Morgunblaðið - 27.10.1993, Page 10

Morgunblaðið - 27.10.1993, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 Að verkalokum Bókmenntir Sigurjón Björnsson Islenskar þjóðsögur og sagnir, safnað hefur og skráð Sigfús Sigfússon. Ný útgáfa XI. Helgi Grímsson bjó til prentun- ar. Jón Hnefill Aðalsteinsson um ævi og starf Sigfúsar Sigfússon- ar. Eiríkur Eiríksson: nafnaskrá. Knútur Hafsteinsson: atriða- skrá. Reykjavík. Þjóðsaga hf. 1993. XV + 731 bls. Þetta er lokabindi hins mikla þjóðsagnasafns Sigfúsar Sigfús- sonar frá Eyvindará. Fyrsta bindið af ellefu kom út árið 1982 og hef- ur því að jafnaði komið út eitt bindi á ári. Er það ekki vonum lengra um svo mikið ritverk þar sem sér- staklega vel er vandað til útgáf- unnar. Tii fróðleiks má nefna að fyrri útgáfa þessa verks hófst árið 1922 og lauk ekki fyrr en 1958. Höfðu þá þrír útgefendur komið við_ sögu. í þessu lokabindi er texti Sigfús- ar minnstur hlutinn eða einungis 116 bls. Það er sextándi flokkur safnsins sem nefnist ljóðþrautir og er í þremur hópum. Sá fyrsti gát- ur, flestar í bundnu máli er lang- stærstur. Annar hópur er Vina- minni eða mótkveðlingar. Þá kváð- ust menn á eftir ákveðnum reglum og fóru þá með vísur annarra. Þriðji hópurinn nefnist Kappyrkjur. Þá kváðust menn á, orktu ýmist vísuhelming á móti öðrum eða kváðu heilar vísur. Þótti þetta list góð og sá maður að meiri sem þar var hlutgengur og hraðkvæður. Allt heyrir þetta nú til liðinni tíð. Jón Hnefill Aðalsteinsson pró- fessor og þjóðfræðingur ritar ljóm- andi góða og vandaða ritgerð (75 bls.) um ævi og störf Sigfúsar Sig- fússonar. Þar er brugðið upp skýrri mynd af uppvexti, æviferli og kjör- um þessa eftirminnilega manns. Innsýn fæst í hina óþreytandi söfn- unarelju hans, baráttu hans.við að fá hið mikla safn gefið út. Góðar lýsingar eru á Sigfúsi, andlegu atgervi hans, lundarfari, líkams- búnaði og háttum. Mikill fengur er að þessari ágætu ritgerð. Þá er eftir mestur hluti bókar, á sjötta hundrað blaðsíður. Má segja að það sé meiriháttar fræði- verk út af fyrir sig og ómetanlegt fyrir þá sem vinna að þjóðfræðum eða skyldum greinum. Fyrsta skráin er skýringar, at- hugasemdir og leiðréttingar við fyrri bindin. Það er ekki langt mál því að vel var til alls vandað. Skrá er yfir heimildamenn Sig- fúsar og hafa þeir verið býsna MENNING/LISTIR Myndlist Offset grafík í Gallerí- inu „Hjá þeim“ Rúna Þorkelsdóttir opnar sýn- ingu á offset grafík í Galleríinu „Hjá þeim“ Skólavör'ðustíg 6b, í dag miðvikudaginn 27. október. Myndirnar sem Rúna sýnir eru offset grafík úr myndröðinni Is- land. Myndröðina tileinkaði hún Jóni Gunnari Árnasyni, mynd- höggvara. Rúna er fædd í Hafnar- firði árið 1954, hún stundaði nám við Myndiista- og handíðaskóla ís- lands 1971-76, Konstfacskolen í Stokkhólmi 1976 og við Gerrit Ri- etveld Academie Amsterdam 1977. Rúna hefur búið í Hollandi í 15 ár og starfað þar að list sinni og rekur nú ásamt fleirum Listagall- eríið Boeke Woekie í Amsterdam. Rúna hefur haldið fjölda einka- sýninga og tekið þátt í samsýning- um, aðallega erlendis. Galleríið er opið mán,—fös. kl. 12-18 og laug. kl. 10—14, en lokað á sunnudögum. Sýningin stendur til 10. nóv. Sýningum á verkum Braga og safni Mark- úsar að ljúka Sýningum á grafíkverkum Braga Ásgeirssonar og safni Mark- úsar ívarssonar sem nú standa yfir í Listasafni Islands lýkur sunnu- daginn 31. október. Margir hafa nýtt sér kynningu félaga í Islenskri grafík, samtökum íslenskra grafíklistamanna, sem annast sýnikennslu á hinum ýmsu hliðum grafíklistarinnar í fyrir- lestrarsal safnsins á sunnudögum. í veitingastofu safnsins hefur verið komið fyrir nýjum grafíkverk- um eftir Braga. Listasafn íslands, sýningarsalir og veitingastofa er opið kl. 12—18 alla daga nema mánudaga. Bóka- safn Listasafnsins er opið frá þriðjudegi til föstudags kl. 13—16. Tónlist Tónleikar Trio Borealis Trio Borealis heldur tónleika í Borgarneskirkju á morgun, fimmtudaginn 28. október kl. 20.30. Flutt verður tríó op. 11 eftir Beethoven, klarínettusónata eftir Francis Poulenc, Adagio og allegro fyrir selló og píanó eftir Schumann og tríó op. 115 eftir Brahms. Trio Borealis skipa Einar Jó- hannesson klarínettuleikari, Ric- hard Talkowsky sellóleikari og Beth Levin píanóleikari. Þau hafa nú leikið saman í þrjú ár og haldið tónleika á íslandi, meginlandi Evr- ópu og í Bandaríkjum Norður- Ameríku. Tónleikar í Víðihlíð Tónlistarfélag Vestur-Húnvetn- inga verður í fyrsta sinn með tón- leika í Félagsheimilinu Víðihlíð, Víðidal, í kvöld kl. 21. _ Það eru Aðalsteinn Ásberg og Anna Pálína Árnadóttir ásamt djasstríóinu Skipað þeim frá Akur- eyri sem spila í kvöld. Djasstríóið er skipað Gunnari Gunnarssyni á píanó, Jóni Rafnssyni á kontra- bassa og Árna Katli á trommur. Tríóið og dúóið hafa víða komið saman. Kaffiveitingar verða í hönd- um kirkjukórs Víðidalstungukirkju. Aðgangseyrir er 900 kr., 500 kr. fyrir börn 14 ára og yngri og aðil- ar að Tónlistarfélaginu fá ókeypis aðgang svo og börn þeirra að 15 ára aldri. Bergstaðastræti Einbhús um 250 fm, ásamt 20 fm bílskúr. Húsið er tvær hæðir og kjallari. Mjög góð staðsetning í nágrenni Landspítal- ans. Gæti losnað fljótlega. Keilugrandi Falleg 85 fm 3ja herbergja íbúð á 3. hæð. Svalir í norður og suður ásamt stæði í bílskýli. Húsið er nýuppgert að utan. Laus fljótlega. Skipti möguleg. Lögmannsstofan Síðumúla 1, Reykjavík, sími 688444. Hrund Hafsteinsdóttir hdl. Kolbrún Sævarsdóttir hdl. Sigfús Sigfússon margir, einhvers staðar á sjötta hundraðinu. Tæpur helmingur heimildamanna er konur, en hlut- deild þeirra í safninu er þó áreiðan- lega mun meiri, því að sumar kon- ur eru heimildamenn að miklum fjölda sagna. Myndir eru af nokkr- um heimildamönnum og söguhetj- um. Geysimikil skrá er yfir manna- nöfn, drauga og vætta gerð af Eiríki Eiríkssyni. Höfundur segir: „gerð er grein fyrir þeim sem skrá- in tekur .til með því að tilgreina eftir föngum stöðu, heimilisfang og fæðingar- og dánarár“. Öll nöfn sem koma fyrir í safninu eru tekin nema safnandans Sigfúsar Sigfús- sonar, umsjónarmanna útgáfunnar og aðstoðarfólks þeirra. Skrá þessi er hálft þriðja hundrað blaðsíður og hlýtur að hafa verið óhemju tímafrekt verk og tafsamt. Skrá er yfir staðanöfn tæpar 100 bls., yfir ýmis nöfn og að lok- um atriðaskrá í samantekt Knúts Hafsteinssonar, rúmar 100 bls, flokkaskrá safnsins og að lokum skrá yfir styttingar í I.-XI. bindi. Þessi upptalning ætti að nægja til að sýna hversu metnaðarfull þessi útgáfa er. Er þá ógetið hins mikla fjjölda skýringargreina neð- anmáls í bókunum ellefu. Margir hafa komið við sögu að undirbúningi á handriti til prentun- ar. Óskar Halldórsson dósent bjó fyrstu fjögur bindin til prentunar. Oskar lést árið 1983 og tóku þá Grímur Helgason cand. mag. og Helgi Grímsson cand. mag. við og önnuðust V.-IX. bindi. Grímur and- aðist 1989 og hefur Helgi séð um undirbúning að prentun síðustu tveggja bindanna. Eg ætla ekki að fjölyrða um þjóðsagnasafnið sjálft. Það hafa aðrir mér færari menn gert og munu gera. Meginhluti sagnanna er af Austurlandi. Eitt sinn þótti það ókostur hversu héraðsbundnar sagnirnar voru. En ég held að menn hljóti að sjá nú að það er einmitt einn af stærri kostum þess. Þegar einnig er á það litið hversu ungar sumar sagnanna eru, frá samtíð safnandans, fæst einstæð innsýn inn í hugarheim fólks í heilum landsfjórðungi allt fram á byijun þessarar aldar. Er mér til efs að nokkru sinni hafa verið brugðið upp jafn björtum spegli. Sigfús var mikill sagnamaður og kunni vel að segja sögu. Þetta er augljóst við lestur. Málfarið er lipurt, tært og fagurt, stundum fremur sérkennilegt, svo að það fær sterkan svip. Hollur lestur er þetta öllum. Bókaútgáfan Þjóðsaga gefur þetta ritverk út. Það fyrirtæki hef- ur þar til síðastliðinn vetur verið í eigu og undir stjórn Hafsteins Guðmundssonar. Hafsteinn hefur nú selt Þjóðsögu í hendur öðrum. Þá var vinnu að þessu lokabindi langt komið, en nýir eigendur luku | verkinu. En Hafsteinn hefur ekki aðeins stjórnað fyrirtæki sínu held- ur verið lifið og sálin bak við útgáf- j una. Hönnun verksins er hans og hann er sá mikli eldhugi sem öllu ýtti af stað og fylgdi áfram. } Þjóðsagnasafn Sigfúsar Sigfús- sonar er langstærsta íslenska þjóð- sagnasafnið, tvöfalt stærra en safn Jóns Árnasonar. Textinn er um 4 þúsund blaðsíður. Sigfús hefur því verið öðrum mikilvirkari. En útgefandinn, Hafsteinn, ber einnig höfuð og herðar yfir aðra útgefendur þessara fræða hér á landi og er án efa mestur velgerða- maður þessarar bókmenntagrein- ar. Enginn kemst í námunda við hann. Hann hefur endurútgefið öll helstu söfn íslensk í glæsilegum og vönduðum fræðilegum útgáf- um: Þjóðsögur Jóns Árnasonar, Ólafs Davíðssonar, Sigfúsar Sig- || fússonar, Gráskinnu, Grímu, Rauð- skinnu og sjálfsagt ýmislegt fleira. Þetta er á fjórða tug binda. Þá || skyldi síst gleyma hinni miklu Þjóðmenningarsögu, sem út eru komin ijögur bindi af. ) Nú þegar Hafsteinn, aldraður maður, hefur lagt upp árar að lokn- um löngum og farsælum róðri vil ég fyrir hönd allra þeirra mörgu sem þjóðlegum menntum unna, þakka honum af heilum hug hið mikla og góða starf hans, sem minnst mun verða um langan aldur ef íslensk tunga og iðkun þjóðlegra fræða eiga sér einhveija framtíð. Harka og samhljómur ________Myndlist Bragi Ásgeirsson .1 Listaskála ASI kynnir fram til 7 nóvember Sigrid Valtingojer nýleg grafísk verk sem saman- standa af 13 litætingum af stærri gerðinni og 18 litlum einþrykkjum í bkndaðri tækni. Óþarfi ætti að vera að kynna listakonuna, sem er einn okkar þekktasti grafíklistamaður og sennilega sá sem mesta viðurkenn- ingu hefur hlotið fyrir verk sín erlendis, enda hefur Sigrid verið dugleg við að sýna á alþjóðlegum grafíkstefnum. Sumir hafa vafalít- ið sýnt á fleiri stöðum og uppskor- ið jafn margar eða jafnvel fleiri viðurkenningar, en verk hennar hafa dreifst víðar í hirslur lista- safna (arkiv) um allan heim en nokkurs annars að mér vitandi. Sigrid sem er fædd í Teplice í Tékklandi eins og það_ heitir í dag, hefur verið búsett á íslandi í yfir þijá áratugi og menn eru fyrir löngu farnir að líta á hana sem alíslenzka listakonu. Og þótt hún sé upprunalega menntuð sem aug- lýsingahönnuður í Frankfurt/Main hlaut hún eldskírn sína í grafík hérlendis, en hún útskrifaðist úr grafíkdeild MHI 1979, og var upp- gangur hennar á níunda áratugn- um mikill. Samtals hefur hún hald- ið 10 einkasýningar á tímabilinu og þaraf tvær erlendis, í Kraká, Póllandi og Kampen, Þýskalandi. Það er óhætt að slá því föstu að Sigrid telst til þeirra sem vinna hvað hreinast í miðlinum, enda er tækniþekkingin dijúg á sérsviði hennar, sem er málmæting. Jafn- framt hefur hún ekki einangrað sig við neitt afmarkað sérsvið hvað myndefni snertir, en er sífellt að reyna að finna nýjar leiðir við sköpun samræmdra myndheilda. Hún er líka ein af þeim listamönn- um sem hafa komið sér upp full- komnu grafíkverkstæði og til gamans má geta að þessi verk- stæði eru yfirleitt mun fullkomn- Sigrid Valtingojer ari en í MHÍ, þótt auðvitað séu þau minni. En stærðin er aldrei aðalatriði'heldur möguleikarnir á fjölþættri vinnslu mynda. Það má segja, að viðkomandi séu húsbændur á eigin heimili og engum háð nema glímunni við efniviðinn, en um leið missir hver og einn tengslin sem óhjákvæmi- lega myndast þar sem margir vinna saman í einu, eða einn tekur við af öðrum. Við það framkallast meiri spenna og betur sjá augu en auga eins og sagt er. Þetta hefur lengi staðið íslenzk- um grafíklistamönnum fyrir þrif- um því að nóg er einangrun okkar fyrir, þrátt fyrir allt tal um að við séum á alþjóðabraut. Ég minnist á þetta vegna þess að það kemur fram í verkum ís- lenzkra grafíklistamanna hve ein- angraðir þeir eru við útfærslu mynda sinna og telst Sigrid Valt- ingojer í þeim hópi, þótt hún kunni betur en flestir félagar hennar að tileinka sér nýjungar. Þannig eru sýningar hennar jafnan athyglis- verðar og er sú sem nú er í gangi í sölum lista- skálans engin utantekn- ing. Segja má að hún skiptist í tvo flokka ann- arsvegar af hörðum, kaldranalegum formum og hins vegar af mjúku ferli skyldra lita og forma. Einkennandi fyrir hörðu formin eru t.d. myndirnar Stef I og II, en fyrir mjúku formin „Samhljómar" (7) og „Sædýr“ (12). Sérstaka athygli mín vakti einnig myndin „Skýjastafir“ (I) þar sem þessir tveir þættir eins og bítast á og mikið er neðri og samræmdari hlutinn áhrifaríkur. Leikurinn með hörðu formin var allmikið iðk- aður hér áður fyrr og kunni ég satt að segja aldrei að meta hann og er hér í engri fram- för. Hins vegar er ég mun frekar með á nótunum um mýkri formin og hvað Sigrid áhrærir þykja mér myndir af þeirri gerð sterkasta framlag hennar til grafíklistar bæði það sem hún hefur áður gert og á þessari sýningu. Þetta kemur líka fram í ein- þrykkjunum, sem eru ákaflega hreint og vel útfærð, en þau inni- halda einmitt þann safa og vaxt- armagn sem er svo mikilvægt við gerð slíkra mynda svo og grafík- verka yfirleitt. Sum einþrykkin eru sem slípað- ar perlur og er einsýnt að Sigrid Valtingojer á erindi inn á þetta óformlega svið og gæti hægast útfært slílkar myndir í markviss- um litætingum. Hvað listræn vinnubrögð snertir er þetta sýning í háum gæðaflokki. Í > í » í > I I > b

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.