Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
Helgi Hróbjartsson hefur starfað sem kristniboði í Eþíópíu í 18 mánuði
Flestum kirkjum
verið skilað á ný
„MÉR FANNST í senn gledilegt og sorglegt að komast aftur til
starfa í Waddera í suðurhluta Eþíópíu þar sem ég var fyrir nærri
20 árum. Það var gleðilegt að sjá að þrátt fyrir byltingu og and-
stöðu hafði ekki tekist að brjóta niður kirkjuna. En það var síður
gleðilegt að sumir höfðu yfirgefið hana. Margir urðu að þola ofsókn-
ir og aðrir voru hreinlega myrtir," sagði Helgi Hróbjartsson kristni-
boði í samtaii við Morgunblaðið en hann hefur síðasta eitt og hálfa
árið starfað í Eþíópíu. Helgi var staddur á Isiandi í stuttu leyfi og
fyrir skömmu og er farinn á ný til Waddera um en héraðið liggur
nærri 500 km austur af Konsó þar sem margir ísienskir kristniboð-
ar hafa starfað gegnum árin. Helgi er spurður nánar um ástandið
í landinu og hvaða augum núverandi valdhafar líti á starf kirkjunn-
ar og kristniboðsins:
„Kirkjan og kristniboðið hafa
fengið að starfa áfram og nú hefur
víða verið skilað þeim kirkjum sem
teknar voru undir aðra starfsemi
meðan Mengistu réði ríkjum. Svo
var til dæmis um kirkjuna í Wadd-
era, hún þjónaði í 17 ár sem mið-
stöð stjórnvalda kommúnista í hér-
aðinu og þar höfðu myndir af Marx,
Lenin og Engels verið málaðar yfir
Kristsmýnd á altaristöflunni. Þegar
við fengum kirkjuna aftur urðum
við að lagfæra hana alla og mála
yfir myndimar af þessum þremur
herramönnun og síðan vígðum við
kirkjuna á ný eftir að hafa málað
Kristsmyndina að nýju.“
Helgi segir að vígslan hafi verið
áhrifamikil en þar talaði Immanúel
Abraham sem var ráðherra í stjórn
keisarans fyrrverandi og sá eini
sem ekki var skotinn þegar Meng-
istu braust til valda. Þeir höfðu
ekki fundið neina spillingu í fari
hans og því slapp hann. Abraham
þessi var lengi forseti lúthersku
kirkjunnar í Eþíópíu. En hvernig
fór safnaðarstarfið fram í öll þessi
ár meðan kirkjan mátti í raun ekki
hafa neina starfsemi með höndum?
Ofsóknir og fangelsanir
„Það gekk furðu vel í Waddera
og meðal annars vegna þess að við
áttum þar menn eins og Aga. Hann
var klæðskeri og ég kynntist hon-
um á fyrri árum mínum í héraðinu
þegar hann gekk til liðs við kristni-
boðið og kirkjuna og gerðist prédik-
ari. Hann hringdi gömlu kirkju-
klukkunni á messutíma þegar
kirkjunni hafði verið lokað og aðrir
starfsmenn voru famir frá Wadd-
era og og þá kom fram hópur safn-
aðarbama sem hafði alltaf sótt
guðsþjónustur. Aga var eins og
hirðir safnaðarins á þessum tíma,
hélt hópnum saman í öll þessi ár.
Það sýndi mér hversu sterka trú
fólkið átti þrátt fyrir hættu og jafn-
vel ofsóknir og fangelsanir. Það
hélt áfram að koma saman og en
við kristniboðamir vorum beðnir
um að snúa heim.“
Morgunblaðið/Sverrir
Metfjöldi kristniboða að starfi
HELGI Hróbjartsson kristniboði (t.v.) er nú á leið til Eþíópíu á
ný eftir stutt frí síðustu vikurnar. Skúii Svavarsson formaður
Samband ísl. kristniboðsfélaga segir að starfið á árinu kosti kring-
um 17 milljónir króna.
Helgi segir að nokkur órói sé
enn í landinu og víða hafi ræningj-
ar setið um ferðalanga. Hann seg-
ist þó sjálfur hafa sloppið en oft
heyrt um bíla sem voru stöðvaðir
og rændir rétt áður eða rétt eftir
að hann fór um sama veg. „Einu
sinni var ég þó stöðvaður. Með mér
var fyrrverandi eþíópskur hermað-
ur. Það gerðist þannig að allt í einu
stóð maður með byssu framan við
bílinn, miðaði á okkur og skipaði
okkur að stöðva og hef ég aldrei
séð eins greinilegan morðsvip í
augum nokkurs manns og þama.
Maðurinn sem var með mér heils-
aði strax á máli innfæddra og
byssumaðurinn vildi þá vita hver
ég væri. Samferðamaðurinn minn
sagði honum það og þá heyrðist
kallað utan úr skóginum að við
mættum fara. Ég lít á þetta sem
varðveislu Guðs á ferðum mínum.“
Helgi segir að í Waddera-héraði séu
nú 33 kirkjur starfandi og nýjar
séu stöðugt að bætast í hópinn.
Nokkrir erfiðleikar voru í héraðinu
á liðnum vetri vegna hungursneyð-
ar en ástandið er mun betra núna.
Um þessar mundir eru 11
kristniboðar starfandi í Eþíópíu og
Kenýju á vegum Sambands ísi.
kristniboðsfélaga og eru þeir fleiri
nú en nokkru sinni. Síðast bættust
í hópinn hjónin Elísabet Jónsdóttir
hjúkrunarfræðingur og Bjarni
Gíslason kennari sem ráðinn er til
kennslustarfa við skóla kristniboðs-
ins í Addis Abeba. Þar eru nú
kringum 40 nemendur, þar af 8
íslenskir og hefur Bjami m.a. með
höndum íslenskukennslu fyrir þau.
Starf Kristniboðssambandsins á
þessu ári mun kosta kringum 17
milljónir króna og vantar um þess-
ar mundir ennþá um 11 milljónir á
að endar nái saman á þessu ári.
jt
Ný barnaföt
með 15% afslætti
VERSLUNIN Stjörnur, Laugavegi
89, býður viðskiptavinum sínum
að koma með notuð föt, sem eru
heil og hrein, og fá 15% afslátt
af sambærilegri nýrri vöru. Fatn-
aður sem safnast rennur til hjálp-
arstarfs Rauða krossins.
í fréttatilkynningu segir að í fata-
söfnunum Rauða krossins hafi ávallt
safnast vel en einhverra hluta vegna
minna af barnafatnaði, sem þó sé
mikil þörf fyrir, sérstaklega á átaka-
svæðum víða um heim og í þróunar-
löndum. Fólk sem vill taka þátt í
þessu átaksverkefni getur gefið göm-
ul föt til Rauða krossins án þess að
kaupa ný.
Sigrún _ Árnadóttir framkvæmda-
stjóri RKI og Kristín Kvaran kaup-
maður verða til viðtals í versluninni
í dag frá klukkan 14.30 - 15.30.
Söfnunin stendur til 1. nóvember.
-----♦ ♦ ♦----
Danskeppni
atvinnumanna
Lamb - hjón-
in meistarar
HEIMSMEISTARAKEPPNI í 10
dönsum atvinnumanna fór fram á
Fountain Blue hótelinu á Miami á
Flórída á sunnudag. Heimsmeist-
arar urðu Englendingarnir Martin
og Alison Lamb, sem hafa verið
reglulegir gestakennarar við Nýja
Dansskólann og eru væntanleg
hingað til lands í lok mánaðarins.
Fulltrúar íslenskra atvinnudans-
ara á mótinu voru Haukur Ragnars-
son og Esther Níelsdóttir. Þeim gekk
vel í keppninni, en vantaði örfá stig
til að komast í íjórðungsúrslit.
saetin til Kanan
læqra verbi en 'fytra
_ —-—■ ■■■ LJ í fwi'ir iiaIi n'inn 4 ÍT O O * G /\ /-vr* l/Amínn I ll
Kanaríbæklingur Heimsferða fyrir veturinn 1993-‘94 er kominn út.
Okkur er ánægja að kynna frábæra nýja valkosti í gistingu og hreint ótrúlega hagstæð kjör, því með
einstökum samningum okkar, hefur okkur tekist að lækka verðið frá því í fyrra, jafnvel
í krónum talið og er verðlækkunin allt að 18% á milli ára.
Þeir sem bóka og staðfesta ferðina fyrir 1. október, eða fyrstu 250 sætin,
njóta þessara sérkjara.
6. janúar - 3 vikur
43.900,
4.v. hjón með 2 börn, 2—11
56.800,
pr. mann. M.v. 2 í ibúð.
Verðfrákr. TWliíVVj'
pr. mann. M.v. hjón með 2 börn, 2—11 ára.
Verð kr.
Jólaferð 17. des. - 20 dagar
59.800,-
M.v. hjón meö 2 böm, 2-11 árs
75.200,
Verð frá kr.'
pr. mann. M.v. hjón meö 2 böm, 2-11 árá.
Verð kr.
pr. mann. M.v. 2 i íbúð, Las Isas.
Fyrsta 250
sertln á scrillboði
StiltH hfiit* d ktjpl tvril
! vmaaéfi Maxiun idtJhjpdS n ifM,
trUo Hwd'td*i iW SOb ».
KMtriíjjd tj tKfidi 4 ifX Ifd Mdf
ririiheritr-itmf va v/M.*- k-m ‘Wtj
.V>Min'infj(ll«>.i,;^.lfi^tfe
potddt *w imp vi ptifcm n)pt ■aOnti (
itiLl IVufljWf ydfd rindrtut
m’iíU’ titvt A- lum
feijtt* i riif wpm ti Knrri. t,jvdt, em
UdMdUdt^He-iiiMlKMdtJrrit
^ltihdattMlrdJhkpiyabvrf, it «
Uiajymtúvi
1W M mt JrKd .
18% J
HEIMSSEKÐIR Hf.
VSvaUAVÍK •" *rái. ,,
air europa
TURAUIA
VISA
HEIMSFERDIR hf.
Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600
þatt í Elitekeppni
LOVÍSA Guðmundsdóttir tók þátt í Elite keppninni á Flórída um
helgina en komst ekki í úrslit.
Lovísa komst ekki í
úrslit Elitekeppmnnar
LOVÍSA Guðmundsdóttir, 18 ára stúlka frá Keflavík, sem tók þátt
í alþjóðlegu Elite keppninni „Look of the year“ í Florida um heigina
komst ekki í úrslit. Um sjötíu stúlkur tóku þátt í keppninni og var
það stúlka frá Danmörku sem vann til fyrstu verðlauna sem eru 150
þúsund Bandaríkjadalir auk samnings um fyrirsætustörf.
Að sögn Auðar Bjarkar Guð- lega. Allar stúlkurnar sem komast
mundsdóttur hjá íslenskum fyrir-
sætum komust sautján stúlkur í
úrslit nú og er það það óvenju-
margt. Hún sagði að Lovísa hefði
fengið tilboð um fyrirsætustörf á
Ítalíu, í Griklandi og Þýskalandi og
héldi hún væntanlega til Ítalíu fljót-
úrslit fá tveggja ára samning um
fyrirsætustörf auk verðlaunafjár.
Sú sem lendir í öðru sæti fær 100
þúsund dali, sú í 3. sæti 75 þúsund
dali og aðrar stúlkur sem komast
í úrslit 50 þúsund dali.
Fundur um Stafafellsfjöll
FUNDUR um Stafafellsfjöll í Loni verður haldinn laugardaginn
18. september kl. 14 að Hótel Höfn. Til fundarins er boðað af
Ferðaþjónustunni Stafafelli í samvinnu við áhugamenn um vernd-
un og skipulag Lónsöræfa.
Fimm framsögumenn taka til
máls á fundinum. Gunnlaugur
Ólafsson talar um ferðaþjónustu,
friðland og sumarbústaðabyggð í
Lóni. Skarphéðinn Þórisson fjallar
um náttúruvernd og Lónsöræfí.
Höskuldur Jónsson taiar um
stefnu Ferðafélags íslands. Hjör-
leifur Guttormsson talar um Lóns-
öræfi sem friðland og útivistar-
svæði og Gísli Gíslason talar úm
skipulag fiðlands að Fjallabaki.
Einnig verður fjallað um skipulag
og hagsmunamál sumarbústaða-
byggðar í Stafafellsfjöllum. í lok
fundarins verða fyrirspurnir og
umræður. Allir eru velkomnir.