Morgunblaðið - 25.08.1993, Síða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. ÁGÚST 1993
Rannsóknir og rann-
sóknasjóðir á Islandi
eftir Þór Eysteinsson
Eins og sumir lesendur Morgun-
blaðsins hafa eflaust tekið eftir voru
nýverið veittir hinir árlegu styrkir ti!
vísindarannsókna úr vísindasjóði Vís-
indaráðs íslands, og nöfn styrkþega
og verkefna þeirra voru birt hér í
^*blaðinu. Vegna umræðunnar í þjóðfé-
laginu um hugsanlegan þátt rann-
sókna og þróunar í nýsköpun í at-
vinnulífi vekja slíkir hlutir e.t.v. meiri
eftirtekt en áður, og óhætt er að
segja að aldrei áður hefur staða vís-
indarannsókna verið jafn ofarlega á
baugi á Islandi og nú. Ástæður eru
margar, ekki síst sú að ljóst er að
lítil sem engin nýsköpun á varanleg-
um grunni hefur orðið í efnahagslífí
okkar í langan tíma, þjóðartekjur
fara lækkandi ár frá ári, og eygja
margir litla von út úr þessum
ógöngum nema e.t.v. með rannsókn-
um og þróunarstarfsemi. Vandinn
er hins vegar sá að ef sanngjarn og
heiðarlegur samanburður er gerður
- 4 frammistöðu Islendinga á sviði
rannsókna og þróunar við aðrar vest-
rænar þjóðir, blasir við að árangur
okkar er þar enn sem komið er afar
rýr. Þar erum við því miður enn aftar-
lega á merinni. Eðlileg viðbrögð við
því væru m.a. að skoða þær þjóðir
sem fremstar eru á þessu sviði sér-
staklega, og athuga hvað það er sem
þær gera öðruvísi en við að þessu
leyti.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að
stjórnvöld hér eins og annars staðar
reyni að stuðla að vísindarannsókn-
?um og þróunarstarfsemi í Iandinu
eftir bestu getu, t.d. með starfrækslu
rannsóknasjóða fyrir almannafé á
borð við Vísindasjóð, Rannsóknaráð
ríkisins og fleira af því tagi. Til við-
bótar styðja stjómvöld við rann-
sóknasjóði sem starfræktir eru innan
Háskóla íslands og sem ætlað er að
styrkja rannsóknastarfsemi háskóla-
kennara og nemenda sérstaklega.
Þessir sjóðir við HÍ eru mikilvægir
vegna þess að háskólar eru yfírleitt
megindrifkraftur vísindarannsókna
hjá þeim þjóðum er mestum árangri
ná, og það eru kennaramir og dugm-
iklir nemendur við þá skóla sem þá
vinnu framkvæma. Mikill meirihluti
rannsókna- og þróunarverkefna sem
era í gangi hér á landi tengjast Há-
skóla Islands á einn eða annan hátt.
Oft er bent á að framlag einkafyr-
irtækja til þessara hluta er hér mun
minna hlutfallslega en hjá nágranna-
þjóðum, en í raun er varla hægt að
ætlast til þess af stjómendum og
hluthöfum þessara félaga að þau
leggi mikið meira fé í rannsóknir og
þróun en nú er, í ljósi afkomu þeirra
nú og þeirra rekstrarskilyrða sem
þau búa við, og í ljósi þeirra skatta-
laga sem gilda í landinu.
Oft er einnig bent á að opinberir
íslenskir rannsóknasjóðir hafa ávallt
úr litlu fé að spila, og sjaldan hefur
verið ágreiningur um það atriði, en
oftast hafa stjómvöld ekki séð sér
fært að auka framlög til þeirra þrátt
fyrir góðan vilja. Margir vilja af þeim
sökum gefa þá skýringu eina á rýram
árangri að fé skorti til rannsókna
og þróunar, en horfa fram hjá öðra
er gæti valdið. Aðrir hugsanlegir
þættir eru margir, m.a. að vinnulag
rannsóknasjóðanna sé óheppilegt og
hvetji ekki nægilega vel til árangurs.
Það era þó merki þess að viðhorf-
in séu að breytast í þeim efnum,
a.m.k. innan Háskóla íslands þar sem
höfundur þekkir einna best til, og
menn vilji nú ræða fleira en fjárskort-
inn. Svokallaðri þróunamefnd HÍ,
sem m.a. fjallar um þessa hluti, var
nýlega breytt á þá lund að margt
gott fólk utan skólans hefur tekið
sæti í nefndinni. Er henni ætlað að
koma með tillögur til úrbóta innan
Háskólans til að efla rannsóknir og
kennslu við skólann. Eitt af fyrstu
verkum nýju nefndarinar var að
útbúa skoðanakönnun til að kanna
viðhorf okkar kennara til starfsins
og málefna skólans, og er það mikil
framför. I bréfí er fylgdi könnuninni
er þess m.a. getið að slík könnun
hafí aldrei verið gerð áður við HÍ,
en að slíkar kannanir séu viðtekin
venja við bandaríska háskóla.
Það er fullkomlega eðlilegt að þró-
unamefnd HÍ geri slíkan samanburð
við bandaríska háskóla þar sem að
bandarískir háskólakennarar sópa til
sín meginþorra Nóbelsverðlauna á
ári hveiju, að þeir taka út mun fleiri
einkaleyfí á ári hveiju en t.d. kolleg-
ar í Evrópu, að þeir skrifa hlutfalls-
lega fleiri rannsóknaskýrslur og þær
eru meira lesnar og hafa meiri áhrif
á þróun vísinda en skrif kollega í
Evrópu, og þannig má áfram telja.
En fyrst nú þykir viðeigandi að
bera sig saman við Bandaríkjamenn
í þessum efnum er eðlilegt að gerður
sé samanburður á bandarískum og
íslenskum rannsóknasjóðum án þess
að einblína á þann fjárskort sem
hijáir þá íslensku. Þess má þó geta
fyrst að þrátt fyrir þá miklu flár-
muni sem Bandaríkjamenn deila úr
slíkum sjóðum er samt ávallt
óánægja meðal þarlendra vísinda-
manna með „iýr“ íjárframlög. En
þegar gerður er samanburður á
starfsháttum rannsóknasjóða þar og
hér sést að þar ber töluvert í milli.
Bæði bandarískir og íslenskir rann-
sóknasjóðir hafa vitaskuld reglur um
framsetningu umsókna um styrki og
hvemig þær era metnar. En reglur
Bandaríkjamanna um mat á umsókn-
um era mun skýrari og opnari en
þær íslensku, og hvetja bæði um-
sækjendur og sérfróða umsagnarað-
ila er meta umsóknirnar til að vanda
vinnu sína. Án efa stuðlar þetta að
betri rannsóknaverkefnum, og þá
betri vísindum. Bandarískir styrkir
era veittir til lengri tíma en hér á
landi, og hægt er að sækja um oftar
en einu sinni á ári. Kostir þessa era
margir og ætti að vera Óþarfí að
rekja þá. Nafnleynd gildir í báðum
löndum, þ.e. að umsækjandi fær ekki
að vita hveijir era umsagnaraðilar,
og er vitaskuld sjálfsagður hlutur.
Umsagnaraðilar bæði bandarískra
Þór Eysteinsson
„En reglur Bandaríkja-
manna um mat á um-
sóknum eru mun skýrari
og opnari en þær ís-
lensku, og hvelja bæði
umsækjendur og sér-
fróða umsagnaraðila er
meta umsóknirnar til að
vanda vinnu sína.“
og íslenskra rannsóknasjóða semja
skriflega umsögn og gefa umsóknum
einkunn í tölum. En bandarískir
umsækjendur um styrki til Vísinda-
sjóðs Bandaríkjanna, Heilbrigðis-
stofnunarinnar og fleiri slíkra stofn-
ana þar í landi fá í hendumar afrit
af umsögnum og einkunnum, en hér
á landi fá umsækjendur ekkert slíkt
í hendur, og ekkert að vita um hvem-
ig umsóknir vora metnar. Kostir
þessa bandaríska fyrirkomulags era
margir. Þar verður umsagnaraðilinn
að kynna sér ýtarlega hveija umsókn
og það svið sem hún fjallar um, og
skrifa vandaðan, rökstuddan texta
um niðurstöður sínar. Að öðram kosti
getur umsækjandi lagt fram rök-
studda kvörtun til sjóðsstjómar.
Umsagnaraðilar geta einnig notað
Um sóunarstefnu Sorpu
eftir Magnús H.
Skarphéðinsson
Með ólíkindum er hvemig viðhorf
endumýtingarfyrirtækið Sorpa hefur
til endumýtingar. Það virðist vera
heista markmið fyrirtækisins að end-
umýta sem minnst og helst ekkert
af því sorpi og öðra dóti.sem til fell-
ur á höfuðborgarsvæðinu. Ég er ekki
viss um að allir geri sér eðli þessa
sorpfyrirtækis (í tvennri merkingu)
Ijóst.
Það er ekki hægt að kalla það
endumýtingu að kurla mestallt timb-
ur sem þangað berst niður í ofnana
hjá Grundartangarverksmiðjunni.
Eða hálfgefa Stálbræðslunni allt
V málmkyns efni til bræðslu. Það er
eins og að endurnýta reiðhjólið mitt
eftir minn dag með því að bræða það
Erfidrykkjur
Glæsileg kíiífi-
hlaðborð fallegir
salirogmjög
g()ð þjónusta.
Upplýsingar
Ísúna22322
FLUGLEIDIR
IÉTEL LOFTLEIDIK
„Ekki bara að auðlindirn-
ar séu allt of fáar og lang-
flestar þeirra mjög tak-
markaðar, heldur er ein-
nota-stefna okkar mann-
anna á alla hluti það sem
allt er að drepa í vistkerf-
inu í dag.“
niður í stað þess að gefa það einhveij-
um öðrum sem þarf hjól en ekki lít-
inn stálklump.
Það er ekki bara óæskilegt að
mati forráðamanna fyrirtækisins að
nokkur einstaklingur fái að endur-
nýta neitt af því sem þessu furðufyr-
irtæki berst af úrkasti menningar-
innar hér á höfuðborgarsvæðinu,
heldur er að sögn starfsmanna gáma-
stöðva þess stranglega bannað að
viðlögðum brottrekstri að lofa fólki
að hirða nokkum skapaðan hlut úr
gámunum, hluti sem aðrir hafa losað
sig við ýmsra ástæðna vegna eins
og gengur og gerist. Nei, og aftur
nei, era öll svör allra hjá þessari
eyðingarstofnun. Að eyða öllu, er
kjörorð stofnunarinnar að sögn
starfsmanna hennar.
Einnota stefnu mannkynsins
verður að stöðva strax!
Það sem flestu öðra fremur er að
í rnenningu okkar Vesturlandabúa
er sóunarstefna okkar á hráefni og
ofnotkun okkar á auðlindum jarðar.
Ekki bara að auðlindimar séu allt
of fáar og langflestar þeirra mjög
takmarkaðar, heldur er einnota-
stefna okkar mannanna á alla hluti
það sem allt er að drepa í vistkerfinu
í dag.
Ekki er bara það að raslahaugar
og urðunarstaðir þéttbýlisstaða
stækka sífellt í það óendanlega, held-
ur skapa þessir losunarstaðir mjög
svo vanmetna efnatímasprengju sem
vinnur hægt og bítandi á allt um-
hverfí sitt um ókomnar þúsundir og
milljónir ára. Fyrir nú utan hversu
mikil móðgun það er við náttúruna
og móðir jörð í heild að líta á flestar
afurðir hennar sem einnota um ár
og aldir alda af okkur manndýranum
og „henda“ þeim síðan bara eitt-
hvað. Það er gegn þessum gamla
sóunarhugsunarhætti sem allar þjóð-
ir era að reyna að bregðast við í
dag. Sumar betur en aðrar.
Nokkrar þjóðanna bregðast þó
sýnu langverst og heimskulegast við
þessum vanda, eins og sjá má á þessu
sorpsamlagsfyrirtæki sveitarfélag-
anna á höfuðborgarsvæðinu, nefni-
lega hinni sömu umtöluðu Sorpu.
Ollu skal hent, hvað sem allri endur-
nýtingarstefnu heimsins og Brundt-
Iandsskýrslum Iíður. ÖIlu! Timbri,
járni, lífrænum úrgangi, húsgögnum,
tækjum, reiðhjólum, o.fl., o.fl. skal
hent! Og þrátt fyrir það að fjölda-
marga einstaklinga og fyrirtæki
bráðvanti margt af því sem aðrir
hafa losað sig við. Þeir hlutir eru því
raunveraleg verðmæti í hagkerfínu
þegar þannig stendur á. Hér á ég
einkanlega við timburefni ýmiskonar
og jámefni líka.
Nei, engin tár eða bænir bræða
keisarann í Sorpu
Nei, engin tár og engar þarfír eru
svo stórar að keisarinn í Sorpi bráðni
við þær. Lögmál endumýtingarfyrir-
tækisins er: Alls engin not eða raun-
veralega endumýtingu. Núverandi
kjörorð endumýtingarsamlagsins
mætti segja í þremur stuttum orðum:
Magnús Skarphéðinsson
Henda - eyða - einnota. Svona langt
erum við nú komin í endumýtingar-
hugsunarhættinum hér á íslenska
höfuðborgarsvæðinu.
Ef forráðamenn þessa furðufyrir-
tækis fást ekki til að breyta um
stefnu mjög fljótlega ætti umsvifa-
laust að slíta samlaginu og taka
gamla lagið aftur upp þar sem heið-
arlegir endumýtingarsinnar gátu þó
hirt af hinum opnu sorphaugum
hvers sveitarfélags fyrir sig margt
sem hægt var að nota aftur fyrir
einhveija. Það fyrirkomulag var
margfalt vistvænna en hin fáránlega
ekki-nota-aftur-stefna Ögmundar
Einarssonar framkvæmdastjóra
samlagsfyrirtækisins Sorpu.
Sú lausn sem á endanum verður
tekin upp (eftir trúlega nokkrar
hrímaðar Ögmundarkynslóðir) er að
endurnýta yfír 99% af öllu því sem
til mun falla úr þéttbýli mannsins
og dreifbýli, þar meðatalið hans eig-
in lífræna úrgang. Það er það sem
koma skal ef menningin á að lifa af
meira en nokkra áratugi í viðbót.
tækifærið til þess að benda umsækj-
endum á hvað mætti betrumbæta,
s.s. hvaða tæki og aðferðir þyrfti að
nota í verkefninu, hvaða athuganir
eða tilraunir þyrfti að gera, o.s.frv.
Sem sagt aðstoða óbeint umsækj-
anda við að ná betri árangri. Ef
umsókn um styrk er hafnað getur
umsækjandi þá notfært sér það sem
fram kemur í umsögn til að bæta
vinnu sína og sækja um aftur, jafn-
vel á sama ári, þannig að rannsókna-
vinnan þurfí ekki að leggjast niður.
Óhjákvæmilega stuðlar þetta að betri
umsóknum og verkefnum, og að
trausti þess að menn fái sanngjarna
málsmeðferð. Allt þetta vantar í
starfsemi íslenskra rannsóknasjóða,
og sú leynd sem hvílir yfír þessu hér
á landi er ekki aðeins óskiljanleg,
heldur beinlínis til trafala.
Þeir starfshættir sem hér tíðkast
hafa það í för með sér að gæði um-
sókna eru án efa minni fyrir bragð-
ið. Þar sem menn fá enga rökstudda
gagnrýni á þessa vinnu né einkunn
fyrir hana er hætta á að menn láti
nægja að skrifa umsóknir um styrki
er duga til þess að fá úthlutað, og
senda inn jafnvel sömu lélegu um-
sóknina ár eftir ár eilítið breytta,
þ.e. með eilítið breyttri fjárhagsáætl-
un, sem reyndar virðist skipta mestu
máli. í verstu tilfellum batnar verk-
efnið sjálft vitaskuld ekkert þar sem
efnisleg gagnrýni berst aldrei til þess
aðila sem þarf á henni að halda, þ.e.
umsækjanda. Afleiðingin er sú að
vinna umsagnaraðila bætir ekki á
nokkum hátt íslensk rannsóknaverk-
efni, og því missum við þama af
gullnu tækifæri til að bæta vísinda-
starfsemina í landinu. Þeir sem senda
inn umsókn, en fá ekki úthlutað, sitja
eftir með sárt ennið án þess að hafa
hina minnstu hugmynd um hvers
vegna umsókn var hafnað, og verða
að bíða í heilt ár með hendur í skauti.
Margt fleira mætti bera saman í
þessum efnum en verður ekki gert
nema í lengra máli. Það þyrfti að
gera heildarsamanburð að þessu leyti
við sambærilega erlenda sjóði ef
menn vilja bæta ástand þessara
mála hér á landi. Að lokum er rétt
að taka fram að undirritaður fékk
úthlutað í ár úr Vísindasjócþ, þannig
að þessi grein getur ekki skoðast sem
nöldur vegna óánægju eða öfundar.
Höfuadur er dósent í lifeðlisfræði
við Iæknadeild Háskóla íslands.
Gámum safnað saman á opnum
svæðum fyrir almenning til að
hirða úr
Og þá verður öllum hæfilega stór-
um en fullum raslagámum komið
fyrir á opnum svæðum, eða í opnum
eða hálfopnum húsum um lengri eða
skemmri tíma þar sem öllum verður
ekki bara leyft að hirða allt sem til
fellur frá fjöldanum (nema t.d. per-
sónuleg bréf og fleira slíkt), heldur
verður fólk líklega verðlaunað með
einu eða öðru móti fyrir að geta los-
að menninguna við frákast og komið
því aftur í gagn án eyðslu eða
brennslu. Vísir að slíku er víða kom-
inn í Evrópu.
Einna lengst er þessi náttúravin-
samlegi hugsunarháttur kominn í
Hollandi og Danmörku. En hvað
skyldi vera langt í að landsfeðumir
hér á landi færu að hugsa í slíkum
raunveralega vistvænum hugsunum?
Er það nema von að venjuleg^i fólki
stórlega sárni þegar það fær svona
menningarkjaftshögg í andlitið eins
og því er trakterað hjá þessu nýlega
en í raun löngu úrelta fyrirtæki
Sorpu.
Okkur er skömm að Sorpu í
dag
Nei, okkur höfuðborgarbúum er
sannkölluð skömm að hafa komið
upp annarri eins fáránleikastofnun
og þessari svokallaðri Sorpu, þ.e.
þessu samlagsfyrirtæki sem þessi
algjörlega veraleikafírrti Ögmundur
stjórnar með dyggri aðstoð starfs-
manna sinna og annarra ábyrgra
aðila sem teljast í stjóm þess.
Þessari verðmætatortímingu verð-
ur að breyta og það ekki seinna en
strax. Það skyldu allir ábyrgir sveit-
arstjómarmenn höfuðborgarsvæðis-
ins og aðrir Guðfeður þessa óhapp-
akróa gera sér sem fyrst ljóst. Þó
það kosti einhvem pening í byijun.
Höfundur er nemi í Háskóla
íslands.