Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 19 AF INNLENDUM VETTVANGI PÁLL ÞÓRHALLSSON Búvörulögin binda hendur landbúnaðarráðherra í gúrkumálum Innflutningur óheimill á meðan nóg er af íslenskum Ekki er litið til verðs við mat á því hvort framleiðsla fullnægi eftirspurn ÁGREININGUR ráðuneyta út af innflutningi á gúrkum er enn eitt dæmið um óþægilegar afleiðingar þess að ekki tókst að breyta búvörulögum í vor áður en þing var sent heim. Samkvæmt núgild- andi búvörulögum má landbúnaðarráðherra ekki leyfa innflutning á grænmeti fullnægi innlend framleiðsla eftirspurn. Samkvæmt tvíhliða samningi við Evrópubandalagið ber íslandi aftur á móti að heimila innflutning ákveðinna tegunda grænmetis frá og með gærdeginum. Ágreiningslaust er að milliríkjasamningur af þessu tagi víkur settum lögum ekki til hliðar. Horfur eru á að gúrkur og tómatar endist ekki hér innanlands nema í eina til tvær vikur í viðbót og þá leysist málið af sjálfu sér. Gúrkur á hafnarbakkanum EGGERT Gislason hjá Mata hf. með gúrkurnar sem fyrirtækið ætlaði að selja á islenskan markað, samtals um 800 kassa. Mata hf. hefur óskað eftir því að fá að flytja inn 800 kassa af gúrkum. Ekki fékkst leyfi hjá land- búnaðarráðuneytinu í gær fyrir innflutningnum. Eggert Gíslason hjá Mata segir að verðmæti gúr- kunnar sem bíður á hafnarbakkan- um sé nokkur hundruð þúsund krónur og óvíst sé hve mikla bið hún þoli. Mata styðst í umsókn sinni við samning milli íslands og Evrópubandalagsins frá því í vor um tollfijálsan innflutning a ávöxt- um og grænmeti. Skv. samningn- um skuldbinda íslendingar sig til að leyfa innflutning á tómötum, salati, papriku o.fl. frá 1. nóvember — 15. mars ár hvert. Innflutningur á afskomum blómum er heimill frá 1. desember — 30. apríl ár hvert. Þessar tímasetningar miðast að sjálfsögðu við það hvenær fram- leiðsla liggur niðri hér innanlands. Ýmsar aðrar grænmetis- og ávaxtategundir eru ekki tíma- bundnar skv. samningnum. Gunnar Snorri Gunnarsson, skrifstofustjóri viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins, segir að litið hafi verið svo á að þessi samningur við EB hafi verið hluti af greiðslu íslend- inga fyrir tollfríðindi fyrir okkar útflutning á Evrópumarkað og er vísað til hans í bókun við samning- inn um Evrópska efnahagssvæðið. En hvaða áhrif hafa vanefndir ís- lendinga? „Auðvitað reynum við að skýra þetta og afsaka," segir Gunnar Snorri en bendir á að Is- lendingar séu ekki í góðri aðstöðu til að fylgja samningsréttindum sínum eftir. „En ég get auðvitað ekki sagt nákvæmlega fyrir um það hverra aðgerða aðrir kunna að grípa til.“ Innflutningsnefnd Þegar samningur íslands og EB var gerður var gert ráð fyrir því að búvörulögunum yrði breytt til samræmis við það. I frumvarpi til breytinga á lögunum sem flutt var á síðasta þingi var kveðið á um að landbúnaðarráðherra gæti heimilað innflutning á landbúnað- arvöru í samræmi við milliríkja- samninga án þess að áður væri metið hvort framboð innanlands fullnægði eftirspurn. Eins og kunn- ugt er tókst ekki að afgreiða breyt- ingar á búvörulögunum áður en þing var sent heim. Samkvæmt gildandi búvörulögum metur nefnd um innflutning grænmetis hvetju sinni hvort innlend framleiðsla full- nægi eftirspurn. I henni eiga sæti tveir fulltrúar framleiðenda, tveir fulltrúar innflytjenda og oddamað- ur tilnefndur af landbúnaðarráð- herra. í verkahring nefndarinnar er að fjalla um innflutning á kart- öflum, nýju grænmeti, sveppum og blómum. Um þessar mundir leyfir nefndin innflutning á allri vöru sem heyrir undir samning Islands og EB nema á gúrkum og tómötum. Byggir nefndin á því að enn sé nóg af íslenskri vöru í landinu. Á fundi nefndarinnar í síðustu viku var t.d. fjallað um gúrkuframleiðslu og var það mat nefndarinnar á grundvelli upplýsinga frá framleiðendum að innanlandsframleiðsla fullnægði enn eftirspurn og myndi gera það út þessa viku a.m.k. Ráðherra virðist ekki heimilt að leyfa gúrkuinnflutning á meðan þetta er mat nefndarinnar sbr. orðalag 53. gr. búvörulaganna: „Innflutningur þeirra vara, sem greinin tekur til, skal því aðeins leyfður að innlend framleiðsla full- nægi ekki eftirspurn." Tók Tryggvi Gunnarsson hrl. undir þessa skýr- ingu í samtali við Morgunblaðið í gær. Sett lög æöri milliríkjasamninguin Enginn ágreiningur er um það milli utanríkis- og landbúnaðar- ráðuneyta að sett lög eru æðri milliríkjasamningum. Það sjónar- mið hefur á hinn bóginn verið uppi í utanríkisráðuneytinu að búvöru- lögin þurfi ekki að girða fyrir að íslendingar standi við samninginn ef vilji er fyrir hendi. Þannig segir Gunnar Snorri Gunnarsson að það mætti t.d. huga að því hvernig inn- flutningsnefndin leggur mat á það hvort innlend framleiðsla fullnægi eftirspurn. Það getur nefnilega verið býsna teygjanlegt hvenær framboð er nægilegt. Ef bóndi nokkur á einn tómat eftir, sem hann neitar að selja nema fyrir mörg þúsund krónur, þannig að enginn vill kaupa hann, fullnægir framboð þá eftirspurn? Sýnir þetta fræðilega dæmi ekki að taka verð- ur tillit til þess hvert verð er á inn- lendu framleiðslunni í stað þess að einbiína á það hvort hún sé til í landinu? spyija menn. „Við erum ekki úrkula vonar um að landbún- aðarráðuneytið með fulltingi inn- flutningsnefndarinnar taki alla þætti málsins inn í dæmið og það fáist viðunandi niðurstaða þangað til hægt verður að breyta búvöru- lögunum eða þangað til innlenda framleiðslan er uppurin," segir Gunnar Snorri. Svipuð sjónarmið koma fram hjá innflytjendum. Eggert Gíslason hjá Mata hf. bendir á að það sé óeðli- legt að bændur geti í skjóli búvöru- laganna selt gúrkurnar rándýrar og fælt neytendur frá þeim og komið þannig í veg fyrir innflutning á margfalt ódýrari vöru. Hann spyr hver hugsi um hag neytenda í því efni. Magnús Gíslason hjá Banön- um hf., sem sæti á í innflutnings- nefndinni, gagnrýnir það hvernig metið er hvort framboð sé nægi- legt. Hringt sé í framleiðendur og spurt hvort þeir eigi nægar birgðir og svar þeirra sé tekið gott og gilt. Það hafí hins vegar sýnt sig að þessar upplýsingar séu ekki alltaf traustar, varan kunni að vera ónýt komin á markað, eins og sannaðist á blómkáli fyrir skemmstu, og þá sé hún ekki til í landinu og það taki nokkra daga fyrir innflytjend- ur að bregðast við. Eðlilegra væri að miða við vöru sem komin væri í hús og innflutningsnefndin gæti þá farið í birgðageymslur og sann- reynt hvort upplýsingarnar um framboðið væru réttar. En Magnús sem er fulltrúi stórkaupmanna í innflutningsnefndinni segist ekki sjá annað en samkvæmt búvörulög- unum sé ókleift að veita leyfi fyrir gúrkuinnflutningi að svo stöddu. íslenska framleiðslan minnkar Ljóst er að íslenska framleiðslan fullnægir bráðlega ekki eftirspum og þá leysist málið sjálfkrafa. Gúrkurnar eiga eftir að endast í viku samkvæmt upplýsingum Kol- beins Ágústssonar, sölustjóra hjá Sölufélagi garðyrkjumanna. Hann segir að nú séu 1500 kassar af íslenskum gúrkum til í landinu eða 10-11 tonn. Heildsöluverðið er 399 kr. kg. Hann segir að þessar birgð- ir muni endast út þessa viku og eftir það eigi ekkert að vera því til fyrirstöðu að heimila innflutning á gúrkum. Það leyfí mundi gilda fram í miðjan mars eins og samn- ingur íslands og EB kveður á um. Eins og glöggir neytendur vita hafa hollenskar gúrkur reyndar verið til sölu í landinu nú í haust. Skýringin er sú að innflutnings- nefndin veitti tímabundið leyfi vegna þess að framleiðendur önn- uðu ekki eftirspurninni um skeið. Islensku tómatamir munu að sögn endast í u.þ.b. tvær vikur. Mikill verðmunur er á íslensku og erlendu gúrkunum. Þær síðar- nefndu hafa verið seldar á um hundrað krónur kg. Verð myndi verða enn lægra nú vegna þess að á þær fellur ekki 30% tollur frá og með 1. nóvember samkvæmt samningnum milli EB og íslands. Kolbeinn segir hins vegar ekki einhlítt að bera saman íslenska verðið nú og erlenda verðið. Er- lenda verðið muni hækka síðar í vetur enda séu hollensku gúrkurn- ar að verða búnar og þá verði ein- göngu spænskar gúrkur til sölu og það muni leiða til hærra verðs.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.