Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 H fclk f fréttum GOLF Islandsmeistarinn styrktur Morgunblaðið/Sverrir Feðgarnir Bjarni Björnsson og Brynjólfur Bjarnason (t.v.) ásamt mökum sínum Kristjönu Brynjólfsdóttur og Þorbjörgu K. Jónsdóttur (t.h.). Fyrir miðri mynd eru Gunnhildur Gunnarsdóttir og Magnús Gunnarsson. Þorsteini Hallgrímssyni, ís- landsmeistara í golfi, og Golf- klúbbi Vestmannaeyja voru fyrir skömmu' færðir veglegir styrkir í viðurkenningarskyni fyrir frammi- stöðu Þorsteins á íslandsmeistara- mótinu þar sem hann sigraði með glæsibrag. Flugleiðir í Vestmannaeyjum færðu Þorsteini að gjöf ókeypis ferðir á öll golfmót sem hann tek- ur þátt í á næsta ári, en Þorsteinn hefur eytt óhemju tíma og fjár- munum á undanförnum árum í golfið og hefur sótt marga keppni á fastalandið. Að sögn Gunnars Más Sigurfínnssonar hjá Flugleið- um í Eyjum líta þeir á þennan styrk til Þorsteins sem viðurkenn- ingu til Golfklúbbs Vestmannaeyja og vilja einnig með þessu þakka golfklúbbnum fyrir mikil og góð viðskipti á undanförnum árum. „Þetta gerir það líka að verkum að golfklúbburinn getur styrkt Þorstein á annan hátt en að greiða fyrir hann eitthvað af ferðakostn- aði ef þeir vilja hjálpa honum eitt- hvað,“ sagði Gunnar Már. Við sama tækifæri afhenti Magnús Sveinsson, umboðsmaður Olís í Eyjum, Þorsteini, fyrir hönd Frú Vigdís Finnbogadóttir ræðir hér við hjónin Margréti Guðmunds- dóttur leikhúsritara og Kjartan Ragnarsson leikara og leikstjóra. BORG ARLEIKHU SIÐ Frumsýning á Englunum Leikritið Englar í Ameríku eftir Tony Kushner var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðið föstu- dagskvöld. Fjallar leikritið um homma, pólitík og ástir, svo eitt- hvað sé nefnt. Til stóð að hafa „drag-show“ í hléi, þ.e. að karlmað- ur klæddist kvenmannsfötum og syngi nokkur lög fyrir gesti. Af þessu varð ekki af óþekktum ástæð- um, en meðfylgjadni myndir eru teknar í leikhléi. KVIKMYNDIR Tók kvenhlutverki Steven Seagal kom mönnum í Hollywood á óvart þegar hann ákvað að taka að sér hlutverk sem í upphafi var skrifað fyrir kven- mann. Seagal er þekktur fyrir allt annað en kvenlegheit og leikur yfír- leitt harða nagla, nú síðast í mynd- inni „Under Siege“. Nýja myndin heitir „Dead Reckoning" en er ekki sama mynd og Humphrey Bogart lék í árið 1947. Myndin fjallar um lögmann sem býr í Washington og blandast inn í samsæri um morð á þekktum þingmanni. Handritið komst fyrir tilviljun í hendur Seag- al og segir sagan að til að fá eitt- hvert hlutverk hafí hann beðið um að hlutvekinu yrði breytt í karl- mannshlutverk. Var það gert og hefjast upptökur snemma næsta árs. Hins vegar höfðu Geena Davis og Jodie Foster báðar verið að íhuga hlutverkið þegar því var breytt. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Tekur við gjöf Þorsteinn tekur við gjöfinni frá Flugleiðum í Eyjum úr hendi Gunn- ars Más Sigurfinnssonar. LEIKARAR Fengu sprengjuhótun golfklúbbsins, 70.000 króna styrk Olís til klúbbsins vegna íslands- meistaratitils Þorsteins. Þá afhentu konur úr golf- klúbbnum Þorsteini 100 þúsund krónur að gjöf en það er hagnaður af fimmtudagsmótum sem þær hafa staðið fyrir í sumar og fleiri fjáröflunum sem þær hafa efnt til, til styrktar Þorsteini. Grímur Það er ekki alltaf tekið út með sældinni að vera frægur. Fyr- ir því fundu leikaramir í sjónvarps- þáttunum „Beverly Hills 90210“ fyrir nokkm. Þau fengu sprengju- hótun meðan verið var að taka upp þátt í myndverinu. Sprengjan fannst áður en hún gerði nokkum skaða og varð gerð óvirk. Leikur- unum brá að vonum við og segist Brian Austin Green hafa fengið sér lífvörð og nú gefur hann ekki hveijum sem er upp heimilisfangið sitt. Þrátt fyrir að Brian sé einungis 19 ára veður hann í seðlum, enda em árslaun hans í kringum 30 milljónir íslenskra króna. Þannig keypti hann tvo bíla samdægurs fyrir nokkru, Lexus og Porsche, auk þess sem hann keypti sér nýtt mótorhjól. Þá er hann einnig nýbú- inn að kaupa einbýlishús skammt frá foreldmm sínum. Þar sem hann segist ekki vera sérlega góður í tiltektinni fékk hann sér ráðskonu. Hún býr einnig að mestu til mat- inn, en hann segist vera góður að matbúa ítalska rétti. Besta vinkona hans er Soleil Moon Frye, sem leik- ur táninginn Punky Brewster úr samnefndum sjónvarpsþáttum. „Hún er besti vinur sem ég á og fær alltaf að heyra lögin mín fyrst allra,“ segir Brian sem í daglega lífínu er alltaf að reyna að semja líkt og í sjónvarpsþáttunum. Brian hefur leikið í sjónvarpi frá níu ára aldri. Hann segir að það Frye úr „Punky Brewster-þáttunum“ er besta vinkona Brians. Lifi Brians Austins Green og félaga var ógnað. sé erfitt og hann verði að standa sig, einkum í Beverly Hills-þáttun- um því ungir leikarar standi í bið- röðum eftir að fá hlutverk. < i í < < < < < < < < < I < i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.