Morgunblaðið - 27.10.1993, Page 42

Morgunblaðið - 27.10.1993, Page 42
-42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTiR MIÐVIKUDAGUR 27. OKTOBER 1993 faémR FOLK ■ BERNARD Tapie, eigandi Marseille, sagði frá því í viðtali í franska blaðinu L’Equipe í gær, að hann ætli að hætta sem forseti fé- lagsins eftir þetta keppnistímabil og snúa sér á ný að stjórnmálum. Hann hyggst leiða lista róttækra vinstrimanna í kosningum til Evr- ópuþingsins í'júní. ■ KENNY Dalglish, fram- kvæmdstjóri Blackburn, keypti í gær enska landsliðsmanninn David Batty á 2,75 millj. punda. Batty er 24 ára miðvallarspilari, sem hefur leikið 14 landsleiki fynr Wales og yfir 200 leiki fyrir Leeds. ■ MARSEILLE stendur í viðræð- um við Inter Milan um að fá mið- heijann Darko Pancev lánaðan í óáHveðinn tíma. ■ MICHAEL Laudrup sat á bekknum hjá Barcelona í 1:0 sigri gegn Real Oviedo í spænsku deild- inni um helgina. Daninn var félög- um sínum sem sönn fyrirmynd og lét þetta ekki raska ró sinni. „Ég átti um þrennt að velja; í fyrsta lagi gat ég látið þetta bitna á leik- manninum, sem tók stöðu mína. í öðru lagi gat ég ásakað þjálfarann og sagst taka hatt minn og skó. í þriðja lagi gat ég fengið mér gott vínglas með eiginkonunni yfir kvöld- matnum. Ég valdi þriðja kostinn." ■ PACO Llano, markvörður Dep- ortivo Coruna, hefur aðeins fengið á sig eitt mark í átta leikjum og er það met í spænsku deildinni. Engu að síður er félagið á höttunum eftir öðrum markverði. „Ég skil þetta ekki, því ég hef verið að spila vel,“ sagði Llano. „En stundum er það þannig, að sá, sem er ekki á náum launum, er ekki metinn eins og þeir tekjuháu." ■ PHIL Neal, fyrrum leikmaður Liverpool, sem var aðstoðarmaður Bobby Gould hjá Coventry, hefur tekið við stjórninni hjá félaginu. Hann hefur ráðið fyrrum félaga sinn hjá Liverpool, Phil Thompson, sem aðstoðarmann sinn. ■ SHEFFIELD Utd. hefur keypt norska landsliðsmanninn Roger Nilsson, bakvörð frá Víking í Sta- vangri á 350 þús. pund. ■ DEAN Saunders mun ekki leika með Aston Villa næstu tvær vikumar, vegna veikinda. ■ KEVIN Keegan, framkvæmda- stjóri Newcastle, setti Lee Clarke -strax í varaliðíð á mánudaginn og hann verður ekki í leikmannahópi félagsins í kvöld í deildarbikarleik gegn Wimbledon. Eins og og sagt var frá í gær, þá mótmælti Clarke þegar hann var tekinn af leikvelli á laugardaginn. ^2Aeikvika^^3^M^okt^99^^ Nr. Leikur: Röðin: 1. AIK - Trelleborg 1 - - 2. Brage - Örebro - - 2 3. Degerfors - Norrköping 1 - - 4. Hacken - Helsingborg - X - 5. Malmö FF - Frölunda - - 2 6. Örgryte - Halmstad 1 - - 7. Öster - Göteborg 8. Aston Villa - Chelsea 9. Everton - Man. Utd. - 2 10. Leeds - Blackbum - X - 11. Man. City - Liverpool - X - 12. Oidham - Arscnal - X - 13. Sheff. Utd - Sheff. Wed - X - Heildarvinningsupphæðin: 90 milljón krónur | 13 réttir: 3.453.640 1 kr. 12 réttir: 44.630 1 kr. 11 réttir: 2.930 1 kr. 10 réttir: 680 J kr. KNATTSPYRNA GullK vill aftur í landsliðið RUUD Gullit er tilbúinn að leika aftur með hollenska landslið- inu í knattspyrnu og finnst við hæfi að Ijúka landsliðsferlinum í úrslitakeppninni f Bandaríkj- unum næsta sumar. Eg hef ekki varpað hugmyndinni frá mér um að gefa aftur kost Hart baríst | ikil spenna er nú í Asíuriðli heimsmeistarakeppninnar í knattspymu, sem stendur yfir • í Qater. Þegar þrír leikir eru eftir eiga fimm þjóðir af sex sem leika um tvo farseðla til Bandaríkjanna, möguleika á að hreppa hnossið. Á mánudaginn vann Iran N-Kóreu 2:1, Japan vann S-Kóreu 1:0 og á sunnudag gerðu Saudi-Arabía og írak jafntefli, 1:1. Staðan er þessi: Japan..............4 2 1 1 5:2 5 S-Arabía...........4 1 3 0 4:3 S-K6rea......... 4 1 2 1 6:4 4 írak...............4 1 2 1 7:7 4 íran...............4 2 0 2 5:7 4 N-Kórea............4 1 0 3 5:9 2 ■Á morgun fara fram þrír síðustu leikim- ir: S-Kórea - N-Kórea, Saudi Arabía - íran, Irak - Japan. Áhugayerðasti leikur Ástralíu ÆT Astralía og Argentína mætast í Sydney n.k. sunnudag, en um er að ræða fyrri leik þjóðanna um réttinn til að leika í úrslitakeppni heimsmeist- arakeppninnar í knattspyrnu í Banda- ríkjunum næsta sumar. Leiknum verður sjónvarpað beint til a.m.k. 18 landa. á mér í landsliðið," sagði hann í viðtali við blaðið Corriere dello Sport í gær „og þar hefur endur- koma [Johans] Cruyffs, helsta nafns í sögu Hollands, mikið að segja.“ Gullit, sem er 31s árs, lenti uppá kant við Dick Advocaat, landsliðs- þjálfara, í apríl sem leið eftir að hafa verið skipt útaf í HM-leiknum við Englendinga, og hefur ekki gef- ið kost á sér í landsliðið síðan. Hins vegar hefur hann farið á kostum með Sampdoria á Ítalíu og sýnt gamla takta. Holland þarf stig í Póllandi 17. nóvember til að tryggja sér þátt- tökurétt í úrslitakeppni HM, en fari svo tekur Cruyff við stjórn lands- liðsins og stýrir því í Bandaríkjun- um. Ruud Gullit. HANDKNATTLEIKUR Athugasemd Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari í hand- knattleik, bað Morgunblaðið um að birta eftirfarandi athuga- semd: „I frétt í Morgunblaðinu s.l. miðvikudag um aðstöðuleysi landsliðsins í handknattleik, benti undirritaður á vandamál, sem eiga sér stað, þegar landsl- iðið er kallað saman yfir vetrar- mánuðina. Tilgangurinn var að vekja athygli á vandamálinu, en ekki að draga einhvern einn til ábyrgðar. Samstarfið við FH hefur verið mjög gott í gegnum tíðina og sérstaklega við Krist- ján Arason, þjálfara meistara- flokks karla. I því sambandi má geta þess að FH felldi niður húsaleigu vegna Evrópuleiks Is- lands og Króatíu og um 30 manns frá félaginu unnu í sjálf- boðavinnu á leiknum. Undirrituðum finnst leiðinlegt að FH sé gert að blóraböggli í þessu máli, en engu að síður er um að ræða vandamál, sem þarf að taka á á skynsamlegan hátt. Virðingarfyllst, Þorbergur Aðalsteinsson.“ GOLF / HM I HOLUKEPPNI Pavin fagnaði sigri COREY Pavin varð fyrstur Bandaríkjamanna í 14 ár til að sigra í heimsmeistarakeppn- inni í holukeppni í golfi. Hann stóð upp sem sigurvegari í Wentworth í Englandi um helg- ina eftir harða keppni við Bret- ann Nick Faldo, sem átti titil að verja. Faldo, sem er efstur á afrekalist- anum, var tveimur höggum undir síðasta keppnisdag, en jafnaði metin með sigri á 16. og 17. holu. Hins vegar brást honum bogalistin á 18. og síðustu holu, en Pavin fór á pari og fagnaði sigri. Þetta var þriðji sigur Bandaríkjamanna gegn Evrópubúum á skömmum tíma, kom í kjölfarið á glæstum árangri í Dunhill-bikarnum og Ryder keppninni. „Það er sérstaklega ánægjuleg tilfmning að sigra frábæran spilara eins og Nick Faldo,“ sagði Pavin, sem er 33 ára. „Hann gafst aldrei upp og því er leiðinlegt að þetta skyldi fara svona í lokin, en leikur- inn var frábær. Hvað mig varðar þá kemur þessi keppni næst á eftir stóru mótunum og tekur miklu meira á, því ekki er hægt að sila svona í hverri viku.“ j ISLAIVDSMOT 1994 í KIUATTSPYRIUU IIUIUAIUHÚSS Þátttaka tilkynnist fyrir 5. nóvember. Sérstök athygli er vakin á þeirri breytingu að fyrst verður leikin svæðakeppni í yngri flokkum karla og kvenna. Eyðublað fyrir þátttökutilkynningu og nánari upplýsingar fást á skrifstofu KSÍ, sími814444. Reuter Corey Pavln hampar bikarnum sem heimsmeistaratitlinum fýlgir. KORFUBOLTI Leiðrétt staða Staðan í a-riðli úrvalsdeildarinnar í körfu- knattleik var ekki rétt í biaðinu í gær. Leik- ur Snæfells og ÍA, 114:105, var ekki með í töflunni og er beðist velvirðingar á mistök- unum. Snæfell er efst vegna sigurs í leikn- um gegn Skallagrími og að sama skapi er ÍA ofar en Valur vegna sigurs nýliðanna í innbyrðis leik félaganna. Rétt staða er eftir- farandi: ...... Fj. leikja U T Stig Stig SNÆFELL 4 3 1 361: 362 6 SKALLAGR. 4 3 1 317: 298 6 IBK 4 2 2 405: 325 4 ÍA 4 1 3 320: 397 2 VALUR 4 1 3 354: 375 2 LYFTINGAR Tveir Rússarí ævilangt bann Alþjóða lyftingasambandið, IWF, hefur dæmt tvo Rússa í ævilangt keppnisbann vegna mis- notkunar lyfja og sá þriðji á yfir höfði sér árs bann af sömu orsök- um. Samkvæmt frétt í dagblaðinu Sovietsky Sport lyfjaprófaði IWF nokkra keppendur á rússneska meistaramótinu í lyftingum, sem fram fór í St. Petersburg í septem- ber sem leið. Rannsókn leiddi mis- notkun lyfja í ljós hjá þremenning- unum og í kjölfarið voru Maxim Agapitov, Rússlandsmeistari, og silfurhafinn Andrej Matveyev úti- lokaðir frá frekari keppni, en Ramzan Musayev, brosnhafi frá síðasta Evrópumóti, sleppur senni- lega með árs bann. Rússneska sam- bandið var einnig með lyfjapróf á sínum snærum og fann fjóra kepp- endur, sem höfðu misnotað lyf, en fyrrnefndir þremenningar voru ekki þar á meðal. Forseti sam- bandsins kenndi um ófullnægjandi aðferðum eða óhæfum sérfræðing- um. Fyrr á árinu var rússneskur lyft- ingamaður, Vyacheslav Osiov, sem er heimsmeistari unglinga, dæmd- ur í ævilangt keppnisbann vegna misnotkunar lyfja og stendur Lyft- ingasamband Rússland frammi fyr- ir því að greiða 50.000 dollara (um 3,5 millj. kr.) í sekt vegna fjór- menninganna eða þátttökubanni í eitt ár í mótum á vegum IWF, en heimsmeistarakeppnin verður hald- in í Melbourne í Ástralíu í næsta mánuði. Rússar hafa verið mjög sigursælir á alþjóða mótum í lyft- ingum og keppendur frá fyrrum Sovétríkjum sigruðu í öllum grein- um á Evrópumótinu í Búlgaríu í apríl s.l., en þá féll enginn kepp- andi á lyfjaprófí. FERÐIR Ferð á opnunar- leikina í London Ferðaskrifstofan Samvinnuferðir- Landsýn gengst fyrir í samvinnu við Bylgjuna og Stöð 2 ferð á opnunarleiki NBA-deildarinnar, sem fara fram í London um helgina. Brottför n.k. föstu- dag og heimkoma mánudaginn 1. nóv- ember, en leikir Oriando Magic og Atl- anta Hawks verða á laugardags- og sunnudagskvöld. Heimir Karlsson og Einar Bollason verða fararstjórar, en aðeins 40 sæti eru í boði. Hópferð til New York í desember Ferðaskrifstofan Ferðabær efnir til fjögurra daga ferðar til New York 9. desember n.k. og gefst kostur á að sjá leik New Jersey og meistara Chicago föstudaginn 10. desember. Nánari upp- lýsingar hjá Ferðabæ, sem getur auk þess útvegað miða á aðra leiki í NBA- deildinni í samvinnu við bandaríska NBA-söluskrifstofu. Hópferð á leik Essen og FH Úrval/Útsýn verður með hópferð á leik Essen og FH í Evrópukeppni borg- arliða í handknattleik 6. nóvember. Ferðin stendur yfir frá 4.-7. nóvember og kostar kr. 82.500. FELAGSLIF Sælkerakvöld Víkings Víkingsveit Víkings gengst fyrir sælkera- kvöldi í Vfkinni næstkomandi laugardag. Fjölbreyttir réttir verða fram reiddir frá kiukkan 20, en húsið opnar klukkan 18.30. Ýmis skemmtiatriði verða og diskótek er líður á kvöld. Nánari upplýsingar og skrán- ing hjá Guðjóni Steinssyni, Jóhannesi Guð- mundssuyni og í Víkinni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.