNS JÓNSSONAR listmálara, fer fram að Dómkirkjunni þriðjudaginn 27. júií kl. 13.30. Blóm eru afþökkuð. Þeir, sem vilja minnast hans, eru beðnir að láta Slysavarnafélag íslands njóta þess. Guðný Elisdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, HANS MAGNÚSSON, Borgabraut 1, Hólmavík, er lést 17. júlí, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.30. Steinunn Guðbrandsdóttir, Steinunn H. Henriksson, Sven Henriksson, Sigríður M. Hansdóttir, Margrét S. Hansdóttir, Magnús Ól. Hansson, Guðbrandur Hansson, Hans Steinar Bjarnason og barnabörn. Sigmar St. Óiafsson, Marinó Einarsson, Elfnbet Rögnvaldsdóttir, Sigrún Hrafnsdóttir, t Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát eiginkonu minnar, GUÐRÍÐAR HALLSTEINSDÓTTUR, Langholtsvegi 35. Sérstakar þakkir til samstarfsfólks hinnar látnu á Landakoti. Stefán Valdimarsson, börn, barnabörn og barnabarnabarn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, dóttur okkar, móður, systur, tengdamóður og ömmu, SYLVÍU GUNNARSDÓTTUR, Ásgarði 28, Reykjavík. Kristinn G. Bjarnason, Ólöf Sylveríusdóttir, Gunnar R. Gunnarsson, Gunnar R. Kristinsson, Ásta Pótursdóttir, Róbert Már Gunnarsson, Kristinn Aron Gunnarsson, Katrin Gunnarsdóttir, Haynie S. Trotter, Björg Gunnarsdóttir, Sigurður G. Sigurðsson. t Við þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför móður, ömmu og stjúpmóður okkar, RÓSU STEFÁNSDÓTTUR. Geirlaug Björnsdóttir, Skúli Þór, Ásdis Rósa, börn og barnabörn Jóns Þ. Björnssonar. Minning Laufey Ólafsdóttir Fædd 22. september 1912 Dáin 18. júlí 1993 Sterkur og einstakur persónu- leiki hefur lokið jarðvist sinni, Lauf- ey Ólafsdóttir er öll. Hún var löngu ferðbúin. Búin að skila góðu dags- verki, afgreiða sín mál, enda ekki við öðru að búast af henni. Laufey var Skagfírðingur að uppruna. Ólst þar upp fram yfir tvítugt, meðal annars í Bæ úti í Málmey og síðast var hún á Siglu- fírði áður en hún fluttist suður á land. Hún upplifði „síldarævintýrin" og hafði gaman af að segja frá þeim og einnig frá dvölinni í Málm- ey- Laufey var skarpgreind og vel lesin kona. Átti hún dágott bóka- safn. Það var eiginlega merkilegt því að hún var verkakona og ekki safnaði hún auði. En hún var harð- dugleg, ósérhlífín og kunni vel til verka. Laufey komst áfram af eigin rammleik, bar höfuðið hátt, skap- heit og viljasterk, lét ekki hlut sinn fyrir neinum. Foreldrar Laufeyjar voru Guð- björg Jónsdóttir og Ólafur Vigfús- son. Þau áttu Laufeyju saman en af frekari samvistum varð ekki. Laufey átti því engin alsystkin, en hálfsystkin beggja megin frá. Henni var komið í fóstur til góðra hjóna sem hún bar alla tíð hlýjan hug til. Laufey giftist ekki, en tvö börn eignaðist hún, dótturina Margréti sem ólst ekki upp hjá henni og son- inn Jón Baldvin Sveinsson sem heit- ir eftir fóstra Laufeyjar. Jón er kvæntur Önnu Reynisdóttur og eiga þau sjö mannvænleg börn. Það hef- ur ávallt verið kært með þeim mæðginunum. Jón og hans trausti lífsförunautur, ásamt bömum þeirra, hafa hugsað mjög vel um ættmóðurina. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 t Innilegustu þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KONRÁÐS GUÐMUNDSSONAR, Háteigsvegi 15, Reykjavík. Guöný Briem Haraldsdóttir, Haraidur Konráðsson, Björg Hulda Konráðsdóttir, Gestur Ó. Sigurðsson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, SVEINBJÖRNS HAFSTEINS PÁLSSONAR, vélsmíðameistara. Guðrfður Guðmundsdóttir, Guðlaug St. Sveinbjörnsdóttir, Þórður Kristjánsson, G. Erla Sveinbjörnsdóttir, Gérard Vautey, Kári Hafsteinn Sveinbjörnsson, íris Björnæs Þór og barnabörn. t Innilegt þakklæti sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur sam úð og vinarhug við andlát og útför, FINNBOGA HELGASONAR, bónda, Sólvöllum, Mosfellsbæ. Ingunn Finnbogadóttir, Sofffa Finnbogadóttir, Aðalheiður Finnbogadóttir, Bragi Friðriksson, Katrfn Eyjólfsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÁGÚSTAR JÓHANNESSONAR, er lést á Hrafnistu, Hafnarfirði, 28. júní. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu. Aðalbjörg Ágústsdóttir, Árni Jónasson, Sigurlín Agústsdóttir, Guðmundur Ársæll Guðmunds- son, Bjarni Ágústsson, Sóley Brynjólfsdóttir, Kristján Ágústsson, barnabörn og barnabarnabörn. Ég kynntist Laufeyju vorið 1947 er hún _kom á heimili foreldra minna, Ástu og Ólafs í Brautar- holti á Kjalamesi. Laufey var ein- stakur starfskraftur. Gekk að hveiju sem var og hugsaði um allt eins og það væri hennar eigið. Vin- áttan við foreldra mína hélst alla tíð og þau mátu hana mikils. Hún var þeim traustur og góður vinur. Það reyndi ekki síst á það veturinn 1948 er foreldrar mínir misstu elsta bamið sitt, Bjarna, aðeins 21 árs. Allt sem Laufey lagði á sig til hugg- unar og hjálpar verður aldrei full- þakkað. Laufey var skáldmælt og átti gott með að kasta fram smellnum vísum um menn og málefni. Það var alltaf mjög sérstakt að ræða við Laufeyju og hún gaf frá sér. Hafði hún ákveðnar skoðanir á hin- um ýmsu hlutum þessa heims og annars. Það kom enginn að tómum kofunum hjá henni. Hennar aðaltómstundaverkefni, fyrir utan lestur góðra bóka, var krosssaumur, og skilur hún eftir sig mörg falleg stykki. Hún var snill- ingur í litavali og munstrin vom af ólíkum toga. Lengst af var hún heilsugóð, en það kom að því að heilsan brast, og síðustu árin voru henni erfíð. Þá leitaði hugur hennar oft á forn- ar slóðir, norður í land, í Skaga- fjörðinn og ræddi hún um ýmislegt er hún hafði upplifað. Sagði hún vel frá, alþýðukonan, sem sannar- lega hefði átt að fá að ganga menntaveginn. Síðustu árin bjó hún að Norður- brún 1 í þjónustuíbúðum aldraðra. Þar leið henni vel og þaðan vildi hún ekki fara. En þó kom'að því að hún vistaðist á Hjúkrunarheimil- ið Eir og lést þar aðfaranótt 18. júlí síðastliðins. Sátt við Guð. og menn, að ég hygg. Þökk sé því góða fólki sem að henni hlúði og hjúkraði á báðum þessum stöðum. Stundaglasið var runnið út. Ævi- röðull hniginn til viðar. Við systkin- in frá Brautarholti og fjölskyldur okkar sendum ættingjum hennar innilegar samúðarkveðjur. Laufeyju þökkum við samveruna, vináttu og tryggð í gegnum árin. Blessun Guðs sé með henni. Hvíl í friði. Ingibjörg Ólafsdóttir. WMW * j Blomastofa fíiðftnns Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið öllkvöld tilkl.22,-einnigum helgar. Skreytingar við öll tilefni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.