Morgunblaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993
STJÖRNUSPÁ
eftir Frances Drake
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Eitthvað kemur þér á óvart
í vinnunni í dag. Stattu við
gefin fyrirheit. I kvöld verð-
ur þér boðið út að skemmta
þér.
* Naut
(20. apríl - 20. maí) tfffi
Einhver ruglingur getur
komið upp í samskiptum við
fjarstaddan vin. Þótt þú
hafir um margt að hugsa
er einbeitingin góð.
Tvíburar
(21. maí - 20. júnf) 4»
Nú er ekki ráðlegt að taka
áhættu í fjármálum. Þú
færð skynsamleg og góð ráð
frá gömlum vini sem reyn-
ast þér vel.
Krabbi
'J (21. júní - 22. júlí) >>$8
Farðu sparlega með peninga
við innkaupin í dag. Þótt þú
farir hægt af stað í vinn-
unni skilar dagurinn þér
góðum árangri.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Vegna villandi upplýsinga
þarft þú að vera vel á verði
í vinnunni og gera þér grein
fyrir hvað er rétt og hvað
rangt.
Meyja
(23. ágúst - 22. september) <S'.Í
Varastu óhóflega eyðslu og
taktu enga áhættu í fjármál-
um. Haltu þér innan ramma
fjárhagsáætlunar þinnar.
Vog
(23. sept. - 22. október)
Gefðu engin fyrirheit sem
þú getur ekki staðið við.
Eitthvað þarfnast lagfær-
ingar á heimilinu í dag.
Sporödreki
(23. okt. - 21. nóvember)
Þú þarft að greiða úr ein-
hverjum ruglingi sem upp
kemur í vinnunni. Láttu
ekki trufla þig og varastu
dagdrauma.
Bogmaóur
(22. nóv. - 21. desember) m
Eyddu ekki verðmætum
tíma þínum í óþarfa þras í
dag. Mikil vinnugleði ríkir
hjá þér þegar kvöldar og þú
kemur miklu í verk.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar) m
~4Þú átt erfitt með að skilja
til hvers kunningi þinn ætl-
ast. Það getur verið vara-
samt að trúa sumum fyrir
leyndarmáli.
Vatnsberi
(20. janúar - 18. febrúar) ðh
Það getur verið erfitt að fá
afdráttarlaus svör í dag.
Sumir ýkja eða snúa út úr.
Þú glímir við skapandi verk-
efni 5 kvöld.
Fiskar
(19. febrúar - 20. mars) 'Sm
Þér eða félaga þínum hættir
til að eyða úr hófi til einka-
þarfa. Sóaðu ekki peningum
í óþarfa. Reyndu heldur að
spara.
Stjörnusþána á að tesa sem
dægradvól. Spár af þessu tagi
byggjast ekki á traustum grunni
vísindalegra staðreynda.
DÝRAGLENS
rsfe
FERDINAND
SMAFOLK
IF 0UR NAME 15 IN THE PHONE
BOOK, UUHY ISN'T OUK NAME
IN THE " OLP TE5TAMENT"?
“..AND ALLTHE
0ROUJN CATTLE
AM0N6THE 5MEEP"
Ef nafnið okkar er í símaskránni, af Flettu upp á Mósebók „Og allir brúnu naut-
hverju er nafnið okkar þá ekki í Gamla 30:32. gripirnir meðal kind-
Vá!
Testamentinu?
anna".
BRIDS
Umsjón Guðm. Páll
Arnarson
Ónefndur spilari frá Venezúela
varðist snilldarlega í eftirfarandi spili
úr riðlakeppni HM. Þetta var í leik
Venezúela og Danmerkur og hjónin
Peter og Dorthe Schaltz voru með
spil NS.
Austur gefur; AV á hættu.
Norður
♦ 10
VK10862
♦ G4
+ K10953
Vestur Austur
♦ 76 ... 4 842
VG754 ¥ÁD
♦ D10952 ♦ ÁK73
+ 74 +DG82
Suður
♦ ÁKDG953
V93
♦ 86
+ Á6
Vestur Norður Austur Suður
— i — 1 grand 4 spaðar
Pasj Pass Pass
Utspil: Laufsjö.
Dorthe var í suður og' sá níu ör-
ugga slagi. Hún lét níuna úr blindum
í fyrsta slag og drap gosa austurs
með ás. Eftir opnun austurs á grandi
var ljóst hvar háspilin voru, svo það
var tilgangslaust að reyna við 10.
slaginn með því að spila að hjarta-
kóng. Hins vegar gæti austur lent í
vandræðum með afköst. Dorthe tók
því allan spaðann. Hugmyndin var
að spila austri síðan inn og vona að
hann yrði að gefa tvo síðustu slagina
á K10 í laufi. En austur sá fyrir sér
lokastöðuna og henti strax ÁK í tígli!
Vestur Norður + - ¥G7 ♦ D10 + 4 Austur
♦ - ♦ -
VK10 II VÁD
♦ G ♦ 3
♦ K10 Suður + D8
♦ - V93 ♦ 86 + 6
I þessari stöðu spilaði Dorthe
hjarta á kónginn. Austur tók þar tvo
slagi og gat síðan losað sig út á tígul-
þristi, sem hann hafði geymt svo
vandlega.
Frábær vörn, en hvers vegna er
þessi spilari „ónefndur". Dálkahöf-
undur hefur þetta spil úr mótsblaði
HM og það er svo merkilegt með
suma penna þess blaðs að þeim þykir
oft ekki ástæða til að kynna sér hvað
hinir svonefndu „minni spámenn"
heita. Slæmur siður það.
SKÁK
Umsjón Margeir
Pétursson
Þessi staða kom upp á Haust-
móti Taflfélags Reykjavíkur sem
hófst á sunnudaginn var. Bragi
Halldórsson (2,170) hafði hvítt
og átti leik, en Jón Garöar Við-
arsson (82,320) var með svart.
25. Dd3! - Re5 (Eftir 25. -
hxg5?, 26. Dxg6 á svartur enga
viðunandi vörn við 26. De8+, sem
er máthótun) 26. Bxe5 — Hx35,
27. Dxg6! — hxg5, 28. h5 (Bragi
var að falla á tíma, en það kemur
ekki að sök því sóknin teflir sig
sjálf) 28. - Kf8, 29. h6 - Bh8,
30. h7 - Ke7, 31. Dg8 - He2!?,
32. Hfl - Bf6, 33. Dxc8 - d3,
34. h8=I) - Bxh8, 35. Dxh8 og
þar -sem svartur er orðinn manni
undir gafst hann fljótlega upp.
Eftir þtjár umferðir á Haustmót-
inu hafði Guðmundur Gíslason
unnið allar sínar skákir, en Sævar
Bjarnason hafði tvo vinninga og
átti vænlega stöðu gegn Halldóri
G. Einarssyni.
Um helgina: Deildarkeppni
Skáksambands íslands hefst í
Faxafeni 12 ( kvöld.