Morgunblaðið - 01.10.1993, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993
21
Clinton
vinsælli
KANNANIR í Bandaríkjunum
gefa til kynna að vinsældir Bills
Clintons forseta hafi aukist
mjög að undanfömu, 56% kjós-
enda lýsa nú ánægju með störf
hans. Clinton þykir hafa styrkt
stöðu sína með skeleggri stefnu
og velheppnuðum málflutningi
í heilbrigðismálum en einnig
hefur friðarsamningur ísraela
og Palestínumanna, sem undir-
ritaður var í garði Hvíta húss-
ins fyrir skömmu, hafa bætt
ímynd forsetans.
Geg*n skertu
tjáningar-
frelsi
STJÓRNENDUR nokkurra
stærstu dagblaða, útvarps- og
sjónvarpsstöðva í Bretlandi
hafa sameinast um andstöðu
við væntanleg lög sem ríkis-
stjómin hyggst setja til að
vernda einkalíf einstaklinga
fyrir ágangi fjölmiðla. Tals-
menn fjölmiðla fullyrða að ekki
hefði verið hægt að koma upp
um svikavef fjölmiðlakóngsins
látna, Roberts Maxwells, ef
fyrirhugaðar takmarkanir
hefðu verið í lögum.
Japanir flytja
inn hrísgrjón
JAPANAR ætla að flytja inn
200.000 t af hrísgijónum á
árinu vegna uppskerubrests af
völdum illviðris og plöntusjúk-
dóma. Hart hefur verið deilt á
Japana fyrir að banna að jafn-
aði hrísgrjónainnflutning.
Benz til Alab-
ama
ÞYSKU bílaverksmiðjurnar
Mercedes-Benz lýstu yfir því í
gær að ákveðið hefði verið eft-
ir sex mánaða kannanir að reisa
útibú í Alabama í Bandaríkjun-
um. Verksmiðjan verður
skammt frá Tuscaloosa og mun
kosta. um 21 milljarð króna,
framleiddir verða litlir jeppar.
Um 150 staðir vom skoðaðir
áður en ákvörðun var tekin.
Alls mun verksmiðjan fjölga
atvinnutækifærum um 11.500.
CIA opnar
skjalasöfn
BANDARÍSKA leyniþjónustan,
CIA, ætlar í næsta mánuði að
byija að senda þjóðskjalasafni
landsins ýmsar leyniskýrslur
sem orðnar eru 30 ára eða eldri.
Þá verður að sögn forstjórans,
James Woolseys, svipt hulunni
af leynilegum aðgerðum í kalda
stríðinu gegn kommúnistum í
Frakklandi og á Ítalíu skömmu
eftir stríð. Einnig er þar fjallað
um aðgerðir í Kóreu og Berlín,
innrásina í Svínaflóa á Kúbu
1961, morðið á John Kennedy
forseta 1963 og aðstoð við keis-
ara Irans er var steypt af stóli
1953 en tók völdin á ný með
hjálp CIA.
Minnka tengsl
við Breta
STJÓRN Nýja-Sjálands sagðist
í gær ætla að ijúfa mikilvæg
tengsl við dómskerfið í Bret-
landi og utanríkisráðherra
landsins sagði koma til greina
að fylgja fordæmi Astrala ef
þeir gerðu land sitt að lýðveldi.
Jim Bolger forsætisráðherra
virtist þó á öðru máli og sagði
að lýðveldishugmyndin væri
ekki efst i huga landsmanna.
Elísabet Bretadrottning er nú
þjóðhöfðingi beggja landanna.
Bardagar hafnir að nýju í Bosníu eftir að þingið hafnaði friðartillögum
Ibúar mótmæla veru
bosníska hersins í Bihac
Velika Kladusa, Cazin, Sar^jevo. Reuter.
ÞUSUNDIR óbreyttra borgara í Bihac í norð-vesturhluta Bosníu mót-
mæltu í gær afskiptum bosniska hersins í héraðinu. Alija Izetbegovic,
forseti Bosniu, setti herinn yfir stjórn Bihac er íbúar þess lýstu yfir
sjálfstæði á mánudag. Bardagar héldu áfram í Bosníu í gær eftir að
þingið felldi í raun nýjustu sáttatillögurnar. Það samþykkti þær með
því skilyrði að þeim svæðum sem tekin hefðu verið með hervaldi,
yrði skilað. íbúar Bosníu sjá því fram á harðan vetur, annað árið í röð.
Króatísk útvarpsstöð sagði að um mánudag, eru um 300.000. Segjast
20.000 íbúar í Bihac hefðu haldið til
Cazin þar sem um 10.000 manns
gengju um götur borgarinnar og
mótmæltu Izetbegovic og veru hers-
ins þar. Lögregla og fréttastofa í
Bihac sögðu fjölda stjórnarhermanna
hafa gengið til liðs við Fikret Abdic,
leiðtoga Bihac, en hann er gamall
andstæðingur Izetbegovic.
íbúar Bihac, sem lýst var „Sjálf-
stjómarhéraðið Vestur-Bosnía" á
íbúamir afar óánægðir með stjómina
í Sarajevo. Þaðan fái þeir ekkert,
hvorki mat né annað. „Fólk er búið
að fá nóg af stríðinu, við viljum ekki
vera einangruð. Við viljum lifa eins
og venjulegt fólk, við viljum vinna,“
sagði einn íbúi héraðsins en það er
umkringt Serbum og Króötum og
hefur verið einangrað frá Sarajevo í
18 mánuði.
Mjólkin freistar
ÍBÚAR í Belgrad, höfuðborg Serbíu, þyrpast þar að sem mjólk var
dreift ókeypis í gær. Mikill skortur er á matvöru í Belgrad vegna
viðskiptabanns og óðaverðbólgu.
útbob
I
t
o
o
Föstudaginn 1. október 1993 hefst sala á tveimur nýjum flokkum verötryggðra
spariskírteina ríkissjóðs. Útgáfan er byggð á heimild í lánsfjárlögum
fyrir árið 1993 og lögum um lánsfjáröflun ríkissjóðs innanlands, nr. 79
frá 28. desember 1983. Um er að ræða eftirfarandi flokka spariskírteina:
Flokkur Lánstími Gjalddagi Nafnvextir Raunávöxtun* Útboðsfjárhæð
'''' á ári
1993 2. fl. D 1993 2. fl. D 5 ár 10 ár 10. okt. 1998 10. okt. 2003 6,0% 6,0% sjá lið b Innan ramma framangreindra laga
Kjör þessara flokka eru í meginatriöum þessi:
a) Nafnvextir eru 6,0% á ári og reiknast frá og með 1. október 1993.
Grunnvísitala er lánskjaravísitala októbermánaðar 1993, þ.e. 3339. .
*b) Framangreindir flokkar eru seldir í mánaðarlegum útboðum með
tilboðsfyrirkomulagi samkvæmt ákvörðun fjármálaráðherra hverju sinni, en
raunávöxtun í almennri sölu og til áskrifenda er ákveðin með hliðsjón af þeim
útboðum og tilkynnt sérstaklega.
c) Spariskírteinin eru gefin út í eftirfarandi verðgildum: 5.000, 10.000, 50.000,
100.000, 1.000.000 ög 10.000.000 krónur.
Spariskírteini ríkissjóðs eru almennt skráð á Verðbréfaþingi íslands og gerir það
eigendum þeirra kleift að selja þau fyrir gjalddaga með milligöngu aðila að
Verðbréfaþinginu. Seðlabanki íslands er viðskiptavaki fyrir spariskírteini ríkissjóðs
sem eru skráð á þinginu.
Samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eignarskatt kemur ekki til skattlagningar
á vaxta- og verðbótatekjur af spariskírteinum hjá fólki utan atvinnurekstrar.
Séu þessar eignir ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi manna,
er heimilt að draga þær aftur að fullu frá eignum. Spariskírteinin skulu skráð
á nafn og eru þau framtalsskyld.
Spariskírteini ríkissjóðs eru til sölu í Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1,
Þjónustumiðstöð ríkisverðbréfa, Hverfisgötu 6, í bönkum
og sparisjóðum um land allt og hjá helstu verðbréfamiðlurum.
RÍKISSJÓÐUR ÍSLANDS