Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Gefðu þér nægan tíma til umhugsunar áður en þú tekur mikilvæga ákvörðun í peningamálum. Ástarsam- band styrkist í dag. Naut (20. apríl - 20. maí) Vanhugsuð orð vinar geta sært þigi dag. Það er betra að ræða málin í einlægni en að byrgja gremju þína inni. Tvíburar (21. maí - 20. júní) Vinnan hefur algeran for- gang í dag. Það eru miklar kröfur gerðar til þín og þú kemur miklu í verk en í kvöld slapparðu af. Krabbi (21. júní - 22. júlí) >“$6 Ástvinir ráðgera að fara saman í ferðalag, en kvöldið er helgað heimili og fjöl- skyldu eftir annríki dagsins. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) <ef Kynntu þér vel verðlag áður en þú gerir innkaup. Ætt- ingi ætlast til mikils af þér. Helgin framundan lofar góðu. Meyja (23. ágúst - 22. september) Hamingja ríkir í ástarsam- bandi og ástvinir undirbúa ferðalag. Einhver smáá- greiningur getur komið upp milli vina. Vog (23. sept. - 22. október) \ Fáguð framkoma veitir þér brautargengi í dag. Farðu samt varlega í samningum um fjármál því ekki eru all- ir heiðarlegir. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóvember) Verkefni sem þú vinnur að er erfiðara viðfangs en þú ætlaðir. Að vinnudegi lokn- um kjósa ástvinir að vera út af fyrir sig. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) SffO Vandaðu valið á þeim sem þú umgengst í dag því ann- ars gætir þú setið uppi með einhvern sem hefur sáralítið að segja. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Persónuleiki þinn reynist þér styrkur í starfi. Nú gefst gott tækifæri til að bjóða heim gestum í kvöld. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Ö7Z Vertu vel á verði ef einhver reynir að misnota sér að- stöðu þína í vinnunni. Góðra frétta er að vænta frá fjar- stöddum vini. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Tajjt Þótt þú hafir fé handa á milli er ástæðulaust að sóa því í óþarfa. Athugaðu vel kostnaðarhliðina á fyrir- huguðu ferðalagi. Stjörnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vtsindalegra staóreynda. ^DC ITID UKC 1 1 IK TOMMI OG JENIMI LJOSKA FERDINAND SMÁFÓLK ARE VOU THE KIP UiHO HIT THE HOME KUN OFF ME YE5TEK17AY? * Ert þú strákurinn sem slóst heimahöfnina frá mér í gær? WELL.1 H0PE VY0UCAME YOU'RE 5ATI5FIEP!/ CLEAR 0VEK YOURUINEP HERET0TELL MYUOHOLELIFE! [ METHAT? V NO, I OJAS JUST KINP OFCURIOU5TO 5EE OJHERE YOU UVE..Y0U PR0BABLY HAVE A POG,TOO, Jæja, ég vona að þú sért ánægð- ur! Þú eyðilagðir allt mitt líf!. Komstu hingað til að segja mér það? Nei, ég var eiginlega bara forvitin að sjá hvar þú byggir. Þú átt sennilega hund líka, er. það ekki? Eiginlega. Hvað áttu við með eiginlega? BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Jón Baldursson náði einu „Zia-dobli“ á spilakvöldi hjá BR í síðustu viku. Makker hans var Sverrir Ármannsson, en and- stæðingarnir Eiríkur Hjaltason og Ragnar Hermannsson. Austur gefur; enginn á hættu., Norður ♦ ÁD972 y ÁK3 ♦ 3 ♦ G1093 Vestur Austur ♦ 63 ♦ KG54 y 98 y G10754 ♦ D10985 ♦ K62 ♦ ÁD52 Suður ♦ 108 ♦ D62 ♦ ÁG74 ♦ K874. ♦ 6 Vestur Norður Austur Suður Sverrir Ragnar Jón Eiríkur - - Pass Pass Pass 1 ^paði Pass 1 grand* Pass 2 lauf Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Dobl 3 grönd Pass Pass Dobl Allir pass Með KGxx í spaða á eftir opnara sá Jón að geim myndi tæplega vinnast í NS eftir þessa hægfara byrjun. Þegar Eiríkur sagði 2Gr. tók hann því ákvörð- un um að dobla þijú. En var þó hræddur um að fá út lauf, eða jafnvel spaða, því doblið er aug- ljóslega byggt á spaðastyrk. Hann greip því fegins hendi tækifærið að dobla þijú hjörtu til að tryggja útspil í þeim lit. Sverrir kom út með hjartaníu. Eiríkur tók slaginn í borði og svínaði fyrir laufdrottningu. Sverrir átti þann slag og hélt áfram með hjarta. Næst prófaði Eiríkur að láta spaðatíuna rúlla, en var ekki hissa þegar Jón drap á gosa og fríaði hjartað. Fram- haldið var sjálfgefið: Eiríkur fríaði laufið og tók sína 7 slagi: 2 niður og 300. Á hinu borðii)u spiluðu NS einnig 3 grönd (ódobluð) og sluppu einn niður. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Bandaríska undrabamið Gata Kamsky sýndi frábær tilþrif á útsláttarmótinu í Tilburg um dag- inn þangað til hann var sleginn út í undanúrslitum af Boris Gelfand, Hvíta-Rússlandi. Þessi staða kom upp í viðureign Kamskys (2.655), sem hafði hvítt og átti leik gegn næstöflugasta skákmanni Búlg- ara, V. Spasov (2.535). 37. Rh6+! — Kf6 (Svartur er mát eftir 37. — Kxh7 en það bjargaði engu að taka ekki riddarann:) 38. Rg4 mát. Kamsky lenti vinningi undir á móti Belganum Winants, Rússanum Júsupov og næst stiga- hæsta skákmanni heims, ívant- sjúk. Sá síðastnefndi náði meira að segja tvisvar vinningsforskoti. í öll skiptin náði Kamsky að jafna metin og hafa sigur að lokum. Þetta sýnir mikinn taugastyrk og keppnishörku sem gæti fleytt hin- um 17 ára gamla Kamsky langt í framtíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.