Morgunblaðið - 27.10.1993, Síða 30

Morgunblaðið - 27.10.1993, Síða 30
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 ■30 Ófriður Georgíu- manna og Apkaza eftir Grigol Matsjavariani Oft lýsa hinar sterku fréttastof- ur Rússlands georgískum málefn- um með sínu móti og sníða þau * eftir óskum sínum. Þetta stafar af pólitísku viðhorfí þeirra, ekki fáfræði. Því miður er fréttastofa Georgíu ekki alltaf samkeppnisfær við ofangreindar fréttastofur við að neita afmynduðum upplýsing- um um þau. Það er mjög erfitt að koma-sannleikanum til útlendra lesenda eða áheyrenda. Þessi örð- ugleiki heitir „fréttabarátta“ í gömlu Sovétríkjunum og við þetta vandamál kannast og önnur fyrr- verandi sovétríki. Morgunblaðið er fyrsta stofnun á Norðurlöndum sem gefur Ge- orgíumönnum tækifæri til að segja íslenskum bræðrum og systrum v frá atburðarásinni í landi þeirra. Stutt sögulegt yfirlit Apkazar settust að í norðvestur Georgíu hér um bil á 1. öld e. Kr. Þeir komu frá Norður-Kákasus. Þá voru þeir ekki ein þjóð ennþá, heldur Apsilar og Abazgar sem töluðu svipuð tungumál. Síðan blönduðust tungumálin. Apkazska er í adige-tsjerkezskum flokki og er gerólík georgísku (sem fyrir sitt leyti líkist engu tungumáli í neiminum). Svæðið sem Apkazar byggðu hafði alltaf verið hluti af Kolk- heti, þ.e.a.s. hinni fornu Vestur- Georgíu. Þetta herma forngrískir sagnfræðingar á 6.-1. öld f. Kr. Á 3. öld var öll Vestur-Georgía sameinuð og nú hét þetta ríki Egrisi. Síðan varð norðvestur hluti ríkisins skilyrt kallaður Apkazeti (eða Apkazía á alþjóðlegum tungumálum. Apkazar sjálfir kalla hana Apsni). Þetta svæði var allt- af óaðskiljanleg landspilda í Ge- orgíu. Á ófriðartímum og í innan- landseijum, þegar Georgía liðaðist í sundur, varð Apkazía samt innan — ,samfélags Georgíu bæði stjóm- málalega og menningarlega. Þetta umdæmi, eins og önnur héruð, átti jarl sem laut georgískum kóngum frá alda öðli. Meginþorri íbúanna hafði ætíð verið georgísk- ur að þjóðerni, en apkazkar fjöl- skyldur voru að mestu leyti bland- aðar. Tungumál menningarinnar, aðalsins eða kristilegu kirkjunnar var georgíska (apkazskt ritmál varð til á 20. öld). Georgíumenn og Apkazar höfðu ætíð verið góðir grannar, bjuggu að mestu leyti í friði og börðust oft gegn útlendum óvinum hlið við hlið. Fyrir kom að Apkazar fós- - . .truðu georgísk böm og öfugt. Það er kannski enginn Apkazi til sem ekki hefur georgískt blóð í æðum. Líka er talsverður fjöldi Georgíu- manna apkazi í föður- eða móður- ætt. Söguleg samskipti, vináttu eða samúð þessara tveggja þjóða, gæti maður borið saman við samskipti íslendinga og Færeyinga. Tímasprengja Á 19. öld hemam Rússland Georgíu og öll vitum við hvernig -^fkommar tóku við af Rússakeisur- um á 20. öld. Allt hófst þegar í Georgíu komst á kommúnískt vald eða „rauða- sótt“ á talmáli. Það var árið 1921. Kommar lýstu yfir jafnrétti milli þjóðanna, veittu mörgum þjóðum heimastjórn (jafnvel sumum þjóð- arbrotum sem aidrei höfðu sögu- lega haft sjálfstæði eða sterka þjóðernistilfinningu) og stofnuðu fleiri en 20 heimastjórnarumdæmi á víðlendu svæði Sovétríkjanna. Frá pólitísku sjónarmiði voru þau umdæmi minni leppríki en hin 15 „sovétlýðveldin“ og samt hétu þau „repúblik“. Þessi „ríki“ eða „lýðveldi“ áttu ekki annað en nafn- ið sem jafnvel margir „sovét“- menn könnuðust ekki við. Með því vildu kommar sýna gæsku og „sýndar“-lýðræði. Þetta var vita- skuld brella og blindandi pólitískt leikrit fyrir augum þrælbundinna þjóða til þess að halda þeim í auð-. mýkt. Nú á dögum koma meiri klók- indi, undirferli og framvísi komm- únista í ljós. Undir stofnun heima- stjórnarumdæmis fólst neðanjarð- arkjörorð: „Deildu og drottnaðu“. Með öðrum orðum ef kommúnískt Rússland missti völdin og ríkin lið- uðust í sundur, þá myndu óumflýj- anlegir bardagar og blóðsúthell- ingar skella á milli þjóðanna til þess að endurnýja gömlu landa- mærin og hins vegar varðveita „sjálfstæði" sem sumar þjóðir höfðu einungis í orði. Einmitt þá væri stórkostlegt tækifæri til að vasast í málefnum þeirra á nýjan leik og birtast þeim líkt og frelsar- ar, verndarar og dómarar og á þann hátt endurreisa veldið. Þetta ráðabrugg og afleiðingar þess er nú kallað „tímasprengja", þ.e.a.s. ósýnileg sprengja sem verður að springa sjálf þegar „þörf“ er á. Frægasta „tímasprengjan“ er Karabakh og árið 1989 sprakk hún í Georgíu líka. Ánauð? Kommar deildu Georgíu og fóru að drottna þar eftir ofangreindu kjörorði, en unga tímasprengjan svaf í vöggunni vært og rótt. Nú fengu Apkazar „sjálfstæði“ og hétu nú „repúblík" sem átti stjórn- arskrá jafnvel. í stjórnarskránni stóð að ríkismál Ápkazíu væri apkazska, georgíska og rússneska. En þetta var meiri blekking en „repúblíka" sjálf. Ríkisskjölin voru skrifuð á rússnesku og þetta tungumál drottnaði bæði í háskól- anum og öðrum skólum. Nýja apkazska kynslóðin fór að gleyma ekki einungis georgísku, heldur apközsku líka. íbúarnir urðu nauð- ugir að skrifa á rússnesku, en apkazska sjálf ef nú kennd í grunnskólum aðeins í þrjú ár og hún er ekki annað en talmál. Spurningin er hvort apkazski há- skólinn er apközsk stofnun í raun og veru þegar apkazskir stúdentar læra þar á rússnesku. í dag kann þriðjungur Apkaza ekki móður- málið, aðrir tala eitthvað sambland og mjög fáir (mestmegnis gamlir menn) tala tungumálið hreint. Fyrir georgísku er nú ekkert pláss eftir opinberlega í Apkazíu (nema georgískar fjölskyldur) þó að Apkazía sé hluti Georgíu og Ge- orgíumenn séu þar meirihluti íbú- anna. Hlutfall þjóðanna í Apkazíu er: Georgíumenn 43,9%, Apkazar 17,1% (þeir eru um 85 þúsund og búa eingöngu í tveimur héruðum af 10 á þessu landsvæði), Rússar 16,4% (nú eru margir þeirra að flytja til Rússlands), Armenar 15,1%. Þrátt fyrir þennan mismun voru alltaf 8 ráðherrar Apkazar að þjóðerni af 12 í „lýðveldinu“ og höfðu yfirburði í alla staði. Apkazar voru einnig í meirihluta á þingi umdæmisins. Rússland Grigol Matsjavariani vasaðist augsýnilega í málefnum Georgíu svo hún gat ekki stjórnað Apkazíu sjálf. Rússnesku komm- arnir léku hlutverk réttlátra vernd- ara allra lítilla þjóða, en sjálfir héldu þeir þjóðunum í taumi. Þetta var kallað „leninínsk vinátta þjóð- anna“. Þannig varð Georgía óþarf- leg viðbót í apközs'kum pólitískum málefnum, með öðrum orðum — hvorki lagalegur stjórnandi né eft- irbátur. Smám saman vakti þessi skemmdarpólitík spurningu hjá róttækum Apközum: „Hvað eigum við sameiginlegt með Georgíu þeg- ar við erum ekki háðir henni og kunnum ekki georgísku framar?“ Hins vegar vakti missir sögu- legs landshluta mikla óánægju hjá Georgíumönnum en mótmæli myndu örugglega talin þjóðremba eftir kommúnískum kenningum. Þannig skildu „frelsararnir“ þessar tvær þjóðir hvora frá ann- arri í nafni sjálfstæðis, lýðræðis og jafnréttis og sáðu ósætti. Nú vilja róttækir apkazskir „öfgamenn" slíta allt samband við Georgíu. Eftir þeirra sögn voru Sovétríkin eingöngu tímabundið ástand eða fyrsta skref til fullveld- is og nú þegar Sovétríkin eru úr Hörmung stríðsins. sögunni gefst tækifæri til að segja sig úr lögum við Georgíu, enda eru þeir sko „repúblik" og munu aldrei missa „sjálfstæðið“. Nú búa þeir til kjánalegar kenningar um ánauð af hálfu Georgíumanna til þess að sýna sig í hlutverki píslar- votta. En það er deginum ljósara á hvers klafa þeir hafa verið bundnir. Georgíumenn þvinguðu þá aldrei til að verða hálfrússar. Tímasprengjan sprakk Fyrir örfáum árum, þegar allt fór á ringulreið í Sovétríkjunum lýstu „öfgamennirnir“ yfir full- veldi Ápkazíu, en þáverandi (og núverandi) ríkisstjórn Georgíu reyndist ekki eins örlát og rúss- nesku kommarnir til að úthluta landshlutanum sem Georgía hefur átt síðan á 6. öld fyrir Kr. Þá sprakk tímasprengjan. Hinn 5. júlí 1989 skutu „öfgamenn“ sak- lausa og berskjaldaða Georgíu- menn í Súkúmi, en sumir ofstækis- fullir apkazskir læknar synjuðu að taka við særðu mönnunum í sjúkrahús. Þetta var fyrsti blóðugi dagurinn í sögu þessara tveggja þjóða. Fyrir einu ári, um nótt, ráku „öfgamenn" hálfsofandi íbúa út úr húsum í Gagra, létu þá flykkj- ast á leikvöllinn og drápu menn hundruðum saman bæði með skot- vopnum og stingvopnum. Síðan söfnuðu þeir líkunum með dráttar- vélum og brenndu þau. Þetta er best dæmi grimmdar og miskunn- arleysis. Það er eðlilegt að eftir þetta sat georgíski herinn ekki auðum höndum og þá skall á ófrið- ur í alvöru. Spurningin er hvernig þetta litla þjóðarbrot hefur bolmagn til að heyja stríð við stjórnarher ef Apkazar eru miklu færri og liðs- munurinn er ótrúlega mikill. Stuðningur þeirra er fyrst og fremst svokallað þriðja aflið, þ.e.a.s. rússneskir neðanjarðar valdamenn sem grípa til allra ráða til að missa ekki völdin. Með fullt- ingi þeirra ráða „öfgamenn" mál- aliða til „vinnu“. Fjöldi þessara málaliða hefur þjónað í Afganist- an, en sumir þeirra eru nýkomnir frá Austur-Evrópu og eru atvinnu- lausir í Rússlandi. Margir í „apkazska“ hernum eru norður- kákasískir múhameðstrúarmenn. „Ofgamenn“ heita þeim bæði hús- næði og alls konar þægindum við Svartahaf eftir stríðið. Rússland tók aftúr að sér hlut- verk geðgóðs dómara en fyrsti friðarsamningur Shevardnadze og Jeltsíns fór út um þúfur; þriðja aflið æsti „öfgamenn" áfram. í ágúst var gerður annar mikil- vægur friðarsamningur milli Ge- orgíu, Rússlands og forystumanna apközsku „öfgamannanna“. Sam- kvæmt samningnum skulu stríð- andi aðilamir afvopnast, fjarlægja vígtólin hver frá öðrum og skipta herföngum. Þetta fer fram með eftirliti fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna. Enginn getur ábyrgst að allt sé komið í kring, enda veit Guð einn hvort tímasprengjan tifar enn. Eða hver veit hvað „dómaranum" og öðrum óvinum býr í brjósti? Ástandið er ennþá afar órólegt í norðvestur Georgíu þó að skot- hríð heyrist ekki þar um slóðir. Það eina sem liggur milli Georgíu- manna og Apkaza er eintómt hat- ur og fyrirlitning. Hvaða samning- ur getur sætt þá persónulega þeg- ar þúsundir georgískra og apkaz- skra mæðra syrgja syni sína? Skæðar tungur segja að friðar- samningnum megi ekki treysta og strax og síðasti georgíski hermað- urinn yfirgefi Apkazíu, þá muni þessi hluti Georgíu vera glataður. Við sjáum nú til. Nú verða Guð, framtíð og örlög að kveða upp afgerandi dóm, ekki útlendir „gerðarmenn". Tbílísi, Georgíu. Höfundur er fræðimaður frá Georgíu. Georgískir hermenn búast til orrustu. í rústum heimilis síns.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.