Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 12

Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 UM HELGIIMA Myndlist „Glerþrenna“ í Hafnarborg menningar- og lista- stofnun Hafnarflarðar stendur yfir sýningin „Glerþrenna". Að sýning- unni standa Inga Elín Kristinsdóttir, Lharne Tobias Shaw og Svafa Björg Einarsdóttir. Sýningin spannar vítt svið á meðhöndlun á gleri og m.a. eru á sýningunni glermyndir í glugga, glerskúlptúrar, skálar, vasar o.fl. Elisabeth Zeuthen Schneider Kór Langholtskirkju. Styrktartónleikar Orgelsjóðs Langholtskirkju Þetta er fýrsta sýning Lharne og Svöfu á íslandi en Inga Elín hefur haldið flölmargar sýningar hérlend- is. Sýningunni lýkur mánudaginn 4. október. hen Schneider. Hún hefur komið fram sem einleikari með öllum helstu hljómsveitum Danmerkur og ferðast víða sem einleikari og með kammer- hónnm Sungið og o O Í0IK1O a icttuiii ÍIULUIII Hogiía Sigurðardóttir sýnir í Slunkaríki Sýning á verkum Högnu Sig- urðardóttur artkitekts stendur nú yfir í Slunkaríki á Isafirði. Högna er fædd í Vestmannaeyjum 1929. Hún stundaði nám í húsagerðarlist við Ecole Nationale Supérieure des Beaux-Arts í París og útskrifaðist þaðan árið 1960. Hún hefur búið nær allan sinn starfsaldur í Frakk- landi og flest hennar stærri verk eru þar. Högna hefur unnið til flölda verðlauna. Á sýningunni er brugðið upp mynd af nokkrum helstu verka hennar. Sýningunni lýkur 14. október n.k. Tónlist Tríó Reykjavíkur Sunnudaginn 3. október kl. 20 verða fyrstu tónleikar starfsársins í tónleikaröð Tríós Reykjavíkur og Hafnarborgar, menningar- og lista- stofnunar Hafnarljarðar. Gestur á tónleikunum verður danski fiðiuleikarinn Elisabeth Zeut- Tríó Reykjavíkur skipa þau Hall- dór Haraldsson píanóleikari, Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari og Gunnar Kvaran sellóleikari. Á efnis- skránni verður tríó eftir Haydn sem nefnt hefur verið „Sígaunatríóið", sonatína eftir Dvorák og píanókvart- ett í g-moll eftir Brahms. Kvlkmyndir Norrænar kvikmyndir fyrir börn Sýningar á norrænum kvikmynd- um fyrir böm hefjast að nýju sunnu- daginn 3. október kl. 14 í Norræna húsinu. Kvikmyndasýningar verða á hveijum sunnudegi kl. 14 fram að jólum. Fyrsta myndin sem sýnd verður er „Pippi Lángstrump gár till havs“ og er byggð á fyrstu sögu Astrid Lindgren um Línu Langsokk, sterk- ustu stelpu í heimi, og vini hennar þau Önnu og Tomma. Sýning myndarinnar tekur um eina klukkustund og er hún með sænsku tali. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. HÓPUR þekkts tónlistarfólks hittist á tónleikuni í Langholts- kirkju á sunnudag-inn klukkan fjögur síðdegis. Það vill leggja sitt af mörkum til söfnunar fyr- ir orgeli í kirkjuna. Dagskrá þessara styrktartónleika orgel- sjóðsins verður á léttum nótum, með Blásarakvintett Reykjavík- ur, Karlakór Reykjavíkur, söng- kvartettinn Út í vorið og Auði Hafsteinsdóttur fiðluleikara.. Styrktartónleikarnir hefjast með söng Karlakórsins, sem hald- ið hefur fjölmarga tónleika í Langholtskirkju og jafnan fyrir fullu húsi. Þar á eftir spilar Blás- arakvintett Reykjavíkur léttklass- íska tónlist, en meðlimir hans eru þekktir langt út fyrir landsteinana fyrir hljóðfæraleik sinn. Þess má geta að útgáfufyrirtækið Chandos er nú að gefa út fimm geislaplöt- ur með Blásarakvintettinum og ákváðu hinir kröfuhörðu upptöku- menn fyrirtækisins að upptakan skyldi fara fram í Langholts- kirkju. Auður Hafstelnsdóttir fiðluleik- ari. Auður Hafsteinsdóttir og Guð- ríður Steina Sigurðardóttir leika þar á eftir falleg verk eftir Edw- ard Elgar og Jules Massenet. Þá syngur kvartettinn Út í vorið nokkur lög. Hópurinn hefur vakið verðskuldaða athygli síðan hann sló í gegn í Siguqónssafni í sumar. í lok tónleikanna syngur Kór Langholtskirkju ásamt Ólöfu Kol- brúnu Harðardóttur lög úr vinsæl- j um söngleikjum. „Memory" úr Cats, syrpu úr South Pacific, „You will never walk alone“ úr Carousel | og „Oklahoma" úr samnefndum söngleik. Kynnir á tónleikunum verður | Jóhann Sigurðarson leikari. Styrktartónleikarnir verða einnig á þriðjudags- og miðvikudags- kvöld í Langholtskirkju með sama sniði og á sunnudag að því frá- töldu að djassbandið Kuran Swing kemur í stað kvartettsins Út í vorið. Kuran Swing mun spila klassískan djass, en þeir hafa vakið sérstaka athygli fyrir vand- aðan tónlistarflutning og létta sveiflu. Miðar á tónleikana fyrir aðra en fasta styrktaraðila eru seldir í Langholtskirkju. Óhefðbundnar lækningar Ráðstefna á vegum Snæfellsáss, haldin í Háskólabíói, sunnudaginn 3. október 1993 frá kl. 10 - 16.30. • Snæfellsás hf hefur ákveðiö að halda ráðstefnu um óhefðbundnar lækningar, þróun þeirra og hinar ýmsu greinar hennar. • Fjallað verðurum fjölmargar hliðar óhefðbundinna lækninga, baráttu fyrir viðurkenningu, og nokkr- ar tegundir þeirra kynntar. • Rætt verður um nýja stefnumörkun í heilbrigðisþjónustu, og hvort rétt sé að háskólagengnir lækn- ar hafi einir rétt til að lækna og bæta líðan fólks. • Tilgangur ráðstefnunnar er að fá óhefðbundnar og hefðbundnar lækningar til að taka höndum saman til að viðhalda heilbrigði og koma í veg fyrir sjúkdóma, í stað þess að taka ávallt við fólki þegar það er orðið sjúkt. Dagskra: • Setning ráðstefnunnar. Guðlaugur Bergmann, frkvstj. • Trú og heilsa. Sigurður Jónsson frkvstj. • Áhrif segulsviðsmengunar á heilsuna. Einar Þorsteinn Ásgeirsson, verkfr. • Sagaogáhrifilmkjarnaolía. Selma Júlíusdóttir nuddari. • Yoga, leið til heilbrigðis. Jón Ágúst Guðmundsson, yogakennari. • Áhrif fæðu á heilsuna. Dr. Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur. • Jurtalækningar, uppruni og hefðir. Einar Logi Einarsson, grasalæknir. • Viðhorf landlæknis til óhefðbundinna lækninga. Ólafur Ólafsson, landlæknir. • Lúpínuseyði við krabbameini. Ævar Jóhannesson, tæknimaöur. • Innri leiðir til bættrar heilsu. Guörún Óladóttir, reikimeistari. • Óhefðbundnar lækningar um alla jörð. Guðmundur Einarsson, verkfr. • Fæða, heilsa og nútíma læknisaðferðir. Hallgrímur Þ. Magnússon, læknir. • Læknisaðferðir framtíðarinnar. Úlfur Ragnarsson, læknir. • Ný stefnumörkun í heilbrigðismálum. Guðrún Bergmann, frkvstj. • Reynslusögur sjúklinga og meðferðaraðila. Umræður og fyrirspurnir. Aðgangseyrir aðeins kr. 700,- sama verð allan tímann. Ráðstefnan er öllum opin, og ágóði rennur til uppbyggingar á andlegri miðstöð við Snæfellsjökul. Snæfellsás hf. áskilur sér allan rétt til breytinga á dagskrá. Á Blásarakvintett Reykjavíkur. xxallgTÍmskirkja 1 Saurbæ Goldbergtilbrigði Jo- hanns Sebastians Bachs HELGA Ingólfsdóttir, sembal- leikari, mun halda einleikstón- leika í Hallgrímskirkju í Saurbæ, þriðjudagskvöldið 5. október kl. 20.30. Á efnisskrá hennar er eitt af stórverkum Johanns Sebastians Bachs svonefnd Golbergtilbrigði sem hann lauk við árið 1741 níu árum fyrir andlát sitt. Golbergtilbrigðin er eitt af vin- sælustu verkum höfundarins fyrir hljómborð. Tónleikar þessir eru liður í tón- iistarkynningu Féiags íslenskra tónlistarmanna á landsbyggðinni og fer þá jafnan saman að haidnir eru almennir tónleikar og tónlist kynnt í skólum. Þannig mun Helga spjalla við nemendur í Heiðarskóla í Hvalfirði um gamla tónlist, semb- alinn sinn og leika fyrir þá. Helga mun flytja sömu dagskrá á Akureyri og á Blönduósi síðar í októbermánuði. Helga Ingólfsdóttir, semballeik- ari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.