Morgunblaðið - 06.08.1993, Síða 41

Morgunblaðið - 06.08.1993, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. ÁGÚST 1993 41 Lúpína - frætaka og sáning Frá Halldóri Kr. Júlíussyni: FLESTIR hafa eflaust tekið eftir því hvernig lúpínan sáir sér og nær á undraskömmum tíma að breyta ör- foka landi í grænar breiður sem standa bláar í blóma frá júní og fram eftir júlí ár hvert. Mörgum hefur samt gengið ilia að koma lúpínu til með sáningu. Hér verður drepið á nokkur atriði til að leiðbeina þeim sem vilja sá lúpínu til uppgræðslu og landverndar. Lúpínan er skyld baunum og myndar fræ í baunabelgjum. Þegar belgirnir fara að fá á sig dökkan lit eru fræin þroskuð. Þetta gerist oft- ast { ágúst til september, en er breytilegt eftir tíðarfari og öðrum aðstæðum. Þegar baunabelgirnir tréna og þorna myndast í þeim spenna sem leysist við að þeir springa og dreifa fræjunum út frá plöntunni. Á sólríkum degi að hausti má oft heyra hvelli þegar gengið er um lúpínuakur. Frætaka fer fram þegar bauna- belgir lúpínunnar fara að taka á sig dökkan lit. í ár er lúpína á Suður- landi víða komin með þroskuð fræ nú í byrjun ágúst. Auðveldast er að bijóta af plöntunni í heilu lagi efsta hluta stöngulsins með öllum fræ- belgjunum á. Heppilegt er að safna í stóran poka því belgirnir eru léttir en fyrirferðarmiklir. Til að ná fræjunum er auðveldast að láta náttúruna hafa sinn gang og láta belgina sjálfa losa sig við fræin með því að þurrka þá. Heppi- legt er að setja belgina eins og þeir koma fyrir á stönglinum í netpoka og hengja þá upp á þurrum stað þar sem þeir springa. Þá má safna fræj- unum upp af gólfinu á eftir. Önnur aðferð er að breiða úr belgjunum til þurrkunar á dúk eða blöð og safna síðan fræjunum saman þegar bel- girnir hafa sprungið. Fræin má síðan geyma á þurrum stað, jafnvel árum saman. Sáning er einföld, en krefst þó þekkingar. Lúpínan lifir í samlífi við geril og þrífst illa eða ekki án hans. Við sáningu verður því að tryggja að fræin séu smituð af gerlinum. Einfaldast er að taka mold af rótum lúpínu og mylja saman við fræin þegar sáning fer fram. Sáð er með því að kasta fræjunum á það svæði sem rækta Éþ og getur farið fram hvort sem er að hausti eða vori. Að lokum skal ítrekað að það gild- ir um lúpínu eins og annað að hana má nota og misnota. Fáar jurtir eru jafn duglegar við að stöðva landeyð- ingu og græða upp örfoka land. Ástæðan er sú að örfoka melar og gróðurauðn eru kjörlendi lúpínunn- ar. Reynsla úr Heiðmörk og víðar, þar sem lúpínan hefur verið hvað lengst, bendir til að hún víki af sjálfu sér eftir að hafa- á 20-30 árum breytt ógrónu landi í gróið land. Lúpínan er því hentug til upp- græðslu og kjörin til að skapa skil- yrði fyrir aðrar plöntur, t.d. birki. Lúpínan á hins vegar ekki heima í þjóðgörðum eða öðrum svæðum þar sem við erum sátt við sambúð okkar við landið. HALLDÓR KR. JÚLÍUSSON, framkvæmdastjóri Sólheima í Grímsnesi og áhugamaður um notkun lúpínu til uppgræðslu og landvemdar. Fólksflutningar Frá Þór Þórissyni: STALÍN neyddi bændur til að mynda samyrkjubú og flytja búferlum, Ce- ausescu flutti fólk að vild úr sveitum í bæi. Þetta eru í dag talin níðings- VELVAKANDI GÆLUDYR Kettlingur AF SÉRSTÖKUM ástæðum ósk- ar stálpuð kolsvört læða, besti kötturinn í Hafnarfirði, eftir góðu heimili, helst með börnum. Upplýsingar í síma 54435 eftir kl. 18 og um helgina. Læða í óskilum GRÁBRÖNDÓTT læða, með hvíta bringu og lappir og er u.þ.b. sex mánaða, er enn í óskil- um í Kambaseli í Breiðholti. Hún kom þangað fyrir tæpum tveim- ur vikum og neitar að fara. Eig- andi má hafa samband við hús- ráðendur í síma 79288 eða 76206. Kettlingar FJÓRIR kassavanir kettlingar fást gefins. Einn högni og þrjár læður. Upplýsingar í síma 13193. Patti er týndur PATTI, eins árs geldur högni, hvarf frá Sléttuvegi 3 aðfaranótt sl. föstudags. Hann er svartur með hvíta flekki á bringu og kvið. Þegar hann hvarf var hann með bláa og rauða ól með bjöllu og tunnu og einnig í bláu og gráu beisli. Hann þekkir nafnið sitt en er ekki mjög hændur að ókunnugum. Hafi einhver orðið hans var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 29133 fyrir hádegi og 687446 eftir hádegi. Sóley. Hústökukettir KONA hringdi til Velvakanda og sagði frá því að hún hefði þurft að þrífa og ganga frá íbúð fyrir fólk sem var að flytja en þegar í íbúðina var komið voru þar fýrir sjö kettir, tvær fullorðn- ar læður og önnur þeirra búin að gjóta fimm kettlingum. Nú auglýsir hún eftir hjartahlýju fólki til að taka að sér kettina svo ekki þurfi að farga þeim. Upplýsingar í síma 652915. TAPAÐ/FUNDIÐ Hálskeðja tapaðist GULLHÁLSKEÐJA tapaðist á ferðalagi um Selfoss, Eyrar- bakka og Stokkseyri um verslun- armannahelgina. Finnandi vin- samlega hringi í síma 54654 eða 51717. Fundarlaun. Gleraugu töpuðust TVENN spangargleraugu, sól- og lesgleraugu, töpuðust á göngugötu í Elliðaárdalnum sl. sunnudag. Finnandi vinsamlega hringi í síma 677856. Myndavél fannst á Búðum FREKAR lítil myndavél fannst á Búðum sl. laugardagskvöld. Upplýsingar í síma 53394. Þýskur garðyrkjumaður óskar eftir samböndum BERND Kohlmann, 36 ára gam- all garðyrkjumaður frá austur- hluta Þýskalands, er á leið hing- að til lands og hefur _hug á að komast í samband við íslendinga t tengslum við ferðina. Hann hefur mikinn áhuga á plöntum, sögu, umhverfisvemd, ásatrú og tijárækt. Hægt er að ná sambandi við Bemd í síma (9049) 360 82 9226 eða skrifa til hans á eftirfarandi heimilisfang: Bemd Kohlmann Hauptstrasse 80 D-37308 Bemterode Þýskaland. verk þ.e. að með tilskipun séu menn nauðbeygðir til flytja búferlum eða hafa verra af. ísland 1993. Tæplega 400 störf af höfuðborgarsvæðinu skulu flutt út á land. Ef þessir borgarbúar vilja ekki flytja verður þeim sagt upp og á tímum vaxandi atvinnuleysis geta þeir í kjölfarið búist við að missa eignir sínar. Höfuðborgarbúar eru að mati bændahöfðingja afætur á þjóðfélag- inu, að sjálfsögðu með verulega skertan kosningarétt vegna búsetu sinnar, sem er álíka skynsamlegt og ef vægi atkvæða færi eftir skó- stærð. Og núna á að reka um 400 fjölskyldur eða a.m.k. 1.000 manns út á land eins og hvern annan sauð- fénað. Að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur skulu vera að íhuga þessar aðgerðir er í hæsta máta undarlegt. Þessir flokkar sækja stærsta hluta fylgis síns til Reykjavíkur- og Reykj- aneskjördæmis. Skynsamlegra væri fyrir þessa flokka að beijast .fyrir leiðréttingu á atkvæðavægi, en láta ekki bændahöfðingja teyma sig út í þessa vitleysu. ÞÓR ÞÓRISSON, Neðstaleiti 1, Reykjavík. LEIÐRÉTTINGAR Rangt föðurnafn Rangt er farið með föðurnafn sókn- arprestsins í Siglufírði á Akur- eyrarsíðu Morgunblaðsins á m_ið- vikudag. Hann heitir Bragi J. Ás- geirsson og er hann beðinn afsökun- ar á þessu mishermi. Leiðrétting í frétt um hestamannamót Storms í Dýrafirði var rangt farið með nafn eiganda og knapa hests- ins Skolla sem sigraði í 250 m skeiði, hann heitir Sigurður Ingi Pálsson, Patreksfirði. Er hann beð- inn velvirðingar á þessum mistök- um. Arkitektúr, verktækni og skipulag í Staksteinum í gær, fimmtudag 5. ágúst, er staldrað við grein eftir Valdimar Kristinsson, viðskipta- og landfræðing, ritstjóra Fjármálatíð- inda. Þess láðist að geta að grein Valdimars, sem Staksteinar vitna til, birtist í ritinu Arktitektúr, verk- tækni og skipulag, 2. hefti 1993. Velvirðingar er beðist á þessum mistökum. imm Aðaltölur: 2 7 11 Vinningstölur ,------------ miövikudaqinn: 4. ágúst 1993 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n6a<6 0 64.260.000,- EJ 5 af 6 LÆ+bónus 3 187.661,- 0 5a16 10 71.821,- \ 4 af 6 577 1.566,- ÉH 3 af 6 Cfl+bónus 1.636 246,- ^20) (29) (30) BÓNUSTÖLUR HeildarupphæO þessa viku: 66.847.231,- á ísi.: 2.587-231,- UPPCVSINGAR, SÍMSVARI91-68 15 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR NUDDSKÓLI RaFMS QEIRDALS Faglegur bakgrunnur skólastjóra k 3ja ára nám í þjóðfélagsfræði við Háskóla íslands, 1979 - '82. Lauk 48 einingum. ★ 1 ársnám ílífeflissálarfræði, 1982-'83. Útskriftmeðskrírteini. ★ I'/í árs nuddnám í „Boujder School of Massage Therapy", Boulder, Kólóradó, 1985. Útskrift sem nuddfræðingur. Sérpróf í nuddkennslu. ★ Kvöld- og helgarnám í sálfræðiráðgjöf við Hakomi stofnunina, Boulder, Kólóradó. Útskrift af miðhiuta námsins árið 1985 með skrírteini. ★ Stofnun eigin nuddstofu 1985. ★ Stofnfélagi að Félagi íslenskra nuddara 1985. Kosinn í fræðslu- nefnd. ★ Nuddkennsla með almennu námskeiðahaldi 1987. Um 100 þátttakendur. ★ Lögg. sjúkranuddari skv. leyfisbréfi nr. 18, 1987. ★ 1árs nám í andlegri heilun, Philadelphiu, Pennsylvaníu, 1987 - '88. Útskrift með skírteini. ★ Innvígður lærisveinn hjá Gurudev, Dr. Yogi Amrit Desai, stofn- anda Kripalu jóga aðferðarinnar og heilsumiðstöðvar. Maí 1988. Skírteini. ★ Stofnun á eigin nuddmiðstöð 1988. Nudd og nuddnámskeið. Um 700 þátttakendur. ★ Námskeið í Reiki heilun, 1. stig. Útskift með skírteini, 1989. ★ Eins mánaðar nám í heilsuráðgjöf við Kripalu jóga- og heilsum- iðstöðina í Massachusetts, 1989. Útskrift með skírteini. ★ Meistarabréf frá Félagi íslenskra nuddara ágúst 1989. Réttur til að taka nema. ★ Stofnun og rekstur á eingin nuddskóla frá 1989. 124 nemend- ur hafa hafið nám, 37 hafa útskrifast til fulls sem nuddfræðing- ar. ★ Stofnfélagi að Félagi islenskra sjúkranuddara 1989. ★ Stofnun á eigin sjúkranuddstofu 1990. ★ Kosinn í stjórn félags íslenskra sjúkranuddara, 1991. •k Stofnfélagi að Félagi íslenskra nuddfræðinga 1992. Formaður þess. Skólastjóri. riöij&urf ARTHURMtfSBÝ^P Hinn heimsþekkti laxveiðimaður, kastkennari og Speykastari Arthur Oglesby með lax úr Rangá hrj“” “ veiðitúr! 1 Wi Mörkinni 6, v/Suðurlandsbraut, sími: 687090 Kastkénnarinn Arthur Oglesby heldur fyrirlestur og svarar fyrirspurnum í verslun okkar á morgun frá kl. 14-16 og sýnir nokkurlétt Speyköst (ef veður leyfir). í tilefni dagsins verður sértilboð á öllum tveggja handa flugustöngum. Veiðimenn! Missið ekki af þessu einstaka tækifæri. P.S. Kaffi á könnunni. I-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.