Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 19

Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 19 Rýmum fyrir nýjum vörum. Allar eldrí gerðir af rúmum seldar með 30% afslætti. TILBOO VIKUNNAR Auobrekku 3 Kópavogi (91)4 04 60 Skeifunm 13 Reykjavík (91)68 74 99 Norðurtanga 3 Akureyri (96) 2 66 62 Endurtekin réttarhöld vegna tyrkneska forræðismálsins 7. október KÆRA vegna brota Halims Al, fyrrum eiginmanns Sophiu Han- sen, á umgengnisrétti hennar við dætur þeirra á síðasta ári og það sem af er þessu ári hefur verið send Mannréttindadómsstólnum í Strassborg til meðferðar. End- urtekin réttarhöld vegna forræð- ismálsins í undirrétti fara fram 7. október. Sigurður Pétur Harðarsson, stuðningsmaður Sophiu, sagði að vegna þess að tyrknesk stjómvöld hefðu ekkert aðhafst vegna samtals 24 brota Halims Al á umgengnis- rétti Sophiu á síðasta ári og því sem liðið væri af þessu ári hefði verið ákveðið að leggja málið fyrir Mann- réttindadómsstólinn. „Þar sem það er verulegt mannréttindabrot að móðir fái ekki að hitta dætur sínar og dæturnar ekki móður sína var ákveðið að fara þá leið að leggja málið fyrir dómsstólinn. Svara það- an, með upplýsingum um dagsetn- ingu á fyrirtekt málsins, er von eftir 3-4 vikur,“ sagði Sigurður Pétur en það er Hasíp Kaplan, tyrk- neskur lögmaður Sophiu, sem legg- ur málið fyrir. Hann hefur áður lagt 4 mál fyrir dómstólinn og unn- ið þau öll." Réttarhöld Endurtekin réttarhöld í undirrétti Sögustund á síðdegi í Viðey SÖGUSTUND verður í Viðeyjar- stofu sunnudaginn 3. október og hefst hún kl. 14. Jón Böðvarsson, ritstjóri, flytur erindi um Ólaf Stefánsson, stiftamtmann, leikin verða á píanó og flautu lög frá aldamótunum 1800 og loks verð- ur, í Viðeyjarkirkju, helgistund í Leirgerðarstíl. Borgaryfirvöldum og forráða- mönnum Viðeyjar er það áhugamál að í Viðeyjarstofu verði, eftir því sem unnt er, hugað að íslenskri •)- sagnfræði og menningu, ekki síst á þeim sviðum, sem tengjast sögu Viðeyjar í aldanna rás. Því verður nú, þriðja árið í röð, efnt til sögustundar á haustdögum á lofti Viðeyjarstofu og hefst hún kl. 14, en bátsferðir verða úr Sunda- höfn kl. 13.30 og 13.45. Að þessu sinni er tilefnið að í ái eru tvær aldir liðnar frá því að Við- ey varð stiftamtmannssetur og un leið æðsta embættissetur landsins Þetta varð,. er Ólafur Stefánsson fyrsti íslenski stiftamtmaðurinr fékk eyna til aðseturs 1793 og sal þar þau 10 ár sem hann átti þá eftir í embætti. Jón Böðvarsson rit- stjóri er ágætlega kunnugur sögu Ólafs og enda þekktur fyrir að segja vel frá. Hann flytur erindi um Ólaf. Þórir Stephensen, staðarhaldari, mun í stuttu ávarpi ræða forystu- hlutverk Viðeyjar á öðrum sviðum. Einnig leika þau Marteinn H. Frið- riksson og Marital Nardeau á píanó og flautu, lög frá síðustu áratugum 18. aldar og fyrstu áratugum 19. aldar, lög sem líklegt er taliö að hafí oft hljómað á heimili Ólafs stift- amtmanns og Magnúsar Stephen- sens sonar hans. í lok samkomunnar verður boðið upp á síðdegiskaffi en samverunni lýkur með því að gengið verður til kirkju og hlýtt á helgistund, sem verður flutt að hætti Leirgerðar. Reiknað er með að samvera þessi taki ekki lengri tíma en svo að menn verði komnir í land um kl. 16.30. Aðgangseyrir er enginn og allir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. í forræðismáli Sophiu Hansen verða á sjöunda tímanum að morgni 7. október næstkomandi. „Málið verð- ur þá tekið aftur fyrir eftir að hæsti- réttur, 25. febrúar, vísaði málinu aftur heim í hérað vegna ýmissa formgalla og felldi úr gildi dóm undirréttar frá því 12. nóvember á síðasta ári,“ sagði Sigurður. Sophia hefur legið á sjúkrahúsi vegna lungnabólgu og hefur því ekki getað ýtt á að umgengnisréttur hennar sé virtur í Tyrklandi. Hún leggur fram læknisvottorð veikindum sín- um til staðfestingar við réttarhöldin _ 7. október. Sami dómari Sami dómari tekur málið fyrir nú og fyrir tæpu ári en Gunnar Guðmundsson, lögfræðingur Sop- hiu, segir að rannsóknardómari, sem skipaður hafí verið af tyrk- neska dómsmálaráðuneytinu, hafi brýnt fyrir dómaranum að fram- fylgt verði almennum réttarfars- reglum, t.d. með því að fara vel yfír málstað beggja málsaðila. RYMINGARSALA A RUMUM! DROFN VIÐHALD SKIPA 8c FASTEIGNA STOFNAÐ 1941 Viðhald - endurbætur Getum bætt við okkur ýmiskonar viðhaldsverkefnum t.d. klæðningum, þakviðgerðum, glugga- og glerskiptum ásamt ýmiskonar steypuviðgerðum. £ Einnig getum við tekið að okkur allskyns inniverkefni. I Upplýsingar hjá Dröfn hf. í síma 654880. Brot Halims kærð til Mannréttindadómstóls (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.