Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NOVEMBER 1993 Heimilisfólkið í Gröf. Glens og gaman _________Leiklist______________ Súsanna Svavarsdóttir Hugleikur - Tjarnarbíói ÉG BERA MENN SÁ Höfundar: Anna Kristín Krist- jánsdóttir og Unnur Guttorms- dóttir Tónlist og söngtextar: Árni Hjartarson Dansar: Lára Stefánsdóttir Leikmynd og Ijós: Árni Bald- vinsson Búningar: Magnús Pétur Þor- grímsson og Þuríður Höskulds- dóttir Leikstjóri: Bjarni Ingvarsson Hvers konar leikrit er það eigin- lega þar sem bræður heita Bölvar og Ragnar og búa í Gröf og eru alltaf að grafa eftir gulli í bæjar- hólnum — og systur tvær heita Auðlegð og Ástríður — jafnvel þótt þær séu skessur? Sem fyrr eru leikritasmiðir Hug- leiks bara að gera grín og þeir leita víða fanga — eða stela öllu steini léttara, eins og Bölvar segir um þá á einum stað — og setja saman sögu um álfameyna Huldu, dóttur voldugasta álfakonungsins á Islandi. Sagan hefst á eldgosi, sem endar á því að „nú er horfið Norðurland," og Hulda hefur glat- að foreldrum sínu og heimili, ráfar um hraunið, skítug og óttalega óprinsessuleg. Hún hittir álfastrák — við alveg sprenghlægilegar að- stæður — og þau fella hugi sam- an. Móðir hans, sem er verulega stjórnsöm, grillir nú ekki í neina prinsessu undir þessum skítugu hamfaratötrum og þar sem hún hefur ákveðið kvonfang hans þá þegar, leggur hún á og mælir um að Hulda skuli hverfa til mann- heima — þar sem hún á að verða mikill örlagavaldur. En Álfur litli álfastrákur er bú- inn að fá nóg af ráðríki móður sinnar og hverfur samstundis á braut til að leita sinnar huldumeyj- ar. Eftir nokkurra ára leit ber hann að bænum Gröf í fylgd munks sem hann hittir á ferðalaginu — og viti menn, þar er Hulda — og örlagahjólin taka að snúast í ástar- sögu þeirra. Auðlegð og Ástríður eru á hött- unum eftir Alfi, sem gerist vinnu- maður í Gröf. Þessir óskapnaðir i samfélaginu vilja éta þennan hreinlynda dreng. Þær eru svangar og lúnar og aldeilis ekki feitan gölt að flá í fásinninu. Eins og í fyrri verkum Hugleiks er allt hér með ólíkindum. Persón- urnar eru ýktar að vanda; Steinunn húsfreyja í Gröf stjórnar öllu með þótta og stórum svipbrigðum, en kemur þó ekki í veg fyrir að eigin- maðurinn, Þorbjörn, renni til aug- unum í höfðinu í áttina að öðrum kvenmannsbelgjum. Synirnir, Böl- var og Ragnar, eru auðvitað víð- áttu heimskir og hamast við að safna smáaurum til að komast að heiman — ætla sér ekki að sólunda ævinni í þessum nárassi. Fríða blinda, fóstra Þorbjarnar, tsér í gegnum holt og hæðir úr ruggu- stólnum sínum; segir aldrei neitt nema ,jamm og jæja“ og „það held ég nú“ og allir skilja merking- una að baki þeim orðum. Munkur- inn Meyvant er eins konar far- prestur. Það hentar honum ágæt- lega, því hann endurnýjar brenni- vínsbirgðir sínar á hverjum bæ. Utan á þessar persónur og inn í söguþráðinn er spunnið ólíkinda- legum fénaði, bráðskemmtilegum söngvum og sem fyrr í Hugleikjum er það tónlistin sem setur punktinn yfir i-ið; hún er skemmtileg og vel flutt. Textinn er hnyttinn og skemmtilegur og inn í hann bland- að setningum og hendingum úr íslenskum skáldsögum og ijóðum, auk þess sem í mörgum orðaleikj- um er vísað til atburða sem hafa átt sér stað hér á landi upp á síð- kastið. Þetta er bráðskemmtileg sýning þar sem enginn tekur sig hátíðlega — en allir aðstandendur taka vinnuna alvarlega. Leikmynd- in er sérlega skemmtilega unnin og lausnirnar sem fundnar eru í þessu litla rými eru mjög góðar. Sömuleiðis em búningar vandaðir í sínum ýkta stíl. Leikurinn er mjög góður hjá hópnum og hefur leikstjórinn haldið mjög vel utan um framvindu og hraða og þótt hér sé á ferðinni glens og gaman og ýkjur hefur honum tekist að halda ærslunum í skefjum og skil- að af sér vandaðri sýningu. STÓRPÍANISTI Hljómdiskar Oddur Björnsson Rögnvaldur Sigurjónsson Merkar hljóðritanir frá árunum 1948-1963 Ekki þarf að orðlengja að Rögn- valdur Sigutjónsson er einhver allra mesti píanóleikari sem við höfum átt - kannski sá mesti. Það nálgast að vera hjárænulegt að rökstyðja þessa fullyrðingu - ekki síst eftir að hafa rifjað upp píanó- leik hans á nýjum geisladiski, sem inniheldur gamlar hljóðritanir sem gerðar voru fyrir Ríkisútvarpið á árunum 1948-63, eða frá fyrstu tveim áratugum á starfsferli hans. Fæstar þeirra hafa heyrst síðan þeim var fyrst útvarpað, og er það útaf fyrir sig ráðgáta. Engu að síður ber heilshugar að þakka fyr- ir þessar merku hljóðritanir og síðbúna útgáfu á þeim. Hljómurinn er í takt við tímann - og góður sem slíkur, en misgóð- ur. Það er í verkunum eftir Liszt og Debussy sem hann miðlar glitr- andi fallegum píanóleiknum til fulls. Rögnvaldur var nefnilega „ekki aðeins“ virtúós, hann er fyrst og- fremst músíkant sem hef- ur innviði tónlistarinnar á valdi sínu, svo sem næma og skýra mótun og áherslur og fína tilfinn- ingu fyrir línu (sem kemur einkar fallega fram í hinum fræga pían- ókvintetti Schumanns Op. 44). Það er þó kannski sjálfur persónuleik- inn, sem kemur best fram í fersk- leika - reyndar einnig í píanótón- inum, sem gerir píanóleikinn sér- stakan og hrífandi (maður minnist Chopin-leiks hans). Sónatína Jóns Þórarinssonar er vönduð tónsmíð (sama má segja um Rondo Islandica eftir Hallgrím Helgason) - tveir síðari þættirnir sérlega áhugaverðir í meðferð Rögnvalds. Að loknu framhaldsnámi (m.a. hjá Sascha Gorodnitzki) og róm- aðri frumraun í National Gallery of Art í Washington heldur Rögn- valdur heim til Islands. Ekki verð- ur hægt að segja að viðtökurnar heima hafi verið í samræmi við þann orðstír og þær væntingar Rögnvaldur Sigurjónsson sem hann hafði þegar áunnið sér í framhaldsnámi hjá færustu kenn- urum og tónleikahaldi erlendis. Leiðin í hljómleikasali beggja meg- in Atlantshafsins virtist opin og greið, enda fór hann síðar utan í margar tónleikaferðir. Þegar þú hlustar á Liszt á þessum hljóm- diski skilurðu erindi hans í erlenda hljómleikasali (ég hefði t.a.m. vilj- að vera viðstaddur þegar hann lék D-moll konsert Brahms þrisvar í Rúmeníu við fádæma hrifningu). Ég var reyndar svo lánsamur að heyra út á götu þegar hann, mörgum árum seinna, var að æfa þann síðari fyrir hljóðritun, en hann hafði áður flutt hann á tón- leikum. Margir telja þetta langa og yndislega verk (4 þættir) vera það erfiðasta og kröfuharðasta (bæði músíklega og tæknilega) meðal píanókonserta („kolosal“, einsog Backhaus orðaði það). Það er hryggðarefni að ekki auðnaðist að ljúka upptökunni vegna þrálátr- ar liðagiktar í höndum píanistans, sem batt enda á tónleikaferilinn. En hryggð er nú einusinni eitt- hvað sem á ekki við Rögnvald tii lengdar, og því ber okkur hinum að vera brattir og þakklátir fyrir það sem við höfum. Samsýning skólasystra Listakonurnar Eygló Harðardóttir, Elín Perla Kolka og Kristín Reynisdóttir. Nýjar bækur ■ Skálholtsútgáfan, útgáfufé- lag þjóðkirkjunnar, hefur gefið út bókina „Hvað tekur við þegar ég dey?“ — Spurningar um kristna trú, dauðann og eilífa lífið. I bókinni segir höfundur, sr. Karl Sigurbjörnsson, meðal annars: „Hvað tekur við þegar ég dey? Svarið liggur í augum uppi. En líffræðilegar skilgreiningar nægja engan veginn þegar dauðinn er annarsvegar. Maðurinn hefur aldr- ei þolað þá tilhugsun að dauðinn sé það sem sýnist: upplausn, eyð- ing, gleymd. Vegna þess að ef dauðinn hefur síðasta orðið þá er lífið aðeins hending ein og hé- gómi, ástin, fegurðin, gleðin mein- ingarlaust sjónarspil. Tilhugsunin um líf eftir dauðann virðist vera órjúfanlega bundin sjálfsvitund mannsins.“ Bókin tekur fyrir spurningar eins og: Hvar eru hinir dánu? Hvað er upprisa? Samrýmast spí- ritismi og kristin trú? Hvað með endurholdgun? Hvernig býr maður sig undir dauðann? Með einföldum og ijósum hætti er leitast við að varpa ljósi á svör kristinnar trúar við þessum og öðrum áleitnum spurningum andspænis ráðgátum dauðans. Bókin er 60 bls. að stærð. Skerpla útgáfuþjónusta sá um umbrot en prentun Steindórs- prent - Gutenberg. Bókin kost- ar 990 kr. Myndlist Eiríkur Þorláksson í Hafnarborg, menningar- og listastofnun Hafnarfjarðar, hefur verið opnuð samsýning þriggja ungra listakvenna, sem eiga það sameiginlegt að hafa stundað nám í Myndlista- og handíðaskóla ís- lands á árunum 1983-87, þó að þær hafi útskrifast hver úr sinni deild. Að loknu námi þar fóru tvær þeirra til frekara náms i Þýskalandi og Hollandi, en hin þriðja hafði áður verið vetrarlangt í listaskóla í Frakklandi. Elín Perla Kolka, Eygló Harð- ardóttir og Kristín Reynisdóttir eiga misjafnlega stuttan sýning- arferil að baki; Elín og Eygló hafa áður tekið þátt í tveimur samsýningum hvor, en Kristín hefur haldið tvær einkasýningar, og tekið þátt í nokkrum samsýn- rngum, m.a. í Þýskalandi og á Ítalíu. Vegna hinna ólíku miðla, sem þær vinna í, tekst þeim ágætlega að aðgreina verk sín á sýning- unni. Eygló Harðardóttir sýnir hér sex risastórar teikningar, sem unnar eru með bieki á pappír; þetta eru að mestu stór gröf og línunet, sem minna að nokkru á veðurkort eða vísindalegar mæl- ingar. í iista yfir verkin setur hún á blað stuttar hugleiðingar um tengsl loftþrýstings og vatnsyfir- borðs, svonefndar vatnamýs og skoðun öreinda; hins vegar lætur hún sýningargestinum alfarið eft- ir að mynda tengsl milli þessara punkta og myndverkanna, og þau tengsl verða í besta falli tilviljana- kennd og óræð, og í versta falli engin. Hið sama má segja um fimm steyptar einingar með fót- sporum, sem iistakonan hefur rað- að á gólfið, án þess að í þeim megi finna neina þá hrynjandi, sem gæti gert heildina spennandi. Elín Perla Kolka útskrifaðist á sínum tíma úr grafíkdeild, og sýn- ir hér tíu ætingar, sem hafa verið unnar í kopar eða ál. Myndefnin, sem tengjast oftast hafi og himin- tunglum, eru sett fram á einfaldan hátt, þannig að einsemd viðfangs- efnisins verður afar sterkur þáttur verksins í heild. Bestu verkin eru án efa „Hafalda" (nr. 1), „Hun- angstungl“ (nr. 4) og „Blá sól“ (nr. 6), en í síðastnefnda verkinu notar listakonan einnig vatnslit til að styrkja myndbygginguna, sem tekst ágætlega. Kristín Reynisdóttir sýnir hér sjö höggmyndir og stóra innsetn- ingu, en í verkum hennar ber mest á járni og öðrum málmum. Innsetningu sína nefnir listakonan „Tilurð“ (nr. 1), og er það vel við hæfi; hún samanstendur af tutt- ugu járngrindum, sem hanga úr lofti salarins í skipulegum röðum. Á grindunum bylgjast síðan silki- klæði, sem gefur heildinni svip vöggustofu, þar sem mýkt sköp- unarinnar og hreinleiki umhverf- isins mætist í fyrsta sinn. Önnur verk Kristínar eru nafnlaus, og byggja flest á hringlaga vélahlut- um, hjólum og trissum. Svipuð notkun aflóga iðnaðarvöru hefur þekkst lengi innan listgreinarinn- ar, og byggir árangurinn ekki síst á nýtingu möguleika hvers hlutar fyrir sig; hér gengur heildin einna best upp í verki nr. 4. Auk þessa sýnir Kristín hér tvö verk þar sem uppistaðan er hvít steinsteypa; verk nr. 7 hefur yfir sér nær trúarlegan blæ, og er einkar áleitið. Hér er á ferðinni áhugaverð samsýning þriggja skólasystra, sem eru að hefja feril sinn á lista- brautinni. Þær hafa valið vel með því að sýna saman, þar sem verk hverrar fyrir sig ná að njóta sín án verulegrar truflunar frá öðru, og það gengur ekki alltaf upp á samsýningum, þrátt fyrir góða ætlan. Hins vegar má benda á (sem oftar), að það hefði að skað- lausu mátt leggja meira í sýning- arskrá heldur en hér er gert. Samsýning Elínar Perlu Kolka, Eyglóar Harðardóttur og Kristín- ar Reynisdóttur í menningar- og listastofnuninni Hafnarborg í Hafnarfirði stendur til mánudags- ins 15. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.