Morgunblaðið - 27.10.1993, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
11
Frú Emilía
frumsýnir
ævintýri
Trítils
LEIKHÚSIÐ Frú Emilía frumsýn-
ir barnaleikritið „Ævintýri Trít-
ils“ nk. sunnudag kl. 15 í minni
sal leikhússins, sem hefur aðsetur
sitt á Seljavegi 2 í vesturbæ
Reykjavíkur. Þetta er annað verk-
efni Frú Emiliu þetta leikár.
Leiksýningin „Ævintýri Trítils" er
samin af Ásu Hlín Svavarsdóttur og
leikurum sýningarinnar en er byggð
á sögum hollenska barnabókahöf-
undarins Dick Laan. Öll hollensk
böm þekkja Trítil og Trítilssögur em
fluttar að staðaldri í í hollenska
úvarpinu. Trítill á aðdáendur víða
um Evrópu, sem ýmist lesa um hann,
hlusta á sögur um hann í útvarpinu
eða horfa á hann í sjónvarpinu.
„Trítill er lítill maður, eins lítill
og litli fingur. Trítill býr yfir þeim
hæfileika að geta talað við bæði dýr
og menn. Öllum þykir vænt um Trít-
il, því hann er einstaklega hjálpfús
og góðhjartaður. í þessari leiksýn-
ingu er ætlunin að leiða börnin inn
í ævintýrið og þegar þangað er kom-
ið vera þátttakendur í leiksýning-
unni, til dæmis með leikhljóðum og
fleiru. Leikmynd, grímur og búning-
ar em gerð úr einföldum hversdags-
legum hlutum, rétt eins og þegar
börn eru sjálf að leik. „Ævintýri
Trítils" er meðfærileg farandsýning,
fjörtíu mínútna löng og ætluð börn-
um á leikskólaaldri og yngstu bekkj-
um gmnnskóla.
Þeir sem standað að sýningunni
em: Ása Hlín Svavarsdóttir, leik-
stjóm og handritsgerð, Guðrún S.
Haraldsdóttir og Guðrún Auðuns-
dóttir, leikmynd og búningar, Ólafur
Engilbertsson, grímur. Leikarar eru
Helga Braga Jónsdóttir, Kjartan
Bjargmundsson og Barði Guðmunds-
son.
Helga Magnúsdóttir: Óður til lifsins (hluti).
Helga Magnúsdóttir
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Ungt listafólk er misjafnlega
duglegt að koma sér af stað inn
á orrustuvöll myndlistarlífsins,
og hjá sumum tekur mörg ár að
öðlast þann kjark, sem vissulega
þarf til að halda sínar fyrstu sýn-
ingar. Aðrir hefjast handa fljót-
lega eftir að námi lýkur, taka
þátt í samsýningum og halda litl-
ar einkasýningar, og áður en
langt um líður fer reynslan að
koma í ljós.
Helga Magnúsdóttir er í síðari
hópnum. Hún brautskráðist úr
málaradeild Myndlista- og hand-
íðaskólans 1989, og hefur átt
verk á samsýningum árlega síð-
an. Hún hélt sína fyrstu einka-
sýningu fyrir tveimur ámm, og
nýlega hófust tvær einkasýning-
ar með verkum listakonunnar; í
rúmgóðum sal í Listmunahúsinú
að Tryggvagötu 17 sýnir hún
fimmtán olíumálverk, en í smærri
húsakynnum í Listmunahúsi
Ófeigs að Skólavörðustíg 5 sýnir
Helga tæplega þijátíu litlar
myndir, unnar með vatnslitum,
olíupastel eða bleki.
Hinir ólíku listmiðlar draga
fram mismunandi þætti í þeirri
listsköpun, sem Helga kýs að
fást við, en þó má segja að sam-
eiginlegt einkenni birtist í áhuga
hennar á tónum litanna, svo og
dýpt þeirra þegar þeir leggjast
hver ofan á annan, einkum í pa-
stel- og olíuverkunum. Hún vinn-
ur að mestu óhlutbundið í mynd-
um sínum, þó með tilvísunum til
náttúrunnar og hinna ýmsu til-
brigða hennar.
Olíumálverkin sem listakonan
sýnir í Listmunahúsinu við
Tryggvagötu eru öll máluð með
afar þunnum litum, sem eru lagð-
ir á flötinn í mörgum lögum,
þannig að við nánari skoðun
reynist yfirborðið aðeins þunn
skel á því sem undir býr. Hins
vegar er sú skel hert með sterkri
glansáferð á flestum myndanna,
þannig að verkin verða afar háð
réttri lýsingu, ef of mikill glampi
á ekki að_ eyðileggja það sem
undir býr. Í flestum tilvikum hef-
ur lýsing verkanna tekið mið af
þessu, þá ekki njóti allar mynd-
irnar sín sem skyldi.
Flest vísa málverkin með
óbeinum hætti til náttúrunnar,
og meðferð litanna í verkinu end-
urspeglar það ágætlega. í „Skin
og skúrir“ (nr. 3) má sjá vand-
lega uppbyggingu hvítra og
blárra lita, þar sem tónar litanna
ráða mestu um þann þokka, sem
verkið býður af sér. „Blik“ (nr.
12) birtist hins vegar sem daufur
ljósgeisli í bláu myrkrinu, og
„Farvegur" (nr. 5) hefur til að
bera mikla dýpt í bláum og dimm-
rauðum litunum.
Það verk sem skipar öndvegi
á endavegg er jafnframt sterk-
asta mynd sýningarinnar. „Óður-
inn til lífsins" (nr. 8) sýnir rauð-
an lífsþráðinn liðast í gegnum
birtu og skugga, gleði og erfið-
leika, uns hann deyr út; þó er
eftirtektarvert að leiðin liggur
upp á við í lokin, líkt og vonin
um annað líf geri síðustu skugg-
ana léttvægari. Hér hefur lista-
konunni tekist að skapa ágæta
líkingu, sem helst allt tii enda.
í Listmunahúsi Ófeigs draga
einkum að sér athygli litiar
vatnslitamyndir, sem listakonan
kýs að kalla „Sól rís, sól sest“
(nr. 1-4). Lárétt formið hentar
viðfangsefninu ágætlega, og
hógværir litirnir njóta sín vel,
t.d. í mynd nr. 1. Olíupastelmynd-
irnar nefnir Helga „Hugarflug“,
en þær eru allar óhutbundnar,
unnar á svartan pappír. í þessum
verkum koma sterkari litirnir
einna best út, t.d. í nr. 7 og nr.
15. Loks ber að nefna nokkrar
smáar pennaskiSsur, líkast til
gerðar á ferðalögum um landið;
þarna nýtur auga listakonunnar
fyrir hinu einfalda í myndskipan
sín einna best, eins og sést t.d.
á „Tvíhyrningur“ (nr. 22).
Helga Magnúsdóttir tekur
vissa áhættu með því að leggja
tvær sýningar undir á sama tíma.
Dæmið gengur hins vegar upp,
þar sem sýningarnar styrkja hvor
aðra, þrátt fyrir, eða ef til vill
vegna hinna ólíku miðla sem hún
beitir hér við listsköpun sína, og
einnig vegna hins ólíka umhverf-
is, sem verkin koma fram í.
Sýningar Helgu Magnúsdóttur
í Listmunahúsinu að Tryggva-
götu 17 og Listmunahúsi Ofeigs
að Skólavörðustíg 5 standa báðar
til sunnudagsins 7. nóvember.
Nýjarbækur
■ „Land sem auðlind" kallast
nýtt rit eftir Trausta Valsson
skipulagsfræðing um „Mótun
byggðamynsturs á Suðvestur-
landi“.
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir: „Rit þetta má kallast
hugmyndalegur grundvöllur þeirra
miklu skipulagsbreytinga og sam-
einingar, sem nú er að verða á
Reykjavíkursvæðinu og brátt einn-
ig á Vesturlandi, Suðumesjum og
Suðurlandi, sem koma til með að
hafa byltingarkennd áhrif á þjóðlíf-
ið á næstunni.
í „Land sem auðlind" er tekið
til meðferðar framtíðarskipulag
suðvesturhluta landsins eða allt
svæðið frá Borgarfirði og austur í
Mýrdal. Rætt er um það frá öllu
hliðum, rakin söguleg þróun og
málið krufið til mergjar eftir lög-
málum formrænna kerfa, fjallað
um stjómsýslukerfi, vegakerfi og
samgöngur, hverskyns mat á auð-
lindum landsins og hvaða takmark-
anir era á landnýtingu.
Efnið er viðamikið og skiptist
bókin í 12 kafla. Þar er fjallað um
framtíðarvegakerfi, eflingu ferða-
mála, hvar verðmætustu sumarbú-
staðalöndin verða, útivistarsvæði,
lögð áhersla á varðveislu bestu
landbúnaðarsvæða, fjallað um
náttúraminjar, menningarminjar,
göngusvæði og framlandslag og
ótal margt fleira. Öllum þessum
þáttum fylgja hundruð uppdrátta
og skýringarmynda."
Bókin Land sem auðlind er í
stóru broti, 108 bls. mikið mynd-
skreytt. Hún er gefin út. af
Fjölva, kápugerð vann Korpus,
en prentun og band annaðist
GBen Prentstofa. Verð 2280
krónur.
I Mál og menning hefur sent
frá sér bókina Á skólasafni -
handbók eftir Kristínu Unnsteins-
dóttur og Ragnhildi Helgadótt-
ur, skólasafnskennara við Æfinga-
skóla Kennaraháskóla íslands.
I fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir: „I þessari handbók er
starfssviði skólasafnskennara lýst
rækilega, hvað varðar kennslu,
ráðgjöf, stjórnun og bókasafns-
fræðileg störf. Sérstök áhersla er
lögð á að miðla hugmyndum um
það hvernig bækur og önnur gögn
megi best nýtast í skólastarfínu.
Bókin geymir ennfremur ágrip af
sögu og þróun skólasafna á Islandi
og íjallar um lög og reglugerðir
sem tengjast söfnunum. Dæmi um
námskrá skólasafns er birt í við-
auka í bókarlok."
Bókin er 106 bls. unnin í GBen
Prentstofu hf., Anna Cynthia
Leplar vann kápu og mynd-
skreytingar. Bókin kostar kr.
1899.
■ Mál og menning hefur sent
frá sér ritið Bók af bók - Bók-
menntasögu og sýnisbók frá 1550-
1918, eftir Silju Aðalsteinsdótt-
ur.
í fréttatilkynningu frá útgef-
anda segir: „Bókmenntatextamir
í þessari sýnisbók era tengdir með
ágripi af íslenskri bókmenntasögu
þar sem getið er helstu höfunda
og verka þeirra. Bókin er ætluð
framhaldsskólanemum fyrst og
fremst, en nýtist þó öllum þeim
sem vilja fá glöggt yfirlit yfír þró-
un íslenskra bókmennta frá siða-
skiptum til 1918 þegar ísland varð
fullvaxta ríki. Venjulegri skiptingu
bókmenntasögunnar í tímabil er
haldið og skáldum er ekki skipað
niður á óvænta staði - en mann-
eskjan skiptir hér meira máli en
stefnur, bæði í vali á textum og
umíjöllun um höfunda. List alþýðu-
skáldanna og bókmenntir sem ætl-
aðar era bömum fá einnig meira
rúm en tíðkast í sambærilegum
bókum. Höfundur hefur ennfremur
kappkostað að geta nýjustu rann-
sókna á bókmenntum þessara
tímabila, bæði til að örva ímyndun-
arafl og umræður þeirra sem nota
bókina og til að staðfesta að eldri
bókmenntir era stöðugt undir smá-
sjá.“
Bókin er 360 bls. unnin í Prent-
smiðjunni Odda hf. Verð kr.
3499.
NYJA BILAHOLL-IN FUNAHORÐA 1 S:672277
BÍLATOFtG FUNAHOFÐA 1
VEGNA GÓDRAR SÖLU VANTAR NÝLEGA BÍLA Á STADINN - INNISALUR
MMC Galant GLSi árg. '89, hvítur, sjálfsk.,
ek. 114 þ. km. Verð 980.000 - skipti.
Ford Explorer sport árg. '91, vinrauður, 5
g., ek. 43 þ. km. Verð kr. 2.450.000 - skipti
á ódýrari.
Toyota 4Runner árg. '88, blásans, 33“ dekk,
sjálfsk., V6. Verð kr. 1.480.000 - skipti.
Suzuki Vltara JLXi árg. '92, grár, álfelgur,
33“ dekk, ek. 15 þ. km. Verð kr. 1.550.000
- skipti.
Nlssan Sunny 1.3 Van árg. '90, rauður,
vsk-bíll, ek. 55 þ. km. Verð kr. 580.000. *
MMC Gaiant GLSi HB árg. '91, ek. 38 þ.
km., grænn, sóllúga, central, álfelgur, r/ö.
Verð kr. 1.390.000 stgr., ath. skipti.
Toyota Corolla XL árg. '91, ek. 38 þ. km.,
hvítur, 3D. Verð kr. 770.000 stgr., ath. skipti.
Daihatsu Feroza EL-II árg. '91, ek. 37 þ.
km., grár. Verð kr. 1.240.000 stgr., ath.
skipti.
MMC Pajero langur SW árg. '92, ek. 26
þ. km., vfnrauður, sjálfsk., álfelgur, central,
sóllúga. Verð kr. 3.390.000 stgr., ath. skipti.
Nissan Patrol diesel árg. '92, ek. 50 þ.
km., grænn, álfelgur, 33" dekk. Verð kr.
3.190.000 stgr., ath. skipti.
/