Morgunblaðið - 06.08.1993, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993
Sambandsleysi og
bilun hjá símanum
BILUN í símkerfinu í Reylqavík í gær og fyrradag varð þess
valdandi að erfitt gat verið að ná í númer sem byijuðu á 4 eða
5. Um var að kenna ásláttarvillu við uppsetningu leiðavals í mið-
bæjarstöð, sem olli því að talsónn gat komið þótt ekki væri á tali,
og samband því ekki náðst. Bilunin varð þess valdandi að 92 lín-
ur af um 300 gátu svikið.
Ragnar Benediktsson, deildar-
stjóri hjá Póst- og símamála-
stofnuninni, sagði eina af fjórum
valleiðum símtala milli mið-
bæjarstöðvar Reykjavíkur og
hliðrænu stöðvanna í Kópavogi
og Hafnarfirði hafa verið bilaða
í gær og fyrradag. „Eftir að
beinu línumar eru allar orðnar
uppteknar geta samtöl því hafa
lent á þessum línum,“ sagði
Ragnar. „Þetta er nokkuð sem
við höfum ekki orðið varir við
fyrr en nú, þegar okkur var bent
á það.“
Engir kvörtuðu
Að sögn Ragnars hefur truflun-
in að öllum líkindum hijáð flesta
þá að einhveiju marki, sem tengd-
ir eru miðbæjarstöð, þótt engar
kvartanir hefðu borist. „Þetta var
ásláttarvilla í uppsetningu á
leiðavali," sagði Ragnar. „Þegar
menn fengu línu sem voru með
þessum galla varð ekki aftur snú-
ið og menn fengu talsón.“
Símkerfið skoðað
Morgunblaðið/Kristinn
RAGNAR Benediktsson, deildarstjóri hjá Póst- og símamálastofn-
uninni, fyrir framan tölvu sem beintengd er öllum símstöðvum.
Þaðan er unnt að rekja bilanir, ef nægilega glöggar upplýsingar
eru til grundvallar.
Mývatnssveit
Sláttur
nýhafinn
„ÉG ER búinn að hirða í tvo daga.
Það var ekki byijað að slá fyrr
en um mánaðamót. Ég hef aðeins
náð að heyja af nokkrum hektur-
um og þetta lítur heldur illa út,“
segir Björn Yngvason, bóndi á
Skútustöðum í Mývatnssveit.
Hann segir að menn hafi áhyggjur
af slæmu tíðarfari, því spáin sé ekki
góð næstu daga og sjálfsagt. væri
hann ekki búinn að ná neinu inn ef
ekki færi allt í rúllubagga. Hann
segist þó ekki vera farinn að ör-
vænta. „Árið 1979 vorum við nú að
hirða hey eftir 20. október og þá var
það búið að liggja undir snjó í einar
sex vikur. Þannig að þetta er ekki
orðið vonlaust,“ segir Björn.
Afgreiðslu staða íslands til tillagna um einhliða aðgerðir gegn Serbum
Farið fram á fund í
SíK utanríkismálanefnd
STJÓRN Tryggingasjóðs við-
skiptabankanna tók ákvörðun
um að flýta afgreiðslu eins miHj-
arðs króna vílqandi láns til
Landsbanka íslands á fundi sín-
um í gær. Ríkisstjórnin tók
ákvörðun um að styrkja eigin-
fjárstöðu bankans m.a. með þess-
um hætti um miðjan mars.
Ríkisstjórnin tók ákvörðun um
að leggja bankanum til þijá millj-
arða króna til viðbótar víkjandi láni
að upphæð 1.250 milljónir króna
frá Seðlabanka í desember. Annars
vegar var gert ráð fyrir að ríkissjóð-
ur legði fram tveggja milljarða
króna ijárhagsaðstoð og hins vegar
að bankanum yrði veitt allt að eins
milljarðs króna lán með ríkisábyrgð
úr Tryggingasjóði viðskiptabank-
anna.
Eftir að ganga frá ýmsu
Rætt hefur verið um lánið á
þremur fundum stjómar Trygg-
ingasjóðsins og sagði Bjöm Frið-
fínnsson, stjómarformaður, að á
síðasta fundinum, í gær, hefði verið
tekin ákvörðun um að flýta af-
greiðslu lánsins. Hins vegar sagði
hann að enn ætti eftir að ganga frá
ýmsum atriðum, t.d. hvernig pen-
ingamir yrðu fengnir. „Ýmsir
möguleikar eru fyrir hendi. Eitt er
hvort sjóðurinn fer sérstaklega af
stað með lántöku eða hvort hann
verður í samfloti við ríkissjóð,"
sagði Bjöm í þessu sambandi og
benti á að hægt væri að fá hag-
kvæmara lán yrði síðari kosturinn
fyrir valinu. Þá sagði hann að ekki
hefði verið tekin ákvörðun um láns-
kjör.
ÓLAFUR Ragnar Grímsson formaður AI-
þýðubandalagsins, sem sæti á í utanríkis-
málanefnd, hefur farið fram á það að fund-
ur verði haldinn í nefndinni sem allra fyrst
til að ræða afstöðu fulltrúa íslands á fundi
Atlantshafsbandalagsins fyrr í vikunni til
tillagna Bandaríkjamanna um einhliða að-
gerðir gegn Serbum í Bosníu. Björn Bjarna-
son formaður utanríkismálanefndar segir
að væntanlega verði fundur í nefndinni nk.
þriðjudag og þar yrðu málefni fyrrverandi
Júgóslavíu til umræðu.
Davíð Oddsson forsætisráðherra skýrði frá
því í kvöldfréttum Sjónvarpsins sl. miðvikudags-
kvöld að íslendingar hefðu, ásamt Þjóðveijum
óg Tyrkjum, stutt tillögur Bandaríkjamanna um
einhliða aðgerðir gegn Serbum í Bosníu á fundi
Atlantshafsbandalagsins í Brussel fyrr í vik-
unni. Þorsteinn Ingólfsson ráðuneytisstjóri í
utanríkisráðuneytinu sagðist ekki geta rætt um
fundinn í Bmssel að öðm leyti en því, að vísa
til samhljóða lokaályktunar fundarins, en þar
var ekki jafnlangt gengið og Bandaríkjamenn
hefðu viljað. „Það er af og frá að tengsl séu á
milli afstöðu íslendinga á fundi Atlantshafsráðs-
ins og þeirra viðræðna, sem era að hefjast í
Reykjavík," sagði Þorsteinn, en í dag hittast
fulltrúar íslenskra og bandarískra stjórnvalda
og ræða um fyrirhugaðan samdrátt í starfsemi
vamarstöðvarinnar í Keflavík.
Skoðanir fulltrúa íslands
Ólafur Ragnar Grímsson sagði að borist hefðu
fregnir erlendis frá og að nokkru hefði það
verið staðfest í ummælum forsætisráðherra að
fulltrúi íslands á fundi NATO hefði stutt loftá-
rásir Bandaríkjanna á fyrmm ríki Júgóslavíu
án þess að ákvarðanir stofnana Sameinuðu þjóð-
anna kæmu fyrst til. „Ef þetta er rétt þá er það
í slíkri andstöðu við skoðanir fjölda annarra
Evrópuríkja að nauðsynlegt er að fá það á hreint
á þeim vettvangi sem þessi mál á að ræða, þ.e.
í utanríkismálanefnd, hvað fulltrúi íslands hafi
sagt. Hvort hann hafí stutt þessi úreltu viðhorf
um einhliða hernarðaraðgerðir eða hvort hann
hefur stutt þær raddir sem telja að allar aðgerð-
ir eigi byggjast á ákvörðunum Sameinuðu þjóð-
anna,“ sagði Ólafur Ragnar.
Björn Bjarnason formaður utanríkismála-
nefndar sagði að tilefni fundar utanríkismála-
nefndar væri málefni ríkja fyrrverandi Júgóslav-
íu í ljósi þeirra ákvarðana sem teknar hafa ver-
ið á vettvangi Atlantshafsbandalagsins. „Utan-
ríkismálanefnd þarf ekki að fjalla um fréttaskýr-
ingar í Ríkisútvarpinu. Stuðningur íslendinga
við tillögumar á fundi Atlantshafsbandalagsins
er ekki málum blandinn. Þarna kom fram til-
laga frá Bandaríkjamönnum og hún var sam-
þykkt með því fororði að ekki verði gripið til
sprengjuaðgerða gegn skotmörkum í Júgóslavíu
nema það sé í samráði við Sameinuðu þjóðirn-
ar. Það stóðu öll 16 NATO-ríkin að samþykkt-
inni. Þannig má segja að afstaða einstakra ríkja
sé aukaatriði því aðalatriðið er það að það er
verið að taka ákvarðanir á alþjóðlegum vett-
vangi um það að reyna að stilla til friðar og
það hefur þegar komið í ljós að ákvörðun NATO-
ríkjanna hefur leitt til þess að Serbar em nú
að draga á brott herafla frá hemaðarlega mikil-
vægum stöðum. Þetta er aðalatriðið," sagði
Bjöm Bjarnason.
Viðræður um starfsemi Keflavíkurstöðvarinnar hefjast í dag
Engar tillögnr liggja fyrir
Skák
Helgi Ass Grétarsson í öðru sæti
á HM barna og unglinga 28
íslensk tunga
Islensk málstöð kaus þágufall í
veðurfréttum 17
Götubörn i Rio
Nærri 300 myrt á fyrra helmingi
ársins 20
Leiðari
Rauðu vegabréfin eru blá 22
VIÐRÆÐUR fulltrúa ríkisstjórna Bandaríkjanna og íslands um
breytingar á starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík hefjast í
Reykjavík í dag. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar, ráðuneytisstjóra
utanríkisráðuneytisins, liggja engar formlegar tillögur um samdrátt
í starfsemi stöðvarinnar fyrir fyrsta fundinum. Davíð Oddsson for-
sætisráðherra hefur hins vegar látið hafa eftir sér eftir fund með
ráðamönnum í Washington, að það liggi ljóst fyrir að samdráttur
verði í Keflavík.
„Við getum ekki gefíð okkur
neitt fyrirfram. Það er ljóst að ein-
hver aðlögun í rekstri varnarstöðv-
arinnar verður að fara fram á lengri
tíma. Við getum ekki spáð í hvaða
hugmyndir Bandaríkjamenn era
með fyrr en þær em lagðar fyrir
okkur, “ sagði Þorsteinn í samtali
við Morgunblaðið. „Engar hug-
myndir hafa komið fram ennþá.“
Þorsteinn Ingólfsson verður for-
maður íslenzku viðræðunefndarinn-
ar. Auk hans em í nefndinni Gunn-
ar Pálsson, sendiherra, Róbert
Trausti Ámason, skrifstofustjóri
varnarmálaskrifstofu utanríkis-
ráðuneytisins, Albert Jónsson,
deildarstjóri í forsætisráðuneytinu,
Amór Siguijónsson frá vamar-
málaskrifstofu og Sturla Siguijóns-
son frá alþjóðadeild utanríkisráðu-
neytisins.
Fulltrúar flotasljórnariimar
í Norfolk í viðræðunefnd
í forsvari fyrir bandarísku sendi-
,•>1
>1
i cjsmw
.— r
U I
CmtttllMailM! * f
sHís-i-gvs Þrjár stofnanir
*|v omcinasi umsÖ£era
4aar-» L...I? t*™**krd
,ajllAls-Æ
n znsæxz&ssö:Hi. Hr
ryti^ahrwi|forf»ð
'HSriIiíí
r.
Daglegt líf
► - Heimsókn til Gísla á Hofí
- Skoda Favorit reynsluekið -
Cancun í Mexico - heilsusam-
legri súkkulaðikaka - - kín-
verskir trúlofunarsiðir -
nefndina verður Eugene Schmiel,
sendifulltrúi og yfirmaður banda-
ríska sendiráðsins í Reykjavík um
þessar mundir. Einnig verður í
nefndinni Edward Dickens, stjórn-
málafulltrúi við bandaríska sendi-
ráðið. Frá Bandaríkjunum koma
Michael J. Byron herfylkishöfðingi,
yfírmaður stefnumótunar- og áætl-
anadeildar yfirflotastjómar Atl-
antshafsbandalagsins í Norfolk í
Virginíu (SACLANT), Lewis P.
Sposato undirofursti, í Norður-Atl-
antshafsdeild stefnumótunar- og
áætlanadeildar SACLANT, og Carl
Cramb yfirlautinant, aðstoðarmað-
ur Byrons hershöfðingja. Frá varn-
arstöðinni í Keflavík koma Michael
Haskins aðmíráll, Stephen Barn-
eyback höfuðsmaður og Remington
lautinant.
Nýjar tölur frá upplagseftirliti VI
Morgnnblaðið selt
í 52.838 eintökum
í SAMRÆMI við reglur upplagseftirlits á vegum Verslunarráðs ís-
lands hefur trúnaðarmaður þess, Reynir Vignir löggiltur endurskoð-
andi, sannreynt selt upplag Morgunblaðsins í mánuðunum mars,
apríl og maí í ár.
Niðurstaðan er sú að meðaltals-
sala blaðsins var 52.838 eintök á
dag á þessu þriggja mánaða tíma-
bili. Á næstu þremur mánuðum á
undan var meðaltalssalan 51.393
eintök á dag. Aukningin er 1.445
eintök eða 2,8%. Meðaltalið á þessu
sex mánaða tímabili öllu var því
52.115 eintaka sala á dag.
Enn sem komið er nota önnur
dagblöð ekki þjónstu eftirlitsins um
staðfestingu upplags síns, segir að
lokum í frétt frá Verslunarráði ís-
lands.