Morgunblaðið - 25.08.1993, Page 1

Morgunblaðið - 25.08.1993, Page 1
56 SIÐUR B/C 190. tbl. 81.árg. MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Dagvistarúrræði í Kaupmannahöfn Foreldniniim borg1- að fyrir pössunina NÝBREYTNI í dagvistarmálum í Kaupmannahöfn þar sem foreldrum er borgað fyrir að sjá um böm sín sjálfir hefur gefist vel. Nú þegar njóta rúmlega tvö hundmð böm góðs af en gert er ráð fyrir að tvö hundmð fjölskyldur bætist við í haust vegna aukinna fjárframlaga frá bænum, að því er fram kemur í Berlingske Tidende í gær. Fyrirkomulagið er þannig í stuttu máli sagt að tvær fjölskyldur sem þekkjast og eiga báðar barn á bið- lista eftir dagheimilis- eða vöggu- stofuplássi eru leiddar saman. Eitt foreldri er svo ráðið til að gæta barn- Ólgan í Nígeríu Babangida lofar afsögn Lagos. Reuter. IBRAHIM Babangida, hershöfð- ingi og einræðisherra í Nígeríu undanfarin átta ár, hyggst segja af sér forsetaembætti á morgun, fimmtudag, að sögn talsmanna forsetans. Þeir sögðu að fram færi hersýning honum til heiðurs og Babangida myndi taka eiða af nýrri bráðabirgðastjórn sama dag. Stjórnarandstaðan segir að um sýndarmennsku sé að ræða. Babangida ógilti fyrir skömmu lýðræðislegar kosningar áður en búið var að telja öll atkvæðin en þá var ljóst að kaupsýslumaðurinn Moshood Abiola hafði verið kjörinn forseti. Stuðningsmenn Abiola krefjast þess að hann taki þegar við. Þeir segja enn fremur að bráðabirgða- stjómin verði skipuð handbendum Babangida, þar á meðal nokkrum herforingjum. Þess vegna verði ekki hætt við mótmæli sem fyrirhuguð voru í dag og á morgun en fjölmenn- ir útifundir hafa verið í landinu síð- ustu vikurnar þar sem krafist hefur verið lýðræðis. anna tveggja uns sveitarfélagið getur útvegað báðum pláss á dagvistar- stofnun. Mikill áhúgi hefur verið fyrir þessu úrræði síðan fyrst var boðið upp á það árið 1990. Nú njóta 223 böm góðs af en ekki hefur verið bætt við síðan í febrúar vegna fjárskorts. Barnfóstran fær 11.123 danskar krónur á mánuði (114.560 íslenskar krónur) í laun frá sveitarfélaginu. Þriðjungur launanna er undanþeginn skatti. Hvorir foreldrar um sig verða að borga 1.495 danskar krónur á mánuði (15.400 ísl. kr.) til bæjarins sem samsvarar gjaldi fyrir dagvistar- pláss. Nú era 3.149 börn á biðlista eftir vöggustofu- eða dagheimilisplássi í Kaupmannahöfn. Reuter Fjandskapast við Saddam TVEIR íraskir sendiherrar, Hisham al-Shawi og Hamed al-Jubouri, fengu pólitískt hæli í Bretlandi í gærkvöldi og ákváðu að ganga til Iiðs við írösku stjómarandstöðuna. Á blaðamannafundi í London í gær sökuðu þeir stjóm Saddams Hus- seins um grimmdarverk og sögðu hana hafa leitt þjóðina í fáheyrða örbirgð. Þeir sögðu að bein and- staða við Saddam hefði íj'arað út heima fyrir skömmu eftir lok Persa- flóastríðsins, eftir að hann hefði gengið milli bols og höfuðs á kúrd- um og shítum sem reyndu að rísa upp gegn stjórn hans. „Landið er í rúst og ógnarstjóm situr að völdum. Frelsi er ekkert og þegnarnir njóta ekki lágmarksmannréttinda. Frum- skógarlögmálið er allsráðandi. Allar stofnanir landsins, pólitískar, fé- lags- eða menningarlegar, hafa ver- ið upprættar eða lamaðar. Hið opin- bera er orðið að einu allsheijar lög- reglukerfi sem gegnir því hlutverki einu að vemda valdaklíkuna og tryggja völd hennar," sagði Shawi, sem er til vinstri á myndinni. Hann var sendiherra í Kanada en Jubouri í Túnis. Forseti Litháens um brottflutning rússneskra hermanna Viljum ekki hefja kalt stríð við Rússa Vilnius, Moskvu. Reuter. ALGIRDAS Brazauskas, forseti Litháens, gaf út yfirlýsingu í gær um að hann væri bjartsýnn á að lausn fyndist í deil- unni við Rússa um brottflutning rússneskra hermanna frá landinu. „Við viljum ekki kalt stríð við Rússa,“ sagði forset- inn. Vítalíj Tsjúrkín, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, sagði á blaðamannafundi í Moskvu að deilan um hersveitirn- ar yrði ekki til þess að skaða samskipti ríkjanna. Reynt að opna þýska kafbátinn við Danmerkurstrendur í dag Ólíkar getgátur um farminn Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðs- dóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. BÝSNA ólíkar getgátur eru á kreiki um farm þýska kafbáts- ins sem dreginn var upp af botni Kattegats í fyrrakvöld eftir 48 ár á hafsbotni; að þar sé að finna allt frá kartöflum til gulls og gersema. Þar sem báturinn lagði úr höfn þegar ósigur nasista í seinna stríðinu var augljós hafa ýmsar sögusagnir gengið um að átt hafi að koma fjársjóðum nasista undan, auk þess sem talað hefur verið um að blóð Krists frá kross- förunum ogjarðneskar leifar Evu Braun og Adolfs Hitlers væri að finna um borð. Hermt er að ít- alska sendiráðið í Kaupmanna- höfn hafi gert kröfu til að fá afhenta „innsiglaða kistu“ sem það hefði vitneskju um að væri um borð. Werner Weins, einn úr áhöfn bátsins, sagði í viðtali við danska sjónvarpið að allt sem Of þungur EKKI tókst að lyfta þýska kafbátnum úr sjó og opna hann í gær. hann hafi lesið um farminn sé hreinasti þvættingur. Báturinn hefði verið fullhlaðinn með fimm- tíu manna áhöfn og því ekki get- að tekið neinn stórfarm. Þó óljóst sé hver farmurinn er í raun og veru, eru 16 tundur- skeyti og aðrar sprengjur í hon- um sem gera verður óvirkar áður en lengra er haldið. Stjórnvöld í Rússlandi tilkynntu á sunnudag, að þau hefðu hætt við- ræðum um brottflutning rússneska herliðsins frá Litháen og vöraðu jafnframt litháísku stjórnina við hörðum viðbrögðum yrðu hermenn- irnir fyrir einhverri áreitni. Braz- auskas, forseti Litháens, hætti strax við fyrirhugaða heimsókn til Moskvu og viðræður við Borís Jelts- ín, forseta Rússlands, þegar rússn- eska utanríkisráðuneytið gaf út til- kynningu um viðræðuslitin en kreppan, sem nú er í samskiptum ríkjanna, er talin sú alvarlegasta síðan yfirráðum sovétstjórnarinnar lauk 1991. í tilkynningu Rússa sagði, að brottflutningi hersins yrði haldið áfram en á þeim tíma, sem Rússum hentaði. í Litháen eru enn 2.500 rússneskir hermenn af 30.000 en það, sem virðist vaka fyrir Rússum núna, er að neyða Litháa til að falla frá kröfum um bætur fyrir hernám í 50 ár. í tilkynningunni á sunnudag sögðu þeir, að þeir hefðu nú einnig fallið frá hugmyndum um að ræða slíkar kröfur. Geimvísindi A braut umMars? Pasadena. Reuter. BÚIST var við því að bandarískt könnunarfar færi á braut um reiki- stjörnuna Mars í gær- kvöldi en samband rofnaði við farið fyrir helgi og var um tíma óttast að förin yrði til einskis en þar með færi milljarður dollara, 71 milljarður króna, í súginn. Könnunarfarinu, Mars Obs- erver, var skotið á loft í sept- ember í fyrra og átti að fara á braut um Mars klukkan 20.30 að íslenskum tíma í gærkvöldi eftir 725 milljóna kílómetra ferðalag. Síðustu daga hefur árang- urslaust verið reynt að ná sam- bandi við geimfarið til þess að stilla stjómtæki þess svo það kæmist á braut um Mars. Von- ast var til að sjálfvirkur tölvu- búnaður þess kveikti á vara- búnaði er kæmi farinu sjálf- krafa á braut með því að hægja á ferð þess. Gangi það ekki eftir er hætta á að Observer fari fram hjá Mars og glatist í óravíddum geimsins. Wallenberg slapp Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA lögreglan hefur handtekið þrjá Rússa og einn Svía sem grunaðir eru um að hafa ætlað að ræna iðnjöfrinum Peter Wall- enberg, að sögn lögreglunnar í Stokkhólmi. Wallenberg er auðugur iðnjöfur og var sænski sendifulltrúinn Raoul Wallenberg, sem hjálpaði gyðingum í Búdapest að komast undan nasist- um í seinna stríðinu, frændi hans. Mennirnir fjórir voru handteknir í fyrrakvöld er þeir voru að snuðra á landareign Peters Wallenbergs fyrir utan Stokkhólm. Varð hann sjálfur var við þá og lét lögreglu vita. Mennirnir voru vopnaðir hand- sprengjum og skammbyssum. Að sögn lögreglunnar hugðust þeir ræna Wallenberg og krefjast hás lausnargjalds.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.