Morgunblaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 35
eei naaöTxo .1 HUOAGUTgoa aiaAjanuoHOM ..
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993
35
TONLIST
Barnabókahöfundurinn kunni, Viveca Sundvall, ásamt Önnu Einars-
dóttur.
MENNING
Fjölmenni á bókastefnu
Níunda norræna bókastefnan,
Bok & Bibliotek, var haldin
í Gautaborg nýlega. íslenskir þátt-
takendur voru Thor Vilhjálmsson
sem ræddi um gildi bókmenntaverð-
launa fyrir rithöfunda, Guðbergur
Bergsson sem svaraði spurningum
um skáldsögu sína, Svaninn, sem
nýkomin er út í Svíþjóð hjá Tidens
Förlag og Vésteinn Ólason sem
kynnti íslensku bókmenntasöguna
sem Mál og menning gaf út í fyrra.
Anna Einarsdóttir, sem situr í
stjórn Bok & Bibliotek, sagði _að
mikill áhugi hefði verið á hlut ís-
lands í dagskrá stefnunnar og að-
sókn mikil á öll atriðin. Hún benti
á að enginn viðburður í Svíþjóð njóti
jafn mikillar eftirtektar og bóka-
stefnan í Gautaborg, að þessu sinni
hafi komið þangað 90.000 gestir.
Hioi Villijalmsson <jƑNi!s-Giinnar Nilssoo
Thor Vilhjálmsson rithöfundur á dagskrá um gildi bókmenntaverð-
launa. Með honum er Nils-Gunnar Nilsson, menningarritstjóri Syd-
svenska Dagbladet sem stjórnaði umræðunum.
COSPER
.»!’•!“ COSPER
Má ég ekki taka mynd af þér? Þú ert sá fyrsti sem ég keyri yfir
Björk á einnig
danska aðdáendur
Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins.
Danskir gagnrýnendur og tón-
leikagestir voru ekki í vafa
um að þeir væru að taka á móti
stórstjörnu þegar söngkonan Björk
Guðmundsdóttir hélt tónleika á
listahátíð Árósa. Ekki það að hún
þætti vera með neina stjörnustæla
— þvert á móti luku allir upp einum
munni um hve látlaus framkoma
hennar væri — heldur er hún bæði
orðin vel kunn hér og er í uppá-
haldi bæði hjá gagnrýnendum og
öðrum.
Hún er laus við merkilegheit
„Hún er eins og lítil stelpa,"
skrifaði gagnrýnandi Politiken,
sem var samferða Björk í flugvél-
inni til Árósa, „látlaus í framkomu
og laus við öll merkilegheit.“ Þegar
komið var til Árósa kom í ljós, að
á ferðinni var þekkt söngkona, því
á flugvellinum beið hennar límús-
ína, sem hún steig upp í eins og
ekkert væri.
Tónleikar Bjarkar voru í röð
tónleika á listahátíð bæjarins, sem
býður upp á blandað listaefni,
bæði leiklist, dans og tónlist, allt
frá klassík yfir í rokk og popp.
Gagnrýnendur voru' samrhála um
að tónleikar hennar hefðu verið
þeir bestu í þeirri grein. „Fimmtu-
dagurinn var dagur Bjarkar og
fólk víða af landinu slóst í hóp
Austur-Jótanna og kom í píla-
grímsferð á listahátíðina til að
upplifa stórstjörnuna," sagði í dag-
blaðinu Politiken um tónleikana,
sem voru mjög vel sóttir. Gagnrýn-
andi blaðsins talaði um rödd henn-
ar „sem væri öldungis einstök. og
sem nýttist henni afar vel“.
Elsa Sigfúss söng á sama stað
I dagblaðinu Information var
rifjað upp að Björk væri ekki fyrsta
íslenska söngkonan, sem stigi á
fjalir Árósahallarinnar. Sú fyrsta
hefði verið Elsa Sigfúss sem hélt
tónleika þar árið 1942. Margar
stórstjörnur hafa sungið þar, svo
sem The Who og Jimi Hendrix á
sínum tíma. Ennfremur er talað
um hve tónleikar Bjarkar hefðu
hæft vel þessu húsi. „Björk, sem
hefur heillað allt og alla með fyrstu
sólóplötu sinni eftir að hún spilaði
með Sykurmolunum, sem voru
fremstir um frumlegt íslenskt rokk
fram að þessu.“
Björk flutti lög af plötu sinni,
sem samkvæmt gagnrýnanda
blaðsins voru flutt af hópi, sem lét
sér ekki nægja að spila lögin, held-
ur flytja þau og túlka. Lögin voru
flutt af minni hópi heldur en er á
plötunni. „Björk var sjálf áhrifa-
mikil með söng sínum, einstökum
áherslum og tilbrigðum við þessi
þekktu, undarlegu lög, meðan lát-
laus og næstum barnsleg fram-
koma hennar var aldrei minna en
heillandi. Rúsínan í pylsuendanum
var svo tvö lög af væntanlegri
plötu, sem hún er að vinna að,
annars vegar rokkaðra lag en á
fyrstu plötunni og svo frábær,
næstum hefðbundin ballaða að lok-
um.“
Björk Guðmundsdóttir heillaði Dani upp úr skónum þegar hún söng
I Árósum fyrir nokkru.
Bílamarkadurinn
Smiðjuvegi 46E
v/ReykjanesbrauU
Kópavogi, sími
571800
OPIÐ SUNNUDAGA
KL. 13 - 18
MMC Galant GLSi 4x4 '90, hvítur, 5 g.,
ek. 67 þ., rafm. í öllu, hiti í sætum, saml.
stuðarar, álfelgur o.fl. Toppeintak. V. 1270
þús,
Toyota Corolla XL ’88, svartur, 4 g., ek.
56 þ. Toppeintak. V. 550 þús. stgr.
MMC Lancer GLX '89, sjálfsk., ek. 47 þ.,
spoiler o.fl. V. 780 þús
Toyota Corolla Twin Cam 16v '85, hvít-
ur. Gott eintak. V. 395 þús.
Ford Bronco II XL ’85, sjálfsk., ek. 50 þ.
á vél. V. 650 þús. stgr.
Mazda 323 1.5 GLX Sedan '86, sjálfsk.
V. 330 þús.
Lada Samara 1500 '91, 5 dyra, ek. 19
þ. km. V. 380 þús. stgr.
Cherokee Chief, 4 L, '87 3ra d., sjálfsk.,
ek. 130 þ.V. 1150 þ. Sk. ód.
Toyota Corolla Liftback GTi 16v ’88, 5
g., ek. 98 þ. V. 750 þús.
Chevrolet Blazer Thao '86, grár (tvílitur),
sjálfsk., ek. 86 þ. km. Gott eintak. V. 1050
þús.
Chrysler Voyager V-6 '90, brúnsans,
sjálfsk., ek. 101 þ., 7 manna, einn eig-
andi. V. 1390 þús.
MMC L-300 4x4 ’88, 8 manna, grár, 5
g., ek. 87 þ. V. 1090 þús., sk. á ód.
MMC Colt GL '91, 5 g., ek. 44 þ. V. 760
þús.
Nissan Pathfinder V-6 '88, sjálfsk., ek.
67 þ., rauður. V. 1550 þús.
Cherokee Pioneer 2,5L ’84, sjálfsk., ek.
79 þ. mílur. V. 690 þús., sk. á ód. (eða 2
bílum).
MMC Colt GLXi ’91, 5 g., ek. 47 þ. V
890 þús.
Daihatsu Feroza DX ’89, svartur/grár, 5
g., ek. 60 þ. km., topplúga o.fl. V. 850
þús., sk. á ód.
Toyota Extra cab EFi V-6 '88, rauður, 5
manna, 5 g., ek. 79 þ., læstur aftan og
framan, lækkuð drifhlutföll, 38" dekk, ál
felgur o.fl. o.fl. V. 1380 þús., skipti.
Toyota Corolla XL ’91, 5 dyra, rauður; 5
g., ek. 44 þ. V. 830 þús., sk. á ód.
MMC Pajero bensfn '86, brúnsans, 5 g.
ek. 89 þ., Óvenju gott eintak. V. 790 þús.
MMC Galant GLSi Super Salon ’89, blár,
sjálfsk., ek. 68 þ. V. 1050 þús.
Toyota Corolla XL Sedan ’88, steingrár,
4 g., ek. 80 þ. V. 540 þús.
Lada 1500 station '91, ek. 27 þ. V. 420
þús. Topp eintak.
MMC Lancer 4x4 station '88, 5 g., ek.
107 þ. V. 750 þús., sk. á ód.
3Ó0Í>e'9naS'-
f-Cásíi *****se"
i4tn tl ]6 óraWfe- Vraw, sér ^ra-
'i
S • K • I • F -A* N
KRINGLUNNISIMI: 600930 - STORVERSLUN UUGAVEGI26 SIMI: 600926
LAUGAVEGI96 SÍMI: 600934 - EIÐISTORGISÍMI: 612160 - PÓSTKRÖFUSÍMI: 680685