Morgunblaðið - 27.10.1993, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
Ihaldsflokkurinn í Kanada geldur afhroð í þingkosningum
Fijálslyndir boða ríkisaf-
skipti gegn atvinnuleysinu
Krefjast breytinga á NAFTA en ólíklegt að samkomulagið sé í hættu
BREYTINGAR A KJORJFYLGII KANADA
Þingkosningar 1988
Fjöldi þingsæta
Þingkosningar 1993
Fjöldi þingsæta
50 100 150
íhaldsflokkurinn var næstum
horfinn af þingi. Einmenn-
ingskjördæmi eru í landinu,
sá fær sætið sem flest
hlýtur alkvæðin. .
Aðskilnaðarsinnar
í Quebec eru nú í
forysfu stjórnar
andstöðufiokka.
2 Ihaldsmenn
54
Aðskilnaðarsinnar
(í Quebec)
52 Umbótaflokkurinn
I 9 Nýi lýðræðisflokkurinn
1 Sjálfstæður þingmaður
REUTER
Volvo-Ren-
ault samruni
gagnrýndur
NEFND starfsmanna Volvo-
verksmiðjanna í Svíþjóð kvaðst
í fyrrakvöld ætla að greiða at-
kvæði gegn áformum um sam-
runa Volvo og franska bílafyr-
irtækisins Renault á sérstökum
hluthafafundi 9. nóvember. Tvö
áhrifamikil sænsk dagblöð,
Svenska Dagbladet og Dagens
Industri, gagnrýndu áformin
harðlega í forystugreinum og
annað þeirra hvatti til þess að
ríkisstjómin skærist í leikinn.
Ný sljórn í
Póllandi
WALDEMAR Pawlak sór í gær
embættiseið forsætisráðherra
Póllands og tuttugu manna
stjórn hans tók formlega við
völdum. Þetta er fyrsta vinstri-
stjórn landsins frá því kommún-
istar fóru frá völdum árið 1989
en nýi fjármálaráðherrann,
Marek Borowski, lofaði að flýta
markaðsumbótum og beita sér
fyrir einkavæðingu ríkisfyrir-
tækja.
Vincent Price
látinn
VINCENT
Price, kon-
ungur hryll-
ingsmynd-
anna, lést á
mánudags-
kvöld á heimili
sínu í Los
Angeles. Price
lést af völdum
lungna-
krabbameins, 82 ára gamall.
Vaxtalækkun
í Noregi
SEÐLABANKI Noregs fór í
gær að dæmi þýska seðlabank-
ans og fleiri evrópskra banka
og lækkaði vexti sína um hálft
prósentustig, úr 5,5% í 5%.
Stöðugt gengi norsku krónunn-
ar gagnvart helstu gjaldmiðlum
gerði þetta mögulegt.
Kohl svarar
Thatcher
HELMUT Kohl, kanslari
Þýskalands, svaraði í gær um-
mælum Margaret Thatcher,
fyrrverandi forsætisráðherra
Bretlands, þess efnis að Þjóð-
vetjar vildu verða ráðandi afl f
Evrópu. „Við getum sagt að
munurinn á okkur er sá að ég
lifi á tímanum eftir Winston
Churchill en hún á tímanum
fyrir Winston Churchill," sagði
Kohl.
Azerar flýja
til írans
ALLT að 20.000 Azerar hafa
flúið til írans í bifreiðum, drátt-
arvélum eða fótgangandi vegna
árása Armena á suðvesturhluta
Azerbajdzhans. „Margir fleiri,
aðallega fótgangandi fólk, voru
drepnir á leiðinni eða drukkn-
uðu í þverám Aras-fljóts í Az-
erbajdzhan," hafði útvapið í
Teheran eftir flóttamönnum.
Georgíuher
sækir fram
VARNARMÁLARÁÐUNEYT-
IÐ í Georgíu sagði í gær að
stjórnarher landsins hefði náð
borginni Senaki í vesturhluta
landsins á sitt vald og einnig
mikilvægri brú í grennd við
hafnarborgina Poti við Svarta-
haf.
Ottawa, Toronto. Reuter.
FRJÁLSLYNDI flokkurinn í
Kanada vann yfirburðasigur í
kosningunum á mánudag og er
talið að óánægja kjósenda með
kreppu og mikið atvinnuleysi
hafi ráðið úrslitum. íhaldsflokk-
urinn, sem verið hefur við völd
í níu ár, hlaut einhveija verstu
útreið sem sögur fara af hjá
sljórnarflokki á Vesturlöndum,
fékk tvö sæti af 295 en hafði
þingmeirihluta. Stærsti sljórnar-
andstöðuflokkurinn er nú að-
skilnaðarflokkur Quebec-búa
sem vill sjálfstæði fylkisins þar
sem frönskumælandi íbúar eru í
miklum meirihluta. Umbóta-
flokkurinn, nýr hægriflokkur
sem einkum sækir fylgi tdl íbúa
í vesturfylkjunum, er þriðji í röð-
inni en hann boðar aðhaldsstefnu
í efnahagsmálunum og er and-
vígur frekari tilslökunum gagn-
vart sérkröfum Quebec.
Jean Chretien, leiðtogi Frjáls-
lynda flokksins, boðar aukin framlög
til velferðarkerfisins, ríkisafskipti til
að draga úr atvinnuleysi og koma
efnahagslífinu í gang, vill auk þess
breytingar á fyrirhuguðum fríversl-
unarsamningi Kanada, Bandaríkj-
anna og Mexíkó, NAFTA. Hann síó
nokkuð á strengi þjóðarstoltsins í
kosningabaráttunni. Margir
Kanadamenn voru lítt hrifnir af því
að leiðtogar Ihaldsflokksins skyldu
eiga náið samstarf við bandaríska
forystumenn. „Takmark mitt í lífinu
er ekki að veiða fisk með forseta
Bandaríkjanna", sagði Chretien fyrr
á árinu. Hinum nýja leiðtoga íhalds-
flokksins og fyrstu konunni sem
gegnt hefur embætti forsætisráð-
herra Kanada, Kim Campbell, tókst
ekki að breyta þessari ímynd á stutt-
um valdaferli sínum. Hún tók við
af Brian Mulroney sem einkum er
kennt um ófarir íhaldsmanna.
NAFTA-samningi breytt?
Þingmeirihluti íhaldsflokksins
hefur þegar samþykkt NAFTA en
eftir er að lýsa formlega yfir sam-
þykktinni. Þótt aðeins sé þar um
formsatriði að ræða gefur það frjáls-
lyndum nokkurt svigrúm til að reyna
að koma breytingum í gegn. Þeir
greiddu atkvæði gegn fríverslunar-
samningi Kanada og Bandaríkjanna,
sem tók gildi 1989, segja að hann
hafi aukið mjög atvinnuleysi í land-
inu þar sem mörg fyrirtæki hafi flutt
starfsemina suður yfir landamærin.
Atvinnuleysið er nú um 11% og er
helsta áhyggjuefni flestra kjósenda.
NAFTA er víðtækara samkomu-
lag. Þegar hafa verið gerðar nokkrar
breytingar á ákvæðum þess um
umhverfisvernd og réttindi launþega
sem uppfylla að hluta til kröfur
gagnrýnenda úr röðum fijálslyndra.
Þeir kreflast hins vegar að auki
hertra reglna til að koma í veg fyrir
undirboð og óréttmæta ríkisstyrki
við útflutningsfyrirtæki, ótvíræðari
ákvæði um aðferðir til að úrskurða
í deilumálum og loks að Kanada fái
að vernda orkulindir sínar með sama
hætti og Mexíkó.
Þrátt fyrir kröfugerðina hafa
fijálslyndir forðast að mæla með því
að Kanadamenn hætti við þátttöku
í NAFTA, sögðu í kosningabarátt-
unni að til slíkra ráða yrði aðeins
gripið ef allt annað þryti og engar
lagfæringar fengjust í gegn.
Skýrt var frá því í kanadískum
blöðum í kosningahríðinni að ráða-
menn í Fijálslynda flokknum hefðu
með leynd sagt fulltrúum Banda-
ríkjamanna og Mexíkana að þeir
þyrftu ekki að hafa neinar áhyggjur
af NAFTA-samningnum. Á hinn
bóginn verða frjálslyndir a.m.k. að
knýja fram einhveijar málamynda-
breytingar til að missa ekki andlitið
gagnvart kjósendum.
Óttast
hrinu
hefndar-
morða
Belfast. Reuter.
ÖFGAMENN úr flókki mót-
mælenda skutu tvo menn og
særðu fimm í Belfast á Norður-
írlandi í gær. Voru þeir að
hefna þeirra 10 manna, sem
létu lífið í sprengjuárás írska
Iýðveldishersins, IRA, um síð-
ustu helgi. í yfirlýsingu frá
Frelsisflokki Ulsters, útlægum
öfgasamtökum mótmælenda,
sagði, að morðin í gær væru
aðeins byrjunin.
Mikil spenna ríkir í Belfast og
óttast allir, að sprengjutilræði,
morð og mannvíg muni verða
næstum daglegir viðburðir á næst-
unni. Hefur verið fjölgað í her-
og lögregluliði borgarinnar enda
gengur enginn að því gruflandi,
að öfgasamtök mótmælenda
hyggja á grimmilegar hefndir fyr-
ir morðin á laugardag og IRA-
menn munu þá ekki láta sinn hlut
eftir liggja.
Mennirnir tveir, sem skotnir
voru í gær, voru að mæta til vinnu
sinnar í kaþólsku hverfi í Belfast
en nokkrum klukkustundum áður
hafði 72 ára gamall, kaþólskur
ellilífeyrisþegi verið drepinn. Sagði
í yfírlýsingu „Sjálboðaliðasamtaka
Ulsters", öðrum öfgasamtökum,
að gamli maðurinn hefði verið yfir-
heyrður í klukkutíma, „játað glæpi
sína og verið tekinn af lífi“.
Chretíen bindiir enda á eyði-
merkur göngu Frjálslyndra
Reuter
Sigri hrósandi
VERÐANDI forsætisráðherra Kanada, Jean Chretien, og eigin-
kona hans, Aline Chretien, veifa til stuðningsmanna sinna í
heimabæ Chretiens, Shawinigan, á mánudag er úrslitin voru ljós.
Shawinigan í Quebec. Reuter.
LEIÐTOGA Fijálslynda
flokksins í Kanada, Jean
Chretien, tókst á mánudag að
leiða flokk sinn til sigurs eftir
níu ára pólitíska eyðimerkur-
göngu. Næstu tvo áratugina
þar á undan voru Frjálslyndir
óslitið við völd og sigurinn nú
er því kærkominn. Sjálfur hef-
ur Chretien, sem er 59 ára
gamall, verið virkur sljórn-
málamaður frá því um þrítugt
en kunnáttumönnum þótti
hann ekki sigurstranglegur
leiðtogi er hann tók við flokks-
forystunni 1990.
Chretien er lögfræðingur, ætt-
aður frá smábænum Shawinigan
í Quebec, fylkinu þar sem frön-
skumælandi Kanadamenn eru í
meirihluta. Móðurmál hans er
franska og var hann næst-yngst-
ur af nítján systkinum.
Chretien segist hafa verið
svarti sauðurinn í fjölskyldunni,
viðurkennir að hafa oft skrópað
í skóla en tók þó á sig rögg á
fullorðinsárunum og lauk laga-
námi. Hann var kjörinn á þing
29 ára gamall og gegndi ráðher-
rastöðum í ríkisstjórnum Fijáls-
lynda flokksins en stundaði á ný
lögfræðistörf 1986-1990. Honum
hefur oft verið núið því um nasir
að hann sé heimóttarlegur sveita-
maður sein eigi lítið erindi inn á
vettvang heimsmálanna. Aðrir
sögðu að hann boðaði gamlar,
úreltar lausnir á vandamálum
nútímans, væri í reynd útbrunn-
inn.
Chretien lét þessa gagnrýni
ekki á sig fá, heldur ekki grun-
semdir þess efnis að hann væri
heilsuveill. Hann reyndi að sanna
hreysti sína með því leika hafna-
bolta og lét taka af sér myndir á
vatnaskíðum. Verðandi forsæt-
isráðherra er heymarlaus á öðru
eyra og með undarlegan munn-
svip sem stafar af fæðingargalla.
Andstæðingunum varð fótaskort-
ur er þeir gerðu gys að honum
fyrir málhelti, sögðu hann jafn-
færan um að misþyrma frönsku
og ensku. Kjósendur fengu aukna
samúð með Chretien er hann
sagðist hafa átt við málhelti að
stríða frá æsku og væri löngu
búinn að sætta sig við hana.
Undir lok kosningabaráttunnar
naut hann vaxandi hylli um allt
landið að undanskildu heimafylk-
inu Quebee. Þar er hann sakaður
um að hafa skaðað hagsmuni
frönskumælandi manna er hann
aðstoðaði Pierre Trudeau, þáver-
andi forsætisráðherra og leiðtoga
fijálsyndra, við að setja landinu
stjórnarskrá 1982 án samþykkis
Quebec. Chretien hélt þó þing-
sæti sínu í Quebec sem var betri
árangur en margir höfðu spáð.