Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
17
Siðfræði náttúrunnar
Yiðamikil ráðstefna
um umhverfismál
NÁTTÚRUSÝN kallast ráðstefna um siðfræði náttúrunnar sem hald-
in verður á vegum Siðfræðistofnunar Háskóla íslands um helgina.
Fjallað verður um efnið frá fjórum sjónarhólum; Náttúra og sið-
ferði, Náttúra og listir, Náttúra og vísindi og Náttúra og trú. Flutt-
ir verða rúmlega tuttugu fyrirlestrar á tveimur dögum og er þetta
einhver viðamesta ráðstefna um
verið hérlendis.
Ráðstefnan verður í sal 3 í Há-
skólabíói og stendur frá 9-16 laug-
ardag og sunnudag. Reyndar mun
Frakkinn Francois Terrason flytja
fyrirlestur um tengt efni á kl. 17 á
morgun föstudag í stofu 101 í Odda
og nefnist hann Óttinn við náttúr-
una. Terrason er sérfræðingur við
náttúrúsögusafnið í París. Fyrirles-
arar á laugardag eru þessir og er
heiti erindis innan sviga: Páll Skúla-
son (Maðurinn í spegli náttúrunnar),
Sigrún Helgadóttir (Kvenlæg vist-
fræði), Þorsteinn Hilmarsson (Þekk-
ing og siðfræði í umgengni við nátt-
úruna), Jórunn Sörensen (Dýrin -
hluti lifandi náttúru íslands), Stefán
Bergmann (Umhverfismenntun og
Fundur um
skylduaðild
VAKA, félag lýðræðissinnaðra
stúdenta, heldur fund í Odda,
stofu 101, á morgun, föstudaginn
17. september.
Umræðuefnið er skylduað-
ild/fijáls aðild að félögum og sam-
tökum. Gestir fundarins verða Ög-
mundur Jónasson, formaður BSRB,
og Gunnar Jóhann Birgisson lög-
fræðingur. Fundurinn hefst kl. 12
á hádegi og eru allir velkomnir.
umhverfismál sem haldin hefur
siðfræði í skólum), Björn Guðbrand-
ur Jónsson (Umhverfismál sem meg-
inatriði ákvarðanatöku í lýðræðis-
samfélagi), Guðrún Nordal (Náttúr-
an í skáldskapnum), Gunnar J. Árna-
son (Heimurinn án mannsins. Nátt-
úra í myndlist og myndlist í náttúr-
unni), Ólafur Halldórsson (Umhverf-
ishyggja og mannhyggja — tvenns
konar náttúrusýn), Ólafur J. Engil-
bertsson (Náttúran í list Bólu-Hjálm-
ars, Sölva Helgasonar, ísleifs Konr-
áðssonar og Grímu), Ingólfur Á Jó-
hannesson (Innra eðli náttúrunnar —
hvað er nú það? Gagnrýni á róman-
tískar hugmyndir um náttúru og
útivist), Þorvarður Árnason (Kvika
— um lifandi og lífvana náttúru.)
Þessir tala á sunnudag: Arnþór
Garðarsson (Mannskepnan og nátt-
úran), Guðmundur Sigvaldason
(Náttúrusýn jarðfræðings), Skúli
Skúlason (Sköpun veruleika), Ari
Trausti Guðmundsson (Náttúruvís-
indi og almenningur), Skúli Sigurðs-
son (Hliðstæður, samlíkingar og
myndhvörf náttúrunnar), María Ág-
ústsdóttir („Hyggið að liljum vallar-
ins“ — af skynjun manns í sköpun
guðs), Bolli Gústavsson (Er trúin á
ógæfuna íslensk þjóðtrú?), Sigurður
Árni Þórðarson („Allt eins og blóm-
strið eina“), Mikael Karlsson (Nátt-
úran sem skepna) og Bjöm Björns-
son (Maðurinn í gagnvirkum tengsl-
um við náttúruna).
Morgunblaðið/Guðjón Guðmundsson
„Litli refurinn“
RENAULT Twingo hefur notið mikillar hylli í Evrópu en hann
er væntanlegur til íslands um miðjan október.
HANN er rúmgóður að innan og sætin eru þægileg.
Litli ref-
urinn
Renault
Twingo
EINN þeirra smábíla sem vakti
verulega athygli sýningargesta
á alþjóðlegu bílasýningunni í
Frankfurt var Iitli „refurinn",
Renault Twingo. Bíllinn er æði
sérstakur útlits og líkist eigin-
lega ekki öðrum bílum í sama
stærðarflokki en gífurleg eftir-
spurn hefur verið eftir bílnum í
Evrópu frá því hann kom á
markað þar í byijun árs og verk-
smiðjurnar hafa aukið fram-
leiðsluna úr 800 bílum á dag upp
í 1.800. Twingo kemur til íslands
um miðjan október og kostar
hann á bilinu 800-850 þúsund kr.
Áætlað hafði verið að Belgíu-
markaður einn tæki 3 þúsund Re-
nault Twingo á þessu ári en fyrstu
helgina sem hann var kynntur þar
seldust 1.700 bílar. Twingo er
minnsti bíllinn í Renault-fjölskyld-
unni, minni og ódýrari en Renauit
Clio og gerður fyrir arnian kaup-
endahóp.
Twingo er 3,43 metra langur og
1,63 metrar á breidd. Hann er með
1,2 lítra, 55 hestafla vél sem dugar
þessum litla skrokki mjög vel og
hann er fljótur upp. Hámarkshraði
er hins vegar aðeins 150 km á klst.
Bíllinn er ekki byggður á öðrum
gerðum Renault bíla, hvorki Re-
nault 5 né Clio heldur hefur hann
verið sérhannaður alveg frá fyrstu
strokum. Þrátt fyrir smæð sína er
Twingo merkilega rúmgóður að
innan og fer vel um ökumann og
farþega í sérhönnuðum sætunum.
FERÐATILBOÐ í VIKU # FERÐATILBOÐ í VIKU & FERÐATILBOÐ í VIKU $ FERÐATILBOÐ í VIKU
Nú færðu ofángreindar vörur á einstöku ferðatilboði ( viku,frá fimmtudegi til miðvikudags. Lyftu þér nú upp og nýttu þér
ferðatilboð í verslunum Hagkaups í vikunni. Ef Hagkaup er
ekki í byggðarlaginu þá er hægt að notfæra sér þjónustu
Póstverslunar Hagkaups, grænt símanúmer 99 66 80.
Tilboðið gildir á meðan birgðir endast.
HAGKAUP
- allt í einni ferð
Taktu
Fcrdatilboó
1.493,-
Feróatilboð
1.29,y
Barnngallabuxttr
"nliii I ??r
Ferðatilboó
1.495,
1.995
Dömiiboliir
hnepptnr
Am
Dömubolur
meó rennilás
■Amu 2.V7TT-
Dömnbolnr
rúllnkraga
2.órr-
Ferðatilboð
Nýtt kortatimabil