Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 16

Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 h AF INNLENDUM VETTVANGI PÉTUR GUNNARSSON Ekkert fyrirtæki hefur hlotíð jafn- mikla fyrirgreiðslu og Miklilax Fyrirtækið hafði um tíma rúm 20% af eigin fé Byggðastofnunar að láni EKKERT fyrirtæki hefur hlotið jafnmikla fyrirgreiðslu hjá Byggðastofnun og fiskeldisfyrirtækið Miklilax, sem um 80 ein- staklingar og fyrirtæki, langflestir á Norðvesturlandi, stofnuðu með 20 milljóna króna hlutafé árið 1986 í því skyni að reisa seiða- eldisstöð. Fyrirtækið rekur nú matfiskeldi, veitir 14 manns at- vinnu, hafði 71 milljón króna í tekjur í fyrra en bar þá rekstrar- gjöld upp á 145 milljónir króna. Skuldir fyrirtækisins við Byggða- stofnun stóðu í 562 milljónum króna um síðustu áramót en heildar- skuldir voru um 800 milljónir. í árslok 1990 voru samskipti fyrir- tækisins við Byggðastofnun komin í þann farveg að 1989 námu skuldir Miklalax um 23% af eigin fé Byggðastofnunar. Síðan hefur eigið fé stofnunarinnar rýrnað og er nú um einn milljarð- ur. Stóran hluta þeirrar rýrnunar má væntanlega skýra með því að kröfur stofnunarinnar á hendur Miklalaxi hafa verið afskrifað- ar að öðru leyti en því að 80 milljónir standa á biðreikningi. Eins og fram kom í Morgunblað- inu í gær undirbýr fyrirtækið nú nauðasamningsfrumvarp þar sem væntanlega verður m.a. farið fram á eftirgjöf á þeim 80 milljónum af skuldinni við Byggðastofnun sem eftir er að afskrifa, að því er Brynj- ar Níelsson hdl., sem hefur umsjón með nauðasamningsumleitununum í umboði Héraðsdóms Norðurlands vestra, sagði í Morgunblaðinu í gær. Hvemig hefur það getað gerst að Byggðastofnun hefur varið svo miklu fé í að byggja upp fyrirtæki - sem hefur svo litlar tekjur og stend- ur svo veikum fótum þrátt fyrir þessa'miklu aðstoð? Ýmsir kunna að staidra við þá staðreynd að frá stofnun Miklalax hafa lengst af tveir — en þetta kjörtímabil þrír — þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra setið í stjóm Byggðastofn- unar en Guðmundur Malmquist, forstjóri Byggðastofnunar, neitar því að í þeim hópi eða meðal stjómarmanna Byggðastofnunar sé að fínna sökudólga vegna þess taps sem þama hefur orðið og skattgreiðendur munu krafðir um skil á. Miklilax var fyrsta fiskeldisfyr- irtækið sem fékk fyrirgreiðslu í Byggðastofnun, þá vegna upp- byggingar seiðaeldisstöðvar en Miklilax er eitt þeirra fyrirtækja sem hugðu á seiðaeldi fyrir Ir- lands- og Noregsmarkað. Lokun þeirra markaða var gífurlegt áfall í greininni hér á landi en í hana höfðu þá verið lagðar 800 milljóna króna fjárfestingar. í samtali Morgunblaðsins við Guðmund Malmquist kom fram að þegar fyrir lá árið 1988 að forsend- ur um uppbyggingu seiðaeldis í landinu væru brostnar hafi verið ákveðið að frumkvæði þáverandi ríkisstjómar að útvega erlent lánsfé til þess að stuðla að upp- byggingu matfiskseldis; koma þeim seiðum sem framleidd höfðu verið í landinu í matfiskeldi og forðast þá niðurstöðu að allar þær fjárfest- ingar sem fram að því hafði verið ráðist í við uppbyggingu fiskeldis í landinu stæðu ónýtar. Vantaði alltaf krónu í viðbót Á þeim tíma hafði Miklilax feng- ið að láni 200 milljónir króna hjá Byggðastofnun og ferli fyrirtækis- ins hjá Byggðastofnun eftir að fyrr- greind ákvörðun hafði verið tekin og fram til ársins 1991 lýsir Guð- mundur Malmquist svo: „Þá var kannski lagt af stað meira af kappi en forsjá og svo vantaði alltaf krónu í viðbót." Byggðastofnun hefur útvegað lánsfé til að standa straum af mest- allri uppbyggingu fyrirtækisins auk þess að hafa lagt fram 24 milljónir af 103 milljóna króna hlutafé fyrirtækisins en það hefur nú verið afskrifað. Málefni Miklalax komu síðast til kasta stjómar Byggðastofnunar að sögn Guðmundar árið 1991. í upp- hafi ársins hafði Guðmundur Malmquist lýst því yfir í Morgun- blaðinu að fyrirtækið væri í gjör- gæslu Byggðastofnunar og um haustið ákvað stjóm stofnunarinn- ar að veita Miklalaxi 113 milljóna króna styrk til rekstrar og til að ljúka ákveðnum framkvæmdum. Þessi ákvörðun var tekin þrátt fyrir að ríkisstjómin hefði ákveðið að veija ekki frekari fjármunum það árið til fískeldis. Guðmundur Malmquist sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta mál hafi verið rætt í þaula innan stjóm- ar stofnunarinnar. „Menn horfðu fram á að þessar byggingar og allt það sem búið var að byggja upp yrði að engu og menn sætu uppi með skaðann einan en hins vegar að ef litlu væri bætt við og ef tækist að hækka hitastigið þá ætti fyrirtækið möguleika á að verða rekstrarhæft." Borað eftir heitu vatni Þær framkvæmdir sem málið snerist um og Guðmundur vísar til voru fyrst og fremst við borun eft- ir heitu vatni á staðnum. Á þessum tíma hafði loks tekist að finna heitt vatn á staðnum sem gefur nú um 20-30 sekúndulítra af 70 gráðu heitu vatni. Heita vatnið var talið gjörbreyta rekstrarskilyrðum til hins betra og hafði verið ein þeirra forsendna fyrir rekstrinum sem ekki stóðust í byijun. Með auknum hita var talið að forða mætti því að öll sú íjárfesting sem þama hafði átt sér stað yrði afskrifuð sem dauðadæmd. Engar reglur um hámarksviðskipti Guðmundur Malmquist var spurður hvort það væri ekki óveij- andi að Byggðastofnun hefði meira en 20% af eigin fé sínu bundin í fyrirtæki á borð við Miklalax og hvort ekki ættu sömu eða svipaðar viðmiðanir að gilda um hámark viðskipta við einstaka aðila og í bankakerfinu. Hann sagði að starf- semi stofnunarinnar væri ekki sam- bærileg við bankastofnun. Byggða- stofnun væri gert að einbeita sér að nýjungum í atvinnulífinu, sem fylgdi meiri áhætta en banka- rekstri og til þess hefði hún fengið framlög á íjárlögum. Viðskiptavinir stofnunarinnar þyrftu ekki að upp- fylla sömu arðsemiskröfur og í bankakerfinu. Guðmundur sagði að á þessum tíma hefðu engar regl- ur verið í gildi sem takmarkað hefðu viðskipti stofnunarinnar við einstaka aðila, fyrir utan þau al- mennu sjónarmið að geyma ekki öll eggin í sömu körfu. Fyrst árið 1992 hefði komið í reglugerð um Byggðastofnun ákvæði um að stofnuninni væri skylt að varðveita eigið fé sitt. Stjóm Byggðastofnunar er skip- uð sjö mönnum og í núverandi stjóm em sex alþingismenn, þeir Matthías Bjarnason, Egill Jónsson, Ólafur Þ. Þórðarson, Ragnar Arn- alds, Stefán Guðmundsson og Pálmi Jónsson. Þrír þeir síðast- nefndu em úr Norðurlandskjör- dæmi vestra en Pálmi tók þó sæti í stjóminni á þessu kjörtímabili. Aðspurður um áhrif pólitískra sjón- armiða á þær ákvarðanir sem tekn- ar hefðu verið innan stofnunarinn- ar um málefni Miklalax og eins almennt vildi Guðmundur ekki fjöl- yrða um þá hluti, sagðist ekki vilja ræða samskipti sín við þessa yfir- menn sína. I máli hans kom þó skýrt fram að hann teldi ekki unnt að fella sérstaka ábyrgð vegna þessa máls á herðar stjórnarmanna úr viðkomandi kjördæmi því til grundvallar ákvörðunum í málinu á hverjum tíma hefði legið ítarleg könnun og umræða innan stofn- unarinnar. Tel ekki áhuga á afskiptum En hver verður nú afstaða Byggðastofnunar við tilmælum sem líklega eru væntanleg frá Miklalaxi um eftirgjöf á stærstum hluta 80 milljónanna sem enn er eftir að afskrifa af framlagi Byggðastofnunar til fyrirtækisins? „Eg hef ekki séð þessar hug- myndir fyrr en í Morgunblaðinu [í gær] en ef til þess kemur að stöð- in gengur upp á annað borð þá held ég að ekki sé út af fyrir sig í of mikið lagt að hún borgi til baka grunnstofnkostnað upp á 100 millj- ónir,“ sagði Guðmundur. Hann kvaðst ekki telja að í stjóm stofn- unarinnar væri mikill vilji til að hafa frekari afskipti af rekstri þessa fyrirtækis en sagði að beiðn- in yrði tekin á dagskrá þegar og ef hún bærist. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra um skinknmálifi Telur reglugerð landbúnað- arráðherra vera lögleysu JÓN Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og starfandi viðskipta- ráðherra, telur reglugerð Halldórs Blöndals landbúnaðarráðherra vera lögleysu, þar sem þar séu lagðar hömlur á innflutning iðnaðar- vara úr landbúnaðarhráefnum, sem falli undir viðskiptaráðuneyti og sé hcimill samkvæmt EES-samningnum. Jón Baldvin telur að embætti rikislögmanns sé óþarft, fyrst það hafi ekki getað látið sér í té lögfræð- íálit um lögmæti innflutnings á s' „Ég hef litið svo á að embætti ríkislögmanns væri sjálfstæð og ópólitísk stofnun, en synjun þess í tvígang um álitsgerð um Iögmæti innflutnings á svínakjöti, og túlkun á valdsviði embættisins sjálfs, virðist mér hins vegar vera pólitísk ákvörð- un,“ sagði Jón Baldvin í samtali við Morgunblaðið. „Ríkislögmaður ber fyrst og fremst við þagnarkvöð að beiðni fjármálaráðherra, vegna for- ræðisdeilu landbúnaðar- og Qármála- ráðuneytis. Ég er að spyija annars vegar um lögmæti innflutnings, af því að ég vil fá réttaróvissu eytt, og í annan stað um forræði ráðuneyta. Að sjálfsögðu hefði ríkislögmaður getað veitt umbeðið álit, en jafnframt óskað þess að farið yrði með það sem trúnaðarmál, ef hann teldi að birting þess gæti haft neikvæð áhrif á hags- muni ríkissjóðs í væntanlegu dóms- máli. Að sjálfsögðu hefðum við orðið við þeirri beiðni.“ Hefði getað hindrað að mál færi til dómstóla Jón Baldvin sagði að vegna þess að ríkislögmaður vísaði til þagnar- kvaðar, sæi hann sjálfur ekki tilefni til að birta bréf það, sem ríkislögmað- ur sendi honum í fyrradag. „Ég árétta þó að túlkun ríkislögmanns á valdsviði sínu er að mínu mati ekki í samræmi við tilgang og aðdraganda laganna, samanber þau sjónarmið, sem sett voru fram af ráðherra við setningu þeirra. Ég hefði talið það frumskyldu ríkislögmanns, eins og annarra lögmanna, að leggja sitt af mörkum til að eyða réttaróvissu og gefa álit, sem gæti þýtt að ekki yrði leitað atbeina dómstóla. Ég tel mig ekki þurfa að fá ábendingu frá hon- um um það að dómstólar hljóti að lokum að skera úr þeim ágreiningi, sem ekki verður eytt með öðrum hætti. Það er sjálfgefið. Það hefði þó átt að verða síðasta úrræðið,“ sagði Jón Baldvin. Hann sagði að tilgangur viðskipta- ráðuneytisins með því að leita eftir áliti ríkislögmanns hefði verið að fá upplýsingar um réttarstöðu aðila, sem hugsanlega hefði getað leitt til þess að málið færi ekki fyrir dóm- stóla. Enn lægi ekki fyrir ákvörðun um að láta dómstóla skera úr. „Ef ríkislögmaður er því aðeins tilbúinn að veita álit, að fyrir liggi að ekki sé uppi ágreiningur, þá verð- , ur væntanlega aldrei til hans leitað. Ef uppi eru álitamál, þá hefur vænt- anlega enginn þörf fyrir hann. Mér sýnist þetta þess vegna að lokum vera orðið að röksemdum sem hitta fyrir embættið sjálft — til hvers höf- um við það?“ sagði Jón Baldvin. Réynt að ná samkomulagi um reglugerð Aðspurður hvað viðskiptaráðu- neytið hygðist aðhafást frekar í málinu, sagði Jón Baldvin: „Áður en málin fara fyrir dómstóla mun ég freista þess að fá um það pólitískt samkomulag að leiðréttir verði þeir þættir í reglugerð landbúnaðarráð- hérra [um takmörkun á innflutningi landbúnaðarvara], sem að mínu mati taka út yfir allan þjófabálk, þ.e. taka til iðnaðarvarnings úr iðnaðarhráefn- um, sem ég taldi ágreiningslaust orðið að heyrði undir engum kring- umstæðum undir landbúnaðarvörur. Landbúnaðarráðherra hefur tekið sér vald, sem er umfram það sem hann getur með nokkru móti réttlætt út frá búvöruiögum. Þar á ég við tak- markanir á innflutningi vara á borð við smjörlíki, sveppi í dósum og fleira. Ef menn vildu sýna lágmarkssann- girni í málinu væri þess kostur að leiðrétta slíkt, áður en hagsmunaaðil- ar láta reyna á reglugerðina sjálfa fyrir dómi.“ Landbúnaðarkerfið í dauðateygjum Jón Baldvin sagði að dagur kæmi eftir þennan dag. GATT-samningar væru á lokastigi. „Ýmis grundvall- aratriði þessarar sérstæðu búvöru- löggjafar okkar eru nú þegar brot á GATT-reglum og munu ekki stand- ast þær reglur, sem taka við þegar Úrúgvæ-lotunni lýkur,“ sagði hann. „Innflutningsbann stenzt ekki GATT-reglur, og framkvæmd á töku jöfnunargjalda og álagning fóður- gjalda stenzt þær ekki heldur. Dagar þessa kerfís eru taldir, en fjörbrotin ætla að verða heldur hvimleið og ósnyrtileg, að svo miklu leyti sem varðar grundvallarreglur í réttarríki. Ég rengi rétt landbúnaðarráðherra til að setja þessa reglugerð á grund- velli búvörulaga og það er mat lög- fræðinga utanríkisviðskiptaráðu- neytisins og viðskiptaráðuneytisins að hún standist ekki. Það er svo hagsmunaaðila, sem hafa orðið fyrir barðinu á þessu, að leita réttar síns fyrir dómstólum, úr því að ekki fæst lausn án þess að til þeirra sé leitað." Morgunblaðið/Þorkell Hrossin rekin HROSSIN eru rekin í Skrapa tungurétt í mynni Laxárdals um 12 km frá Blönduósi. Hrossasmölun í Aust- ur-Húnavatnssýslu Ennnokkur pláss laus ALMENNINGI gefst kostur á að taka þátt í hrossasmölun á Laxárdal í Austur-Húnavatns- sýslu um helgina og er enn hægt að bæta við fólki. Ferða- málafélagið og bændur í sýsl- unni hafa boðið almenningi að taka þátt í smöluninni þijú und- anfarin haust. Lagt verður upp um níu leytið á laugardagsmorgun og riðið' á móti gangnamönnum og aðstoðað við reksturinn. Um kvöldið verður sameiginlegur kvöldverður á Hótel Blönduósi og dansleikur að því loknu á sama stað. Réttarstörf hefjast um tíu leytið og verður gestum gefínn kostur á að taka þátt í þeim. » i i » i: i i f i [ l l f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.