Morgunblaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 NÓATXJN Nóatúni 17, Rofabæ 39, Laugavegi 116, Hringbraut 121 í Reykjavik Hamraborg og Furugrund 3 í Kópavogi Þverholti 6 í Mosfpllsbæ oft erfitt með að standa undir þeim, kröfum sem iöggjafinn gerir til sveit- arfélaga á ýmsum sviðum, t.d. hvað varðar málsmeðferð í flóknum deilu- málum. Síðan en ekki síst gæti sameining sveitarfélaga og efling byggðakjarna skapað meiri sátt um breytingar á núverandi kjördæmaskipulagi og jöfnun atkvæðisréttar. Með því að færa opinbera þjónustu í auknum mæli heim í hérað er vald sveitarfé- laganna aukið og jafnframt er dreg- ið úr samþjöppun opinbers valds í Reykjavík. Andstæðingar jöfnunar atkvæðisréttar hafa einmitt oft beitt því fyrir sig að landsbyggðaratkvæði eigi að hafa aukið vægi, miðað við vægi atkvæða í Reykjavík, þar sem allar helstu stjórnstofnanir landsins séu í höfuðborginni. Höfundur er lögmaður íReykjavík. Gunnar Jóhann Birgisson Sameining sveitarfélaga er raunhæfur valkostur eftir Gunniir Jóluinn Birgisson Þann 20. nóvember nk. ganga kjósendur að kjörborðinu og kjósa um sameiningu sveitarfélaga. Mikið hefur verið fjallað um hugmyndir umdæmanefnda, sem lagt hafa fram tillögur að sameiningu og fækkun sveitarfélaga, að undanförnu. Um- ræðan snýst þó yfirleitt um hver er að gleypa hvern og hvort þessi eða hinn sveitarstjórinn vilji ganga í eina sæng með nágrönnum sínum. Lítið hefur hins vegar verið skoðað hvers vegna þessar hugmyndir eru nú upp á borðinu. Hugmyndin á bak við tillögurnar Hugmyndin á bak við sameiningu sveitarfélaga er sú að efla sveitarfé- lögin sem stjórnsýslustig í landinu og gera þau betur í stakk búin til þess að taka við auknum verkefnum. Með því að sameina smærri sveitarfé- lög og mynda stór og öfiug sveitarfé- lög í staðinn er verið að gera tilraun til þess að treysta byggð í landinu og undirbúa nýja verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Þannig er gerð tilraun til þess að ráðast gegn „lokalismanum", stofna öflugri byggðakjarna, færa þjónustu nær einstaklingunum og auka staðbundið vald og skilvirkni stjórnsýslunnar. Efling sveitarfélaga Ég er þeirrar skoðunar að þjón- ustu eigi í auknum mæli áð færa frá ríkinu til sveitarfélaga. Sameining smærri sveitarfélaga úti á lands- byggðinni er forsenda þess að slíkt sé hægt. Með því að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaga er verið að draga úr miðstýringu ríkisvaldsins og væntanlega bæta þjónustu þar sem þekking heimamanna á stað- bundnum þörfum mun nýtast betur. Ilver og einn verður hins vegar að svara þeirri spurningu fyrir sig hvort umræddar tillögur umdæmanefnda séu til þess fallnar að styrkja sveitar- félögin í landinu eins og að er stefnt. Rétt er einnig að gera greinarmun á Reykjavík annars vegar og smærri sveitarfélögun hins vegar. Smærri sveitarfélög í nágrenni Reykjavíkur þurfa að sameinast en Reykjavík þarf í sjálfu sér ekki að sameinast þeim. Ástæðan er sú að Reykjavík er kannski eina sveitarfélagið í land- inu sem er nógu stórt til þess að taka við auknum verkefnum. Fulltrúaráð Sambands íslenskra sveitarfélaga ályktaði á fundi sínum 27. febrúar sl. að það teldi rétt að fela sveitarfélögum í landinu að fullu . rekstur grunnskóla og heilsugæslu- stöðva svo og að þau yfirtaki verk- efni á sviði fatlaðra og aldraðra. í lokaskýrslu sveitarfélaganefndar, sem lögð var fram sl. vor, er tekið undir þessi sjónarmið. Ég tel einnig rétt að færa fleiri verkefni til sveitar- félaganna. T.d. staðbundna lög- gæslu. Til þess að þessar hugmyndir verði að veruleika þarf hins vegar að stækka sveitarfélögin og tryggja þeim lögbundna tekjustofna til þess að standa undir auknuni verkefnum án þess að hækka skattbyrði almenn- ings. Ný tekjuskipting Jóhanna Sigurðardóttir, félags- málaráðherra, hefur kynnt stefnu- mörkun ríkisstjórnarinnar í þessum efnum. í máli hennar kom fram, að gert er ráð fyrir breytingu á tekju- skiptingu ríkis og sveitarfélaga á næstu árum þannig að hlutur sveitar- félaga af staðgreiðslu skatta aukist til þess að þau geti tekið á sig 10-15 milljarða kr. .kostnað ríkisins af heil- sugæslu, rekstri grunnskóla, málefn- um aldraðra og fatlaðra. í Morgun-' blaðinu þann 28. september fagnaði framkvæmdastjóri Sambands ís- lenskra sveitarfélaga þessum hug- myndum. 'Rétt er einnig að huga að því að með því að auka þjónustuverkefni sveitarfélaganna skapast ný störf á hveijum stað. Þetta gæti verið mjög mikilvægt fyrir sveitarfélög úti á landsbyggðinni í framtíðinni. Með þessari nýju skipan eykst svigrún sveitarfélaganna. Þau stjórna sjálf skipulagi þjónustunnar sem þau veita og hvemig fjármununum er varið. Lækkun á yfirstjórnarkostnaði Sameining smærri sveitarfélaga yrði einnig til þess að auka hagræð- ingu og lækka yfirstjórnarkostnað. Það þekkist í smærri sveitarfélögum að yfirstjórnarkostnaður sé allt að sexfallt á hvern íbúa en í Reykjavík. Það hefur einnig sýnt sig í gegnum tíðina að smærri sveitarfélög eiga „Með því að færa opin- bera þjónustu í aukn- um mæli heim í hérað er vald sveitarfélag- anna aukið og jafn- framt er dregið úr samþjöppun opinbers valds í Reykjavík.“ mator i 49 méitíðir Ins 2.525 Ibr. m er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Hjá okkur færðu 5 ófrosin slátur í pakka fyrir aðeins 2.525 kr. og 3 í pakka fyrir aðeins 1.545 kr. Höfum einnig allt til sláturgerðar: Uppskriftir, aukavambir, haframjöl, rúgmjöl, heilhveiti, nálar, garn, rúsínur og frystipoka. Slátur er hollur, góður og ódýr matur!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.