Morgunblaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 17 Afskriftir útlána Islandsbanka Lán til sjávarútvegs ekki áhættusömust LÁN íslandsbanka til fiskeldis, verktaka, þjónustufyrirtækja, versl- unar og iðnaðar hafa á síðustu árum verið áhættusamari en lán til sjávarútvegsfyrirtækja. í ræðu Ásmundar Stefánssonar framkvæmdastjóra íslandsbanka á aðalfundi Samtaka fiskvinnslu- stöðvanna í síðustu viku kom fram að afskriftir í íslandsbanka væru mestar í fiskeldi þar sem meiri- hluti lánanna væri afskrifaður. Ef skoðuð væri samtala afskrifta og þess sem nettó hefði verið lagt á varúðarreikning samanlagt fyrir tímabilið 1990-1992, kæmi í ljós, að um væri að ræða 10,6% af heild- arútlánum bankans. Samsvarandi hlutfall vegna lána til fiskeldis væri 60,6%, 25,9% af lánum til verktaka, 17,9% af lánum til þjón- ustu, 17,1% til verslunar, 13;1% til iðnaðar 9,1% til sjávarútvegs, 5,5% til samgöngufyrirtækja, 3,7% til einstaklinga og 0,2% vegna íbúðar- húsa. Framkvæmdastjóri Amnesty í heimsókn PIERRE Sané, framkvæmdsljóri Amnesty International, sækir ís- landsdeild Amnesty Internation- al heim dagana 1.-3. október. Hann heldur fund með félögum Islandsdeildar í Norræna húsinu í kvöld, föstudaginn 1. október, kl. 20.30. Fjallar hann þar um nýaf- staðið heimsþing samtakanna og þau verkefni sem framundan eru. Laugardaginn 2. október heldur Pierre Sané almennan fyrirlestur kl. 14.30 í stofu 101 í Odda. Fyrir- lesturinn nefnist: „Facing the Fut- ure - Amnesty International and the Human Rights Movement." Pierre Sané mun ennfremur hitta að máli ýmsa forystumenn í mannúðar- og mannréttindamálum ásamt opin- berum embættismönnum. Pierre Sané tók við fram- kvæmdastjórastöðu Amensty Inter- national í Lundúnum fyrir tæpu ári. Hann er stjórnmálafræðingur að mennt og félagi í Amnesty í .heimalandi sínu, Senegal. í starfi sínu sem framkvaémdastjóri stýrir hann rannsóknum samtakanna á mannréttindabrotum og aðgerðum gegn þeim. Pierre Sané hefur lagt ríka áherslu á að kynnast félögum og deildum samtakanna og hefur Pierre Sané. nú þegar heimsótt um 25 deildir um heim allan. Mannréttindasamtökin Amensty International starfa nú í 150 lönd- um og sérstakar landsdeildir eru í 70 löndum. Félagar eru nú samtals 1,1 milljón, þar af tæplega fjögur þúsund á Islandi. Á aðalskrifstofu samtakanna í Lundúnum eru 280 fastir starfsmenn og rúmlega 70 sjálfboðaliðar frá yfír 50 þjóðlönd- um. Langnr laugar- dagur á morgun LANGUR laugardagur verður á vegum Laugavegssamtakanna á morgun, 2. október. Þennan langa laugardag verður haldið upp á eins árs afmæli langa laugardagsins sem hóf göngu sína í október í fyrra og hefur mikill fjöldi fólks heimsótt bæinn og verslað þessa laugardaga. í tilefni dagsins geta árrisulir við- skitavinir átt von á hádegisverð- argjafakorti frá mörgum verslunum við Laugaveg og Bankastræti og frá Reykjanesbraut Vinnu lokið við gatnamót VINNU eru lokið við stefnu- greiningu gatnamóta Reykjanes- brautar og Vogavegar og Reykjanesbrautar og Grindavik- urvegar. Á þessum gatnamótum hefur verið talsvert um slys og er tilgang- ur þessara framkvæmda að fækka þeim. Vinnustaðarmerking verður tekin niður í dag, föstudag 1. októ- ber. Á gatnamótunum er hámarks- hraði 70 km/klst og eru ökumenn beðnir um að virða þau hraðamörk, segir í frétt frá Vegagerðinni. eftirfarandi matsölustöðum: Lækjar- brekku, Asíu, Tveimur vinum, Pasta Basta, Steikhúsinu, Shanghæ, Prag o.fl. Seinni parts dagsins bjóða síðan eftirtaldir veitingastaðir: Cancún, Veitingastaðurinn 22, LA Café, Pasta Basta, Tveir vinir, Sólon ís- landus o.fl. upp á svokallað „Happy hour“ fyrir viðskiptavini og verslun- arfólk. Boðið verður upp á stutta skoðunarferð á hestvagni e. hádegi fyrir börnin. Ölgerð Egils Skalla- grímssonar verður með goskynn- ingu. Cöte d’or-fíllinn verður á svæð- inu. Laugi trúður verður með uppá- komur og gefur börnum blöðrur. Kodak-bangsinn skemmtir fjölskyld- unni í Bankastræti. Bangsaleikurinn verður í gangi og munu stóri og litli bangsi verða á Laugaveginum að leita að bangsanum með krökkun- um. I verðlaun verða fimm vinningar frá versluninni Benetton, Laugavegi 97, og einnig fá heppnir þátttakend- ur í bangsaleiknum afmælistertur frá G. Ólafssyni & Sandholt bakarí, Laugavegi 36. (Fréttatilkynning) V e r i ð velkomin á DAGANA UM HELGINA LJUFMETI AF LETTARA TAGINU verður á boðstólum úr tilraunaeldhúsi Osta- og smjörsölunnar. KYNNTU ÞÉR ÍSLENSKA GÆÐAMATIÐ Birtar verða niðurstöður íslenska gæðamatsins á ostunum sem teknir voru til matS nú í vikunnt • Ostameistari íslands útnefndur. • Ostameistararnir verða á staðnum og sitjaJyrir svörum um allt það sem lýtur að ostum og ostagerð og bjóða þér að bragða á ostunum sinum. OSTARNIRVERÐAÁ KYNNINGARVERÐI - notaðu tækifærið! OSTALYST 2 - kynning á nýrri bók. VERÐLAUNASAMKEPPNI - stöðugt verið að draga úr pottinum. OPIÐ HÚS að Bitruhálsi kl. 1 -6 laugardag 2. okt. & sunnudag 3. okt. OSTA OG SMJÖRSALAN SH

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.