Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 52

Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 52
 Wtip% hewlett mL'HÆ packapd HPÁ iSLANOI H F Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91)671000 Fró möguleika til veruleika MOHGUNBLADW, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 69IIS1, PÓSTHÓLF 3040 / AKUREYRl: HAFNARSTRÆTI 85 FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Þróun á nefúða í stað stungulyfja 11 fótboltahetjur og 6.327áhorfendur Morgunblaðið/Bjami SKAGAMENN bundu enda á sigurgöngu hollenska meistaraliðsins Feyenoord með frábærum leik í Laugardal, þar sém ellefu hetjur Skagamanna á vellinum og 6.327 áhorfendur fögnuðu sætum sigri, 1:0, í Evrópukeppni meistaraliða, en það er mesti áhorfendafjöldi á Laugardalsvellsvellinum síðan 1990. Þá sáu 8.388 áhorfendur landsleik íslands og Frakklahds. Það var Ólafur Þórðarson sem skoraði stórglæsilegt skallamark á 74. mín og tryggði íslands- og bikarmeisturunum sigur. Hér á myndinni liggur hann á vellinum og fagnar marki sínu ásamt Haraldi Ingólfssyni. Sjá bls. 50 og 51. Tilraunir -á fólki um áramótin ÞRÓUN á nýju lyfjaformi fyrir bóluefni er vel á veg komin hjá fyrirtækinu Lyfjaþróun hf. Hug- myndin er að bólusetja gegn ýms- um smitsjúkdómum með nefúða í stað stungulyfs. Að sögn Sveinbjörns Gizurarson- ar, verkefnisstjóra Lyfjaþróunar, er málið komið á það stig að stefnt er að því að gera fyrstu tilraunir á fólki um næstu áramót. í lokaathugunum felst m.a. að athuga hvort bólusetn- ^ ing með nefúða hafi áhrif á hreinsun- árfærni bifhára. Nú liggur fyrir að gera siíkar athúganir á froskum sem fluttir hafa verið til landsins í því skyni. Bólusetning með nefúða í stað stunguefna hefur að sögn Svein- bjöms þann stærsta kost að bóluefn- inu er úðað á slímhimnuna og þann- ig er hægt að ná fram mótefnasvör- un á öllum slímhimnum líkamans. Lyfjaþróun hf. hefur gert rann- sóknar- og þróunarsamning við Stat- ens Seruminstitut í Danmörku vegna þessarar bólusetningaraðferðar, en samningurinn felur að sögn Svein- bjöms í sér réttláta eignaraðild að þeim verkefnum sem fyrirtækin vinna sameiginlega. Morgunblaðið/Bjarni Froskar í tilraunir SVEINBJÖRN Gizurarson, verk- efnisstjóri Lyfjaþróunar, heldur hér á einum af froskunum. Heimilislæknar skora á landlækni, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra Lög um stera verði í sam- ræmi við lös* um fíkniefni Á AÐALFUNDI Félags íslenskra heimilislækna, sem fram fór í gærkvöldi, var samþykkt ályktun, þar sem skorað er á land- lækni, heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að beita sér fyrir því að þegar verði sett lög, sem banna einstaklingum inn- flutning og dreifingu anabóliskra stera og skyldra efna. Lagt er til að þau verði í samræmi við lög um fíkniefni. Síldarútvegsnefnd í samningum við kaupendur í Evrópu Samið um sölu á 20 þús- und tunnum til Finnlands SÍLDARÚTVEGSNEFND á nú í samningum við saltsíldarkaupendur í Evrópu en þegar hefur verið gengið frá samningi um sölu á 20.000 tunnum til Finnlands. Þetta er ívið meira magn en samið var um í fyrra er salan nam rúmlega 19.000 tunnum. Viðræður standa yfir við kaupendur í Svíþjóð og Danmörku. ^e. í fyn-a var samið um sölu á 24.000 tunnum til Svíþjóðar og 17.000 tunn- um til Danmerkur en ekki tókst að standa við þá samninga sökum þess hve mikið af síldaraflanum fór í bræðslu. Alls vantaði um 10.000 tunnur upp á að hægt væri að standa við alla samninga. Gunnar Jóakims- son framkvæmdastjóri Síldarútvegs- nefndar segir að nefndin eigi örugg- lega eftir að súpa seyðið af því. „Það liggur fyrir að stærstu kaupendumir í Svíþjóð og Danmörku voru mjög óánægðir með að okkur tókst ekki að standa við þá samninga sem gerð- ir voru í fyrra,“ segir Gunnar. „Og það er ekki spurning að slíkt kemur niður á okkur nú. Við höfum verið þekktir fyrir að standa við gerða samninga og það álit beið hnekki.“ Hvað varðar verð fyrir síldina sem samið hefur verið um til Finnlands segir Gunnar að miðað við hið erfiða efnahagsástand í landinu megi telja verðið viðunandi. Hvað varðar verð á saltsíld til Svíþjóðar og Danmerkur segir Gunnar að samningar séu ekki það langt á veg komnir að hægt sé að greina frá því. Síldarvertíð að hefjast Síldarvertíð hefst væntanlega um mánaðamótin september/október. Heija má veiðamar 1. september en undanfarin ár hefur síldin ekki gefið sig fyrr en undir lok mánaðarins. í fyrra kom fyrsta síldin á land þann 21. september. Kvótinn nú nemur 100.000 tonnum. Margrét Georgsdóttir fylgdi til- lögunni úr hlaði á aðalfundi Félags ísl. heimilislækna og sagði hún í samtali við Morgunblaðið að lengi hefði verið rætt um nauðsyn þess að breyta lögunum í þessa vera, en erfíðlega hefði gengið að koma breytingunum í gegn. Fréttir und- anfama daga af miklum sterainn- flutningi hefðu fyllt mælinn og því hefði hún ákveðið að leggja tillög- una fram. 40 lyfjapróf frá áramótum Lyíjamisnotkun í íþróttum er þekkt víða um heim, en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er mik- ill meirihluti notkunar utan keppn- isíþrótta. Lyfíaeftirlitsnefnd íþróttasambands Islands hefur t.a.m. tekið liðlega 40 lyijapróf frá áramótum á íslenskum íþrótta- mönnum innan vébanda ISÍ og hafa þau öll verið neikvæð, þ.e. ekkert athugavert hefur komið í ljós. Anabólískir sterar era mest misnotaðir og getur mikil hætta stafað af notkun þeirra, m.a. hjartasjúkdómar og æðakölkun, sem getur valdið kransæðastíflu og skyndidauða. Samstarf hefur verið með land- læknisembættinu, menntamála- ráðuneytinu og íþróttasambandi íslands um fyrirbyggjandi aðgerðir og fyrir tveimur mánuðum gaf samstarfshópurinn út veggspjald, sem varar við hættu af steranotk- un, og hefur því verið dreift í íþróttahús, skóla og líkamsræktar- stöðvar. I fyrmefndri ályktun er m.a. lagt til að notkun umræddra lyfja verði óheimil nema samkvæmt ávísun frá lækni og slíkar ávísanir verði eftirritunarskyldar. ----- ♦ ♦ ♦---------- Bónus flytur inn dansk- an kalkún UM HELGINA fær Jóhannes Jónsson í Bónus um 200 kíló af dönskum kalkúnalærum til landsins með flugi og mun kílóið kosta 260 krónur í Bónus. Fram til þessa hefur landbúnað- arráðherra sagt innflutning á svína- kjöti óþarfan þar sem birgðir í land- inu væru nægar. Ekki munu þau rök eiga við þegar kalkúnakjöt er annars vegar því einungis einn kalkúnaframleiðandi er á íslandi og hefur hann hingað til ekki náð að anna eftirspum. Sjá bls. 22: „Jóhannes . . .“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.