Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
Dæmi:
KGV2601 150 sm
Stgr. verð 58.333,
BOSCH
BOSCH
BOSCH
Jóhann Olafsson & Co
Og þá hló marbend-
ill í fjórða sinn
a _
Islenskur landbúnaður / Byrði eða bjargvættur?
eftir Erlend Arna
Garðarsson
Munið þið eftir sögunni um mar-
bendil sem hló að heimsku manns-
ins? Fyrst datt maðurinn um þúfu
■^og bölvaði þúfunni, þá hló marbend-
ill í fyrsta sinn því þúfan hafði að
geyma gullsjóð. Þá lét hundur
mannsins vel að honum, en maðurinn
kastaði honum frá sér, þá hló mar-
bendill enda skildi maðurinn ekki
trygglyndi skepnunnar. í þriðja sinn
hló marbendill þegar maðurinn lét
sér vel líka kjass og fleðulæti konu
sinnar, sem var bæði fölsk og fláráð.
Þessi saga hefur komið æ oftar
upp í huga minn síðustu vikur vegna
þeirra miklu umræðna sem átt hafa
sér stað um íslenskan landbúnað.
Eins og oft vill verða þegar menn
deila um málefni festist umræðan
oft í einkennilegu svart/hvítu fari.
Nauðsynleg skoðun á endurbótum
^gamals kerfís sem ekki gekk Ieng-
ur, viðurkenning á vanhæfni einok-
unarfyrirtækja til að standa að
öflugu markaðsstarfi og skilningur
á að bændur voru að sligast undan
ýmsum milliliðakostnaði hefur vikið
fyrir alhæfingum um að veita óhefta
samkeppni og jafnvel raddir um að
best sé að leggja íslenskan landbún-
að niður. Ég ætla ekki að bæta við
þær fjölmörgu greinar og fréttir um
landbúnaðarkerfið sem slíkt og hvort
þetta eða hitt eigi að vera á þennan
eða hinn mátann. Mig langar þó að
^/ekja athygli á einum þætti sem
mér hefur fundist hafa gleymst í
umræðunni. Það er sú staðreynd að
íslenskar landbúnaðarafurðir eru
meðal þeirra hreinustu og ómenguð-
ustu í heimi. Sjálfsagt fínnst mörg-
um það léttvægt þegar krónur og
aurar eru annarsvegar. En er það
virkilega svo?
Varúð, kjötið getur verið
banvænt
Mengun matvæla er í dag raun-
veruleiki en ekki einhver hræðileg
framtíðarsýn. Notkun lyfja, eiturs,
hormóna og gríðarleg mengun vatns
hefur orðið til þess að vestræn ríki
standa gagnvart gífurlegum vanda.
■•Samhliða' síauknum upplýsingum
um hvaða aukaefni eru í matvælum
hafa neytendur einnig verið fræddir
um hvaða áhrif þessi efni hafa á lík-
amann. Fúkkalyfjagjafir mjólkurkúa
hefur t.d. orðið til þess að víða er-
lendis eru böm frá unga aldri á stöð-
ugum fúkkalyfjakúr. Læknar og vís-
indamenn óttast mjög afleiðingar
þessa og sem dæmi um óheppilega
þróun í þessum efnum má benda á
þá uggvænlegu staðreynd að í októ-
ber nk. munu bandarísk heilbrigðis-
yfirvöld fara fram á að allt hrátt
kjöt verði merkt með viðvörunar-
límmiðum. Ástæðan er ný tegund
fúkkalyfjaþolinna saurgerla sem
búpeningur, á stöðugum lyfja-
skömmtum, hefur þróað með sér (E
Coly 0157). Þegar þessi gerill berst
í mannfólk getur ekkert lyf slegið á
virkni hans. Nú þegar hafa þó nokkr-
ir látist og þúsundir veikst.
Við erum það sem við etum
Þessi örfáu orð eru til að undir-
strika það mat erlendra sérfræðinga
að íslenskir búskaparhættir eru með
vistvænni búskaparháttum í heimi,
ef ekki einstakir. Þessir sömu sér-
fræðingar teija að kringumstæður
hér séu það sérstakar að trúlega
geti fáar eða engin þjóð keppt við
okkur varðandi hreinar afurðir. Sem
dæmi um fullyrðingar um innihald
kjötafurða, sem íslendingar geta
staðið við, eru:
* Engar lyfjaleifar.
* Engar hormónaleifar.
* Engar skordýraeitursleifar.
* Engar illgresiseiturleifar.
* Engir fúkkalyfjaþolnir gerlar.
Nú eru bændur víðsvegar um
heiminn að beijast við að mæta stöð-
ugt aukinni eftirspurn eftir vistvæn-
um vörum. Sem dæmi um sérstæðni
okkar á íslandi þá hafa þessir er-
lendu bændur lagt mikið á sig til
að tryggja aðeins tvö fyrstu ofan-
greindra atriða. í velflestum tilfell-
um dreymir þá ekki um að glíma
við skordýra- og illgresiseiturleifar
í kjöti. Sem fyrr segir er eftirspurn
eftir hreinum vörum að stóraukast
og má til dæmis benda á þróun í
Hollandi í þeim efnum. Fyrir tveimur
árum voru aðeins tvær kjötverslanir
í Hollandi sem sérhæfðu sig í vist-
vænni vöru. Nú, tveimur árum
seinna, eru þær yfir 100. Það sem
vekur einnig athygli er að þessar
verslanir bjóða vöru sína á 15-25%
hærra verði en aðrar kjötverslanir.
Þessar verslanir sjá fram á mikinn
skort á hráefni vegna síaukinnar
eftirspurnar neytenda.
Á næstu árum mun eftirspum
aukast eftir vistvænum (hreinum)
vörum, en eðli málsins vegna mun
framleiðsla ekki geta fylgt þessari
aukningu. Þetta þýðir aðeins eitt:
Verðhækkun. Þegar rætt er um
heimsmarkaðsverð á landbúnaðar-
afurðum þá eru sérvörur, eins og
þær vistvænu, ekki á því verði. Það
væri fróðlegt að vita hvort íslenskur
almenningur flykktist útí búð til að
kaupa kjöt sem væri merkt með við-
vörunarlímmiðum. Ég held ekki.
Einnig væri fróðlegt að vita hvaða
innihaldsreglur íslensk yfirvöld ætla
að setja varðandi væntanlegan inn-
flutning á landbúnaðarafurðum.
Verður t.d. gerð krafa um að ekki
sé skordýraeitur eða hormónaleifar
í innfluttum matvælum?
Og þá hlær marbendill
í fjórða sinn
Samkeppni er holl, einokun er
Erlendur Árni Garðarsson
„Mengnn matvæla er í
dag raunveruleiki en
ekki einhver hræðileg
framtíðarsýn. Notkun
lyfja, eiturs, hormóna
og gríðarleg mengun
vatns hefur orðið til
þess að vestræn ríki
standa gagnvart gífur-
legum vanda.“
óholl. í þessum frasa býr mikill sann-
leikur, en sem fyrr er varasamt að
alhæfa. Óheft fijálsræði getur hrein-
lega verið hættulegt. Okkur dytti
t.d. ekki til hugar að veita kvik-
myndahúsum eða sjónvarpsstöðvum
algjört fijálsræði í vali á myndum
til að sýna börnum okkar. Það er
ekki vegna þess að við treystum
ekki þessum aðilum, nei, við viljum
setja varnagla. Við setjum varnagla
víða svo að samfélagið og umhverfíð
verði okkur ekki hættulegt. Var-
nagla er nauðsynlegt að negla þegar
skoðaður er innflutningur á matvæl-
um.
Ekki er úr vegi að benda á að
nýjustu upplýsingar benda til að
útlendingar horfí einmitt á þessar
hreinu vörur okkar ágirndaraugum.
Fyrir stuttu kom til landsins Mich-
elle Da Via, en hún kom frá Banda-
ríkjunum til að skoða möguleika á
að fá íslenskar landbúnaðarvörur
samþykktar í Bandaríkjunum sem
vistvænar. Þegar hún var búin að
kynna sér landbúnað hér á landi
sagði hún eftirfarandi: „Það er dálít-
ið skrítið að við Bandaríkjamenn sem
höfum talið okkur þróaðasta land-
búnaðarveldi í heimi skulum líta á
ykkar framleiðslu með öfundaraug-
um. Það er engin furða þó þið íslend-
ingar skulið verða svona fjörgamlir
þegar þið borðið jafnhreina og holla
matvöru."
Það er skoðun mín að á næstu
árum mun aukin eftirspurn eftir
hreinum, vistvænum matvörum
verða til þess að íslenskar landbún-
aðarafurðir verði ekki aðeins eftir-
sóttar heldur munu erlendir neytend-
ur vera tilbúnir að greiða hátt verð
fyrir þau forréttindi að fá að borða
þessa vöru, en það fer að sjálfsögðu
eftir því hvort ennþá verði stundaður
landbúnaður á íslandi. Það er skoðun
margra, og ekki aðeins íslendinga,
að íslenskur landbúnaður geti orðið
að verðmætri viðbót í útflutnings-
flóru landsins. Ég vona að heitar
umræður um landbúnað verði ekki
til þess að marbendill fái enn eina
ástæðuna til að hlæja.
HSfundur er framkvæmdastjóri
Kaupsýslunnar hf. og hefur unnið
við markaðsöflun á íslenskum
landbúnaðarvörum erlendis.
Eru þeir að eta útsæðið?
eftir Sigurð S.
Bjarnason
Undanfamar vikur hefur átt sér
stað allmikil umræða og blaðaskrif
um leiðir til nýsköpunar í atvinnulíf-
inu og stöðu íslenskra hugvitsmanna
í dag. Gera verður ráð fyrir því að
ástæða þessarar umræðu sé í beinum
tengslum við sívaxandi atvinnuleysi
og nauðsynjar á uppbyggingu nýiðn-
aðar á Islandi. Áðrar menningar-
þjóðir en íslendingar hafa fyrir löngu
áttað sig á kostum nýsköpunar sem
einu raunhæfu leiðinni til útrýming-
ar atvinnuleysis. Þær þjóðir hafa
veitt fé í formi styrkja og áhættul-
ána til hugvitsmanna í áratugi og
uppskorið ríkulega í auknum at-
vinnutækifærum og auknum tekjum
fyrir sín þjóðarbú. I Danmörku, sem
er nærtækasta dæmið fyrir okkur,
er fullyrt að hver króna sem lögð
er fram af stjórnvöldum til hugvits-
manna skili sér til baka sem rúmlega
sjötíu krónur í ríkissjóð. Góð fjárfest-
ing það. Því miður hafa íslenskir
ráðamenn ekki ennþá komið auga á
þessa hagkvæmu fjárfestingu og
einmitt þess vegna hafa íslenskir
hugvitsmenn einfaldlega snúið sér
annað. Þeir hafa selt hugmyndir sín-
ar og uppfínningar, margar mjög
snjallar, til framleiðenda erlendis.
Auk þess hafa nokkrir íslenskir hug-
vitsmenn flutt brott af landinu og
gera það gott víða um heim. Þannig
verður þetta áfram, nema stjórnvöld
taki í taumana. Þegar þetta er skrif-
að eru nokkrir félagar í Félagi ís-
lenskra hugvitsmanna að semja eða
leita samninga við erlenda fjárfesta
um kaup á uppfinningum þeirra. Það
er raunalegt á tímum atvinnuleysis
að þurfa að horfa á eftir góðum
hugmyndum út úr landinu, hug-
myndum sem annars hefðu verið
framleiddar hérlendis, öllum til
heilla. Nú kann einhver að spyija:
er ekki Iðnlánasjóður og Iðnþróunar-
sjóður ásamt ótal mörgum öðrum
sjóðum til þess að renna styrkari
stoðum undir atvinnulífið í landinu?
Því er fljótsvarað. í fyrsta lagi hafa
þeir ekki yfir áhættulánsfjármagni
að ráða. I öðru lagi kreflast þeir
veðsetninga sem fæstir hugvitsmenn
ráða við. I þriðja lagi virðist oft vera
um geðþóttaákvarðanir sjóðsstjóma
að ræða þegar lánsumsóknir eru
afgreiddar. Nýlegt dæmi: Borgar-
kringlan og fleiri mætti nefna.
Það er því augljóst að við erum
að missa af lestinni og við munum
halda áfram að missa bestu hug-
myndimar og hugvitsmenn úr landi
ef ekkert verður að gert. Þetta er
stórmál sem þolir enga bið með að
verða afgreitt af viðkomandi stjóm-
völdum.
Á skrifstofum Félags íslenskra
hugvitsmanna er geymdur fjöldi
nýrra hugmynda sem trúlega mundu
leysa atvinnuvanda þjóðarinnar ef
fjármagn fengist til þess að hrinda
þeim í framkvæmd. Til þess þarf að
koma opinbert áhættulánsfjármagn
eins og áður sagði. Varanleg atvinna
er það sem Islendinga vantar og hún
fæst aðeins með því að styrkja undir-
stöður varanlegra framleiðsluat-
Sigurður S. Bjarnason
*
„A skrifstofum Félag’s
íslenskra hugvits-
manna er geymdur
fjöldi nýrra hugmynda
sem trúlega mundu
leysa atvinnuvanda
þjóðarinnar ef fjár-
magn fengist til þess
að hrinda þeim í fram-
kvæmd.“
vinnugreina. Hugmyndir og stór-
snjallar uppfínningar eru fyrir hendi
og ekki eftir neinu að bíða, nema
vilji sé til þess að viðhalda núver-
andi atvinnuleysi.
Margnefndur milljarður sem átti
að fara til atvinnuuppbyggingar
samkvæmt nýgerðum kjarasamn-
ingum virðist allur fara í skamm-
tímaviðhaldsverkefni eða svokallaða
atvinnubótavinnu sem trúlega verð-
ur lokið fyrir næstu jól. Hvað tekur
þá við? Þessi ráðstöfun á fjármunum
minnir helst á bóndann sem át úts-
æðið sitt. Það uppsker jú enginn sem
ekki sáir. Nær hefði verið að styrkja
íslenskar uppfínningar og koma
þeim á framleiðslustig og skapa
þannig varanlega atvinnu við smá-
iðnað víða um land. Stóriðjudraumar
stjómvalda breyttust eins og allir
vita í slæma martröð, en benda má
á gamalt máltæki sem segir: „margt
smátt gerir eitt stórt“.
í fyrsta sinn frá stofnum Félags
íslenskra hugvitsmanna virðist nú
hafa kviknað lítið Ijós í langvarandi
myrkrinu. Nefnd um stuðningsað-
gerðir við nýsköpun í atvinnulífinu
skilaði áliti sínu á ríkisstjómarfundi
þann 3. septmber sl. Tillögur nefnd-
arinnar gera ráð fyrir því að komið
verði á fót áhættulánasjóði ásamt
ýmiss konar aðstoð við hugvitsmenn.
Verði þessar tillögur samþykktar af
stjómvöldum munu þær valda bylt-
ingu fyrir íslenska hugvitsmenn, at-
vinnulífið í landinu og síðast en ekki
síst þjóðarbúið. Því eins og fyrr sagði
er það reynsla annarra þjóða að það
fjármagn sem lagt er fram til hug-
vitsins skilar sér margfalt til baka.
Það er von íslenskra hugvitsmanna
að stjómvöld taki fullt tillit til nefnd-
arálitsins og samþykki tillögur
nefndarinnar hið fyrsta.
Árið 1989 var lagt fram frumvarp
á Alþingi um stofnun sérstaks
áhættulánasjóðs sem íslenskir hug-
vitsmenn gætu leitað til í þeim fil-
gungi að hrinda hugmyndum sínum
í framkvæmd og á framleiðslustig.
Frumvarpið varð aldrei að lögum og
mun nú vera gleymt og rykfallið í
skjalageymslum Alþingis. Ég vil
leyfa mér að skora á hæstvirta þing-
menn, þá sem áhuga hafa á að efla
atvinnulífið í landinu, að dusta rykið
af þessu frumvarpi og endurflytja
það strax og Alþingi kemur saman.
Við höfum ekki efni á því að halda
áfram að éta útsæðið okkar.
Höfundur er upplýsingafulitrúi
Félags íslenskra hugvitsmanna.