Morgunblaðið - 27.10.1993, Side 31

Morgunblaðið - 27.10.1993, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 31 Fljúgandi furðuhlutir eftir Gunnar Þorsteinsson Það er nokkuð ljóst að tíðni þeirra fyrirbæra sem menn kenna við fljúg- andi furðuhluti (FF) hefur farið mjög vaxandi á liðnum áratugum. Arið 1947 markar upphaf þeirra bylgju FF sem nú er að ná hámarki. Þar átti hlut að máii einkaflugmaður nokkur á flugi nálægt Mount Rainer i Wasingtonfylki í Bandaríkjunum sem taldi sig sjá níu fljúgandi furðu- hluti á reiki. Frásögn mannsins, Ken- neths Arnolds, vakti athygli ijölmiðla og þar með fór boltinn að rúlla. A því ári einu vori skráð meira en 800 tilfelli er menn töldu sig hafa vitn- eskju af FF í Bandaríkjunum. Síðan þetta var hafa milljónir manna talið sig hafa séð FF og er þar að finna margan misjafnan sauð eins og ger- ist og gengur. Fjöldi félaga hefur verið stofnaður til að brjóta þetta fyrirbæri til mergjar og ógrynni prentaðs máls hefur komið út í sama tilgangi. Þrátt fyrir áralangar vanga- veltur eru menn nánast litlu nærri um eðli og tilgang FF. Dulhyggjan og trúarþörfin Það hefur gerst á síðari árum að FF tengjast æ meir dultrú og þeirri hreyfingu sem menn kenna við Nýja öld. Það er ljóst að trúarþörfin er eðlislæg hjá manninum og því fer fjarri að veraldarhyggja samtímans fullnægi þeirri þörf hans. Á Vestur- Iöndum hefur maðurinn sjálfur verið settur í öndvegi og trú á Guð hefur fallið í skuggann eða afskræmst í boðun þeirra sem vilja gera eilíf sann- indi að reiðskjóta sínum í burtreiðum átakanna um hina réttu kenningu. Það tóm sem hefur myndast í þessu ástandi reyna sumir menn að fylla með því að beina athygli sinni að FF og er ekki að undra í sjálfu sér. í átrúnaði á 'FF fínna menn eitt og annað sem trúin á lifandi Guð gefur manninum, s.s. að handan þessa heims séu vitsmunaverur sem geti gripið inn í líf mannsins og að hin ÁRNAÐ HEILLA „Að framansögðu tel ég að menn hljóti að virða mér það til vorkunnar að ég hef glapist til að nefna fljúgandi furðu- hluti „ljúgandi furðu- hluti“ og hvetji menn til að hugsa sig um tvisvar áður en þeir láta glepjast.“ dulda vídd hafí að geyma tilveru sem tekur öllu því fram sem við þekkjum og jafnframt að þessar verur vaki yfir hverri hreyfíngu okkar og hafi verið megináhrifavaldar í gegnum söguna alla. Ný öld og FF Svokallað Nýaldarfólk er í vaxandi mæli að taka trú á FF, ég segi trú, þar sem tæpast er hægt að skil- greina afstöðu þeirra með öðrum hætti, þar sem vísindalegar sannanir fyrir fyrirbærunum eru ekki fyrir hendi. Kom það glögglega í ljós nú á dögunum þegar haldin var ráð- stefna um þessi mál í Háskólabíói. Málsvarar ráðstefnunnar reyndust vera fólk sem stendur í forystu Ný- aldarhreyfingarinnar og áhangendur dulhyggju. Þetta endurspeglar ein- ungis það sem er að gerast á þessu sviði annars staðar í heiminum. Ný- aldarfólk hvarvetna er að taka FF inn í átrúnað sinn og má með sanni segja að FF-hyggja sé orðin að trúar- hreyfíngu sem á vaxandi fylgi að fagna. Þessi trúarhreyfing hefur það að markmiði sínu að breyta heimin- um og til að svo megi verða þurfa menn að hafna hefðbundnum kristin- dómi og þeirri siðferðisviðmiðun sem honum tengist. Kenningin Þeir sem telja sig vera í sambandi við FF koma gjaman með skilaboð frá geimverum sem fjalla um síðustu tíma og heimsslit. í mörgum greinum er frásögn þessara svokölluðu geim- vera að mestu í samhljoðan við það sem Biblían kennir um endurkomu Krists, en í þeirra útgáfu hefur Krist- ur misst aðalhlutverkið og þær, geimverurnar, hafa tekið það að sér. Menn og konur, sérstaklega úr röð- um Nýaldarfólks, grípa þessi hindur- vitni og boða sem heilagan sann- leika, jafnvel undir formerkjum vís- inda, án þess að nokkur óyggjandi rök eða sannanir liggi þar að baki. Rök þeirra eru oftast svp loftkennd að ekki er hægt að festa á þau hend- ur. Þrátt fyrir að ekki sé hægt að henda reiður á hveijar þessar verur eru eða hvaðan þær koma eru menn reiðubúnir að leggja líf sitt og fram- tíð í hendur þeirra. Slík vinnubrögð kunna ekki góðri lukku að stýra. Hvaðan eru FF? Á fimmta áratugnum, er fyrst fór að bera á þessum fyrirbærum í veru- legum mæli, gáfu geimverurnar það til kynna að heimkynni þeirra væru í okkar sólkerfí og gjarnan var talað um Marsbúa í því samhengi. Eðli þessara vera var þá annað í hugum manna, því að menn óttuðust að verur þessar hefðu þann tilgang með komu sinni hingað að taka völdin hér á jörðu. En með þróun geim- ferðaáætlunar Bandaríkjanna hafa heimkynni þessara geimvera breyst og nú er meira vísað til heimkynna í öðrum sólkerfum eða öðrum vídd- um. Einnig hefur það gerst að eðli þessara vera hefur breyst og nú tala menn ekki um ógnun sem steðjar að, heldur er sagt að hinir miídu hjálparar séu hér á reiki og bíði eft- ir rétta tækifærinu til að grípa inn í atburðarásina hjá okkur hjálpar- vana jarðarbúum. Framan af birtust geimverumar í geimskipum sem vom að útliti eins og risavaxnir vindlar, síðan fóm hin- ir frægu diskar að gera vart við sig, en nú skilst mér að vemrnar sjáist fyrst og fremst í þríhyrningslaga farkostum og er það í stil við annað Gunnar Þorsteinsson í FF-fræðunum. Fremstir í flokki við að breyta ímynd geimveranna í hugum jarð- arbúa hafa verið kvikmyndaframleið- endur í Hollywood og hefur Steven Spielberg átt þar stærstan hlut að máli með myndum sínum „ET“ og „Close Encounters of the Third Kind“. Nú er svo komið að meiri hluti Bandaríkjamanna trúir á tilvist geimvera. Einhvern tíma var sagt ef sama lygin væri endurtekin nógu oft færu menn að trúa. Ef til vill á það við í þessu samhengi. Einn boðberi FF-hyggjunnar, Frank Sranges, lét þó ekki geim- ferðaáætlunina og stjömufræðina slá sig út af laginu. Hann taldi sig hafa verið í sambandi við veru frá Venus með því rammíslenska nafni Val Thor, en í stað þess að játa sig sigrað- an í ljósi aukinnar þekkingar, menn voru búnir að kortleggja Venus og auk þess er mörg hundruð gráða hiti á yfirborði plánetunnar, lýsti hann því yfir að Val Thor og félagar byggju nú undir yfirborði Venusar í góðu yfírlæti. Maður er nefndur Philip J. Klass og er hann ritstjóri „Aviation Week and Space Technology". Hann hefur lýst því yfir að fjöldinn allur af fljúg- andi furðuhlutum sé í raun ekki furðuhlutir og hefur hann skorað á boðbera FF-hyggjunnar að leggja á borðið sannanir og hefur hann hejtið hveijum sem það gerir vænni fjár- fúlgu að launum. Þeir íjármunir eru enn ósóttir. Dulhyggjan og FF Fjölmörg boð hafa borist mann- anna bömum frá hinum svokölluðu geimverum og með ýmsum hætti. Það má segja að flest þeirra segi í grundvallaratriðum hið sama. Boð- skapurinn fjallar um hina miklu stökkbreytingu sem framundan er til handa mannkyninu til hins æðra vitundarstigs, þegar því verður í burtu rýmt sem nú heldur aftur af. Boðskapur geimveranna, en hann kemur fyrst og fremst fyrir tilstilli miðla og annarra áhangenda huliðs- heima, gengur í berhögg yið grund- vallarboðun hinnar helgu bókar, sem hefur verið leiðarljós manna í hinum vestræna heimi í þeim efnum sem heyra undir hið ósýnilega og sam- band mannsins við heim andans. Boðskapur geimveranna er í mörgum greinum hinn sami og miðlanna, lófa- lesaranna, Tarotspilarýnendanna, töframannanna, gjörningamann- anna, særingamannanna, kristalsk- úlulesaranna og stjömuspámann- anna og hann, eins og boðskapur hinna, þolir illa skoðun. í ljósi þess verðum við að draga þá ályktun að hann eigi sér rætur í myrkrinu og sé runninn frá höfðingja þess. Páll postuli segir í sjötta kaflanum í Efesusbréfinu: „Því að baráttan, sem við eigum í, er ekki við menn af holdi og blóði, heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andavemr vonskunnar í himingeimnum." Að framansögðu tel ég að menn hljóti að virða mér það til vorkunnar að ég hef glapist til að nefna fljúg- andi furðuhluti „ljúgandi furðuhluti“ og hvetji menn til að hugsa sig um tvisvar áður en þeir láta glepjast. Höfundur er forstöðumaður Krossins í Kópavogi. Ljjósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman | í hjónaband 14. ágúst sl. í Víði- staðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni Ólöf Björk Halldórs- dóttir og Jónas Friðrik Hjartarson. Heimili þeirra er á Sléttahrauni 19, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 14. ágúst sl. í Víðistaðakirkju af sr. Ægi Sigur- geirssyni, Sesselja Unnur Vil- hjálmsdóttir og Valgeir Guðbjarts- son. Heimili þeirra er í Traðarbergi 23, Hafnarfírði. Ljósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 14. ágúst sl. í Fríkirkjunni í Hafnarfirði af sr. Einari Eyjólfssyni, Þórunn Arin- bjarnardóttir og Hilmar Þór Hilm- arsson. Heimili þeirra er í Stekkjar- hvammi 50, Hafnarfirði. Ijósm. Sigr. Bachmann HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 17. júlí sl. í Bú- staðakirkju af sr. Pálma Matthías- syni, Sigríður Sara Sigurðardóttir og Guðmundur Björnsson. Heimili þeirra er í Hverafold 116, Reykja- vík. fíjósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband 14. ágúst sl. í Veginum af sr. Stefáni Ágústssyni Laufey Birgisdóttir og Björgvin Þór Ósk- arsson. Þau eru búsett í Sviþjóð. Ljjósmynd Jón Haukur HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 24. júlí sl. í Ás- kirkju af sr. Árna Bergi Sigur- björnssyni Erla S. Jensdóttir og Gunnar Fr. Birgisson. Heimili þeirra er í Lækjarási 5, Reykjavík. Ljósm. Sigr. Bachmann HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 14. ágúst sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthí- assyni, Ósk Viðisdóttir og Kristján Fjeldsted Jónsson. Heimili þeirra er í Hrauntungu 64, Kópavogi. HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 21. ágúst sl. í Háteigskirkju af sr. Arngrími Jóns- syni, Fjóla Jónsdóttir og Sigmar Metúsalemsson. Heimili þeirra er að Hvannalundi 2, Garðabæ. Ljósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 28. ágúst sl. í Háteigskirkju af Hafliða Kristins- syni, forstöðumanni Hvítasunnu- kirkjunnar, Þóra Sólbjörg Hall- grímsdóttir og Björgvin Smári Guð- mundsson. Heimili þeirra er að Eyrarholti 5, Hafnarfirði. Ljósm.st. MYND HJÓNABAND. Gefin voru saman í hjónaband þann 21. ágúst sl. í Víðistaðakirkju af sr. Sigurði Helga Guðmundssyni, Aðalbjörg Óladóttir og Björn Sigurðsson. Heimili þeirra er á Hringbraut 33, Hafparfirði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.