Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
Vel viðrar á fjallmenn
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
NÚ standa yfir göngur og réttir víða um land og hafa fjallmenn víðast hvar um landið fengið mjög gott
veður. Myndin er tekin við Fosslæk, sem er einn áningastaður á Hrunamannaafrétti, á sunnudaginn. Kerl-
ingarfjöll skarta sínu fegursta í fjarska. Sennilega er þetta eini áningastaður leitarmanna á landinu þar
sem verið er í tjöldum. Réttað verður í Hrunarétt í dag.
VEÐUR
IDAG kl. 12.00
HeímiW: Veðurstofa Islands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 í g«er)
VEÐURHORFURIDAG, 16. SEPTEMBER
YFIRLIT: Milli Vestfjarða og Graenlands er 1.022 mb hæð, en yfir N-Evr-
ópu er víðáttumikil 989 mb lægð á leið norðaustur.
SPÁ: Breytiieg eða noröaustlæg átt, víðast gola. Skýjað að mestu og
sums staðar dálítil þokusúld, einkum við ströndina og að næturlagi um
landið norðan- og austanvert, en suðvestanlands verður fremur bjart
veður að deginum. Hiti verður 3 til 9 stig fyrir norðan og austan, en fer
víða yfir 10 stig suðvestanlands.
VEBURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á FÖSTUDAG, LAUGARDAG OG SUNNUDAG: Haeg austan-
átt sunnantil á landinu en hægviðri í öörum landshlutum. Lítils háttar
súid við suðaustur- og suðurströndina en víðast skýjað í öðrum lands-
hlutum. Einna helst má búast við bjartviöri vestanlands. Hiti 5 til 12 stig.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
o & •ó m Sunnan, 4 vindstig. Vindörin sýnir vindstefnu og fjaðrirnar vindstyrk,
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað heil fjöður er 2 vindstig..
/ / / * / * * * * • * 10° Hitastig
/ / / / / * / / * / * * * * * V V V V Súld J
Rigning Slydda Snjókoma Skúrir Slydduél El = Þoka ^
FÆRÐA VEGUM:
(Kl. 17.30igær)
Þjóðvegir landsins eru flestir í góðu ásigkomulagi og greiöfænr. Viða
er þó unniö að vegagerð og þurfa vegfarendur að haga akstri sam-
kvæmt merkingum þar. Hálendisvegir eru færir fjallabílum, Gæsavatna-
leið fær til austur frá Sprengisandi.
Upplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í sima 91-631500 og
ígrænni línu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VÍÐA
kl. 12.00 í gær
UM HEIM
að ísl. tíma
Akureyri Reykjavík hlti 5 11 veður alskýjað þokumóða
Björgvin 12 hálfskýjað
Helslnkl 8 skýjað
Kaupmannahöfn 9 rign.ásfð.kfst.
Narssarssuaq 4 þokafgrennd
Nuuk 6 rign.ásíð.klst.
Ósló 10 skýjað
Stokkhólmur 7 rigning
Þórshöfn 8 hálfskýjað
Algarve 23 léttskýjað
Amsterdam 16 skýjað
Barceiona 28 léttskýjeð
Berlín 17 skýjað
Chicago 11 alskýjað
Feneyjar 22 léttskýjað
Frankfurt 16 skýjað
Glasgow 12 skýjað
Hamborg 13 rigning
London 16 skýjað
Los Angeles 18 skýjað
Lúxemborg vantar
Madrid 19 skýjað
Malaga 28 léttskýjað
Mallorca 26 hálfskýjað
Montreal 25 skýjað
NewYork 23 léttskýjað
Orlando 23 skýjað
Parfs 15 rign.ásfð.kist.
Madeira 24 léttakýjað
Róm 25 hólfskýjað
V(n 21 skýjað
Washington 23 mistur
Winnipeg 3 8kýjað
Nýtt gjaldsvæði hjá bílastæðasjóði
Kostar 2.000 krón-
ur á mánuði fyrir
220 vinnudaga á ári
BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka upp nýtt gjaldsvæði á miða-
mælum bílastæðasjóðs, sem er ódýrara en önnur gjaldskyld bíla-
stæði fyrir langtímanotendur. Miðast gjaldið við 40 krónur fyrstu
tvær klst. og lækkar þá í 15 krónur fyrir hveija klst. eftir það.
Kostnaður er að meðaltali 2.000 krónur á mánuði ef stæðið er notað
allan gjaldtökutímann í 220 vinnudaga á ári.
í tillögxinni er Iagt til að nýja
gjaldsvæðið verði á bílastæðunum
við Landakotstún, Tryggvagötu 13,
Ingólfsgarði og Skúlagötu 4 til 6
auk stæða við Geirsgötu eða á sam-
tals 459 stæðum.
Gjald í miðamæla er nú 60 krón-
ur á klst. á mælum miðsvæðis en
40 krónur á klst. á svæði nær jöðr-
um gjaldtökusvæðis.
Greiðslukort bílastæðasjóðs
Bent er á greiðslukort bílastæða-
sjóðs sem miðasjálfsalar geta lesið
og seld eru hlaðin með fyrirfram
ákveðinni upphæð. Þá hafa miða-
mælar þann kost að einungis er
greitt fyrir þá daga sem stæðin eru
notuð en með fastri leigu stæða er
greitt mánaðarlega ákveðið gjald,
samanber bílastæðahús. Miðað við
skammtímadvöl er veittur góður
afsláttur og unnt er að velja á milli
mismunandi stæða frá degi til dags.
Gert er ráð fyrir að miðamælar
verði teknir í notkun á stæði á
Miðbakka norðan Geirsgötu þegar
Geirsgata verður að fullu opnuð
fyrir umferð. Þá er gert ráð fyrir
miðamælum til bráðabirgða á lóð
SVR-húss við Geirsgötu austan
Pósthússtrætis.
Við gerð Geirsgötu hverfa úr
notkun mörg ókeypis bílastæði og
hefur verið stefnt að því að geta
boðið þeim sem starfa í miðborginni
bílastæði á viðráðanlegu verði, seg-
ir í umsögn Stefáns Haraldssonar,
framkvæmdastjóra bílastæðasjóðs.
Tryggingaráð um starf forstjóra
Fimm umsækjend-
ur taldir hæfir
Meirihluti tryggingaráðs telur fimm umsækjendur um stöðu
forsljóra Tryggingastofnunar hæfa til að gegna starfinu. Alls
sóttu 13 um stöðuna sem heilbrigðisráðherra veitir.
Þeir umsækjendur sem meiri-
hluti tryggingaráðs mælti með eru
Hilmar Björgvinsson deildarstjóri,
Jón Sæmundur Sigutjónsson hag-
fræðingur, Karl Steinar Guðnason
alþingismaður, Kristján Guðjóns-
son deildarstjóri og Pétur H. Blön-
dal tryggingastærðfræðingur.
Meirihluta ráðsins skipuðu Bene-
dikt Jóhannsson, Bolli Héðinsson,
Sólveig Pétursdóttir og Valgerður
Gunnarsdóttir.
Sigríður Lillý Baldursdóttir skil-
aði séráliti þar sem hún telur að
Jón Sæmundur Sigurjónsson,
Kristján Guðjónsson, Ólína Torfa-
dóttir hjúkrunarforstjóri og Pétur
H. Blöndal uppfylli best þau skil-
yrði sem ráðið hafi sett við mat á
umsækjendum.
Engin skilyrði sett
í bréfi tryggingaráðs til heil-
brigðisráðherra, þar sem skýrt er
frá niðurstöðu ráðsins, kemur
fram, að engin sérstök skilyrði um
hæfni hafi verið sett við auglýsingu
stöðunnar eða starfslýsing á emb-
ætti forstjóra. Við umfjöllun sína
hafi ráðið lagt áherslu á menntun,
starfsferil og reynslu, stjórnun og
félagsstörf en fleiri atriði hafi einn-
ig komið til athugunar.
♦ ♦ ♦
ASI mótmæl-
ir gjaldtöku
í heilbrigð-
iskerfinu
MIÐSTJÓRN Alþýðusambands
íslands sendi í gær frá sér álykt-
un þar sem mótmælt er harðlega
öllum áformum ríkisstjórnarinn-
ar um að selja aðgang að heil-
brigðiskerfi landsmanna.
„Gjaldtaka með þessum hætti
bitnar þyngst á þeim sem minnst
mega sín. Kostnaði í heilbrigðis-
kerfínu verður að mæta með al-
mennri skattheimtu," segir í álykt-
un miðstjórnar ASÍ.
Fyrsta leiguflugið til Evrópu frá Egilsstöðum
íslandsflug sækir
áhöfn Otto Wathne
FYRSTA leiguflugið til Evrópu frá hinum nýja flugvelli á Egilsstöð-
um verður í dag er Dornier-vél íslandsflugs heldur til Hull að sækja
áhöfnina á Otto Wathne. Að sögn Sigfúsar Sigfússonar markaðs-
stjóra íslandsflugs var ákveðið að selja laus sæti á leiðinni út á 10.000
kr. og er vélin fullbókuð.
Vélin mun fara í hefðbundið áætl-
unarflug frá Reykjavík til Egilsstaða
um hádegisbilið í dag en síðan áfram
til flugvallar í grennd við Hull. Sext-
án manna áhöfn Otto Wathne verður
tekin þar um borð og flogið heim.
Ahöfnin verður hérlendis í fjóra daga
en flýgur svo utan aftur með íslands-
flugi og þeir farþegar sem keyptu
sæti út koma heim aftur.
Að sögn Sigfúsar er áformað að
I
I
I
jl
I
Dornier-vélin lendi um miðnætur-
leytið á Egilsstöðum með farþegana
frá Hull eftir ljóra dag og hún er
svo tóm á leiðinni frá Egilsstöðum
til Reykjavíkur. Sigfús segir að
ákveðið hafi verið að selja sæti í
henni í þetta miðnæturflug til
Reykjavíkur á 2.000 krónur ef ein-
hver hefur áhuga á að notfæra sér
það.