Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993
Nýgrafík-
verk eft-
ir Braga
í TILEFNI _ sýningar sinnar í
Listasafni íslands fór Bragi
Asgeirsson til Kaupmannahafn-
ar í septemberbyrjun og gerði
tvö steinþrykk.
Bragi hafði ekki unnið í stein-
þrykki síðan hann var síðast á
verkstæðinu í Valby 1988, og
fannst honum ótækt að ekki væri
eitthvað nýtt á þessari yfirlitssýn-
ingu á grafíkverkum hans.
Báðar eru myndirnar þrykktar
í 60 númeruðum og árituðum ein-
tökum í þrem litum, og auk þess
eru þrykkt 20 númeruð og árituð
eintök af annarri myndinni í svart-
hvítu.
Hvað veggspjald (plakat) sýn-
ingarinnar snertir, er þáð þrykkt
í 100 ónúmeruðum og óárituðum
eintökum á offsetpappír, en 50
eintökum í lit og 30 í svart-hvítu
á þykkan litografíupappír og eru
þau upplög númeruð og árituð.
I tilefni sýningarinnar lét Lista-
safn Islands þrykkja sérstaklega
20 eintök af myndinni „Jötuninn"
sem er æting á koparplötu og
gerð 1976.
Allar eru þessar myndir til sölu
í Listasafni Islands.
Nýtt steinþrykk
ÖNNUR grafíkmyndin sem Bragi Ásgeirsson gerði í tilefni sýning-
ar smnar.
Niðurfallsristar í öllum
sundlaugum skoðaðar
FELAGSMALARAÐUNEYTIÐ hefur falið Vinnueftirliti
ríkisins að skoða niðurfallsristar á öllum sundstöðum og
kennslulaugum landsins. Að sögn Eyjólfs Sæmundssonar,
forstjóra Vinnueftirlits ríkisins, verður þetta gert á næstu
vikum.
SIEMENS
Siemens frystikistur á
betra veröi en nokkru
sinni fyrr!
GT27B02 (2501 nettó)
= 42.900 kr. stgr.
GT34B02 (3181 nettó)
= 47.900 kr. stgr.
GT41B02 (4001 nettó)
= 51.900 kr.stgr.
Úttektin verður gerð að beiðni
menntamálaráðuneytisins en eftir að
slys varð í Sundlaug Kópavogs sl.
föstudag hefur komið upp deila milli
Vjnnueftirlits ríkisins og forráða-
manna sundlaugarinnar um hvort
útsogsop við vatnsrennibraut hafi
verið tekið út af Vinnueftirlitinu eða
ökki
Gráu svæðin hverfa
Á vegum menntamálaráðuneyt-
isins er langt komin vinna við nýjar
reglur um öryggi á sundstöðum og
taka þasr væntanlega gildi á næstu
vikum. I ljós hefur komið að úttekt-
arskylda á öryggisatriðum á sund-
stöðum hefur í sumum tilvikum ver-
ið óljós og í samtali við Jens Andrés-
son, tæknifulltrúa hjá Vinnueftirliti
ríkisins, í Morgunblaðinu á þriðju-
dag kom fram að niðurfallsristar við
vatnsrennibrautir séu á einu af þess-
um svokölluðu gráu svæðum. Eftir
að nýju reglurnar taka gildi á þessi
óvissa að heyra sögunni til.
Skilgreina þarf öryggiskröfur
Eyjólfur Sæmundsson segir að
beiðnin um að skoða „sundstaði og
kennslulaugar með tilliti til slysa-
hættu við niðurfallsristar," eins og
segi í bréfi frá félagsmálaráðuneyt-
inu, sé lögð fram vegna þess að
skv. núgildandi starfsreglum Vinnu-
eftirlitsins sé það ekki í verkahring
þess _að fylgjast með þessum bún-
aði. Áður en það verði hægt þurfi
þó að skilgreina hvaða kröfur eigi
að gera, það liggi ekki fyrir nú.
Leiðbeiningar séu til frá Rannsókna-
stofnun byggingariðnaðarins um
hvernig best væri að haga nýhönnun
en þær muni ekki nýtast nema mjög
litlum hluta sundlauga á íslandi.
Þegar búið verði að skilgreina út
frá hvaða forsendum eigi að taka
út niðurfallsristar á sundstöðum og
í kennslulaugum verði það gert á
eins skömmum tíma og hægt er.
„Það tekur einhvern tíma að und-
irbúa þetta en Vinnueftirlitið er það
öflug stofnun að við munum gera
þetta á tiltölulega skömmum tíma
og nota til þess m.a. umdæmaskrif-
stofur okkar úti á landi,“ sagði Eyj-
ólfur Sæmundsson.
Breytingar gerðar á rekstri Listasafns ASÍ
Stór skuld við
ASÍ felld niður
ALÞÝÐUSAMBAND íslands hefur ákveðið að breyta rekstrar-
fyrirkomulagi á Listasafni ASÍ en að sögn Ólafs Jónssonar,
forstöðumanns Listasafns ASÍ, skuldaði safnið sambandinu
um 10 milljónir króna eða sem nemur ársveltu safnsins. Ólaf-
ur segir að sú skuld hafi verið felld niður að settum þeim
skilyrðum að safnið starfi eftirleiðis innan fjárhagsáætlunar
og rekstrarafgangi verði varið til kaupa og viðhalds á lista-
verkum.
Ólafur segir að safnið muni ekki
standa fyrir sjálfstæðum sýningum
í safninu á næstu misserum heldur
leigja sal sinn út, þótt það muni
standa við skuldbindingar sem nú
hvíli á því vegna sýningarhalds og
annars. Tekjur safnsins komi frá
Alþýðusambandi íslands, íslenska
ríkinu, útleigu á sal safnsins við
Grensásveg og ágóða af vinnu-
staðasýningum.
Ólafur segir að einnig verði
gerðar breytingar á starfsmanna-
haldi og þannig muni almennur
starfsmaður safnins láta af störf-
um um áramót og verði ekki ráðið
í hans stað. Hann segir þetta hefð-
bundnar aðhaldsaðgerðir varðandi
almenna kostnaðarþætti reksturs-
ins sem eigi ekki bitna á þeim list-
rænu kröfum sem gerðar eru til
safnsins.
Breytingar hjá Örtölvutækni-Tölvukaupum k
Framkvæmdastj órí *
lætur af störfum
HEIMIR Sigurðsson lét í gær af störfum sem framkvæmdastjóri Ört-
ölvutækni-Tölvukaupa hf. (ÖTT). Heimir, sem var einn af stofnendum
fyrirtækisins árið 1978, var þar framkvæmdastjóri fyrstu tíu árin og
Svo aftur frá árinu 1991. Hann sagði í samtali við Morgunblaðið í gær
að nokkur aðdragandi væri að því að hann hætti störfum hjá fyrirtæk-
inu. Hann sagðist ekki fara frá því í neinum sárindum þó auðvitað
væri það einkennileg tilfinning að kveðja eftir fimmtán ár.
Werner Rasmusson, stjórnarfor-
maður og aðaleigandi ÖTT, sagði
við Morgunblaðið að ákvörðunin um
að Heimir léti af störfum hefði ver-
ið tekin í mestu friðsemd. Werner,
sem verður starfandi framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins á næstunni, vildi
ekki tjá sig um væntanlegan eftir-
mann Heimis.
Heimir sagði að skiptar skoðanir
hefðu verið innan fyrirtækisins um
hvaða áherslum ætti að beita í
rekstrinum og þegar svo væri þyrfti
augljóslega einhver að víkja. Þegar
ekki væri trúnaður á milli fram-
kvæmdastjóra og stjórnarmanna
þyrfti að gera málin upp.
í maí á síðasta ári tók Örtölvu-
tækni við Digital-umboðinu á ís-
landi eftir að tölvudeild Kristjáns
Ó. Skagijörðs var lögð niður. „Á
þessu ári hafa verið miklar svipting-
ar í rekstrinum í kjölfar samkeppn-
innar við GSS,“ sagði Heimir, en
nokkrir fyrrum starfsmenn tölvu-
deildar Skagljörðs stofnuðu fyrir-
tækið GSS hf. sem einnig selur og
þjónustar Digital tölvur og tölvu-
búnað í óþökk Digital í Evrópu.
Heimir sagði að þessi mál hefðu
sett mikinn svip á starfsemi ÖTT
og þá hefði reksturinn í ár ekki
verið viðunandi. Þó væri nú mikið
í gangi hjá fyrirtækinu og hlutirnir
farnir að snúast því í hag.
Sameinast ÖTT og GSS?
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hafa staðið yfir viðræður
á milli stjórnar Örtölvutækni og
GSS um sameiningu, en Heimir
mun hafa hafnað þeirri hugmynd.
Að sögn Werners á fyrirtækið ekki
í neinum formlegum sameiningavið-
ræðum við GSS.
-------» ♦ ♦------
Ráðstefna Snæfellsáss um
óhefðbundnar lækningar
RÁÐSTEFNA um óhefðbundnar Iækningar veður haldin á vegum
Snæfellsáss í Háskólabíói sunnudaginn 3. október næstkomandi. Að
sögn Guðrúnar Bergmann, framkvæmdastjóra, er tilgangur ráðstefn-
unnar að vekja upp umræðu um að óhefðbundnar lækningar séu
ekki nýmæli heldur hafi þær átt sér stað lengi. Fjórtán erindi verða
flutt og eru hverjum ræðumanni ætlaðar 20 mínútur.
Muniö umboðsmenn
„Við viljum benda á að í nútíma-
samfélagi er ekki hægt að einangra
okkar VÍÖa um landiö. sig við lækna með háskólapróf og
að þeir einir hafí leyfi til að ráð-
leggja eða hjálpa fólki við að bæta
heilsu sína,“ sagði Guðrún. „Fólk er
áhugasamt um þessi málefni og
meðvitað um mikilvægi forvarna.
Það vill ræða um orsakir veikinda
og vilja vita af hveiju því verður til
dæmis illt í maganum,"
SMfTH&
NORLAND
Nóatúni 4 - Sími 628300
Landlæknir meðal fyrirlesara
Ráðstefnan hefst kl. 10 og stendur
fram eftir degi. Meðal ræðumanna
eru Sigurður Jónsson, sem talar um
áhrif trúar á heilsu, Einar Þorsteinn
Ásgeirsson verkfræðingur, sem talar
um áhrif segulsviðsmengunar á heils-
una, Jón Ágúst Guðmundsson tölvu-
fræðingur, sem talar um hreyfingu,
streitu og sjúkdóma, dr. Laufey
Steingrímsdóttir matvælafræðingur,
sem talar um áhrif fæðu á heilsu,
Einar Logi Einarsson grasalæknir,
sem talar um jurtalækningar, upp-
runa og hefðir og Ólafur Ólafsson
landlæknir sem talar um viðhorf
landlæknisembættisins til óhefð-
bundinna lækninga.
Þá talar Ævar Jóhannsson tækni-
maður um lúpínuseyði við krabba-
meini, Guðrún Óladóttir reikimeistari
talar um heilun, Guðmundur Einars-
_ son verkfræðingur, talar um óhefð-
’bundnar lækningar um alla jörð,
Hallgrímur Þ. Magnússon læknir,
talar um fæði, heilsu og nútíma
læknismeðferð og Selma Júlíusdóttir
talar um ilmkjarnaolíur. Loks ræðir
Guðrún Bergmann um nýja stefnu-
mótun í heilbrigðismálum.
Landsþing
Þroska-
hjálpar
sett í dag
LANDSÞING Landssamtakanna
Þroskahjálpar hefst í dag, 1. októ-
ber, á Hótel Sögu og er megin-
þema þingsins „fjölskyldur ungra
barna.“ Gestir þingsins eru Lis-
beth Jensen, formaður nýstofn-
aðra Landssamtaka þroskaheftra
í Danmörku, og hljómsveitin
„Strámændene" frá Danmörku
sem skipuð er þroskaheftu fólki.
Ásta B. Þorsteinsdóttir, formað-
ur Þroskahjálpar, setur þingið kl.
20. í kvöld, síðan verður leikin sí-
gild tónlist, Vilborg Dagbjartsdóttir
flytur hugvekju í ljóðum og
Strámændene leika og syngja uns
efnt verður til kaffisamsætis í boði
samtakanna. Laugardaginn 2. októ-
ber kl. 9 hefst dagskráin að nýju
og munu foreldrar fatlaðra barna,
fagfólk og fræðimenn fjalla um
stuðning og ráðgjöf sem fjölskyldur
ungra fatlaðra barna þurfa mest á
að halda. Meðal ræðumanna eru
Gunnar Valdimarsson, Jóhann
Thoroddsen, Evald Sæmundsen,
Þuríður M. Magnúsdóttir, Hanna
G. Siguijónsdóttir, Jórunn Magnús-
dóttir, Svanfríður Larsen, Jóhann
I. Gunnarsson, Ásta Friðjónsdóttir
og Rannveig Traustadóttir.
Á sunnudaginn verður aðal-
áherslan á undirbúning skólagöngu
fatlaðra barna og munu þar m.a.
Ingibjörg Auðunsdóttir, Dóra S.
Bjarnason og Jörn Greve flytja er-
indi. Hópumræður fara fram báða
dagana.