Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 40

Morgunblaðið - 25.07.1993, Síða 40
N • Á • JVt * A • N Landsbanki íslands MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 25. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Arnarfellið fann mannlausa trillu á Faxaflóa Lík sjómanns 'kom upp með haukalóðinni TRILLUSJÓMAÐUR af Akranesi fórst I Faxaflóa aðfararnótt laugardagsins. Hann var einn á veiðum með haukalóð og ekki er vitað nákvæmlega hvernig lát hans bar að. Leit hófst að trillu mannsins um klukkan tvö um nóttina og 40 mínútum síðar fann Arnarfellið hana. Var trillan þá mannlaus en vélin í gangi. Er haukalóðin var dregin um borð kom lík mannsins upp með henni. Rætt um að greiðsluað- lögun verði tekin upp NÝLEG lög í Noregi um greiðslu- ^áðlögun hafa verið til umræðu hér á landi og eru starfsmenn félagsmálaráðuneytis og dóms- og kirkjumálaráðuneytis að afla gagna um greiðsluaðlögun í ná- grannalöndunum og undirbúa starf nefndar sem meta á kosti hennar og galla fyrir íslendinga. Norsk lög um greiðsluaðlögun fel- ast í því að hi^ opinbera aðstoðar vanskilamenn við að semja við lánar- drottna sína um lækkun skulda. Skuldurum er gert að lifa spart í fimm ár og selja eignir á meðan grynnkað er á skuldunum. Að fimm árunum liðnum má fella eftirstöðv- amar niður með dómsúrskurði. Skiptar skoðanir eru á ágæti i>_greiðsluaðlögunar meðal lögmanna og þeirra sem fara með mál fólks í greiðsluerfiðleikum. Telja margir kerfið vera þungt í vöfum og að of fáir njóti aðstoðar. Sjá bls 10: Skuldarar í gjör- gæslu? Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var þyrla köll- uð út til leitar skömmu eftir klukk- an tvö en nokkru síðar fann Arnar- fellið trilluna og var hún þá stödd um 9 mílur vestur af Þormóðs- skeri. Þyrlan flaug yfir trilluna og þá sást að engin var um borð. Rannsókn í gangi Að sögn lögreglunnar á Akra- nesi voru menn frá slysavarnar- deildinni Hjálp kallaðir út og sigldu þeir bát sínum að trillunni. Er þeir drógu færið inn var lík mannsins fast í því. Að svo búnu sigldu þeir trillunni til hafnar á Akranesi. Lögreglan segir að lát mannsins sé óútskýrt og rannsókn á því standi enn yfir. Líklegast er talið að maðurinn hafi flækst í hauka- lóðinni og dregist útbyrðis. Ekki er að svo stöddu hægt að greina frá nafni hins látna. Morgunblaðið/Bjami Gróska í golfinu Á SÍÐUSTU firam árum hefur félögum í klúbbum innan Golfsambands íslands fjölgað úr rúmlega þijú þús- und I um sex þúsund manns, en talsvert fleiri iðka íþrótt- ina án þess að vera félags- bundnir. Á sama tíma hefur golfvöllum fjölgað og víða er unnið að skipulagningu eða gerð golfvalla. I haust ætla tveir íslenskir golf- menn að reyna að komast í atvinnumennsku í þessari vinsælu íþróttagrein. íslandsmótið í golfi hefst í dag á golfvelli Keflvíkinga á Hólms- velli í Leiru og er myndin tekin þar í vikunni. Kylfingur undirbýr högg við Bergvíkina, braut sem bæði vekur ugg og aðdáun með- al þeirra sem leikið hafa á Hólmsvellinum. Kylfingar þurfa að slá yfir sjó og hafa ófáir golf- boltar endað í Atlantshafinu. Blaðauki um golf Átta síðna blaðauki um golf fylgir Morgunblaðinu í dag og auk íslandsmótsins er m.a. fjall- að um golf sem almennings- íþrótt, tísku í golfí, íslensk heiti á hugtökum í golfi, verð á golf- vörum og birt er kort þar sem golfvellir á íslandi, 42 talsins, eru sérstaklega merktir. Heyskapur er víða 2-3 vikum á eftir meðalári Morgunblaðið/Guðmundur Sv. Hermannsson Listaverk í Vatnsdalshólum MYNDLISTARKONAN Finna Bima Steinsson byrjaði í fyrrakvöld að skapa umhverfislistaverk sitt í Vatnsdalshólum. Verkið felst í því að reka 1.000 hæla með appelsínugulum veifum í hólana óteljandi og ljósmynda þá. Listakonan nýtur aðstoðar fjölskyldu sinnar við verkið og var myndin tekin í þokusuddanum í Vatnsdal í fyrrakvöld þegar Finna Bima var að reka niður hæl í einn hólinn. HEYSKAPUR er víðast hvar á landinu 2-3 vikum á eftir því sem gerist í meðalári, nema á Suðurlandi þar sem heyskaparsumarið hefur ver- ið mjög gott og heygæði mikil. Ástandið er einna verst á norðaust- an- og austanverðu landinu og á Héraði er sláttur til dæmis allt að mánuði á eftir meðalári. í Borgarfirði hefur heyskapur gengið mjög vel og spretta þar hefur verið þokkaleg. Margir bændur eru búnir með fyrri slátt og aðrir eru langt komnir. Spretta var seinni í ár en undanfarin ár vegna kuldari vor, og þeir sem fyrstir hófu heyskap fengu af þeim sökum minni upp- skeru. I Dölunum hefur heyskapur gengið mjög vel síðastliðinn hálfan mánuð þrátt fyrir að spretta sé mjög misjöfn og þar hafa nokkrir bændur lokið fyrri slætti. Á Vestfjörðum er heyskapur al- mennt 2-3 vikum seinna á ferðinni en undanfarin ár. Heyskapur er víð- ast hvar byrjaður og við bestu að- stæður er hann langt á veg kominn. Nokkuð er um kal í týnum á Vest- fjörðum, t.d. við Ísafjarðardjúp og í Barðastrandarsýslum, en í V-ísa- fjarðarsýslu hefur aftur á móti lítið borið á kali. Misjafn gangur á Norðurlandi í Húnavatnssýslum gengur hey- skapurinn misjafnlega, en í heildina er þar útlit fyrir minni heyfeng en undanfarin ár. í Skagafirði hefur heyskapurinn hins vegar gengið nokkuð vel með því að verka heyið í rúllur og vothey, en erfitt hefur verið að hirða í súgþurrkun og mjög lítið hefur gengið að fullþurrka hey- ið. Margir bændur eru komnir vel áleiðis með heyskapinn, en í útsveit- um og inn til dala eru menn lítið byijaðir þar sem sprettan hefur verið seinna á ferðinni þar. í Eyjafirði er heyskapur að minnsta kosti hálfum mánuði á eftir meðalári, en þar er þó búist við uppskeru í meðallagi. Nokkrir bændur hafa þegar lokið fyrri slætti en þeir sem beittu á tún sín eru að byija slátt um þessar mundir. Versta ótíð í manna minnum í S-Þingeyjarsýslu hefur óþurrka- tíð verið um langt skeið og alvarlegt kal er þar víða í túnum. Heyskapur í sýslunni hefur gengið misjafnlega, en þar eru sumir bændur komnir nokkuð áleiðis á meðan aðrir eiga langt í slátt vegna sprettuleysis, sér- staklega þeir sem voru með fé á túnum sínum fram í lok júní. Fáir bændur hafa náð einhveiju heyi að marki, en dæmi eru um að hey hafi hrakist á túnum. Muna bændur í sýslunni ekki eftir annarri eins ótíð, en hjá sumum er þó ástandið þannig að þeir gætu hafið slátt strax og þurrkur kæmi. í N-Þingeyjarsýslu er sláttur hvergi byijaður og bíða menn þar eftir þurrki. Víða er mjög mikið kal og dæmi um að allt að 80-90% túna séu ónýt á einstaka bæjum. Léleg spretta á Héraði Mikið kal er einnig í túnum víða á Austurlandi og þar er heyskapur allt að því mánuði á eftir meðalári þar sem ástandið er verst. Sláttur er ennþá óvíða hafinn á Héraði þar sem spretta hefur verið léleg. í Fijótsdal er sprettan hins vegar á við það sem gerist í meðalári og slátt- ur þar víða hafinn, og sömu sögu er að segja af fjörðunum en þar hafa menn verið að bíða eftir góðum þurrki. Heyskapur gengur hægt í austanverðri A-Skaftafellssýslu, en í Öræfunum hefur hann aftur á móti gengið vel. Spretta hefur verið sæmi- leg vegna rigninga á Söndunum, en heyskapur í sýslunni fór almennt rúmlega viku seinna af stað en í meðalári. Heygæði hafa ekki verið meiri í mörg undanfarin ár á Suðurlandi, en spretta þar hefur þó verið nokkuð mismunandi eftir svæðum. Almennt séð er þetta mjög gott heyskapar- sumar og allmargir bændur eru þessa dagana að ljúka fyrri slætti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.