Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 31

Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 31 drapa og beitilyng á eyfirskri heiði. Þú eins og venjulega að segja mér sögur úr sveitinni og fræða mig um blóm og grös, menn og málefni. Við akandi með Magga um sveitir Eyja- fjarðar og þú að fræða okkur um bæjarheiti, sögufræga staði, og merkar konur og menn. Við einu sinni sem oftar í sólstof- unni góðu í Hveragerði að njóta kvöldsólarinnar, skálandi í guða- veigum og syngja með nöfnu þinni. Þú í eldhúsinu á Kársnesbrautinni að laga bitasultuna góðu sem öll ijölskyldan var sólgin í. Og rifs- beija- og blábeijahlaupið sem aldrei mistókst. Eða kaffibrauðið sem eng- inn gerði betur og sonur þinn þreytt- ist ekki á að panta. Þú að sýna mér blómin í garðinum þínum fallega, hvaðan þau komu og hvað þau hétu. Við í veislu hjá Ingibjörgu og Móses. í annarri veislu hjá Astu og Erlu. Þú að syngja og skemmta þér með uppeldissystkinum þínum sem þú leist svo upp til og skagfirska stemmningin var í algleymingi. Þú niðurdregin og döpur þegar skýin dökku byrgðu þér sýn og kvíði og angist settust að í huga þér. Þá missti lífið tilgang um sinn. Krabba- meinið sem htjáði þig síðasta ára- tuginn var leikur einn hjá þeirri kvöld. En öll él birtir upp um síðir. Og fyrr en varði brostirðu aftur mót sóiu. En hæst ber minningu frá liðnu sumri er þið Maggi dvöldust með okkur að Flúðum í eina viku. Þú vissir að það var lítill tími til stefnu. Hugur þinn dvaldi við æskustöðv- arnar í Skagafirði og minningar að norðan leituðu á. Um leið og einni sögu lauk kom önnur 'í kjölfarið/ Minni þitt var einstakt, eiginlega ótrúlegt og það kom ekki fyrir að þig ræki í vörðurnar. Frásagnar- gáfan var slík að unun var á að hlýða. Þetta var stórmerkilegur fróðleikur og ég vissi að ég átti að byija fyrr að taka upp á bandið. Mér tókst aðeins að varðveita ofur- lítið brot minninganna. „Ég bara verð að komast norður í sumar“, sagðirðu aftur og aftur. „Það eru svo margir sem ég þarf að heimsækja". En enginn ræður sínum nætur- stað. Snögglega, allt of snöglega fyrir okkur en til guðsblessunar fyr- ir þig, tók krabbameinið öll völd. Þú fékkst að halda reisn þinni lengst af. Fjölskyldan öll hefur stutt þig dyggilega í veikindum þínum. Hinn tryggi 0g yfirvegaði eiginmaður, Magnús A. Magnússon. Dóttir þín, dugnaðarforkurinn, Kolbrún Dísa. Sonur þinn og sá sem þú dekraðir ofurlítið, Björn Magnús. Og síðast en ekki síst, hjálparhellan þín og sú sem þú settir allt þitt traust á síðasta misserið, dótturdóttir þín og að hluta uppeldisdóttir, Erla María hjúkrunarfræðingur. En ömmu- og iangömmubörnin veittu gleði í hjarta og sinni og þáðu hinar sívin- sælu súkkulaðirúsínur ömmu sinnar. Og ég veit að nú hefur ferðin norður verið farin. Eg enda þessar línur með erindi sem þú kenndir mér. Þótt jörðin sé frosin og fokið í gömul skjól, þá fylgir þeim gæfa sem treysta á ástina og vorið. Með einum kossi má kveikja nýja sól. Eitt kærleiksorð getur sálir til himins borið. Hin innsta þrá getur eld til pðanna sótt. En auðmjúk bæn getur leyst hinn hlekkjaða fanga. Svo föpum þá - og fljúpm þangað í nótt, sem frelsið ríkir, og sígrænir skógar anga. (Davíð Stefánsson) Hafðu þökk fyrir allt. Steinunn Torfadóttir. BjörgAnna Sigvalda- dóttír — Minning Fædd 22. október 1915 Dáin 22. september 1993 Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka, Guði sé lof fyrir liðna tið. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Þessi tvö fyrstu erindi í sálmi nr. 271 í sálmabókinni eru eins og töluð út úr mínu hjarta. Það er svo margs að minnast að maður veit ekki hvar á að byija. Minningarnar streyma á flúgjandi ferð í gegnum hugann og erfitt að stöðvast við eitthvað ákveð- ið. Það er svo margt að þakka. Mamma var mér og mínum börnum mikill félagi og vinur. Hún var alltaf boðin og búin til hjálpar og kom allt- af þegar eitthvað stóð til eða bjátaði á. Þegar hún frétti að dóttursyni hennar vantaði einhvern til að elda fyrir þá í nokkrar vikur suður í Borg- arfirði var ekki að sökum að spytja, hún dreif sig til þeirra og var nú heldur betur í essinu sínu þar. Hún hafði talað við mágkonu sína tveim dögum áður en hún dó og lék þá á alls oddi, alsæl með að geta komið að gagni. Jónína systir sagði að sér fyndist hún bara hafa yngst upp við að vera þama. Ég taíaði við hana um það bil tveim tímum áður en hún dó og var að spyija hana hvort verk- inu lyki ekki um mánaðamótin. Hún kvaðst nú bara rétt ætla að vona það, því að hún þyrfti að fara vestur og taka upp kartöflurnar sínar. Það var nú aldeilis ekkert lát á henni, þess vegna var þetta svo óvænt þó að alltaf mætti svo sem eiga von á kallinu. Hún sofnaði bara út frá pijónunum sínum eins og hún hafði svo oft gert og var innan um sína og erum við þakklát fyrir það. Fyrir um það bil sjö árum hætti hún að vinna og er óhætt að segja að þessi síðustu ár hennar voru yfir höfuð góð og viðburðarík. Hún komst meira að segja til útlanda og hafði hún ekki átt von á því. Fyrir nokkr- um árum byijaði starf fyrir eldri borgara á Hellissandi og nágrenni og tók hún þátt í því starfi af lífi og sál og þótti það ákaflega skemmti- legt. Við skörtum hér allar þessum fínu nælum sem hún gerði og silkisl- æðum sem hún málaði og langömmu- börnin fengu öll sængurverasett máluð af henni fyrir utan allar út- pijónuðu peysurnar sem hún pijón- aði á þau. Þarna fékk hún heilmikinn félagsskap og vildi hún helst ekki missa af neinu. Um verslunarmannahelgina sl. fórum við mæðgurnar austur að Jök- ulsárlóni og sigldum um lónið í blíð- skaparveðri og fannst henni mikið til þess koma og tók fullt af mynd- um. Hún hafði aldrei komið austar en að Skógum. Við vorum að gant- ast með það að nú værum við komn- ar hringinn. Börnin mín uppkomin og með sínum vinum og kunningjum þessa helgi þannig að nú væri komið að mér að ferðast með mömmu mína. Þegar ég fluttist að vestan fyrir átta árum þótti mér leiðinlegt að skilja hana eftir en hún vildi ekki fara á þeim tíma. Hún var þá í vinnu og vildi ekki skiljast við húsið sitt. Þá má eiginlega segja að ung bú- andi kona á Hellissandi, Guðbjörg kölluð Bugga, hafl gengið henni í dótturstað og voru þær styrkur hvor annarri og börnin hennar kölluðu mömmu ömmu. Kunnum við systkin- in henni bestu þakkir fyrir hvað hún reyndist mömmu vel. Ingibjörg Óskarsdóttir. í dag fer fram útför föðursystur minnar, Bjargar Önnu Sigvaldadótt- ur, sem varð bráðkvödd 22. septem- ber. Lóa eins og Björg Anna var ætíð kölluð af vinum og vandamönnum, var Húnvetningur að ætt og upp- runa. Foreldrar hennar voru hjónin Sigvaldi Þorkelsson frá Barkarstöð- um í Svartárdal og Jónína Guðrún Jósafatsdóttir frá Litlu-Árskógstöð- um í Víðidal. Sigvaldi var bróðir merkisbændanna Árna á Geitaskarði og Þorkels á Barkarstöðum. Þau hjón bjuggu um árabil á Hrafnabjörgum, fremsta bænum í Svartárdal og voru börn þeirra fædd þar og uppalin, en þau eru í aldursröð: Hermína, f. 1909, sem nú er ein eftirlifandi þeirra systkina, Gústav, f. 1911, d. 1986, Jósafat, f. 1912, d. 1982, og yngst var Björg Anna sem hér er kvödd. Auk-þess áttu þau systkin hálfbróð- ur, Jón Sigurðsson sem var þeirra elstur, f. 1905, en hann andaðist árið 1972. Foreldrar þeirra systkina létust með árs millibili, Sigvaldi árið 1931 og Jónína Guðrún árið 1932. Þegar svo var komið yfirgáfu þau systkin heimahagana og héldu til náms og starfa á öðrum vettvangi. Lóa var því aðeins J7 ára þegar hún hafði misst báða foreldra sína, en á móti kom mikil samhjálp og sam- heldni systkinanna. Lóa átti ekki hvað síst hauk í horni þar sem var systir hennar Hermína og eiginmað- ur hennar Haligrímur Kristjánsson bóndi á Kringlu i Torfalækjarhreppi. Hallgrímur lést árið 1991. Þau hjón reyndust Lóu alla tíð afar vel og ólst sonur hennar, Sigvaldi Hrafnberg, upp hjá þeim ásamt þrem börnum þeirra hjóna. Lóa giftist Óskari Bergþórssyni bifreiðastjóra árið 1945 og eignuðust þau tvær dætur, Ingibjörgu, f. 21. febrúar 1946, og Jónínu Báru, f. 7. maí 1949. Ingibjörg giftist Stein- grími Þórarmssyni frá Gljúfurár í Borgarfirði og eiga þau fimm börn. Þau áttu heimili sitt á Hellissandi í mörg ár en slitu samvistir og er Ingi- björg nú búsett og starfandi í Reykja- vík. Jónína Bára er gift Agli Páls- syni frá Álftatungu á Mýrum og eru þau hjón búsett í Borgarnesi og eiga fjóra syni, en urðu fyrir þeirri sáru sorg að missa átta ára gamlan son sinn af slysförum fyrir nokkrum árum. Sigvaldi er búsettur á Hvols- velli, kvæntur Huldu Björgvinsdóttur og eíga þau hjón fjögur börn, en elsta son sinn, Björgvin, misstu þau 18 ára gamlan í hörmulegu vinnuslysi árið 1980. Lóa tók missi barnabarn- anna mjög nærri sér. Barnabörnum sínum þrettán sem eftir lifa reyndist hún góð og_ ástrík amma. Lóa og Óskar bjuggu sín fyrstu búskaparár í Reykjavík. Um 11 ára skeið var heimiii þeirra við Strand- götu í Hafnarfirði en árið 1962 fiytj- ast þau hjón vestur á Snæfellsnes og undur sér æ síðan vel þar vestra. Stunduðu búskap i nokkur ár í Hross- holti í Eyjahreppi en árið 1977 festu þau kaup á húseign á Hellissandi og áttu þar heimili sitt upp frá því. Þar hefur Lóðu liðið vel og hefur. hún eignast þar fjölda vina. Mann sinn missti hún árið 1984. Lífshlaup Lóu frænku er nú orðið nær 78 ár og hefur því ýmislegt drifið á dagana og hún lagt gjörva hönd á margt. Hún lá ekki á liði sínu við vinnu í frystihúsi Hellissands á meðan heilsa og kraftar leyfðu. Nú hin síðari ár naut hún þess í ríkum mæli að heimsækja börn sín til skipt- is og dvelja hjá þeim um skeið. Lóa átti því láni að fagna að eiga létta lund og sjá ávailt spaugilegu hliðarn- ar á tilverunni. Hún lét andstreymi og erfíðleika aldrei buga sig heldur efldist með hverri raun. Það er því lærdómsríkt og mannbætandi fyrir okkur samferðafólk hennar að hafa fengið að kynnast og átt vinfengi slíkra mannkostakonu. Lóa var prýð- isgreind og fylgdist ávallt vel með þjóðmálunum og undi sér löngum við lestur góðra bóka. Hún fékk hægt andlát og sat með pijónana sína með friðsælu yfirbragði þegar kallið kom. Ég vil fyrir mína hönd og barna minna þakka henni fyrir samfylgdina og alla vináttu okkur til handa. Einn- ig flyt ég kveðjur frá móður minni, Ásu Pálsdóttur, en þær mágkonurnar voru alla tíð einkar góðar vinkonur og höfðu mikið samband sín á milli, Frá Lögmönnum Höfðabakka Brynjólfur Kjartansson, hæstaréttarlögmaður, sem rekið hefur eigin lögmannsstofu að Garða- stræti 6, Reykjavík, hefur frá og með 1. október 1993 gerst meðeigandi að Lögmönnum Höfða- bakka s.f. Mun hann samkvæmt því reka lög- fræðistofu þessa í félagi við Yilhjálm Árnason, hrl., Ólaf Áxelsson, hrl., Eirík Tómasson, hrl. og Hrein Loftsson, hdl. Reykjavík, 30. september 1993. Lögmenn Höfðabakka Vilhjálmur Árnason, hrl. Brynjólfur Kjartansson, hrl. Ölafur Axelsson, hrl. EiríkurTómasson, hrl. Hreinn Loftsson, hdl. ekki síst hin síðari ár er báðar voru orðnar ekkjur. Við flytjum börnum hennar, fjölskyldum þeirra og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Bjargar Önnu Sigvaldadóttur. Jónína Guðrún Gústavsdóttir. Vertu guð faðir, faðir minn í frelsarans Jesú nafni. Hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (H.P.) Okkur langar að minnast hér frænku okkar, hennar Lóu á Hellis- sandi, eins og við kölluðum hana, með nokkrum orðum. Hún var gift Óskari heitnum Berg- þórssyni bónda á Hrossholti og stunduð þau búskap þar lengi, en. síðustu árin bjó Lóa á Hellissandi. Við kynntumst henni og Óskari fyrst er við fórum í heimsókn í Hross- holt. Þar var tekið mjög vel á móti okkur og upphófst þar mikil vinátta sem ávallt var til staðar hvort sem heimsóknir voru tíðar eða ekki. Við eldri systkinin í hópnum vorum í sveit hjá Lóu og Óskari og eigum því margar minningar frá þeim tím- um. Alltaf var margt um manninn hjá þeim því að allir voru velkomnir. í seinni tíð hittumst við ekki svo ýkja oft þar sem við ljölskyldan flutt- umst búferlum til Noregs, en nokkur bréfin fóru þó á milli og reynt var að hafa samband er komið var í heim- sóknir til Islands. Lóa mun ávallt vera okkur minn- isstæð og hjartfólgin, og hláturinn hennar mun aldrei gleymast. Sigvaldi, Jónína, Ingibjörg og fjöl- skyldur og aðrir aðstandendur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og vonum að guð veiti ykkur styrk. Kristín (Lilla), Ingi, Jónas, Anna Björg, Óskar og Fanney. Léttur og lipur REGN' FATNADUR 100% vind og vatnsþéttur regnfatnaður. Mjúk og þægileg efni. Margir litir. Stefndu á íslenskt í 66° N Mfkl Wli SJÓKLÆÐAGERÐIN HF. SKÚLAGATA 51, REYKJAVÍK SÍMI 91 - 11520, 27425 í tilefni afmælisins veitum við 20% afslátt dagana 1.-10. okt. Einnig fær 40. hver viðskiptavinur gjöf. Borgarkringlunni, sími 36622 ÍÉMMiHIÍMMMIrtNÍMM

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.