Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 43

Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 43 ' HANDKNATTLEIKUR Haukar gróður- setja eina trjáplöntu fyrir hvert mark i > > > > > Stjórn handknattleiksdeildar Hauka í Hafn- arfirði hefur ákveðið að gróðursetja eina trjáplöntu fyrir hvert mark sem þeir skora í 1. deild karla í vetur. Haukamenn ætla að gróð- ursetja plönturnar á Ásvöllum, nýja svæði fé- lagsins næsta vor. Svavar Geirsson, varaformaður handknatt- leiksdeildar Hauka, sagði að með þessu uppá- tæki vildu þeir hvetja aðrar deildir félagsins til að gera það sama. „Það er pláss fyrir fleiri þúsund plöntur á svæðinu svo það er nóg verk- efni fyrir alla. Við ætlum að gróðursetja plönt- urnar næsta vor og vondi verða þær yfir sex hundruð, en það fer allt eftir því hvernig liðinu gengur i vetur,“ sagði Svavar. URSLIT Haukar-FH 31:23 Iþróttahúsið við Strandgötu, 1. deildar- keppnin í handknattleik, fimmtudagur 29. september 1993. Gangur leiksins: 0:2, 2:2, 4:4, 8:5, _ 15:11, 16:14. 18:15, 21:17, 26:20, 29:2lP* 31:23. Mörk Hauka: Halldór Ingólfsson 7/3, Páll Ólafsson 6/2, Aron Kristjánsson 6, Jón Freyr Egilsson 5, Petr Baumruk 3, Jón Öm Stefánsson 2, Þorkell Magnússon 1, Erling- ur Richardsson 1. Varin skot: Magnús Árnason 12/1 (Þar af fimm til mótheija), Bjami Froistason 6/2. Utan vallar: 10 mín. Mörk FH: Knútur Sigurðsson 9/8, Arnar geirsson 4, Hálfdán Þórðarson 3, Óskar Helgason 3, Sigurður Sveinsson 2, Gunnar Beinteinsson 1, Kristján Arason 1. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 14 (Þar af fimm til mótheija). lltan vallar: 10 mín. Dómarar: Stefán Árnarsson og Erling Rögnvaldson, sem dæmdu mjög vel. Áhorfendur: 970 (Húsfylli). Knattspyrna Evrópukeppni meistaraliða Moskva, liússlandi: Spartak - Skonto Riga (Lettl.).4:0 Tsimbalar 2 (4., 40.), Psarev (15.), Onopko (87.). ■Spartak komst áfram 9:0. UEFA-keppnin Maríbor, Slóvenía: Branik - Bistrita (Rúmení.)....2:0 ■Maribor komst áfram 2:0. Vaiencia, Spáni: Valencia - Nantes..............3:1 Luboslav Penev (72. - vítasp.), Jose Galvez (104.), Femando Gomez (112.) — Reynald Pedros (50.). 46.700. lÞR$m FOLX ■ HEIKE Drechsler, ólympíu- meistari í langstökki frá Þýska- landi, sagði við fréttamenn að gamla austur-þýska öryggislög- reglan, Stasi, hafi reynt að fá sig til að njósna, en hún hefði aldrei tekið í mál að vinna fyrir Stasi. „Það er ljóst að ég var aldrei viðrið- in Stasi,“ sagði Drechsler. Síðair sameining Þýskalands varð árið 1990 hafa margar fyrrum íþrótta- stjörnur fyrrum Austur-Þýska- lands viðurkennt að hafa njósnað um félaga sína fyrir Stasi. í síð- ustu viku komu fram ásakanir á hendur Drechsler í þýska sjón- varpinu, að hún hefði verið á mála hjá Stasi. Morgunblaðið/Þorkell Petr Baumruk og félagar hans hjá Haukum gerðu FH-ingum lífíð leitt að Strandgötunni í gærkvöldi. Hér sækir Baumruk að vöm FH-inga, en Gunnar Bein- teinsson reynir að stöðva hann. FH-ingar hvað. 9 — sungu sigurglaðir Haukar eftir stórsigur í Hafnarfjarðarbaráttunni ÞAÐ var kátt á hjalla í bún- ingsklefa Hauka í Hafnarfirði í gærkvöldi, en þar sungu leikmenn Hauka hástöfum; „FH-ingar hvað...?“ og áttu þeir þá við hverjir væru orðnir risarnir í handknatt- leiknum í Haf narfirði, en Haukar hafa hingað til verið í hlutverki litla bróður í Firð- ingu. Þeir voru svo sannar- lega stærri í gærkvöldi, er þeir unnu-stórsigur á FH- ingum, 31:23. «#ið höfum undirbúið okkur vel ™ fyrir slaginn í fyrstu deildar- keppninni og ætlum okkar stóra hluti. Við vorum bjartsýnir fyrir leik- inn og vorum aldrei í vafa um að við Ómar Jóhannsson skrífar myndum leggja FH-inga að velli,“ sagði Páll Olafsson, leikmaður Hauka og hann bætti við: „Við fögnum þessum áfanga nú, en munum taka einn leik fyrir í einu. Fyrir Islandsmótið vorum við nokkuð hræddir við byrjunina — að leika fyrst gegn Stjörninni í Garðabæ, síðan gegn FH og þá gegn Val að Hlíðarenda. Nú erum við búnir að fara yfir tvær erfiðar gryfjur og ætlum okkur yfir þá þriðji — að Hlíðarenda. Við erum ákveðnir að halda áfram á sömu braut,“ sagði Páll og Haukar gátu leyft sér það að vera ánægðir með sjálfan sig í gærkvöldi, en þeir léku fyrir framan fullt hús áhorf- enda að Strandgötu. Það var liðs- heildin sem lagði grunnin að stór- sigrinum gegn FH — vörnin var sterk og Magnús Árnason varði mjög vel í seinni hálfleik, en mörk hraðaupphlau FH-inga stöðvuðust á honum. Þá var sóknarleikurinn markviss og öruggur. Ef Haukar halda áfram á þessari braut, þegar þeir oft leyft sér það að syngja FH-ingar hvað? „Sigur okkar var aldrei í hættu, en það var jafnt til að byrja með,“ sagði Páll Ólafsson. FH-ingar skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins, en eftir það fóru Haukar að bíta frá sér; að hætti hússins. Þeir jöfn- uðu og komust náðu þriggja marka forskoti, en staðan í leik- hléi var 16:14. Seinni hálfleikurinn var í eign Hauka, sem höfðu örugg tök á leiknum. FH-ingar gerðu mörg mistök í sókn og það nýttu Haukar sér — brunuðu fram í hraðaupphlaup og skoruðu. Það munaði um minna að fyrirliðinn Guðjón Árnason lék ekki með FH, en hann hefur verið sá leikmaður sem hefur stjórnað leik FH-liðsins undanfarin ár. KNATTSPYRNA Marseille fékk heimaleikjabann Evrópumeistarar Marseille urðu fyrir enn einu áfallinu í gær, en þá var Marseille dæmt í eins leiks heimaleikjabann vegna óláta stuðningsmanna fé- lagsins í leik Marseille og Metz, en leikurinn var stöðvaður þegar Metz var yfir, 0:3. Þá geystust áhangendur Marseille inn á Stade Valodrime-völlinn. Evrópumeist- ararnir verða að leika næsta heimaleik sinn í 300 km fjarlægð frá borginni. Markvörðurinn Fabien Barthez og varnarmaðurinn Basile Boli, sem voru reknir af leikvelii í ieiknum, voru dæmdir í eins leiks keppnisbann. Skólar - Fyrirtæki - ÍþróHofélög 1 Gerfigrasvöllur Til leigu eru lausir tímar á gerfigrasvellinum á Asvöllum. Hagstæð verð. Upplýsingar á staðnum og í síma 652466. íkvöld Blak fslandsmótið f blaki hefst í kvöld með þremur leikjum. KA og Þróttur Reykjavík í KA-húsinu á Akureyri í 1. deild karla og strax á eftir kl. 21.15 leika KA og Sindri í 1. deild kvenna. HK og Þróttur Nes. leika í Digranesi í 1. deild karla kl. 20. Handknattleikur 1. deild kvenna: Strandgata: Haukar-KR..kl. 20 2. deild karla: Húsavík: Völsungur-HK....kl. 20.30 Um helgina Öskjuhlíðarhlaup ÍR Öskjuhlíðarhlaup lR, sem fram átti að fara laugardaginn 2. október hefur vérið frestað til næsta laugardags, 9. október. Hlaupið hefst kl. 14 við Perluna. FRJALSIÞROTTIR Martha til Briissel 1111 artha Ernsdóttir úr ÍR mun keppa á heimsmeistaramótinu í hálf- "■■ maraþon, sem fer fram í Brussel í Belgíu á sunnudaginn. Mart- ha setti íslandsmet, 1.12:25 klst. þegar hún kepppti á heimsmeistaramót- inu í fyrra og varð þá í 23. sæti. Hún bætti brautarmetið í Reykjavík- urmaraþon á dögunum og var þá aðeins mínútu frá meti sínu. Martha hefur æft vel að undanförnu og virðist vera að ná sér eftir veikindi, sem háðu hanni í sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.