Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 29 Ferðaþjónusta Nýtt kynningar- myndband um Island RÁÐSTEFNUSKRIFSTOFA ísiands hefur látið gera nýtt kynningar- myndband um ísland sem áfangastað fyrir fundi og ráðstefnur. Myndbandið sem er einungis 10 minútur að lengd lýsir íslandi sem fundarstað og ýmsum ferðamöguleikum á jeppum, snjósleðum og annarri afþreyingu í tengslum við fundi og ráðstefnur. Það var frum- sýnt á fundi Ráðstefnuskrifstofu Islands og samgönguráðuneytisins með ráðstefnugestgjöfum í Borgarleikhúsinu sl. fimmtudag. Magnús Oddsson, stjórnarformað- ur Ráðstefnuskrifstofunnar, sagði í ávarpi sínu á fundinum að sá mark- hópur sem skrifstofan myndi reyna að ná hluta af ti! íslands væri mjög stór. „Árlega eru haldnar yfir 9 þúsund alþjóðlegar ráðstefnur í heiminum auk gífurlegs Ijölda funda og hvataferða. Af þessum rúmlega 9 þúsund ráðstefnum eru um 5.500 haldnar í Evrópu. Það sem er hvað athyglisverðast fyrir okkur er að aðeins 30% þeirra eru í mánuðunum júní, júlí og ágúst en 70% utan þess tíma. Þá gerir það þennan markhóp enn áhugaverðari að þessir ferða- menn skiija eftir sig verulega meiri gjaldeyri en svokallaðir hefðbundnir ferðamenn." Magnús hvatti ráðstefnugestgjafa til að nota alla möguleika sem byð- ust til að ná hingað fundum, ráð- stefnum eða hvataferðum. Benti hann á að 15 milljarða árlegargjald- eyristekjur kæmu ekki af sjálfu sér. Væri áætlað að um 1 milljarður af þessum gjaldeyristekjum kæmi vegna funda og ráðstefna. Þennan hlut væri hægt að stórauka. Dreifing kynningarmyndbandsins um ísland fer fram hjá ráðstefnu- gestgjöfum, Flugleiðum hf., ferða- skrifstofum og Ráðstefnuskrifstof- unni. Auk þess hefur Ráðstefnu- skrifstofan tekið saman ýmis önnur gögn um Island sem ráðstefnugest- gjafar geta nýtt sér í samskiptum við erlenda aðila. Pizza 6 7 opnar í Ólafsvík Ólafsvík. NÝVERIÐ opnuðu þau hjónin Páll Matthíasson og Gunnvör Braga Jónsdóttir veitingastaðinn Pizza 67 og er hann staðsettur á Stekkjar- holti 9 í Ólafsvík. Að sögn Páls voru móttökurnar framar björt'ustu vonum er þau opnuðu staðinn fyrir skömmu og sagði hann að lögð yrði áhersla á fljóta og góða þjónustu. Einnig sagði Páll að mikil áhersla yrði lögð á að þjóna nágrannabyggðarfélög- um með heimsendingarþiónustu. Pizza 67 á Ólafsvík býður upp á 20 tegundir af pizzum ásamt öðru meðlæti. Þetta er fyrsti sérhæfði pizzastaðurinn á Snæfellsnesi svo heimamenn og nágrannar færast nær heimsmenningunni en áður í matargerð. - Alfons. NILFISK GM200 NILFISK GM200 hefur nýjan 5-þrepa síunarbúnað og hreinni útbiástur en nokkur önnur ryksuga (heldur eftir 99% rykagna stærri en 0,3/1000 mm). GM200 er líka hljóðlátari (58 desibel), kraftmeiri (1150W mótor) og endingarbetri (2000 tímar áður en skipta þarf um kol í mótor). ★ 7m inndregin rafmagnssnúra ★ Innbyggt sogstykkjahólf ★ Aflaukandi kónísk slanga ★ Þægileg sogaflsstilling ★ Rykmælir lætur vita þegar skipta á um poka 'k Létt (7,8 kg.) og lipur NILFISK GM200 kostar aðeins kr. 23.150.- 21.990.- staðgreitt og er hverrar krónu virði! /FOnix HÁTÚNI6A REYKJAVÍK SÍMI (91)24420 Morgunblaðið/Kristinn RÁÐSTEFNUR — Magnús Oddssson, stjórnarformaður Ráðstefnuskrifstofu íslands, ávarpaði ráðstefnugestgjafa á fundi í Borgarleikhús- inu þar sem starfsemi skrifstofunnar var kynnt og fjallað um möguleika íslands til að laða hingað fleiri alþjóðlega fundi og ráðstefnur. Á fundinum var frum- sýnt nýtt kynningarmyndband um ísland. Utanríkisviðskipti Hagstæð vöruskipti VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN var hagstæður um 9,3 miHjarða króna fyrstu níu mánuði ársins en var á sama tímabili í fyrra hag- stæður um 3,1 milljarð á föstu gengi. Fyrstu níu mánuðina voru flutt- ar út vörur fyrir 68,3 milljarða en inn fyrir tæpa 59 milljarða fob, að því er segir í frétt frá Hagstofunni. í septembermánuði voru fluttar út vörur fyrir 9 milljarða fob og inn fyrir 7,1 milljarð. Vöruskiptajöfnuð- urinn í mánuðinum var því hag- stæður um 1,9 milljarða en í sept- ember 1992 var hann óhagstæður um 2,2 milljarða fob á sama gengi. Fyrstu níu mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutningsins um 3% minna á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru 80% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra um 4% minna en á sama tíma í fyrra. Utflutningur á áli var 11% minni en útflutningur kísiljárns 54% meiri á föstu gengi en árið áður. Utflutningsverðmæti annarrar vöru (að frátöldum skipum og flugvélum) við útlönd var 6% minna í janúar-september 1993 en árið áður. Verðmæti vöruútflutningsins fyrstu níu mánuði ársins var 13% minna á föstu gengi en árið áður. Innflutningur sérstakrar fjárfest- ingarvöru (skip, flugvélar og Lands-. virkjun), innflutningur til stóriðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til ann- ars. Að þessum liðum frátöldum reynist annar innflutningur hafa orðið rösklega 9% minni en á sama tíma í fyrra. NH lyftarar á kynningarverði Hillulyftari Lyfting: Rafdrifin. Keyrsla: Handvirk. Lyffigeta: 250 kg - 1.000 kg. Lyffihæð: 1.500 mm - 2.900 mm. Hillulyftari Lyfting og keyrsla: Rafdrifin. Lyftigeta: 500 kg- 1.000 kg. Lyftihæð: 1.500 mm - 3.300 mm. Handlyftarar Lyftigeta: 2,1-3,Otonn. Málaðir / Galvaniseraðir / Rústffríir Rafdrifinn handlyftari Lyftigeta: 2.500 kg. Málaðir / Galvaniseraðir / Rústfríir. Hillulyftari Lyfting og keyrsla: Handvírk. Lyftigeta: 250 kg - 1.000 kg. Lyftihæð: 1.500 mm - 2.900 mm. Hágæðavara á góðu verði Kraftvélar h/f, Funahölða 6, $. 634500.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.