Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 18

Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 Stofnun hlutafélags um skinnaiðnað Hlutafjársöfnun sögð á lokastigi LEIGUSAMNINGUR rekstrarfélags Landsbanka íslands á eigum þrota- bús Islensks skinnaiðnaðar hefur verið framlengdur til 15. október næstkomandi. Verið er að safna hlutafé upp á 45 milljónir króna vegna stofnunar nýs hlutafélags um rekstur skinnaiðnaðarfyrirtækis sem fyrirhugað er að taki við um miðjan mánuð. Ásgeir Magnússon, framkvæmda- stjóri Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, sem haft hefur umsjón með stofnun hins nýja hlutafélags um skinnaiðn- aðinn sagði að ekki hefðu enn borist ákveðin svör við fyrirspumum úm hlutafjárframlög og því hefði ekki orðið af því að nýtt fyrirtæki tæki við rekstrinum nú um mánaðamótin. „Við náðum ekki að koma þessu heim og saman fyrir mánaðamótin eins og við vorum að vona, til þess vorum við ekki búin að fá nægjan- lega örugg og ákveðin svör frá þeim aðilum sem við erum að leita eftir hlutafé frá,“ sagði Ásgeir. Gunnar Kr. Jónasson opnar sýningu á verkum sínum í Listhúsinu Þingi á morgun. Gunnar á Stíl held- ur sýningu í Þingi GUNNAR Kr. Jónasson opnar myndlistarsýningu í Listhúsinu Þingi á morgun, laugardaginn 2. október, en þar sýnir hann tólf málverk sem máluð hafa verið á síðustu þremur árum. Sýningin stendur til 10. október og er opin frá kl. 17 til 20 virka daga og frá 14 til 20 um helgar. Danskur kvartett í Blómahúsinu KVARTETT danska saxófónsleik- arans Christians Vuust heldur tón- leika í Blómahúsinu í kvöld, föstu- dagskvöldið 1. október, kl. 20. Christian Vuust hefur víða komið við á ferli sínum, hann stundaði nám við Berklee í Boston og var um hríð í Gana að kynna sér þarlenda tón- list. Kvartett hans er tveggja ára gamall og hefur leikið á Norðurlönd- um, Lettlandi og Spáni. Nýtt félag tekur við um miðjan mánuð Hann sagði að svör við fyrirspurn um hlutafjárframlög hefðu borist og væru að berast þessa dagana, þann- ig að hann gerði ráð fyrir að um miðjan mánuð ætti málið að liggja ljóst fyrir. Leigusamningur rekstrar- félags Landsbankans, sem haft hefur rekstur þrotabúsins á leigu undan- farna mánuði, hefur því verið fram- lengdur til 15. október næstkomandi og er gert ráð fyrir að nýja hlutafé- lagið taki við rekstrinum eftir þann tíma. Gunnar Kristján Jónasson er fæddur á Akureyri árið 1956, hann hóf störf hjá Slippstöðinni og lauk þaðan námi í stálsmíði árið 1977. Hann gekk til liðs við myndlistar- manninn Guðmund Ármann sem stofnað hafði Teiknistofuna Stíl þar sem hann starfar enn og er kennd- ur við. Frá sautján ára aldri hefur áhugi Gunnars á listum og þá sérstaklega myndlist verið mikill og allan þann tíma hefur hann fylgst grannt með því helsta sem er að gerast í ís- lenskri myndlist, en sjálfur fór hann að mála fyrir fimmtán árum. Hann stundaði nám við málunardeild Myndlistarskólans á Akureyri í tæp þtjú ár. Golli sýnir ljósmyndir GOLLI, Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari, hefur opnað sýn- ingu á ljósmyndum i Café Ka- rolínu í Grófargili. Kjartan er Akureyringur, fæddur árið 1970. Hann lauk stúdentsprófí frá Menntaskólan- um á Akureyri árið 1990, hann var Ijósmyndari Dags á Akureyri um tveggja ára skeið, en síðasta vetur stundaði hann nám í Mont- pellier í Frakklandi. Nú í sumar starfaði hann' sem ljósmyndari Morgunblaðsins á Akureyri. Morgunblaðið/Rúnar Þór Golli, Kjartan Þorbjörnsson ljósmyndari, hefur opnað sýningu á ljósmyndum í Café Karolínu. Hádegistónleikar í Akureyrarkirkju VETRARSTARFIÐ í Akureyrar- kirkju er nú óðum að hefjast, en einn liður þess er að bjóða upp á hádegistónleika fyrsta laugardag hvers mánaðar og tengist efni tón- leikanna tímabili kirkjuársins hverju sinni. Á morgun, laugardaginn 3. októ- ber, kl. 12 leikur Björn Steinar Sól- bergsson organisti Akureyrarkirkju verk eftir Johann Sebastian Bach og Pál ísólfsson, en þess er nú víða minnst að 100 ár eru liðin frá fæð- ingu hans. Eftir tónleikana verður boðið upp á léttan hádegisverð í Safnaðarheim- ili Akureyrarkirkju. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Otvegsmenn Norðurlands Aðalfundur Útvegsmannafélags Norðurlands verður haldinn mánudaginn 4. október nk., kl. 13.30, á Hótel KEA, Akureyri. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Kristján Ragnarsson form. LÍÚ kemur á fundinn. Félagar fjölmennið. Stjórnin. Skattstjóri Norðurlands- umdæmis eystra, Akureyri Á skrifstofu skattstjóra Norðurlandsumdæmis eystra, Akureyri, er laust starf við endurskoðun á virðisaukaskatti og skattframtölum. Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í við- skiptafræði eða hafa sambærilega menntun eða víðtæka þekkingu og reynslu í skattamálum. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf óskast sendar skattstjóra Norðurlandsum- dæmis eystra, Hafnarstæti 95, 600 Akureyri, fyrir 12. október nk. Nánari upplýsingar eru veittar í síma 96-12400. Skattstjóri Norðurlandsumdæmis eystra. Fjölbreytt vetrar- starf í Glerárkirkju VETRARSTARF er að hefjast í Glerárkirkju og verður það fjölbreytt að vanda. „Trúrækni okkar á að vera fólgin í fleiru en að sækja kirkju á stórhátíðum og þegar merkisatburðir eru. Góður Guð vill fá að ganga með okkur í gegnum Iífið allt, ekki einungis á tyllidögum, heldur sér- hvern dag og hveija stund,“ segir í frétt frá Gunnlaugi Garðarssyni sóknarpresti um vetrarstarf kirkjunnar. Bamastarfíð verður í vetur á sunnudagsmorgnum kl. 11, en þar verða bömin frædd um fagnaðar- erindið. Fræðsludeild kirkjunnar hef- ur látið útbúa nýtt bamaefni fyrir veturinn og ber það heitið Litlir læri- sveinar. Hver samvera er byggð upp á miklum söng, sögustund, fræðslu og bænagjörð, en fyrsta samveran verður nk. sunnudag, 3. október. Fermingarstarfíð er þegar hafíð og koma fermingarböm einu sinni í viku til fræðslustundar auk þess sem vænst er að þau sæki guðsþjónustur ásamt foreldrum sínum. Æskulýðs- starf kirkjunnar er einnig hafíð, en fundir eru haldnir vikulega í safnað- arheimilinu kl. 17.30 á sunnudögum. Lúkasargudspjall Áhugahópur um bijóstagjöf og vöxt og þroska bama stendur fyrir opnu húsi í safnaðarheimilinu á þriðjudögum frá kl. 14 til 16. Biblíu- lestur og bænastund verður á laugar- dögum kl. 13 og verður Lúkasarguð- spjallið lesið í vetur og fá þátttakend- ur afhent skýringarefni jafn óðum. Fyrsti biblíulesturinn verður 2. októ- ber. Fyrirbænastundir verða í kirkj- unni kl. 18.15 á fimmtudögum og verður hin fyrsta fímmtudaginn 7. október. Hádegissamvera verður í kirkjunni á miðvikudögum frá kl. 12 til 13 og er boðið upp á léttan hádegisverð gegn vægu verði að lokinni helgistund í kirkjunni. Fyrsta hádegissamveran verður 13. október næstkomandi. Kvennastarf á vegum kirkjunnar er á þriðjudagskvöldum frá kl. 20.30 til 22.00 og einu sinni í mánuði eru sér- stök systrakvöld haldin með fjöl- breyttri dagskrá, það fyrsta verður 12. október næstkomandi og síðan 16. nóvember. Almennar guðsþjónustur og mess- ur verða að jafnaði kl. 14 á sunnudög- um, fjölskylduguðsþjónustur verða einu sinni í mánuði kl. 11. „Þunga- miðja alls safnaðarstarfs og allrar okkar persónulegu guðrækni er og verður umfram allt heilög messa. Okkur ber að rælq'a hana, því þar njótum við náðarmeðalanna sem góð- ur Guð hefur af forsjón sinni gefíð, okkur öllum til blessunar. Notum tækifæri sem Guð gefur til að auðga líf okkar af þeim fjársjóðum sem hann vill veita,“ segir í frétt sóknar- prestsins í Glerárkirkju. (Úr fréttatilkvniiio-ul Bindindisfélag ökumanna Afmælis- ráðstefna 40 ÁR voru liðin 29. septem- ber sl. frá stofnun Bindindis- félags ökumanna. Markmið félagsins hefur allan tímann verið að stuðla að bindindi og bættri umferðarmenningu landsmanna. Þennan tíma hef- ur félagið barist fyrir auknu örygg* * umferð, s.s. notkun og lögleiðingu bílbelta, notk- un ökuljósa allan sólarhring- inn o.s.frv. Þá er ótalin öku- leiknin sem félagið hefur und- anfarin 16 ár haldið til að skerpa á þekkingu og hæfni bílstjóra í umferðinni. Auk þess að minnast 40 ára í starfi félagsins mun félagið minnast þessara tímamóta með því að halda ráðstefnu í dag, föstudaginn _ 1. október, á Holiday Inn. Á ráðstefnunni mun verða leitast við að horfa til framtíðar undir heitinu: Umferð- in um aldamót. Hvers getum við vænst eftir 7 ár. Hvemig mun þróunin verða? Flutt verða fimm stutt erindi um efnið út frá mismunandi sjónarhornum auk pallborðsum- ræðna: Umferðarmannvirkin um aldamót, frá fulltrúa Vegagerð- ar ríkisins, Starf lögreglunnar um aldamót, Magnús Einarsson lögregluvarðstjóri, Umferðar- menning um aldamót, Óli H. Þórðarson framkvæmdastjóri Umferðarráðs, Maðurinn í um- ferðinni um aldamót, dr. Sigrún Stefánsdóttir og erindið Um- hverfísmál um aldamót, Einar Valur Ingimundarson efnaverk- fræðingur. Ráðstefnan hefst kl. 13 og að henni lokinni um kl. 15.30 mun félagið efna til samsætis í tilefni 40 ára afmælisins. (Fréttatilkynning) Opel sýning um helgina BÍLHEIMAR hf. Fosshálsi kynna margar nýjar gerðir Opel bíla um helgina. Kynntur verður hinn nýi Opel Corsa en framleiðsla á honum er nýhafin. Hann er fáanlegur þriggja og fimm dyra og með 1200 eða 1400 rúmsentimetra vélum. Opel Corsa kostar frá 899 þúsund kr. Þá verða kynntar nýjar gerðir Opel Astra, Vectra og Calibra. Opel Astra verður aðeins fáan- legur með 1400 rúmsentimetra vél og kostar hann frá 1.229.000 kr. Opel Vectra er hins vegar með 1.800 rúmsentimetra vél og kostar frá 1.497.000 kr. Hann verður fáanlegur fjögurra og fímm dyra og beinskiptur eða sjálfskiptur. Sjálfskiptingin er með spólvörn sem gerð er sér- staklega fyrir akstur í snjó. Loks verður kynntur Opel Calibra sportbíll með tveggja lítra vél. Hann verður sýndur með 150 hestafla vél en hægt verður að sérpanta þennan bíl með 200 hestafla vél. Ljósmynda- sýning á Akranesi LJÓSMYNDASÝNINGIN Líf- ið í landinu hefur verið sett upp í Upplýsingaþjónustu ferðamála að Skólabraut 31 á Akranesi. Sýningin er opin á skrifstofutíma og verður á Akranesi næstu daga að minnsta kosti. Á sýningunni eru verðlauna- myndir úr samkeppni fréttarit- ara Morgunblaðsins og tengjast þær allar lífí og starfí fólks á landsbyggðinni. Hún hefur verið sett upp víða um land í sumar. Síðast var hún í Baðhúsi Bláa lónsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.