Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 20

Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 Bjóða saumaskapinn ókeypis ef efnið er keypt hjá þeim STARFSSTÚLKUR Saumasporsins i Kópavogi eru önnum kafnar við afgreiðslu ella silja þær við saumavélarnar og sauma í gríð og erg; vöggusett, joggingboli, úlpur, barnakjóia og sitthvað fleira. Framleiðsluna hafa þær til sýnis í versluninni og bjóða hana til kaups á því verði sem efnið kostar. _ ^ í Saumasporinu fæst allt til ur á börn og unglinga. Efni í VI ■gj sauma; saumavélar, gínur, ■D efni, rennilásar, tvinni, tölur, CL snið, saumablöð og ýmis Shandavinna. „Auk mín vinna hérna fjórar stúlkur og allar höfum við óskaplega gaman af að sauma og leiðbeina við- skiptavinum okkar um það er varðar saumaskap. Við kappkostum að gefa vjð- skiptavinum góðan tíma. Við hvetjum fólk til að spara og sauma sjálft og ef einhver lendir í ógöngum í miðju kafi reynum við að aðstoða. Hérna eru saumavélar og allt til alls svo við getum lagað það sem fer úrskeiðis. Það er alveg óhætt að koma með börn þvi við höfum sjónvarp og myndband þeim til afþreyingar," segir Ema Helga- dóttir annar eigandi verslunarinn- ar. Erna og eiginmaður hennar, Halldór Valgeirsson endurskoð- andi, byijuðu fyrir níu árum að flytja inn saumavélar. Umsvifín jukust og ári síðar opnuðu þau Saumasporið. Ema sér um rekstur en Halldór um bókhaldið. Aðspurð segir Ema að sauma- þjónustan sé ekki stærsti liðurinn. „Við gerum þetta mest okkur til ánægju, prófum okkur áfram og fínnst spennandi að sjá hvemig fólki líst á framleiðsluna. Þetta er engin klæðskeraþjónusta, því við saumum aðallega einfaldan fatnað og eingöngu úr efnum frá okkur. Ef um flókin snið er að ræða bjóð- um við aðstoð. í sumar höfðum við varla undan að sauma útvíðar bux- minnstu buxumar kostaði 1.000 kr. og tilbúnar kostuðu þær það sama. Mér finnst konur hafa meiri áhuga á að sauma en áður og oft vilja þær fremur sprejTa sig sjálfar heldur en kaupa tilbúnar flíkur hjá okkur á sama verði.“ Þeir sem kaupa saumavélar hjá Saumaspor- inu geta alltaf komið og fengið ókeypis kennslu, jafnvel mörgum árum eftir að vélarnar vom keypt- ar. Erna segir að þjónusta af þessu tagi margborgi sig, sérstaklega vegna ánægjunnar. „Við höfum Morgunblaðið/SVE Erna Helgadóttir fremst til hægri ásamt starfsfólki sínu. Dömu- og herrasaumagínur. okkar föstu viðskiptavini og sífellt bætast fleiri við.“ Saumagínur Margir sem sauma kannast við ýmis vandkvæði við að fá sniðin til að passa. Númer 38 passar e.t.v. að öllu leyti nema yfir bijóstin. í Saumasporinu fást þijár gerðir af saumagínum. Hveija gínu er hægt að stilla í íjórar stærðir og er þá hægt að hafa hlutföllin eins og hveijum hentar, t.d. mjaðma- og axlamál nr. 38 en bijóstamál nr. 42. „Hægt er að stilla gínuna ná- kvæmlega samkvæmt eigin vaxtar- lagi. Gínumar kosta rúmlega sext- án þúsund," segir Ema. ■ @#A barnaföt + verð = mrnm Kaup Berið saman verð og gæði. Útkoman er einföla - kaupin gerast ekki betri! Nokkur dæmi um verð: GaUabuxur Gallaúlpur Leggings Náttföt Regnföt Úipur kr. kr. kr. kr. kr. kr. 990 1.990 890 790 1.890 2.990 Borgar BORN Laugavegi 20, sími 25040. Opið kl. 10-18 virka daga, kl. 10-19 föstudaga, kl. 10-16 laugardaga. Fóiraðar ralla-smekkbuxur kr. 1.690 Ungbamafatnaöur (100% bimull) h. 390-790 A Sokkarkr. 180 FóSraiar gallabuxur kr. 1.590 hvítlauksseyði virðist hafa bætandi áhrif á heilsuna GÖMUL alþýðufræði segja að hvítlaukur búi yfir miklum krafti og hafi bætandi áhrif á heilsuna. Á síðustu árum hafa augu vísindamanna beinst í auknum mæli að rannsóknum á áhrifamætti hvítlauks og ný- lega kom út bókin Hollusta hvítiauks eftir dr. Benjamin Lau lækni og prófessor við læknaháskólann i Loma Linda í Kaliforníu. 621, í bókinni er sagt frá rann- sóknum dr. Benjamins og S5 samstarfsmanna hans, m.a. á JJJ sveppahamlandi áhrifum hvítlauks. Seyði úr Sehilling- hvítlauksdufi reyndist stöðva vöxt þruskusvepps, Candida albicans og „kaldþroskaður" hvítlaukur stuðl- aði að fækkun örvera í líkamanum og hjálpaði honum þ.a.l. að beijast gegn sýkingu. Jafnframt er greint frá rann- sóknum á áhrifum hvítlauks á streitu. Tilraunin var gerð á mús- um sem haldnar voru krabba- meini. Útbúin var streituvél til að framkalla streitu hjá dýrunum og voru tveir hópar músa notaðir við tilraunina. Annar hópur fékk 25 mg af hvít- lauksdufti en áð öðru leyti voru hóparnir fóðraðir á sama hátt. Á hveijum degi var framkölluð streita hjá dýrunum og að viku lið- inni reyndust streituhormónin barkasterar hjá „hvítlauksætun- um“ vera 20% af því magni sem fannst í samanburðarhópnum. Munur var á vexti og stærð æxla: „Æxiin stækkuðu talsvert hjá músum á hefðbundnu fæði, en æxli hvítlauksmúsana stækkuðu lítillega í fyrstu eða allt fram að þriðju viku, en síðan minnkuðu þau eilítið," segir í niðurlagi umfjöllun- ar í bókinni. í „Hollustu hvítlauks" eru einnig kaflar um kólesteról, vernd gegn men- gun í umhverfinu, geislun og krabbameini svo eitthvað sé nefnt. Bókin er í kilju og 32 síður að stærð. Bókaútgáfan Fræðslurit gefur bókina út en hana þýddi Hálfdan Ómar Hálfdan- arson líffræð- ingur. ■ Morgunblaðið/RAX Afskomar rósir á að setja í heitt vatn TIL að afskomar rósir lifi lengur heima hjá okkur, er best að setja þær í 35-40 gráðu heitt vatn. Garðyrkjustöðin í Fagrahvammi í Hveragerði hefur látið útbúa leið- beiningar um meðhöndlun rósa. Eru þær skráðar á spjöld sem sumar blómabúðir láta fylgja með rósavönd- um sem keyptir eru. Á spjaldinu kemur m.a. fram að gott sé að láta eina teskeið af borðediki og einn sykurmola í 35-40 gráðu vatn sem ætlað er rósunum. Að öðrum kosti má nota Crysal-næringu sem stund- um fylgir afskomum blómum. Þá er ráðlagt að skera 1 sentí- metra neðan af rósastilkum um leið og rósimar eru settar í vasa. Á spjaldinu segir: „Rósir þola ekki að standa í sól eða nálægt heitum ofni. Látið blómin standa á svölum stað yfir nóttina.“ ■

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.