Morgunblaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 Olöf Ingwin Bjöms- dóttir - Minning Fædd 28. október 1921 Dáin 22. september 1993 Blátt lítið blóm eitt er ber nafnið Gleymd’ei mér Þetta fallega ljóð og lag vekur upp sterkar og fagnaðarríkar minn- ingar um Ólöfu Ingunni frænku mína og uppeldissystur, sem alltaf var kölluð Lóa. Það er vor í Skagafirði og hún situr á eldhúsveggnum í Syðra-Vall- holti með gítarinn sinn og syngur með sinni fallegu björtu sópranrödd. Hún er tággrönn í aðskornum kjól með víðu pilsi, grannt mitti og kaffi- brúnt hárið mikið og fagurt, kát og fjörug, nýkomin frá Siglufirði þar sem hún hafði verið um veturinn í umsjá föðursystur okkar, Þórunnar Gunnarsdóttur, sem þar bjó. Hún hafði unnið" fyrir sér á góðu heimili og lært á gítar. Lóa hafði þá verið á heimilinu í Vallholti frá því áður en ég fæddist, hún var bara ein af okkur krökk- unum, sú elsta. Ég öfundaði hana, af söngnum og hvað hún var falleg og var jafnframt mjög montin af að eiga svona fallega frænku. Og hún söng: „Þeim gleymist oft sem girn- ast söng og dans.“ Þá kynntist ég fyrst skáldskap Davíðs Stefánsson- ar._ í dag, föstudaginn 1. október, verður þessi kæra uppeldissystir mín og frænka, Ólöf Ingunn Bjömsdóttir frá Syðra-Vallholti, til moldar borin frá Kópavogskirkju. Hún andaðist á Landspítalanum miðvikudaginn 22. september eftir stutta legu en harða og langa baráttu við krabbamein. Hún var fædd að Krithóli í Neðri- byggð í Lýtingsstaðahreppi í Skaga- firði 28. október 1921 og skírð í Glaumbæjarsókn 30. apríl 1922 í höfuðið á tveim föðursystkinum sín- um, Ólafi og Ingunni, sem látist höfðu á unglingsárum. Foreldrar hennar voru Björn Gunnarsson frá Syðra-Vallholti, Gunnarssonar af hinni fjölmennu og þekktu Skíðastaðaætt, sem kennd er við Skíðastaði í Laxárdal í Skaga- firði. Móðir hennar var Sigþrúður Jónsdóttir, þá á Krithóli, systir Ástu í Saurbæ og Jóninnu á Grófargili. Foreldrar hennar vom gefin sam- an við mikla viðhöfn í Syðra-Vall- holti 13. maí 1921, þar sem haldið var þrefalt systrabrúðkaup. Ásamt þeim Birni og Sigþrúði gengu þá í hjónaband tvær systur hennar, Jón- inna sem _giftist Sigurbimi á Gróf- argili og Asta, sem giftist Eymundi í Saurbæ. Þama var öll sveitin sam- an komin, veisla mikil og sungið og dansað til morguns undir harm- onikkuleik Gunnars bónda. Svaramenn Sigþrúðar og Björns voru bræðrasynirnir Gunnar í Vall- holti og Björn á Ökrum. Þetta brúð- kaup var í minnum haft um langa tíð fyrir fögnuð og glæsileik. Árið 1908 hafði Jóhann Eymunds- son, bóndi og smiður í Saurbæ byggt Vesturbæinn í Vallholti. Þar voru þá bestu húsakynni í sveitinni, stór baðstofa, sem var aðal samkomu- staður unga fólksins í sveitinni. Þar var mikið sungið og dansað. í tilefni brúðkaupsins voru smíð- aðir þrír bekkir, ávallt kallaðir „brúðarbekkirnir" og síðan notaðir við stóra matborðið í Vallholti allt þar til þessi gamli fallegi bær brann árið 1966. En gleðin og gæfan er hverful. Á vordögum árið 1923 veiktist faðir hennar og deyr úr bráðaberklum. Ekkjan unga, þá 24 ára, flyst að Vallholti til tengdamóður sinnar og mágs með dóttur sína og þar deyr hún úr lungnabólgu um haustið, 19. október. Lóa varð því föður- og móðurlaus á sama árinu, þá tæplega tveggja ára. En hún var í góðum höndum. Amma okkar, Ingibjörg Ólafsdóttir og faðir minn Gunnar í Vallholti tóku hana að sér og þar ólst hún upp hjá „frænda" og ömmu. Því varð hún eins og eitt af okkur systk- inunum í Vallholti, þótt nokkuð eldri væri, en hún var jú barnið hennar ömmu. Móðir okkar, Ragnhildur Erlendsdóttir frá Beinakeldu í Húna- vatnssýslu giftist föður okkar Gunn- ari í Vallholti vorið 1925 og kemur þá í Valiholt. Þeirra fyrsta barn fæðist árið 1926, en alls urðu þau sjö. Lóa hefur því eflaust oft þurft að annast okkur systkinin í frum- bernsku. Á árunum fyrir seinni heimsstyij- öldina var ekki um auðugan garð að gresja hvað framhaldsmenntun snerti fyrir sveitafólk með lítil efni. Undirbúningur ungrar stúlku fyrir lífíð var því mjög oft að ráða sig sem vinnukonu á merkisheimili, „fara í vist“. Það var oft sá eini skóli sem ungar stúlkur fengu. Þar lærðu þær heimilisstörfin og fleira nytsamlegt. Lóa var svo heppin að starfa á góð- um heimilum, fyrst á Siglufirði og síðar hjá Kristjáni Árnasyni kaup- manni í verslun Eyjafjarðar á Akur- eyri og síðast, árið áður en hún gifti sig, hjá syni hans, Árna píanóleikara og Önnu Steingrímsdóttur konu hans í Reykjavík. Lóa mat þessi heimili mikils, þótti vænt um hús- bændur sína og minntist þeirra oft með mikilli hlýju. Allt frá fermingu vann hún fyrir sér, og þótt launin væru ekki mikil lagði hún alltaf eitthvað til hliðar. Með þessu sparifé ásamt 200 króna Iáni frá „frænda" í Vallholti fór hún einn vetur til náms í Héraðsskólann að Laugum í Þingeyjarsýslu, þar sem Leifur Ásgeirsson, sá frábæri kenn- ari var þá skólastjóri. Dvöl Lóu í Laugaskóla var henni ævilangt veganesti. Á sumrum var hún ráðskona í vegavinnu þegar vegurinn yfir Vatnsskarðið var lagður. Jóhann Hjörleifsson var vegavinnuverkstjóri og ljölmargir af mennta- og framá- mönnum þjóðarinnar síðar meir, þá skólapiltar, voru þar í sumarvinnu. Þessi sumarvinna féll henni mjög vel enda var hún frábær kokkur, allur matur sem hún fór höndum um varð lostæti. I vegavinnunni kynntist hún hæglátum öðlingsmanni, Magnúsi Adolf Magnússyni, bifvélavirkja frá Vestmannaeyjum. Þau giftu sig 12. janúar árið 1944 og hafði því hjóna- bandið staðið nær 50 ár. Bílar voru ekki í hvers manns höndum á þeim árum, en Magnús átti sinn bíl og það varð uppi fótur og fit í sveitinni þegar þetta glæsi- lega par kom í fínni „drossíu" að Vailholti. Og alltaf var veisla í Vall- holti. Þetta voru hamingjudagar. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík, en urðu síðan meðal frumbyggja Kópa- vogskaupstaðar. Reistu sér hús við Kársnesbraut og bjuggu þar í fjölda ára. Allt var unnið með eigin hönd- um, skuldað sem minnst, enda ekki um nein lán að ræða á þeim árum. Erfitt er að gera sér í hugarlund hvernig unga fólkið þá komast í gegn um fjárhagserfíðleikana og húsnæðisvandamálin, engin lán og lítið fé. En lífið lætur ekki að sér hæða, það gefur og tekur, þú verður að vera við því búinn að mæta erfiðleik- um og fagna velgengni. Og það gerðu þau Maggi og Lóa. Þau eign- uðust tvö börn. Kolbrún Dísa er fædd 1944 og Björn Magnús 1948. Kolbrún er gift Birni Ólafssyni frá Háafelli í Borgarfirði og eiga þau fimm börn. Elsta dóttirin, Hrafnhild- ur, er gift Jóni Magnúsi Katarírius- syni frá Ballará í Dalasýslu og eiga þau tvö börn, Katarínus og Kolbrúnu Órnu. Magnús Ólafur, Oddný og tvíburarnir Berglind og Eygló eru öll nemendur. Áður átti Kolbrún dóttur, Erlu Maríu Kristinsdóttur hjúkrunarfræðing, sem var að miklu leyti alin upp hjá ömmu sinni og afa. Hún er gift Ómari Óskarssyni í Hafnarfírði og eiga þau þijá syni, Ólaf Inga, og tvíburana Stefán Órn og Hilmar Öm. Björn Magnús bifvélavirki, sonur Lóu og Magga er kvæntur Steinunni Torfadóttur frá Hala í Suðursveit og eiga þau eina dóttur, Ólöfu Ing- unni, alnöfnu ömmu sinnar. Áður átti Steinunn son, Torfa Birki Jó- hannsson, sem er alinn upp hjá þeim Birni. Barnabörnin eru orðin átta og barnabamabörnin fimm. Frá miðjum aldri átti Lóa við heilsufarserfiðleika að stríða og dvaldist af og til á sjúkrahúsum. Árið 1982 greindist hún með krabba- mein, sem smám saman lagði undir sig líkamann, gerði hann nánast óstarfhæfan, en andinn og lífsviljinn var óbugaður alla tíð, áhuginn á mönnum og málefnum, ættfræði og skyldum málum var hennar áhuga- mál. Hún naut þess að sjá börnum sínum vegna vel og fylgjast með glæsilegum bama-barnahópnum á uppvaxtarárum þeirra. Það voru líka ótaldir dagar og nætur sem eitt eða fleiri ömmu- eða langömmubörn voru í heimsókn. Fyrir nokkmm ámm seldu þau húsið sitt við Kársnesbraut og keyptu sér þægilega íbúð við Ás- braut í Kópavogi, því að hvergi ann- ars staðar vildu þau vera. Lóa frænka mín var mikill Skag- firðingur og á yngri árum var hún flest sumur í Vallholti með börn sín hluta úr sumri og vann á heimilinu. Þar var oft glatt á hjalla, gestkvæmt og mikið sungið. Margar góðar minningar eru frá björtum kvöidum þegar setið var „út á hól“ og sungið fram á rauða nótt. Henni fannst eitt- hvað vanta í sumarið ef Skagafjörð- urinn var ekki heimsóttur. Sumarið sem nú er að kveðja er e.t.v. eina sumarið sem hún kom ekki í fjörð- inn. Þau hjónin áætluðu að fara norður, en heilsan leyfði það ekki. Nú er hún farin í ferðina miklu, sem okkar allra bíður, og eitt er víst að hún hefur komið við í Skagafirðinum á leið sinni til æðri heima. Mörgum sinnum var hún búin að dveljast skemmri og lengri tíma á bæklunarlækningadeild og krabba- meinslækningadeild Landspítalans, undir frábærri umsjón lækna og hjúkrunarfólks, sem voru orðnir góð- ir vinir hennar. Öllum þeim sem léttu henni veikindastríðið skulu færðar þakkir og beðið guðsblessunar. Nú er hún laus úr fjötrum veiks líkama og sálin svífur fijáls á vængj- um morgunroðans. Við systkinin frá Syðra-Vallholti þökkum frænku okkar og fóstursyst- ur samfylgdina, og við systurnar, Erla Ásta og ég minnumst þess að á okkar fyrstu árum í Reykjavík var heimili Magga og Lóu sá trausti punktur sem við höfðum aðgang að. Margar voru jólasteikurnar sem við borðuðum hjá þeim hjónum, og á heimili þeirra vorum við alltaf vel- komnar. Hún var mikil rausnarkona, gleði- rík og tók afburða vel á móti gest- um. Síðast í júlí í sumar hélt hún kaffisamkvæmi þegar Erla systir okkar í Washington var hér í heim- sókn. Höfðingsskapurinn sá sami, þótt hún hafi þá verið nær þrotin að kröftum. Við systkinin frá Syðra-Vallholti og fjölskyldur okkar sendum Magn- úsi, eftirlifandi eiginmanni hennar, börnum þeirra og fjölskyldum inni- legar samúðarkveðjur og biðjum þeim blessunar Guðs. Nú legg ég aupn aftur, 6, guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka mér yfír láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson) Blessuð sé minning Ólafar Ing- • unnar Björnsdóttur. Fyrir hönd Vallholtssystkinanna, Ingibjörg Gunnarsdóttir frá Syðra-Vallholti. Þessi fagri septembermánuður var sá síðasti í lífi Lóu minnar. Það var við hæfi fagurkera að kveðja á svo fögru hausti. Því að það var Lóa, fagurkeri. Hún unni öllu því sem var fagurt og vel gert. Kynni mín og Lóu hófust árið 1970. Þá fluttist ég í næsta hús með sömu innkeyrslu og þau hjón Magnús og Lóa. Var samkomulagið eins og einn maður á millí búanna, en þannig tók önnur vinkona mín ævinlega til orða, ef gott var með nábúum. Ekki ætla ég að rekja ættir Lóu minnar, þar eru aðrir kunnugri en ég. Veit ég þó að oft var lífið erfitt hjá þessari viðkvæmu konu vegna veikinda. En einnig átti hún miklar gleðistundir með ætt- ingjum og vinum og gat verið hrók- ur alls fagnaðar. Hún Lóa mín í næsta húsi var Skagfirðingur með stóru S. Hún unni alla tíð Skagafírði og öllu sem skagfirskt var. Kannski var hún mér svo góð vegna þess að ég var líka að norðan, þó áð ég væri bara Eyfirðingur. Þegar ég sit hér renna í gegn um hugann svo margar minn- ingar, svo margt sem hún sagði mér, svo margt sem hún kenndi mér. Og ég finn til í hjartanu þegar ég hugsa um hve sjaldan við hitt- umst þijú síðustu árin, eftir að ég fluttist út á land, en því verður ekki breytt héðan af. Eg vil kveðja Lóu mína í næsta húsi með þessum orðum: Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Maggi minn, Kolla, Bjössi og ekki síst Erla María, ykkur og fjölskyld- unum sendi ég innilegar samúðar- kveðjur. Sigríður Magnúsdóttir. Kvöld eitt fyrir 17 árum sat ég á tali við konu eina forvitra. Bar þar ýmislegt á góma. Þar kemur að hún lýsir fyrir mér konu: „Hér sé ég konu sem er þér mjög nákom- in, þetta er þó ekki móðir þín, en þó er þessi kona mjög nátengd þér. Hún er hávaxin með mikið og fal- legt dökkt hár. Það er mikil reisn yfír þessari konu og hún ber sig vel. Það einhvem veginn sópar af henni. Hún hefur hljómmikla rödd og er gefin fyrir tónlist. Þessi kona á í einhverjum erfiðleikum og henni líður ekki vel. Hún er eitthvað veik en þó ekki líkamlega. Þú átt eftir að gera mikið fyrir þessa konu og hún eins og treystir á þig.“ „Nei, þessa konu kannast ég ekki við.“ Hin forspáa koria hvessir á mig augun og segir með áherslu: „Þú hlýtur að vita hver þetta er?“ Ég einbeiti mér betur en án árangurs. Loks gefst hún upp á að reyna að sannfæra mig en segir: „Ef þú kemur henni ekki fyrir þig núna þá áttu eftir að komast að því seinna hver hún er.“ Hún lagði svo þunga áherslu á orð sín að þau greyptust inn í vit- und mína, þó svo að á þessari stundu væri ég viss um að hér væri um einhvern misskilning að ræða. En sólríkan morgun tveimur árum síðar uppgötvaði ég hver þessi kona var. Það var eins og hula væri dregin frá vitund minni. Þetta var tengdamóðir mín, Ólöf Ingunn Björnsdóttir; henni mun vart betur lýst. En hana þekkti ég reyndar ekki á þeim tíma. Þegar ég nú rifja upp þessa sögu finnst mér eins og þarna hafi mér verið bent á ákveðið hlutverk. Nú er dagur að kveldi kominn og margs er að minnast. Upp í hug- ann koma ýmsar myndir. Þú í stof- unni á Kársnesbrautinni. Það er vetur og þú er að sýna mér blaðavið- tal við Erlu uppeldissystur þína í Ameríku og annað viðtal við Gunnar 1 Syðra-Vallholti, föðurbróður þinn og fóstra, sem þú dáðir svo mjög. Þú að lýsa uppvexti þínum i Syðra-Vallholti, gleðinni miklu „á hólnum" þar sem frændinri og allt heimilisfólkið safnaðist saman á góðum stundum og söng fyrir ætt- jörðina. „En hætta skal leik þá hæst hann stendur,“ var frændi þinn vanur að segja. „Jæja, krakkar mín- ir, nú skulum við koma i fjósið og mjólka kýrnar." Lífsbaráttan var hörð í þá daga og ekki þýddi að gleyma sér við gleðileiki. Állir þurftu að vinna hörð- um höndum. Þar lét húsmóðirin, Ragnhildur í Syðra-Vallholti, ekki sitt eftir liggja, hin mesta gáfu- og myndarkona. Af henni lærðirðu margt. Innan við tveggja ára aldur misstir þú báða foreldra þína og missir þinn var mikill. En skjól þitt var hjá föðurömmu þinni, Ingibjörgu Ólafsdóttur, meðan hennar naut við, og hjá Gunnari frænda þínum. Við hjónin með ykkur Magga í sumarhúsi. Þú í rauða kjólnum með rauðröndóttu bryddingunum sem fór þér svo vel og enn með dökka hárið, aðeins lítillega farið að grána. Við saman að tína ber, að tína fjall-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.