Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 47 Fundur forystumanna sjómannasamtaka á ísafirði Fiskmarkaðir sakað- ir um tvöfalt verðlag __ ísafirði. Á FUNDI forráðamanna sjómannafélaganna í landinu með sjómönnum á ísafirði á sunnudag komu fram ásakanir um að Fiskmarkaður Suðurnesja hefði notað Reiknistofu fiskmarkaða til að millifæra fisk frá útgerðarsviði fyrirtækisins til vinnslusviðs með yfir tuttugu króna verðmuni. Þá kom jafnframt fram að útgerðarmenn selji aflakvóta til sömu skipa. Stjórnarmaður Reiknistofu fiskmarkaða á fundinum hafnaði ásökununum og sagði þær fáránlegar. Framkvæmdasljóri Sjómannasambands íslands sagðist hafa í höndunum tölvuútskrift sem sannaði málið. Fámennt var á fundinum, sem haldinn var í Stjómsýsluhúsinu á Isafirði á sunnudag. Það var að heyra á þeim ísfirðingum sem mættu að Vestfirðingar hefðu ekki mikinn áhuga á að hitta talsmenn kvótans að máli. Þeir sem mættu létu þó í sér heyra þótt það væri um annað en kvótasölur enda eru þær enn nánast óþekktar á Vest- fjörðum. Þannig sagðist Konráð Eggertsson skipstjóri, sem gert hef- ur út á rækju, þorsk og hrefnu, að hann væri búinn að tapa 66% af bolfiskaflanum á síðustu árum auk alls hrefnuaflans. Hann sagði að nú væri lax farinn að fylla alla firði og víkur á Vestijörðum og ljóst væri að þar væri ránfiskur á ferð sem æti bolfiskseiðin sem þarna væm að vaxa í miklu magni. Hann spáði því að til blóðugrar styrjaldar kæmi innan tíðar því sjómenn létu ekki taka frá sér lífsbjörgina þegj- andi og hljóðalaust. Halldór Hermannsson sagði að Farmanna- og fiskimannasamband- ið undir forystu Vestfirðingsins Guðjóns Amar Kristjánssonar væru einu samtök sjómanna sem hefðu barist gegn kvótakerfinu, sem þess- ir menn væru nú að fordæma. Hann sagði, að til margra ára hefðu loðnu- skipin, sem fengið hefðu á silfurfati aflakvóta í rækju, sem ísfirskar rækjuverksmiðjur öðmm fremur hefðu íjármagnað rannsóknarveiðar á, verið fengin vestur til rækjuveiða yfir sumarið, en þá hefðu útgerðar- mennirnir iðulega sagt, að þeir væm búnir að selja frá sér rækjukvótann °g því yrðu rækjuverksmiðjumar að kaupa fyrir þá kvóta. Reynir Traustason, formaður Bylgjunnar á Isafirði, sem var fund- arstjóri, sagði að nú væru vestfirsku sjávarþorpin komin í þrot, lengra yrði ekki gengið með þau í núver- andi fískveiðikerfi. Hann sagði að Vestfirðingar legðu nú áherslu á auðlindaskatt og sölu veiðileyfa af hálfu opinberra aðila svo næmi að minnsta kosti helmingi aflans og að auðlindaskattinum yrði dreift til þeirra byggðarlaga sem við auðlind- ina búa, líkt og gerist með aðrar auðlindir. En það sem kom mest á óvart á fundinum vom upplýsingar fundar- boðenda um sölukerfi aflakvóta. Hólmgeir Jónsson framkvæmda- stjóri Sjómannasambands íslands sýndi dæmi um að fiskvinnslu- og útgerðarfyrirtæki seldu aflakvóta sína frá sér gegn beinum peninga- greiðslum, en tilkynntu svo sjó- mönnum sínum að þeir yrðu að taka þátt í veiðikvóta fyrir skipið svo þeir hefðu vinnu. Sýndi hann dæmi sem hann sagði að væri skjalfest um sölu á 800 tonnum af fiski frá útgerð og síðan keypt álíka magn með fulltingi sjómanna. Þá sýndi hann annað dæmi þar sem hann sagði að Fiskmarkaður Suðurnesja hefði látið Reiknistofu fiskmarkaða kaupa afla af báti fyrir 20 krónum lægra verð á kíló en gangverð var á aflanum tiltekinn dag, en síðan selt fiskvinnslufyrirtækinu sem gerði út bátinn aflann á markaðs- verði. Þannig virðist að innan fisk- markaðskerfisins hafi hálf kaup á aflaheimildum fyrir aflann horfið úr skiptaverði til sjómanna. Það kom fram að tilkoma plast- fiskibátsins Hegra, sem sagt var frá í fimmtudagsblaði Morgunblaðsins, væri sú, að hafnarstjórinn í Kefla- vík hefði lagt hann til, til að koma í veg fyrir að kvótakaup gengju beint til fiskvinnslustöðva norður í landi sem ættu alltaf fyrirliggjandi kvóta. Einar Garðar Hjaltason fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar ísa- ijarðar og stjórnarmaður í Reikni- stofu fiskmarkaða fullyrti að fisk- markaðirnir hefðu aldrei keypt fisk, enda væri það ólöglegt. Hann sagði að Reiknistofa fiskmarkaða væri ekki til þess að hvítþvo peninga, heldur væri hún og yrði aldrei ann- að en reiknistofa til að annast sam- eiginlega pappírsvinnu fyrir fisk- markaðina sem aðild ættu að henni. Hann fullyrti að það hefði aldrei gerst, að reiknistofan hefði keypt eða selt fisk. Hólmgeir Jónsson sagðist hafa um það upplýsingar frá Fiskmark- aði Suðurnesja, sem hann hefði fengið með eftirgangsemi, að um- töluð sala hefði verið frá viðkom- andi báti til Reiknistofunnar og síð- an hefði Reiknistofan verið seljandi álíka aflamagns til fiskvinnslunnar sem gerði út bátinn samdægurs. Hann sagði jafnframt að næstu daga færu til dómstólanna kærumál vegna aflaka'upa útgerða þar sem sjómenn hefðu verið látnir greiða fyrir aflakvóta. Þar væru tvenns konar mál á ferðinni, annars vegar þar sem sjómenn hefðu verið látnir borga án þess að vita um slíkt, og hins vegar þar sem sjómenn hefðu gefið samþykki sitt af ótta við að missa skiprúmið, en í lögum um aflaskipti er óheimilt að láta sjó- menn taka þátt í öðrum kostnaði við útgerðina en ákveðið er í al- mennum kjarasamningum. Frummælendur töldu það sjálf- gefið, að ef þessu kerfi yrði viðhald- ið, myndu hinar vandaðri útgerðir taka upp sömu hætti í vaxandi erf- iðleikum, auk þess sem stjórnir fyr- irtækja og hluthafar gerðu kröfur um hámarks arðsemi fjármagns, en samkvæmt þeim upplýsingum sem þarna komu fram gætu tvö útgerð- arfyrirtæki sem ættu 3.000 tonna kvóta hvort selt hvort öðru kvóta sinn á 40 krónur kílóið og lækkað skiptaverðið á hvoru skipi um 120 milljónir á ári. Og jafnvel komist hjá 10 þúsund króna aflafærslu- gjaldinu sem gert er ráð fyrir í væntaniegu frumvarpi til kvótalaga. - Úlfar Verknaðurinn var kærður til lög- reglunnar á Hólmavík af þeim sem nýta hlunnindi Skjaldabjarnarvíkur á þeim forsendum að veitt hefði verið á jörðinni í óleyfí. Grunur beindist að tveimur mönnum sem voru yfirheyrðir hjá rannsóknar- deild lögreglunnar á ísafirði í gær. Þeir kváðust, að sögn Hlyns Snorra- sonar lögreglufulltrúa, ekki hafa veitt á staðnum en hafa verið við selveiðar á jörð sem þeim er heim- ilt að nýta norðan sýslumarka Morgunblaðið/Björn Blöndal Kristbjörn Albertsson fundarstjóri með nafnakall á aðlafundi SSS, til að ganga úr skugga um að fundurinn væri löglegur en 2/3 þinjr- fulltrúa þarf til að svo sé. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum Tveir fulltrúar viku af aðalfundi í mótmælaskyni Skjaldabjarnarvík á Ströndum . * A fjórða tug sels- hræja í fjörunni Á FJÓRÐA tug útselshræja fannst í fjörunni í Skjaldabjarnarvík á Ströndum á föstudag. Ábúendur á Dröngum sem nýta hlunnindi jarðarinnar höfðu verið þar á ferð á miðvikudag og var þá ekkert að en þegar þeir komu aftur á föstudag blöstu hræin hvarvetna við. Að sögn Höskulds Erlingssonar, lögregluvarðstjóra á Hólmavík, virðast selirnir ýmist hafa verið skotnir eða stungnir en síðan hafði neðri kjálkinn verið sagaður af öllum hræjunum en það er sönnunar- gagnið sem hringormanefnd krefst þegar krafist er verðlauna fyrir dauðan sel. Strandasýslu og N-ísafjarðarsýslu. Ekki er því ljóst hverjir voru að verki. Frá Hólmavík er sex tíma ferð sjóleiðis að_ Skjaldabjarnarvík en tíu tímar frá ísafirði. Ekki hefur verið farið á staðinn á vegum lög- reglunnar og því ekki á öðru að byggja um atvik málsins en frásögn kærenda, að sögn lögreglunnar. Heimilt er að veiða útsel, sem er að kæpa um þessar mundir, og verðlaunar hringormanefnd sels- dráp eins og fyrr sagði. Keflavík. Harðar umræður urðu á aðal- fundi Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum á sunnudaginn í kjölfar gagnrýni Braga Guð- mundssonar formanns samstarfs- nefndar um sameiningu sveitarfé- laga á störf umdæmanefndar SSS þar sem hann gagnrýndi bæði starfsaðferðir og sjónarmið nefndarinnar. Margir tóku til máls og voru menn bæði með og á móti gagnrýni Braga á umdæ- manefndina. Þá lögðu 19 þingfull- trúar fram ályktun þess efnis að aðalfundurinn lýsi fullum stuðn- ingi við störf umdæmanefndar SSS, en í þann mund sem bera átti ályktunina upp gengu tveir fulltrúar Keflvíkinga úr salnum í mótmælaskyni. Þar með var fund- urinn ekki ályktunarhæfur vegna þess að 2/3 fulltrúa þarf til að hægt sé að afgreiða mál. Þá var gripið til þess ráðs að kalla inn varamenn og eftir um klukku- stundar töf meðan beðið var eftir varafulltrúum var ályktunin sam- þykkt samhljóða. „Það er rétt við gengum af fund- inum til að mótmæla þessari ályktun og um leið þeirri réttmætu gagnrýni sem kom fram í máli Braga Guð- mundssonar á umdæmanefndina," sagði Vilhjámur Ketilsson bæjarfull- trúi í Keflavík sem gekk úr salnum ásamt Kristjáni Gunnarssyni bæjar- fulltrúa í Keflavík. „Ég tel þessa gagnrýni á okkur óréttmæta og ekki við hæfi því þessi nefnd var skipuð og hefur síðan unnið á sömu forsend- um og aðrar umdæmanefndir á land- inu. Við höfum leitast við að vera ekki með hlutdræga framsögu á þeim kynningafundum sem við höfum staðið að og leitast þar við að kynna bæði kosti og galla sameiningar. Enda var samþykkt samhljóða stuðn- ingsyfirlýsing við störf okkar,“ sagði Kristján Pálsson bæjarstjóri í Njarð- vík sem á síðasta ári gegndi for- mennsku í stjórn SSS og hann er jafnframt formaður umdæmanefnd- ar SSS. Kristján sagði að vel hefði verið unnið á þessum 17. aðalfundi SSS og þar hefðu verið afgreiddar nokkr- ar mikilvægar ályktanir. Drífa Sigf- úsdóttir forseti bæjarstjórnar í Kefla- Sjóminiasafn íslands Gefiim níræður áttæringur AKSEL Hansen útgerðarmaður í Þórshöfn hefur fært Sjóminjasafni íslands gamlan færeyskan áttæring að gjöf í stað báts sem brann er bátageymsla Sjóminjasafnsins brann í apríl sl. Báturinn heitir „Hvalurinn“, og var smíðaður á Eiði árið 1902. Hann er því rúmlega 90 ára gam- all, en var notaður til veiða þar til fyrir nokkrum árum. Hvalurinn er úr eik og furu, og er 24,8 fet að lengd, 5,7 fet á breidd og 1,7 fet á dýpt. Bátnum fylgja árar, mastur, segl og grindhvals- veiðarfæri. Einnig fylgja honum teikningar og uppmæling. Hvalurinn frá Eiði verður til sýn- is í Kringlunni, 2. hæð, til 4. nóvem- ber. vík var kjörin til að gegna foi*— mennsku í stjóm SSS á næsta starfs- ári. -BB 43. leikvika, 30. októbcr 1993 Nr. Leikur: Röðin: 1. Degerfoss - Hassieholm 1 - - 2. Arsenal - Norwich - X - 3. Blackbum - Tottenham 1 - - 4. Chelsea - Oidham - - 2 5. Ipswich - Everton - - 2 6. Newcastle - Wimbledon 1 - - 7. Shcff. Wed - Leeds - X - 8. Swindon - Aston V. - - 2 9. Bolton - Derby - - 2 10. Luton • Leicester - - 2 11. Nott’m For- Notts Cnty 1 - - 12. Portsmouth - Tranmere 1 - - 13. WBA - Watford 1 - - Heildarvinningsupphæðin: 96 milljón krónur 13 réttir: 523.670 | kr. 12 rcttir: 11.870 |kr. 11 réltir: 900 kr. 10 réttir: o |kr. Hvalurinn í Kringlunni AKSEL Hansen við Hvalinn, sem sýndur er i Kringlunni. OLTINN 43. leikvika - 31. október 1993 Vr. Leikur: Röðin: 1. Cagliari Torino 1 - - 2. Foggia - Cremonese - X - 3. Juventus - Genoa 1 - - 4. Lazio - Udinese 1 - - 5. Lecce - Atalanta 1 - - 6. Piacenza - Napoli - X - 7. Reggiana - Roma - X - 8. Sampdoria - Milan 1 - - 9. Bresda - Ancona 1 - - 10. Monza - Adreaic - X - 11. Padova Cocensa 1 - - 12. Pisa - Lucchese - X - 13. Verona Bari - - 2 Heildai-vinningsupphæðin: 7,2 milljónir króna 13 réttir: 314.490 | kr. 12 réttir: 7.200 | kr. 11 réttir: 750 j kr. 10 rétlir: 0 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.