Morgunblaðið - 27.10.1993, Síða 43
43
KNATTSPYRNA
KORFUKNATTLEIKUR
ÚRSLIT
Handknattleikur
KR-Grótta......................21:21
Laugardalshöll, 1. deild kvenna í handknatt-
leik, þriðjudaginn 26. október 1993.
Gangur leiksins: 0:4, 3:6, 5:7, 6:9, 8:10,
12:12, 14:14, 17:16, 19:18, 19:19, 21:21.
Mörk KRSigríður Pálsdóttir 8/1, Anna
Steinsen 4/1, Brynja Steinsen 4, Laufey
Kristjánsdóttir 4, Nellý Pálsdóttir 1.
Varin skot: Vigdís Finnsdóttir 12/2.
Utan vallar: 4 mínútur.
Mörk Gróttu: Laufey Sigvaldadóttir 5/1,
Sigríður Snorradóttir 5, Krassimira Tallieva
4, BrynhildUr Þorgeirsdóttir 3, Unnur Hail-
dórsdóttir 1, Þórdís Lilja Ævarsdóttir 1,
Elísabet Þorgeirsdóttir 1, Björk Brynjólfs-
dóttir 1.
Varin skot: Fanney Rúnarsdóttir 15/2.
Utan vallar: 4 mínútur.
Dómarar: Óskar M. Jónsson og Högni Þ.
Júlíusson.
BGrótta var með yfirhöndina lengst af en
KR-ingar gáfust ekki upp og komust yfir
í fyrsta skiptið um miðjan seinni hálfleik.
Það sem eftir var leiks voru KR-ingar allt-
af fyrri til að skora en Grótta jafnaði ætíð.
Lokasekúndumar voru mjög spennandi og
náði Brynhildur að jafna fyrir Gróttu þegar
15 sekúndur voru til leiksloka. KR-liðið
barðist mjög vel en atkvæðamestar voru
Sigríður Pálsdóttir (sérstaklega í seinni
hátfleik), Anna og Brynja Steinsen. Mark-
maður KR, Vigdís Finnsdóttir, varði líka
mjög vel. Fanney Rúnarsdóttir var best í
liði Gróttu.
Fram - Víkingur................19:22
Gangur leiksins: 0:5, 3:6, 5:8, 7:12, 11:13,
13:14, 16:17, 16:18, 18:20, 19:22.
Mörk Fram: Zelka Tosic 5/3, Díana Guð-
jónsdóttir 5/5, Margrét Blöndal 4, Ósk Víð-
isdóttir 2, Guðríður Guðjónsdóttir 2, Kristfn
Ragnarsdóttir 1.
Varin skot: Kolbrún Jóhannsdóttir 11/2.
Utan vallar: 6 mínútur.
Mörk Víkings: Halla M. Helgadóttir 10/5,
Inga Lára Þórisdóttir 5/2, Svava Sigurðar-
dóttir 3, Heiða Erlingsdóttir 2, Hanna M.
' Einarsdóttir 1, Svava Ýr Baldvinsdóttir 1.
Varin skot: Hjördís Guðmundsdóttir 7.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Ingvar Georgsson og Jóhann
Júlíusson.
BVíkingar byijuðu leikinn mjög vel og
komust í 5:0 en Fram náði að rétta úr
kútnum og staðan í hálfleik var 11:13 fyrir
Víking. Snemma í seinni hálfleik náðu
Framarar að minnka muninn í eitt mark
en náðu aldrei að jafna. Best í liði Fram
var Kolbrún Jóhannsdóttir, markvörður.
Hjá Víkingi Halla María Helgadóttir og
Inga Lára Þórisdóttir atkvæðamestar.
Guðrún R. Kristjánsdóttir.
Körfuknattleikur
ÍBK-ÍS.........................91:56
íþróttahúsið í Keflavík, íslandsmótið — 1.
deild kvenna, þriðjudaginn 26. október
1993.
Stig ÍBK: Björg Hafsteinsdóttir 21, Anna
María Sveinsdóttir 18, Hanna Kjartansdótt-
ir 15, Olga Færseth 10, Þórdís Ingólfsdótt-
ir 10, Anna María Sigurðardóttir 7, Guð-
laug Sveinsdóttir 6, Elínborg Herbertsdóttir
2 og Lóa Björg Gestsdóttir 2.
Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 23, Ásta Ósk-
arsdóttir 21, Kristín Sigurðardóttir 5, Elín-
borg Guðnadóttir 4, María Guðmundsdóttir
2, Sóley Pásdóttir 1.
BLeikurinn var jafn í upphafi, en ÍBK
hafði þó alltaf yfirhöndina og seig jafnt og
þétt framúr. Sigur Keflvíkinga var aldrei í
hættu, liðið spilaði mjög góða vöm og var
með góða skotnýtingu. Bestar í liði ÍS voru
Hafdís og Ásta, en liðsheildin var sterk hjá
Keflavík.
Anna Maria Sveinsdóttir
Valur-KR.......................56:75
Hlíðarendi:
Stigahæstar þjá Val: Linda Stefánsdóttir
17 og Sigrún Hauksdóttir 11.
Stigahæstar hjá KR: Helga Þorvaldsdóttir
14, Eva Havlikova og Guðbjörg Noröfjörð
12 stig hvor.
Knattspyrna
England
Deildarbikarinn, 3. umferð:
Arsenal — Norwich.................1:1
lan Wright (78.) - Ian Crook (33.).
Blackburn — Shrewsbury............0:0
Blackpool — Peterborough..........2:2
Everton — Crystal Palace..........2:2
Peter Beagrie (56.), Dave Watson (90.) -
Andy Thom (48.), Gareth Southgate (54.)
Manchester City — Chelsea.........1:0
David White (83.)
Oldham — Coventiy.................2:0
Portsmouth — Swindon..............2:0
Sunderland — Aston Villa.........1:4
- Dalina Atkinson 2, Kevin Richardson, Ray
Houghton.
Tranmere — Grimsby................4:1
■John Aldridge gerði tvö marka Tran-
mere, en hann var að leika fyrsta leik f fjór-
ar vikur vegna meiðsla.
íkvöld
Handknattleikur
1. deild karla
Garðabær: Stjaman - Þór.......20
KA-hús: KA - Víkingur......20.30
Kaplakriki: FH-KR..........20.30
Seljaskóli: ÍR-Selfoss........20
íþróttah. Garði: Valur - UMFA....20
■ Sætaferðir verða frá Valsheimilinu
kl. 18.30.
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
Ólafur með tilboð
frá þýsku liði
ÓLAFUR Gottskálksson, mark-
vörður KR-inga, er með tiiboð
frá þýska liðinu SuT Pederborn-
Neuhaus sem leikur í 3. deild.
„Ég hef fengið tilboð frá félaginu
og þjálfarinn leggur mikla
áherslu á að fá mig út sem fyrst,
en þetta skýrist á næstu dög-
um,“ sagði Ólafur.
Olafur lýsti því yfir í viðtali við
Morgonblaðið í gær að hann
ætlaði sér að fara frá KR og hafa
fjögur fyrstu deildarfélög þegar sett
sig í samband við hann, auk þýska
liðsins.
„Ef samningar nást við þýska lið-
ið reikna ég með að vera í viku í
Þýskalandi til að byija með til að
kynna mér aðstæður hjá liðinu, en
gert er ráð fyrir að ég verði eitt ár
hjá félaginu," sagði Olafur.
SuT Paderborn-Nauhaus leikur í
3. deild, eða áhugamanna deildinni,
og er í Westfalen riðli og er þar í
þriðja sæti af 16 eftir 9 leiki — hef-
ur 13 stig og hefur sett 22 mörk og
fengið á sig 13.
SKIÐI
VETRAROLYMPIULEIKAR
Smokkum drerft í Lilleliammer
Framkvæmdaaðilar Vetrarólympíuleikanna í Lillehammer hafa ákveðið
að dreifa 40 þúsund smokkum á leikunum. Það verða íþróttamenn,
fréttamenn, tæknimenn og sjálfboðaliðar sem vinna við leikana sem fá
smokkana afhenta í litlum poka sem inniheldur tvo smokka auk upplýs-
inga um heilbrigðismál.
David McDonagh, sem hefur eftirlit með heilbrygðismálum á leikun-
um, segir þetta gert til að sporna við útbreiðslu HIV veirunnar. „Fyrir-
mennin á leikunum [VIPs] munu ekki fá smokkana við komuna til Nor-
egs eins og hinir, en við munum meta hvert mál fyrir sig,“ sagði McDo-
nagh. Þess má geta að á sfðustu leikum, sem voru í Albertsvilie, stóð
fólki 36 þúsund smokkar til boða, en það var aðeins íþróttafólkið sem
fékk þá fría.
Jón Kr. Gíslason, fyrirliði landsliðsins, klæðist hann landsliðsbúningnum
næst í maí?
Verkefnaskorlur
hja landsliðinu
KKÍ hefur komið með uppástungur um að Evrópukeppni lands-
liða verði með svipuðu sniði og hjá knattspyrnumönnum
ISLENSKA landsliðsins í körfuknattleik bíða ekki mörg verkefni á
næstu árum — engir landsleikir á heimavelli eru í sjónmáli næstu
tvö árin. Framundan er opna Norðurlandamótið, sem verður í
Svíþjóð f maf og Evrópukeppni landsliðs, sem verður vorið 1995.
Þess á miili hafa ekki verið ákveðnir neinir landsleikir, en nú er
stefnt að því að reyna að fá landsleiki gegn tveimur þjóðum um
áramót.
Það er mjög erfitt að fá landsleiki
hingað til íslands, þar sem þær
breytingar hafa orðið á körfuknatt-
leiknum í Evrópu að félagsliðin eru
byrjuð að ráða ferðinni. Félögin sjálf
eru byijuð að keppa svo mikið, að
þau gefa leikmenn sína ekki lausa í
landsleiki, nema það séu leikir í Evr-
ópukeppni," sagði Pétur Hrafn Sig-
urðsson, framkvæmdastjóri Körfu:
knattleikssambands íslands, en KKÍ
hefur ekki haft landsliðsþjálfara
starfandi síðan Torfí Magnússon
hætti eftir Evrópukeppnina sl. sum-
ar. „Við erum ekki á þeim buxunum
að gefast upp, þó að það sé erfitt
að- fá landsleiki. Það hefur ekki verið
gengið frá ráðningu landsliðsþjálf-
ara, þar sem engin verkefni hafa
legið fyrir. Þjálfari verður ráðinn á
næstunni og landsliðið mun koma
saman milli jóla og nýárs,“ sagði
Pétur Hrafn.
„Þessi þróun og fækkun á
landsleikjum hefur átt sér stað í
Evrópu tvö síðastliðin ár. Þetta er
hættuleg þróun og við hjá KKI höfum
bent á að það sé kominn tími til að
gera breytingar — breyta Evrópu-
keppni landsliða í þann farveg, sem
er í knattspymunni og handknatt-
leikurinn hefur tekið upp, að leikið
sé í riðlum; heima og heiman. Stóru
þjóðimar hafa ekki tekið vel í þær
breytingar, en við höfum fengið fylgi
hjá Norðurlandaþjóðunum, þjóðun-
um á Bretlandseyjum og mörgum
öðrum. Það em fleiri en við sem
hafa áttað sig á þeirri hættu sem
þróunin hefur skapað. Það verður
að koma á laggimar sterkri og
skemmtilegri Evrópukeppni, sem
yrði lyftistöng fyrir körfuknattleik-
inn í Evrópu. Því fyrr, þvi betra. Það
er ekki skemmtilegt að sitja upp með
landslið, sem er verkefnalaust tímun-
um saman,“ sagði Pétur Hrafn.
Eins og fyrr segir þá eiga bestu
körfuknattleiksmennimir möguleika
á að leika landsleiki í maí 1994 og
síðan aftur ári síðar, eða vorið 1995.
Þeir leikir fara ekki fram á íslandi.
HANDBOLTl
Heimaleik-
ur Vals
íGarði
| slandsmeistarar Vals
mæta
Aftureldingu í 1. deildar-
keppninni í handknattleik í
kvöld og verður leikið í Graðin-
um, en það er fyrsti opinberi
handknattleiksleikurinn, sem
leikinn verður þar í nýrri
íþróttamiðstöð, sem vígð var
16. október s.l. Síðan hefur
farið þar fram kynning á ýms-
um íþróttagreinum, sem um
2.500 manns hafa fylgst með
auk þátttakenda, en á sama
tíma hafatæplega 1.300 manns
nýtt sér sundlaugina.
Starfsemin hófst með innan-
hússmóti Víðis í knattspymu,
en körfubolti, badminton, blak,
fimleikar, boccia, erobikk og
tónleikar fylgdu í kjölfarið.
Handknattieikur er næst á dag-
skrá og hefst viðureign íslands-
og bikarmeistara Vals og nýliða
Aftureldingar kl. 20 í kvöld.
Wassberq aðstoðar Daníel
DANÍEL Jakobsson, skfða-
göngumaður frá ísafirði, und-
irbýr sig nú af kappi fyrir
Ólympíuleikana í Lillehammer
sem fram fara í febrúar á
næsta ári. Thomas Wass-
berg, fyrrum ólympíu- og
heimsmeistari Svía, er orðinn
tæknilegur þjálfari hjá félagi
Daníels í Svíþjóð, Ásarna.
„Wassberg hefur tekið
göngstíl minn sérstaklega
fyrir að undanförnu. Hann
brosti bara er hann sá mig
fyrst ganga með hefðbund-
inni aðferð og sagðist geta
lagað stílinn töluvert," sagði
Daníel.
Daníelhefur flutt sig frá Jerpen
til Östersund. Þar er hann í
námi, tekur tvö fög — starfræði
Daníel Jakobsson
Thomas Wassberg
og lífeðlsfræði, samhliða æfingum
með Ásarna, sem er eitt sterkasta
skíðagöngufélag Svía. Daníel sagði
að Wassberg hefði byijað á því áð
stytta skíðastafina hjá sér um 4
sntímetra er hann var í æfíngabúð-
um með Ásarna í Austurríki í síð-
asta mánuði. „Ég hef ekki verið
eins sterkur í hefbundnu aðferðinni
og þeirri fijálsu. Wassberg hefur
verið þekktur fyrir góðan göngu-
stíl og veit því hvað hann er að
segja. Vonandi kemur þekking
hans mér til góða,“ sagði Daníel.
Keppnistímabilið hefst hjá Daní-
el 14. nóvember en þá ætlar hann
að keppa á FlS-móti í Svíþjóð. Það
er einnig ákveðið að hann taki
þátt í sínu fyrsta heimsbikarmóti
á Ítalíu í desember. Landsliðsþjálf-
arinn Bo Eirikson fer með honum
til Ítalíu.