Morgunblaðið - 16.09.1993, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
Minning
Arent Claessen
framkvæmdasijóri
Fæddur 1. apríl 1924
Dáinn 7. september 1993
Slit æviþráðarins verða ekki
umflúin. Við andlát breytast ýmsir
þættir í lífí fjölskyldna. Þeir sem
eftir lifa verða að horfast í augu við
vissar staðreyndir og tómarúmið er
stórt. Fjölskylda og aðstandendur
Arents Claessens standa nú frammi
fyrir þessum raunveruleika. Barátta
hans við alvarlegan sjúkdóm var
orðin löng. Endalokin eru þó alltaf
jafn óvægin. Arent naut mikillar og
einlægrar umhyggju lækna og
hjúkrunarfólks Landspítalans. Fyrir
það þakkar fjölskylda hans af alhug.
Lífsþræðir okkar Arents fléttuð-
ust saman í hart nær fjóra áratugi.
Við vorum svilar og vinir. Fjöl-
skyldutengsl eru þýðingarmikil og
dýrmæt en vinátta, og sá drengskap-
ur sem henni fylgir, verður aldrei
fullþökkuð. Við Arent tengdumst
vináttuböndum. Fyrir það á hann
meiri þakkir skildar en sá sem þetta
ritar. Aldrei varð okkur sundurorða,
þó að við værum ekki ávallt sam-
mála um menn og máiefni. Um eitt
atriði í lífi okkar vorum vð þó ætíð
sammála, en það var að mikil gæfu-
spor stigum við þegar við giftumst
sytrunum Sigurlaugu og Ragnheiði,
dætrum Línu og Sigurðar S. Grön-
dal. Fjölskyldutengslin við þau hjón-
in, syni þeirra og þeirra fjölskyldur
mátum við mikils. Nú stendur sæti
Arents við það fjölskylduborð autt.
í það getur enginn sest.
Haft er á orði, að bamsaugun og
barnssálin skynji innsta eðli manns-
ins betur en fullorðnir. Börnin eru
mörg í fjölskyldum okkar Arents,
og áttu það sammerkt að laðast að
honum. Þau sáu hið góða sem í hon-
um bjó og fundu hlýju, einlægni og
alúð. Þessa nutu ekki síst dætur
hans, Hjördís og Hildur, í ríkum
mæli og síðar synir þeirra. Það er
ekki algengt að grunnt sé á þessum
góðu eiginleikum hjá mönnum með
jafn höfðinglega og fágaða fram-
komu og Arent hafði til að bera.
Þau voru glæsileg á velli hjónin Sig-
urlaug og Arent. Frá þeim stafaði
umhyggja og birta.
Það er ekki ætlan mín með þess-
um kveðjuorðum að rekja einstaka
atburði eða þætti frá hinum fjöl-
mörgu samverustundum okkar Ar-
ents, enda þótt af mörgu og ágætu
sé að taka. Minningamar frá þeim
mun ég gleyma með þakklæti og
virðingu fyrir vini mínum og svila,
Arent Claessen. Við Ragnheiður
sendum Sigurlaugu, bömum og öðr-
um aðstandendum samúðarkveðjur.
Birgir Þorgilsson.
Þegar andlátsfregn vinar og
venslamanns berst, stöðvast hjól
hversdagslífsins í einni svipan og
taka að snúast aftur á bak hægt og
hikandi. Minningar um hinn látna
vekja til lífsins horfna daga og um-
hverfí sem ekki er lengur til.
Á hernámsárunum sælu, mesta
breytingaskeiði í sögu íslensku þjóð-
arinnar, stóð bemskuheimili fjöl-
skyldu minnar vestur á Melum í
Reykjavík á efri hæð hússins Skál-
holti sem umlukt var hermanna-
bröggum og aðskiiið frá þeim með
himinhárri gaddavírsgirðingu. Til að
komast að húsinu þurfti að beygja
fram hjá skýli þar sem vopnaðir
hermenn stóðu vörð dag út og dag
inn og aka síðan upp afleggjara frá
Kaplaskjólsvegi.
Þegar ég var að leik við skýlið,
sjö ára gamall snáði, bar það oft við
að svartur fólksbíll af Buick-gerð
stansaði, rúða var dregin niður og
til mín kallað:
„Viltu sitja í?“
Leikbræður mínir litu mig öfund-
araugum, er ég sté upp í glæsivagn-
inn og fékk að aka stuttan spöl með
verðandi mági mínum, Arent Claess-
en yngri. Þetta var upphafíð að
ævilöngum kynnum okkar, og mig
langar til að þakka fyrir þau fáum
orðum að leiðarlokum.
Arent Claessen fæddist 1. apríl
árið 1924 og var því 69 ára gamall
er hann lést. Foreldrar hans voru
Arent Claessen, stórkaupmaður og
t
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengda-
móðir og amma,
RÓSAMUNDA HERMANNSDÓTTIR,
Rauðalæk 39,
sem lést á heimili sínu 7. september
verður jarðsungin frá Laugarneskirkju
föstudaginn 17. september kl. 15.00.
Sigurgeir Jónsson,
Viðar Sigurgeirsson, Áslaug Pétursdóttir,
Jakobína G. Sigurgeirsdóttir,
Sigurgeir Birgisson, Stella Þórisdóttir,
Pétur Viðarsson, Rósa Viðarsdóttir,
Jóakim ÞórGrue,
og barnabarnabörn.
t
Eiginmaður minn, sonur, faðir, tengdafaðir og afi,
ARNÓR LÚÐVÍK SIGURÐSSON
skipstjóri,
Fjarðarstræti 17,
ísafirði,
lést í sjúkrahúsinu (safirði þriðjudaginn 14. september.
Hulda Jónsdóttir,
Gunnar Arnórsson,
Jóna Arnórsdóttir,
Sigurður Arnórsson,
Sölvi Arnórsson,
Marinó Arnórsson
og barnabörn
Guðmunda Bæringsdóttir,
Sigurbjörg Þorkelsdóttir,
Gunnar M. Gunnarsson,
Sandra Arnórsdóttir,
Sigríður Sigurðardóttir,
t
Móðir mín og tengdamóðir,
GUÐRÚN FR. GUÐMUNDSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. september
kl. 15.00.
Njáll Þorsteinsson,
Lovísa M. Marinósdóttir.
aðalræðismaður (1887-1968), og
kona hans, Helga Kristín (1889-
1962), dóttir Þórðar Guðmundssonar
verslunarmanns frá Hól í Reykjavík.
Arent eldri gerðist ungur fulítrúi hjá
fyrirtækinu 0. Johnson & Kaaber,
en varð síðan einn af eigendum þess,
forstjóri og stjómarformaður. Hann
var sonur Valgards Claessens og
síðari konu hans, Önnu Möller. Valg-
ard var fæddur í Danmörku, en sett-
ist að hér á landi, var fyrst kaupmað-
ur á Sauðárkróki, en síðan landsfé-
hirðir í Reykjavík. Hálfbræður Ar-
ents eldri voru Eggert Claessen
málflutningsmaður og Gunnlaugur
Claessen yfirlæknir.
í æsku kom ég á heimili þeirra
mætu hjóna Helgu og Arents Claess-
ens á Laufásvegi 40 og einnig í sum-
arbústað þeirra á Þingvöllum. Sann-
kallaður menningarbragur ríkti í rík-
mannlegum húskynnum þeirra og
þar var gestum sýnd meiri rausn og
alúð en ég hafði áður kynnst.
Þeim hjónum varð fímm barna
auðið. Elstur var Jean, fram-
kvæmdastjóri Kaffíbrennslu 0.
Johnsons & Kaaber, en hann kvænt-
ist Jóhönnu Guðbjartsdóttur; önnur
í röðinni var Sigríður, sem giftist
Þórði Þorbjarnarsyni fískifræðingi;
þriðji var Haukur, lögfræðingur og
varaflugmálastjóri, sem kvæntist
Guðrúnu Ambjarnardóttur, en hann
lést sviplega í flugslysi 26. mars
1973; næstyngst er Helga, gift Frið-
riki Dungal, en hún er nú ein á lífi
af systkinunum fímm, og yngstur
var Arent sem jarðsunginn er í dag.
Arent Claessen og Sigurlaug
Gröndal giftu sig að stríðinu loknu,
hinn 3. nóvember 1945. í brúðkaup-
inu var hlegið að mér, sakleysingjan-
um, þegar ég heimtaði að systir mín
kæmi aftur heim í Skálholt og héldi
áfram að eiga þar heima, þótt hún
væri gift.
Ungu hjónin hófu búskap sinn
erlendis en fluttust á Vatnsnesveg
11 í Keflavík 1947, og undu þar hag
sínum vel. Síðar bjuggu þau í
Reykjavík, lengst af við Flókagötu
og í Rauðagerði. Arent var útgerðar-
maður um árabil, framkvæmdastjóri
Hraðfrystistöðvar Keflavíkur, en
gerðist síðan stórkaupmaður. Hann
var athafnamaður af lífí og sál og
viðskipti og framkvæmdir áttu hug
hans allan. Áhugi hans á tæknileg-
um nýjungum, sem til framfara
horfðu, var jafnan mikill og oft var
hann fljótur að tileinka sér þær.
Arent var fríður sýnum og líktist
mjög föður sínum í útliti; yfírbragð-
ið höfðinglegt, svipurinn hreinn og
lundin létt. Honum léku ævinlega
spaugsyrði á vörum og nærvera
hans hafði þægileg og uppörvandi
áhrif.
Fátt var Arent dýrmætara en
heill og hamingja fjölskyldunnar; því
kynntist ég vel, er ég bjó andspænis
honum á Flókagötu, ungur mennta-
skólanemi í föðurhúsum. Umhyggju
hans og nærgætni nutu vel dætur
hans og Sigurlaugar, en þær eru
tvær: Hjördís, lyfjafræðingur, gift
Jóni Eyjólfí Jónssyni lækni, og Hild-
ur, skrifstofutæknir, en maður henn-
ar er Skapti Steinbjörnsson og búa
þau myndarbúi á Hafsteinsstöðum í
Skagafirði.
Síðustu tólf ár ævi sinnar átti
Arent við alvarleg veikindi að stríða
og þurfti oft að dveljast langdvölum
á sjúkrahúsum. Undravert var, hve
vel og karlmannlega hann bar sjúk-
leika sinn; jafnvel nokkrum dögum
áður en hann lagðist banaleguna var
hann hress í bragði og æðraðist ekki.
Ég vil ljúka þessum fáu línum
með því að votta systur minni, dætr-
um hennar og fjölskyldum þeirra
innilega samúð okkar hjóna og kveð
Arent Claessen hinstu kveðju með
orðum Einars Benediktssonar
skálds:
Að eilífðar ljósi bjarma ber,
sem brautina þunp greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
Gylfi Gröndal.
t
Okkar kaera systir, mágkona og frænka,
ÁGÚSTA SVEINSDÓTTIR,
Miðtúni 3,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í
dag, fimmtudaginn 16. september,
kl. 15.00.
Sigurjón Sveinsson, Halla Hersir,
Edda Sigurjónsdóttir,
Viðar Sigurjónsson, Selma Abasí,
Ómar Sigurjónsson,
Sveinn Sigurjónsson.
t
Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
GUÐJÓN JÓHANNESSON
byggingameistari,
Patreksfirði,
verður jarðsunginn frá Patreksfjarðarkirkju laugardaginn 18. sept-
ember kl. 14.00.
Erla Guðjónsdóttir,
Friðrik Vagn Guðjónsson, Kristin S. Ámadóttir,
Hermann Guðjónsson, Bertha S. Sigurðardóttir,
Guðjón Jóhannes Guðjónsson, Vivienne Iverson,
Björgvin Guðjónsson, Hjördís Hjartardóttir,
Dýrleif Guðjónsdóttir, Óðinn Þórarinsson
og barnabörn.
t
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
JÖRUNDURPÁLSSON
arkitekt,
verður jarðsunginn föstudaginn 17. september nk. frá Hallgríms-
kirkju kl. 13.30.
Guðrún Stefánsdóttir
og börn.
Arent Claessen stórkaupmaður
fæddist 1. apríl 1924. Hann andað-
ist 7. september sl. Foreldrar hans
voru Arent Claessen stórkaupmaður
og kona hans Helga Þórðardóttir.
Börn þeirra voru fimm, tvær stúlkur
og þrír drengir.
Arent byijaði ungur að starfa við (
verslun föður síns. Þá hóf hann nám
í Verslunarskóla íslands og lauk
prófí þaðan. Vann hann fyrst nokkuð (
sjálfstætt við heildsölu, en fljótlega
tók hann þá stefnu að starfa við fisk-
verkun og útgerð. |
Árið 1947 flyst hann með konu
sinni til Keflavíkur. Það má segja,
að þessi breyting á störfum hans
hafí orðið honum sem eins konar.
nýr skóli. Hann var fljótur áð setja
sig inn í hinar ýmsu fískverkanir,
salt eða frystingu og útgerð. í þessu
sambandi hafði hann með frystihús
að jgera.
Arið 1960 breytir hann aftur til
og flyst til Reykjavíkur. Tekur upp
þráðinn þar sem fyrr var frá horfíð,
heildsölu. Var ekki annað að sjá, en
að lífið mundi blasa við honum.
Hann var kominn með mikla lífs-
reynslu og var sjálfur á góðum aldri. .
Nokkru síðar fór að bera á því, að
hann gengi ekki heill til skógar. (
Leitað var lækninga, bæði hér heima
og erlendis. Bati fékkst um nokkra
stund, og bjartar vonir, en svo sæk- (
ir í gamla farið. Vonir bregðast og
aftur eru læknarnir að lækna, og
vonin kemur aftur — og aftur bregð- (
ast vonir.
Batinn stendur alltaf svo stutt,
að ekki vinnst tími til að takast á
við lífið sjálft og störf. Svona vonir
og vonbrigði geta myndað sálarstríð,
ef sjúklingurinn er^kki því sterkari.
í samtölum við Arent, hvort held-
ur hann var í lægð eða hæð líkam-
lega eða andlega séð, var hann allt-
af jafn bjartsýnn og gerði ráð fyrir
að þetta mundi lagast fljótlega. Ég
tel líkur á því, að einmitt þessi bjart-
sýni hans hafí gefíð honum lengra
líf — sem um leið gaf honum tæki-
færi til að auka yfírsýn yfír hið
margbreytilega líf okkar allra.
Á svona erfiðum tímamótum vilja
margir bugast og falla fyrir aldur
fram vegna svartsýni. Ég tel að
Arent hafí staðist þetta próf.
Arent var mjög góður í allri við- I
kynningu og gaman að ræða við
hann um hin ýmsu mál.
Arent var kvæntur Sigurlaugu |
Gröndal. Hún var hans stoð og
stytta. Sigurlaug var venjulega köll-
uð Laulau. Hún er kona sérstaklega
mikið þroskuð, ég vil segja svo að
af ber. Það er ánægjulegt að ræða
við Laulau, hún er einhvern veginn
þannig, að maður fer sem betri
maður af hennar fundi, það er eins
konar andleg hressing.
Þau hjón eignuðust tvær fóstur-
dætur og hafa þær orðið þeim mikið
gleðiefni. Meðan þau hjónin bjuggu
í Keflavík mynduðust með okkur
sterk vináttubönd sem við af alhug
þökkum.
Blessuð sé minning Arents.
Huxley Ólafsson.
ERFIDRYKKJUR
* Verð frá kr. 850-
P E R L A ín sími 620200
Erfidrykkjur
Glæsileg kiiiii-
IilaðÍKirð íidlegir
sídir og mjög
góö þjónustit
Uþplýsingar
í sínta 2 23 22
0
, FLUGLEIDIR
Utel uminiK