Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 26
26
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER
27
JMrogitifltMiifrife
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Sameining
sveitarfélaga
í-íugmyndir, sém fram hafa
komið að undanförnu um
sameiningu sveitarfélaga, vekja
að vonum verulega athygli, ekki
sízt sú hugmynd, að sameina
Reykjavík, Seltjamarnes, Mos-
fellsbæ, Kjósarhrepp og Kjalar-
neshrepp í eitt sveitarfélag. Við-
brögð forystumanna einstakra
sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu, sem m.a. birtust hér í
blaðinu í gær, benda til þess að
skiptar skoðanir verði um þessar
tillögur.
Það er ekkert óeðlilegt að ræða
sameiningu sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu. Rök fyrir slíkri
sameiningu era til staðar ekkert
síður en á landsbyggðinni. Hins
vegar hefur sú tillaga, sem snýr
að Reykjavík og nágrannabyggð-
um hennar, vafalaust komið flest-
um á óvart. Ástæðan er sú, að
augljós rök era fyrir annars kon-
ar sameiningu á þessu svæði. Það
er að mörgu leyti rökrétt að sam-
eina Reykjavík, Seltjamames-
kaupstað og Kóþavog í eitt og
sama sveitarfélag. íbúar tveggja
síðastnefndu sveitarfélaganna
sælqa vinnu og margvíslega þjón-
ustu til Reykjavíkur. Kaupstað-
imir tveir era af svipaðri stærð
og einstök borgarhverfí í Reykja-
vík. Slfk sameining væri mjög
eðlileg.
Stundum geta sögulegar
ástæður valdið því, að sameining
sveitarfélaga liggi ekki beint við,
þótt efnisleg rök standi til þess.
Þannig má færa ákveðin rök fyr-
ir því, að Hafnarfjörður eigi sér
slíka sögu og forsendur fyrir
sjálfstæðri byggð að það sé ekk-
ert sjálfgefíð, að Hafnarfjörður
sameinist Reykjavík. Engin slík
rök eiga við um Kópavog. Þegar
byggðin í Kópavogi byijaði að
vaxa að ráði fyrir fjóram áratug-
um lýstu forystumenn sveitarfé-
lagsins vilja til sameiningar við
Reykjavík. Pólitískar forsendur
fyrir sameiningu þá vora ekki
fyrir hendi. Nú era aðstæður
aðrar og fjölmargt sem mælir
með sameiningu við Reykjavík.
Hið sama á í raun og vera við
um Seltjarnames. Hver era rökin
fyrir því að setja ekki fram slíka
tillögu?
Það getur vissulega haft
ákveðna þýðingu fyrir Reykjavík,
að Kjalarneshreppur og Kjósar-
hreppur sameinist höfuðborginni.
Reykjavík þarf á Iandi að halda
og slíkt land mundi höfuðborgin
fá með sameiningu við þessa tvo
sveitahreppi. Á móti kemur hitt,
að borgaryfirvöld í Reykjavík
þyrftu að huga að annars konar
hagsmunum en snúa að þeim nú.
Mundu átökin milli þéttbýlis-
hornsins á Suðvesturlandi og
landsbyggðarinnar endurspegl-
ast í nýju sveitarfélagi, sem yrði
til m.a. með sameiningu Reykja-
víkur og þessara tveggja hreppa?
Hvaða skuldbindingar er höfuð-
borgin að taka á sig gagnvart
því dreifbýli, sem skyndilega yrði
innan lögsagnaramdæmis henn-
ar? Þessum spurningum þarf að
svara. Það er ástæðulaust að
hafna þessari hugmynd fyrir-
fram, en áður en hægt er að
ætlast til að fólk í þessum sveitar-
félögum taki ákvörðun um slíka
sameiningu þurfa m'argvíslegar
upplýsingar að liggja fyrir.
Með sama hætti og sameining
Reykjavíkur, Kópavogs og Sel-
tjamamess virðist eðlileg ráð-
stöfun er alls ekki fráleitt að
Hafnarfjör'ður, Garðabær og
Bessastaðahreppur sameinist, en
nú liggja einungis fýrir tillögur
um sameiningu tveggja síðast-
nefndu sveitarfélaganna. Hvers
vegna ekki sameining þessara
þriggja sveitarfélaga? Auðvitað
má ræða sameiningu allra sveit-
arfélaganna á höfuðborgarsvæð-
inu en það er kannski of stórt
skref í einum áfanga. Auk þess
er gott að til staðar sé einhver
samkeppni á milli sveitarfélaga.
Sem dæmi má nefna, að það er
af hinu góða, að ákveðin sam-
keppni hefur skapast á milli
Reykjavíkurhafnar og Hafnar-
fjarðarhafnar. Það má setja
ákveðið spumingarmerki við
Mosfellsbæ. Mörg rök hníga að
því að sameining við Reykjavík
sé eðlileg en Mosfellsbær gæti
líka þjónað því hlutverki að verða
kjarninn í sveitarfélagi, sem hefði
innan sinna vébanda hreppana
tvo, Kjalamesshrepp og Kjósar-
hrepp.
Það er augljóst, að samruni
er að verða í margvíslegri þjón-
ustu á milli sveitarfélaganna á
höfuðborgarsvæðinu. Það er já-
kvæð þróun og hlýtur að stuðla
smátt og smátt að samrana sveit-
arfélaganna. Úr því að atkvæða-
greiðsla á að fara fram á annað
borð um sameiningu sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu væri
ekki úr vegi, að íbúar þessara
sveitarfélaga fengju að kjósa um
aðra valkosti, svo sem þá, sem
hér hafa verið nefndir. í raun og
vera væri skaði, ef íbúar Kópa-
vogs fengju ekki tækifæri til að
tjá sig um sameiningu við
Reykjavík og íbúar Hafnarfjarðar
um sameiningu við nágranna-
byggðir sínar.
Þær hugmyndir, sem settar
hafa verið fram um sameiningu
sveitarfélaga á höfuðborgar-
svæðinu, Suðurnesjum og víða
um land, verða áreiðanlega til
þess að hrista svolítið upp í fólki
og ýta undir það, að menn sjái
þróun þessara byggðarlaga frá
nýju sjónarhomi. Að því leyti til
eru þessar hugmyndir jákvæðar
og þess verðar að um þær verði
töluverðar umræður.
Fj ölmenni viðstatt opnun
gávarútvegssýningarinnar
ÞORSTEINN Pálsson sjávarút-
vegsráðherra opnaði Islensku
sjávarútvegssýningnna 1993 í
Laugardalshöll með viðhöfn í
gærmorgun að viðstöddu fjöi-
menni innlendra og erlendra
gesta. Meðal þeirra var forseti
Islands, frú Vigdís Finnbogadótt-
ir, sem gekk um sýningarsvæðið
að lokinni athöfn og kynnti sér
nýjungar á sviði sjávarútvegs.
Þetta er í fjórða skiptið sem ís-
lenska sjávarútvegssýningin er
haldin hér á landi og að þessu sinni
sýna hátt í 500 fyrirtæki frá 24
löndum framleiðslu sína eða kynna
margháttaða þjónustu. Öll helstu
fyrirtæki í framleiðslu og þjónustu
fyrir sjávarútveg á íslandi, um 170
talsins, taka þátt í sýningunni.
Sjávarútvegsráðherra sagði m.a.
við opnunina: „Sýningin er fagnað-"
arefni því það er einkar mikilvægt
fyrir okkur íslendinga að geta
fylgst vel með tækniframförum í
sjávarútvegi til þess að við getum
haldið forystu okkar í framleiðslu
á fyrsta flokks sjávarafurðum. Það
er von mín að þessi sýning auki
forskotið enn frekar því á sýningu
sem þessari gefst íslenskum sjávar-
útvegsfyrirtækjum tækifæri til að
kynnast þeim tækninýjungum, sem
geta orðið þeim til framdráttar. Þá
gefst þeim íslensku fyrirtækjum,
sem hér sýna og þjónusta sjávarút-
veginn, tækifæri til að koma á
framfæri þeim nýjungum, sem þau
hafa unnið að og bera sig saman
við erlend fyrirtæki, sem þau eiga
í samkeppni við.“
Ráðherrann sagði ennfremur að
sjávarútvegur væri atvinnuvegur,
sem ætti að standa á eigin fótum
án ríkisafskipta til að búa við eðli-
Morgimblaðið/Árni Sæberg
Forseti skoðar hjá Marel
GEIR Gunnlaugsson, forstjóri Marel, sýnir forseta íslands, Vigdísi Finnbogadóttur, framleiðslu fyrirtæk-
isins, sem meðal annars kynnir yogir og flokkara á sýningunni. Þær Ellen Ingvadóttir, fréttafulltrúi
sýningarinnar, og framkvæmdasqórinn Patricia Foster fylgjast með.
lega samkeppni. Og talandi um
harðnandi samkeppni í greininni sló
Þorsteinn á létta strengi í lokin:
„Það má líkja fyrirtækjunum hér
inni við tvo menn á gangi í frum-
skógi. Á vegi þeirra verður ljón í
ætisleit. Annar mannanna kafar
ofan í bakpokann sinn eftir hlaupa-
skóm. Félaginn spyr hvort hann
ímyndi sér að geta hlaupið hraðar
en ljón. „Nei, enda er það ekki
málið. Ég vil bara tryggja það að
ég geti hlaupið hraðar en þú,“ svar-
ar sá í hlaupaskónum að bragði.
„Ég veit að sjávarútvegssýningin
gerir það sama fyrir þátttakendur.
Hún hjálpar þeim að vera á undan
samkeppninni,“ sagði ráðherra.
Breska sýningarfyrirtækið Reed
Exhibition Companies stendur fyrir
sýningunni í samvinnu við íslensk
samtök og fyrirtæki. Búist er við
12 þúsund gestum. Meðal þess sem
kynnt er á sýningunni eru helstu
nýjungar í veiðitækni, fískvinnslu á
landi og úti á sjó, vigtun og kæling
sjávarafla, nýjungar í geymslu og
flutningi sjávarafurða, gæðastjóm-
un, pökkun, umbúðir, ker og kass-
ar. Sýningarsvæðið er um 8 þúsund
fermetrar að flatarmáli. Laugar-
dalshöllin ein og sér dugar ekki til,
heldur hafa verið reistir tveir 100
metra langir og 25 metra breiðir
sýningarskálar við hlið hallarinnar.
Kynnir sniðil
TORFI Þórhallsson, verkfræðingur á Verkfræðistofnun HÍ, kynnir
m.a. sniðil á sjávarútvegssýningunni, sem nú fer fram í Laugardalshöll.
Nýtt tæki sem stýrir
mðurskurði fiskflaka
NÝTT tölvumyndgreiningartæki sem stýrir niðurskurði á fiskflökum
er meðal nýjunga á íslensku sjávarútvegssýningunni 1993. Fiskflök
eru skorin í bita af ákveðinni stærð og þyngd með tilsögn tölvu. Töl-
van, sem gengur undir nafninu Sniðill, skoðar fiskflak í þrívídd og
gefur fyrirmæli um hvernig á að skera það. Sniðillinn er kynntur í
sýningarbás Háskóla Islands og er afrakstur samstarfs Upplýsinga-
og merkjafræðistofu HI og íslenskra sjávarafurða.
Að sögn Torfa Þórhallssonar,
verkfræðings á Verkfræðistofnun
HÍ, má rekja forsöguna aftur um tvö
ár. „Forsvarsmenn Islenskra sjávar-
afurða komu til okkar og inntu eftir
því hvort við gætum þróað tæki, sem
hjálpaði til við niðurskurðinn þar sem
kröfur markaðarins gerðu ráð fyrir
nákvæmlega eins stórum og þungum
bitum. Kröfur um slíkt komu m.a.
frá verslunum og veitingahúsum sér-
staklega. Eftirspurn hefur verið mik-
il eftir fiskbitum í ákveðnum þyngdar-
flokkum og erlendir kaupendur eru
tilbúnir að greiða mun hærra verð
fyrir bita en flök ef hægt er að tryggja
að bitamir séu af sambærilegri stærð,“
segir Torfi.
„Við þróuðum tæki, sem notar
tölvusjón til að kortleggja fískflakið
og ákveður síðan hvernig best sé að
haga fískskurðinum, allt eftir kröfum
markaðarins hveiju sinni." Sniðillinn
er ekki kominn á almennan markað
ennþá. Prófanir hafa þó farið fram
og eru Islenskar sjávarafurðir nú að
semja við líklega framleiðendur.
Upplýsinga- og merkjafræðistofa
Háskólans er ein af rannsóknastofum
Verkfræðistofnunar HÍ. Þar er m.a.
unnið að hönnun og þróun sérhæfðra
tækja fyrir atvinnufyrirtæki í land-
inu; rannsóknaverkefnum í samstarfi
við atvinnufyrirtæki og stofnanir og
grunnrannsóknum til eflingar sér-
sviða rannsóknastofunnar. Sem
dæmi um önnur verkefni sem unnið
er að má nefna þróun sérhæfðra las-
er- og ómmælitækja til að finna
hringorma í fiski, stýringu á tækjum
með munnlegum skipunum, sjálfvirkt
gæðamat á fiski, mælingar úr flug-
vélum og úrvinnslu gervihnatta-
mynda og röntgenmyndir teknar inn
á tölvu og sendar milli sjúkrahúsa í
gegnum síma.
Forsvarsmenn sveitarstjórna á Suðurnesjum eru ekki allir sáttir við tillögu umdæmisnefndar
Skiptar skoðanir um hvort
sameina eigi sveitarfélögin
SKIPTAR skoðanir eru meðal sveitarstjórnarmanna á Suðurnesjum um
hvort æskilegt sé að sveitarfélögin sameinist, en 20. nóvember næstkom-
andi verður kosið um það hvort sameina eigi öll sveitarfélögin sjö á
svæðinu í eitt sveitarfélag með tæplega 16 þúsund íbúa. Mönnum ber
saman um að samstarf sveitarfélaga á svæðinu innan SSS (Samtaka sveit-
arfélaga á Suðurnesjum) hafi gengið nyög vel, það sé mjög víðtækt og
því sé fjárhagslegur ávinningur af sameiningu varla fyrir hendi, þó hann
kunni að vera æskilegur vegna skipulagsmála á svæðinu. Margir segja
einnig að málið sé ekki nægjanlega vel undirbúið af ríkisins hálfu, því
ekki sé fyrirliggjandi hvað sameining myndi hafa í för með sér og því
sé ótímabært að láta fólk taka afstöðu til málsins í almennri kosningu.
Erindi um nýjungar í handlækningum
Betri skurðstofur
og færri sjúkrarúm
FRAMÞRÓUN á sviði handiækninga felst m.a. í því að skurð-
stofur verða stærri og tæknilega fullkomnari en þörfin fyrir
sjúkrarými minnkar. Þannig áætlar Jónas Magnússon, prófess-
or í skurðlækningum, að þörf fyrir sjúkrarými á handlæknis-
sviði Landspítalans minnki um 20% á næstu tveimur árum verði
hægt að byggja skurðstofur upp á viðunandi hátt. Ein legu-
deild, 24 rúm af 122, var lögð niður á handlæknissviðinu fyrir
þremur árum.
Erfitt að mæla með sameiningu
Jón Gunnarsson, oddviti i Vatns-
leysustrandarhreppi, ságði að í kosn-
ingunum 20. nóvember fengist góð
könnun á vilja íbúanna á svæðinu, en
það væru auðvitað þeir sem ættu að
ráða þessu. Ef það yrði niðurstaðan
í einhveiju sveitarfélagi að það væri
skýr vilji íbúanna að vilja einhveija
sameiningu, þá fengi umdæmanefndin
ef til vill einhveijar forsendur til að
gera aðra tillögu. „Á hinn bóginn segi
ég sem sveitarstjómarmaður að það
sé ákaflega erfitt að mæla með því
að íbúarnir greiði atkvæði með sam-
einingu á þessu stigi málsins einfald-
lega vegna þess að mér finnast hug-
myndir um verkefnaflutning frá ríkinu
og hvaða tekjur muni fylgja tii að
standa undir þeim verkefnum ákaf-
lega óljósar og alls ekki í föstu formi,"
sagði Jón.
Hann sagði að sér fyndist þetta
álíka því að haldinn hefði verið þjóðar-
atkvæðagreiðsla hér á landi fyrir fjór-
um árum um það hvort litla sveitarfé-
lagið ísland ætti að sameinast stóra
sveitarfélaginu Evrópu án nokkurra
undangenginna samninga. „Þannig
að ég á mjög erfitt með að sjá að
unnt sé að taka afstöðu til sameining-
ar sveitarfélaga meðan hlutur ríkisins
er jafn óljós og raun ber vitni. Meðan
ekki er vitað hvað tekur við í kjölfar
sameiningar er einfaldlega ekki hægt
að ætlast til þess að fólk geri upp hug
sinn,“ sagði Jón ennfremur.
Hann sagði að í kjölfar þess að
umdæmanefndirnar skiluðu af sér til-
lögum hefðu að hans mati átt að hefj-
ast samningar milli ríkisvaldsins og
þessara mögulegu nýju sveitarfélaga
um hvaða verkefni flyttust til þeirra
og hvenær og hvaða tekjustofnar
væru ætlaðir til að standa undir kostn-
aði af þeim, sem og hvaða reglur
myndu gilda um Jöfnunarsjóð sveitar-
félaga. Þessar viðræður hefðu getað
tekið langan tíma en með þessu móti
hefði í það minnsta verið ljóst hvaða
valkostir væru í boði.
Á móti sameiningu
Ólafur Gunnlaugsson, forseti bæj-
arstjórnar í Sandgerði, sagðist vera á
móti sameiningu. Hann sæi ekki að
sameining væri til nokkurra hagsbóta
fyrir Sandgerðisbúa. Þeir hefðu fram
að þessu getað verið sjálfum sér nóg-
ir og séð fyrir því sem gera þyrfti.
Þá væri ekkert farið að koma fram
um hvað yrði um tekjustofna sveitar-
félaga við sameiningu. Þó því væri
haldið fram að sveitarfélögin ættu
ekki að skaðast á sameiningu, þá
væri eðlilegra að menn sæju tillögur
þar að lútandi svart á hvítu áður en
þessi kosning færi fram. „Þannig að
mér finnst verulega illa staðið að því
að fara út í þessar kosningar þegar
alla kynningu vantar,“ sagði hann.
Ólafur sagði að það væri mjög erf-
itt fyrir fólk að taka afstöðu til tillagn-
anna á á grundvelli þeirra upplýsinga
sem lægju fyrir. Kosningamar væru
alltof snemma á ferðinni. Öll kynning
á tillögunum ætti eftir að fara fram
og óvíst væri hvort þær ættu ekki
eftir að taka einhveijum breytingum.
„Það þýðir ekkert fyrir ríkisvaldið að
segja að við eigum ekki eftir að skað-
ast á þessu. Það var líka sagt þegar
verkaskiptalögin voru samþykkt. Þá
átti að taka sérstakt tillit til þeirra
byggðarlaga sem stæðu höllum fæti
varðandi skólabyggingar og þau áttu
að fá svipað framlag og áður, eða
50%. Við erum hér með skóla sem nær
ekki helmingi af þeim viðmiðum sem
gilda og við fáum 20% frá ríkinu til
þeirra framkvæmda,“ sagði hann enn-
fremur.
Hann sagðist hins vegar ekki vera
að segja að það væru ekki ljósir punkt-
ar í sameiningu sveitarfélaga. „Mér
finnst þá að minnsta kosti að setja
þurfi einhveija beitu á öngulinn þann-
ig að maður geti kokgleypt hana, en
á meðan beitan er bæði léleg og göm-
ul og krókamir kannski berir, þá líst
mér ekki á þetta,“ sagði Ólafur að
lokum.
Eðlilegt að sveitarfélögin
sameinist
„Mér finnst mjög eðlilegt að sveitar-
félögin verði sameinuð, það liggur
bara í hlutarins eðli. Að vísu er þetta
svolítið sérstakt vegna þess að sveitar-
félög á Suðurnesjum hafa haft svo
mikið samstarf í gegnum SSS, hvað
varðar hitaveituna, rafveituna, íjöl-
brautaskólann, elliheimilið og bruna-
vamir að það er lítið eftir til að sam-
eina. Þess vegna verður ekki eins
mikill munur fyrir sveitarfélög á Suð-
urnesjum að sameinast eins og
kannski önnur sveitarfélög,“ sagði
Björgvin Lúthersson, oddviti í Hafna-
hreppi, aðspurður um viðhorf til sam-
einingar.
Hann sagði að greiðslur jafnlítils
sveitarfélags og Hafnahrepps, sem
væri með rúma 100 íbúa, til sam-
starfsins vægju þungt. Það væri hægt
að taka nærtækt dæmi. Þegar aðal-
stöðvar íslenskra aðalverktaka hefðu
flutt um 200 metra upp á flugvelli
fluttust þær úr Hafnalandi yfír til
Njarðvíkur. Þá hefði tapast aðstöðu-
gjáld sem samsvaraði 25% af brúttó-
tekjum sveitarfélagsins. Það væri erf-
itt að halda úti litlu sveitarfélagi. Yfir-
stjórnin væri frekar dýr miðað við
fólksfjölda. Það væru engir skólar í
Höfnum og skólaakstur og skólagjöld
vægju þungt í greiðslum sveitarfé-
lagsins og ekki væri hægt að halda
úti sömu þjónustu og stóru sveitarfé-
lögin gerðu. Hann sæi enga skynsemi
í öðru en að Hafnahreppur sameinað-
ist. Hann sæi engin rök gegn því og
skildi ekki afstöðu þeirra sem ekki
vildu sameinast. Þetta væri mikið til-
fínningamál, en Háfnahreppur yrði
áfram sérstakur staður, eins og til
dæmis Breiðholtið, Vesturbærinn eða
Grímsstaðaholtið í Reykjavík. „Við
stöndum miklu sterkari sem ein heild
með rúmlega 15 þúsund íbúa. Það er
ótrúlegt ef menn hafa ekki skilning á
því hvað er hagkvæmt að sameinast,“
sagði Björgvin ennfremur.
Eina sem vit er í
Ingólfur Bárðarson, foseti bæjar-
stjórnar Njarðvíkur, sagði að sér litist
ágætlega á að þessi tillaga um samein-
ingu sveitarfélaga hefði verið lögð
fram. Hann teldi að það eina sem vit
væri í stöðunni væri að stíga skrefið
til fulls í sameiningu. Ef sveitarfélög-
in á Suðumesjum væru að sameinast
eitt og eitt óttaðist hann að það hefði
áhrif á það góða samstarf sem hefði
ríkt innan SSS. Það væru hans rök
fyrir því að stíga skrefið til fulls ef
það ætti að verða af sameiningu á
annað borð. Þetta samstarf hefði skil-
að sér í lágum rekstrarkostnaði fyrir
svæðið í heild. Það sýndi sig í úttekt
sem gerð hefði verið ef miðað væri
við sambærileg sveitarfélög að stærð
eins og Hafnarfjörð og Akureyri. Sam-
starf sveitarfélaga á Suðurnesjum
hefði skilað sér rekstrarlega þannig
að í flestum liðum væru þau með
lægri rekstrarkostnað.
Ef litið væri til framtíðarinnar væri
engin spurning að það væri skynsam-
legt fyrir þessi sveitarfélög að samein-
ast, einkum hvað snerti skipulagsmál.
Hvað varðaði Keflavík og Njarðvík
sérstaklega væri byggð í Keflavík til
dæmis að þróast út á Berg, sem hann
teldi ekki jafn hagkvæmt land undir
byggingar og væri fyrir hendi í Njarð-
vík. „Eg tel að þó það verði ekki í
þessari hrinu þá komi öll þessi sveitar-
félög til með að sameinast. En þetta
er mikið tilfinningamál hjá mörgum
því miður og þá er það ekki alltaf
skynsemin sem ræður ferðinni,“ sagði
Ingólfur einnig. Hann sagði að það
væru það góðar samgöngur á Suður-
nesjum árið um kring að það væri
ekkert því til fyrirstöðu að stíga skref-
ið til fulls og sameina öll sveitarfélög-
in.
Ekki mikill fjárhagslegur
ávinningur
„Miðað við fyrirliggjandi gögn er
ljóst að það ágæta samstarf sem sveit-
arfélögin hafa haft með sér um fjöl-
marga málaflokka hefur skilað sér í
hagkvæmni og samkvæmt þeim gögn-
um sem nú liggja fyrir virðist ekki
vera mikill fjárhagslegur ávinningur
af sameiningu," sagði Finnbogi
Björnsson, oddviti Gerðahrepps, að-
spurður um viðhorf til sameiningar.
Hann sagði að sameining kynni
aftur á móti að auðvelda aðra þætti
svo sem sameiginlega landnýtingu,
skipulagsmál og annað þess háttar.
Það hefði ekki verið reiknað inn í
þetta dæmi eftir því sem hann best
vissi. „En það sem við erum óánægð-
ir með margir sveitarstjórnarmenn er
að heildardæmið skuli ekki liggja fyr-
ir af hálfu hins opinbera. Okkur finnst
komið svolítið aftan að okkur að það
sé bara ákveðið að þessi kosning skuli
fara fram án þess að við getum sagt
fólki hvað sameining þýðir. Við ótt-
umst að það verði gengið frekar á
hlut sveitarfélaganna í kjölfarið, þess
eru nú dæmi, þrátt fyrir að við vitum
ekki um það,“ sagði hann ennfremur.
Finnbogi sagði að hann myndi
hvetja Garðmenn til þess að fara sér
rólega í sameiningarmálum, ef hann
Jónas hélt erindi um nýjúngar í
handlækningum á Vísindaþingi
Læknafélags íslands í tilefni 75 ára
afmælis félagsins. Hann sagði þá
að gríðarlegar breytingar hefðu
orðið á þessu sviði læknavísindanna
undanfarin ár og fælust þær m.a.
í því að opnar skurðaðgerðir væru
smám saman að víkja fyrir lokuðum
aðgerðum, t.d. um holsjár eða með
steinbijót. Mætti því til stuðnings
nefna að farið væri að nota holsjá
til að taka gallblöðrur, botnlanga
og lækna kviðslit en þessar aðgerð-
ir væru einmitt þær þijár algeng-
ustu á þessu sviði.
Minna rask fyrir sjúklinginn
Lokuðu aðgerðirnar krefjast
dýrra tækja og era enn, a.m.k.,
dýrari í framkvæmd en þær opnu.
Jónas leggur hins vegar áherslu á
að þær hafi mun minna rask í för
með sér fyrir sjúklinginn. Hann
fínni fyrir minni sársauka og nái
fyrri færni á skemmri tíma. í því
sambandi nefnir hann að í mörgum
tilfellum fækki legudögum úr 2 vik-
um í 3 daga. Sjúklingurinn verði
líka mun fyrr vinnufær og þannig
komi beinn sparnaður vegna dag-
peningagreiðslna til Trygginga-
stofnunar.
Kunnátta fyrir hendi
Hvað aðstæður til áframhaldandi
þróunar varðaði sagði Jónas að
væri spurður um hvað hann myndi
segja fólki fyrir kosninguna 20. nóv-
ember. Hinn kosturinn væri alltaf fyr-
ir hendi, virtist mönnum það æski-
legt, að ganga til fijálsra samninga
um sameiningu. Það væri ekki heims-
endir þó menn höfnuðu þessu í kosn-
ingunum í haust. Það væru of margir
lausir endar í þessu máli sem ætti
eftir að taka afstöðu til og meðan það
ástand væri óbreytt væri ekki hægt
að hvetja fólk af einhverri sannfær-
ingu til að greiða sameiningu atkvæði.
Kosningar ekki tímabærar
Edvard Júlíusson, forseti bæjar-
stjómar í Grindavík, segist telja að
það sé ekki tímabært að fara út í
þessa kosningu um sameiningu í
haust. Það væri stórt skref ef öll þessi
sjö sveitarfélög á Suðumesjum sam-
einuðust og það væri ekki skref sem
hægt væri að stíga til baka. Þá þyrfti
að liggja fyrir í svona jaðarsveitarfé-
lagi eins og Grindavík hvað það myndi
hagnast á því að sameinast. Það lægi
ekki fyrir nú að hans mati. Hann teldi
til dæmis að Grindavík væri alveg
nógu stórt sveitarfélag til að taka að
sér rekstur grunnskóla eða önnur þau
verkefni sem ríkið léti af hendi, en
það þyrftu þá auðvitað að koma tekju-
stofnar á móti til að standa undir
auknum kostnaði.
„Það verður að segjast eins og er
að það hefur verið mjög góð samvinna
með þessum sveitarfélögum hér á
Suðurnesjum. Við erum með rafveitu,
hitaveitu, sorpeyðingarstöð, heilsu-
gæslu og margir hafa sagt, af hveiju
stígið þið ekki skrefið til fulls, það er
ekki svo stórt. En þetta hefur komið
svona út,“ sagði Edvard. Hann sagði
■ að þetta væri líka tilfinningamál og
fólk óttaðist að fjarlægjast ákvörðuna-
tökuna í sveitarfélaginu. Hann sæi
ekki ávinnininginn af sameiningu, þó
það væri líka margt sem mælti með
henni. Núna væri hún ekki tímabær.
Það þyrfti að liggja miklu ljósar fyrir
hvaða verkefni ríkið ætlaði að setja
yfir á sveitarfélögin áður en hægt
væri að taka afstöðu.
kunnátta væri fyrir hendi en bæta
lyrfti skurðstofuaðstöðu. Hann
sagði að næstu þróunarskref
myndu m.a. felast í því að beita
lokaðri tækni á fleiri sjúkdóma en
nú væri gert, t.d. í görnum.
-----•------
Læknafélagið 75 ára
Sérstök
hátíðar-
dagskrá
HALDIN verður sérstök hátíðar-
dagskrá í tilefni af 75 ára af-
mæli Læknafélags íslands í dag.
Fyrri hluti hátíðarinnar fer fram
í Nesstofu undir yfirskriftinni
fortíðin en eftir hádegi færa
hátíðargestir sig yfir í Borgar-
leikhúsið þar sem fjallað verður
um nútið og framtíð í læknavís-
indum.
Afmælishátíðin markar hápunkt
átta daga hátíðardagskrár í tilefni
af 75 ára afmæli Læknafélagsins.
Hún hófst með tveggja daga sér-
hæfðu námskeiði í endurlífgun en
í kjölfarið tók við tveggja daga
læknaþing á Hótel Loftleiðum
13.-14. september. Efnt vartil sérs-
taks vísindaþings í gær og í dag
er, eins og áður segir, hin eiginlega
afmælisdagskrá.
Afmæli
Dagskráin hefst með setningu
Sverris Bergmanns, formanns ,
Læknafélags Islands, í Nesstofu kl.
9. Að því loknu flytur Tómas Helga-
son prófessor erindi um sögu
læknakennslu og Haukur Þórðar-
son yfirlæknir rekur sögu Læknafé-
lagsins. Þar á eftir talar dr. Christa
Habrich, forseti Evrópusambands
lækningaminjasafna, um lækna-
minjasöfn og Þórarinn Guðnason
læknir um störf lækna á fyrri tíð.
Fyrri hluta hátíðarhaldanna lýkur
svo með því að læknar verða heiðr-
aðir fyrir langan og gifturíkan
starfsferil.
Yfírskrift dagskrárinnar í
Borgarleikhúsinu eftir hádegi er
nútíð og framtíð og hefst hún á
ávarpi Helgu Hannesdóttur for-
manns hátíðardagskrámefndar.
Aðrir fyrirlesarar verða Árni
Björnsson yfirlæknir, Peter Pritc-
hard prófessor, Guðmundur Þor-
geirsson yfirlæknir, Daniel C.
Tosteson, forseti læknadeildar Har-
vard-háskóla í Bandaríkjunum,
Leah Dickstein, prófessor og for-
seti læknadeildar Kentueky-
háskóla, Kristín Sigurðardóttir og
Tómas Guðbjartsson aðstoðarlækn-
ar. Móttaka í boði borgarstjórnar
verður í Ráðhúsi Reykjavíkur milli
kl. 17 og 19.
Á morgun og laugardag verður
síðan aðalfundur Læknafélagsins
en jafnframt efna Læknablaðið og
Námskeiðs- og fræðslunefnd
læknafélaganna til umræðufundar
um útgáfumál og Siðaráð Læknafé-
lags íslands til umræðufundar um
forgangsröð í heilbrigðisþjónustu.