Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.11.1993, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. NÓVEMBER 1993 Olafur B. Þorsteins- son - Minning Fæddur 5. febrúar 1915 Dáinn 25. október 1993 í dag verður jarðsettur frá Bú- staðakirkju Ólafur B. Þorsteinsson verslunarmaður, en hann andaðist í Landspítalanum 25. febrúar sl. eftir örskamma legu. Ólafur fæddist 5. febrúar 1915 í Reykjavíkj sonur hjónanna Ingi- bjargar Ólafsdóttur og Þorsteins Ólafssonar, sem lengi starfaði hjá Eimskipafélagi íslands. Þau hjón bjuggu á. Njálsgötu 17, Reykjavík þar sem Ólafur ólst upp ásamt syst- ur sinni Sigríði og átti einnig lengst- um sitt eigið heimili. Ólafur var því rótgróinn Austurbæingur og þekkti hvem krók og kima hinnar gömlu Reykjavíkur og kunni frá mörgu að segja frá uppvaxtarárum sínum varðandi menn og málefni. Ólafur naut ekki langrar skóla- göngu fremur en þorri þeirra, sem ólust hér upp á árunum eftir fyrri heimsstyrjöldina, en fór snemma að vinna fyrir sér samkvæmt íslenskri hefð; fyrst sem snúningastrákur í sveit á sumrum og síðan til sjós. Á unglingsárum sínum var hann um tíma messadrengur á flaggskipi ís- lendinga, Gullfossi, sem þá sigldi reglulega milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar og minntist hann oft á það sem tímabil ánægjulegra viðburða og dýrmætrar reynslu í sínu lífi. Skömmu eftir 1930 réð Ólafur sig til þeirra starfa, sem áttu eftir að verða viðfangsefni hans allt til dánardægurs, en það var af- greiðsla bílavarahluta og má segja að Ólafur Þorsteinsson hafí verið einn af frumkvöðlum í þeirri sér- grein hérlendis. Fýrirtækið Sveinn Egilsson hf., sem hafði á hendi sölu og þjónustu fyrir Ford-bifreiðir, var þá tiltölu- lega nýstofnað og gekk Óiafur til liðs við það og starfaði þar til ársins 1946. Það ár réð hann sig til Stefnis hf., sem Hekla hf. átti að hluta, og hefur alla tíð síðan starfað hjá fyrir- tækjum Heklu, eða í 47 ár. Óli, eins og hann var venjulega nefndur af vinnufélögum sínum, ávann sér vinsældir allra, sem hon- um kynntust og þá ekki síst sam- starfsmanna sinna, enda var hann alla tíð mikils metinn í starfi, fyrir áreiðanleika, vönduð vinnubrögð, glaðværð og vingjamlegt viðmót. Sömuleiðis var hann einstaklega vel látinn af viðskiptavinum fyrirtækis- Blömastofa Fnöfinm Suöuriandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opið ðll kvöld tíl kl. 22,- einnig um helgar. Skreytlngar við öll tilefni. Gjafavörur. ins vegna þekkingar sinnar og færni í faginu, greiðvikni og ljúfmannlegr- ar framkomu. Gagnkvæmt traust ríkti alla tíð milli Óla og eigenda Heklu og sýnir það best hug þeirra til hins vinnusama manns, að honum voru fengin verk að vinna eftir því sem kraftar leyfðu, allt þar til yfir lauk. í einkalífmu var gæfan förunaut- ur Ólafs Þorsteinssonar. Hann kvæntist ágætis konu, Guðmundu Guðrúnu Sigurðardóttur frá Litla- Landi í Vestmannaeyjum, sem alla tíð bar mikla umhyggju fyrir manni sínum og heimili, og ól honum átta mannvænleg böm. Guðmunda er látin fyrir nokkmm ámm. Það verð- ur að teljast afrek út af fyrir sig að koma til manns átta bömum, sem öll hafa orðið nýtir borgarar og má geta nærri að þau hjón hafa stund- um orðið að leggja hart að sér. Með Ólafi vakti listrænn neisti, sem ekki hafði gefist færi á að glæða með námi, en hann ræktaði sjálfur með sér þá gáfu eftir því sem honum gáfust stundir frá daglegu brauðstriti, og bar hans fallega heimili ljósan vott um listrænt hand- bragð húsbóndans. Þannig urðu t.d. gamlir hlutir úr bílhreyflum að fal- legum ljósalömpum, myndarömm- um eða öðmm skrautmunum í hönd- um hans. Ólafur hafði yndi af góðri tónlist, og þá fyrst og fremst þeirri, sem sumir nefna „hina einu og sönnu“, þ.e. jazz. Gömlu meistar- amír, Duke Ellington, Louis Arm- strong, Fats Waller o.fl. vom í miklu afhaldi hjá honum, enda átti hann mikið og vandað safn hljómplatna með ódauðlegu tónaregni þessara sniliinga og nutu trúboðar jazzins á íslandi stundum góðs af því. Það vora ánægjulegar stundir að hlýða á góðan jazz með Óla, þar kunni hann góð skil á öllum hlutum og vakti mann til dýpri skynjunar á þessari dásamlegu tónlist. Schopenhauer hinn þýski segir: „í skapi hvers manns er hamingja hans fólgin." Sannleiksgildi þessara spakmæla varð dagljóst af viðkynn- ingu við Ólaf Þorsteinsson sökum þess að lundarfar hans var slíkt, að engu var líkara en lífshamingjan sjálf hefði tekið sér þar bólfestu. Þó ekki með formerkjum ytri gæða og sýndarmennsku, heldur í lífsvið- horfi, sem birtist í því að líta björt- um augum á lífið og tilvemna, temja sér nægjusemi og rækja sínar skyld- ur í kyrrþey við samferðamennina og sína nánustu. Undirritaður naut þess að vera samvistum við Ólaf Þorsteinsson í leik og starfi undanfarin 47 ár og minnist hans nú sem manns, sem lyfti samferðamönnum sínum upp úr gráma hvunndagsins með ljúfu viðmóti og hnyttnum tilsvörum, manns, sem aldrei gekk á rétt ann- arra eða hallmælti náunganum, manns sem aldrei féll verk úr hendi og vandaði öll sín vinnubrögð, manns sem skilur eftir sig einungis fagrar minningar. Dæm svo mildan dauða, Drottinn, þínu bami eins og léttu laufi lyfti blær frá hjami. Eins og lítill lækur Ijúki sínu hjali; þar sem lygn í leyni liggur marinn svali. (M.J.) Við starfsmenn Heklu, kveðjum nú Ólaf Þorsteinsson, þar er genginn góður drengur og vammlaus maður. Blessuð sé hans minning. Fjölskyldu hans vottum við dýpstu samúð. Finnbogi Eyjóifsson. Látinn er heiðursmaðurinn Ólafur Þorsteinsson, sonur hjónanna Ingi- bjargar Ólafsdóttur og Þorsteins Sigmundssonar. Systkinin vora tvö, fyrst Sigríður svo Ólafur. Ólafur var ávallt kallaður Óli og kýs ég að halda því. Óli var borinn og barn- fæddur Reykvíkingur og átti heimili að Njálsgötu 17 hér í borg. Það má segja að Óli hafi aldrei flutt af Skóla- vörðuholtinu því hann hélt ávallt tryggð við æskustöðvamar, þar sem hann fæddist á Njálsgötu 17 og bjó þar ánægður til dauðadags og var einmitt á leiðinni heim á 17 þegar kallið kom. Sem unglingur hóf Óli störf við sjóinn og var í siglingum sem messa- drengur á Gullfossi. Svo kynntist hann innreið bílanna á ísland, sem átti hug hans allan, og hóf störf, fyrst hjá Sveini Egilssyni, svo hjá P. Stefánssyni og loks hjá Heklu hf. Þar starfaði hann í um 48 ár með strákunum sínum, eins og hann nefndi gjarnan vinnufélaga sína, og hrósaði góðum húsbændum hjá góðu fyrirtæki, sem var honum eins og annað heimili, og var ávallt kallaður Óli boy. Óli eignast unga myndarlega kærastu úr Vestmannaeyjum, Guð- mundu Guðrúnu Sigurðardóttur frá Litla Landi, og giftu jiau sig þann 5. september 1937, Oli þá 22 ára og Guðmunda 21 árs. Guðmunda var ekki bara myndarleg kona heldur einnig væn kona. Guðmunda og Óli eignuðust sjö dætur og einn son sem öll lifa foreldra sína. Guðmunda kynntist fljótt kristilegu starfi hér í Reykjavík hjá KFUM og eignaðist lífið i Jesú Kristi. Jesús var hennar persónulegi frelsari og var hún einn af stólpum Hvítasunnuhreyfíngar- innar og mótaðist allt heimilislífið á 17 af lífinu í Jesú og var þar jafnan fjölmennt, því Guðmunda hafði hjarta fyrir þeim sem höfðu orðið undir í lífinu. Aldrei sá ég Óla skipta skapi vegna erilsins sem þar var. Guðmunda dó fyrir einu og hálfu ári á afmælisdegi mannsins síns og var það honum mikill missir. Sá er þetta ritar er tengdasonur þessara hjóna og langar að geta þess að það er mikils virði að eiga stóran barnahóp, böm sem hafa annast með stakri umhyggjusemi foreldra sína á sjúkrahúsum. Bestu þakkir til starfsfólks gjör- gæsludeildar Landspítalans. Óli átti sín áhugamál, naut jáss- og blústónlistar. Einnig var hann að föndra ýmislegt úr smíðajámi og naut þess að ganga um gamla miðbæinn og spjalla við vini og kunn- ingja. Einnig hafði hann sérlega gaman af að fara í laugarnar og liggja í sólinni. í Sundhöllinni kynnt- ist hann góðum vin og félaga, Jóni Hildiberg, sem vildi koma á fram- færi kveðju sinni með söknuði, því að að þeir áttu svo mikið eftir að gera. 27. Davíðssálmur Drottinn er Ijós mitt og fulltingi, hvem ætti ég að óttast? Drottinn er vígi lífs míns, hvem ætti ég að hræðast? Kæra systkini, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Jesús styrki ykkur í söknuðinum. Þau eiga sér himneskan bústað hjá Jesú. Arnar H. Gestsson. Mánudaginn 25. október sl. lést á Landspítalanum tengdafaðir minn, Ólafur Björn Þorsteinsson, eftir stutta sjúkrahúslegu. Það er skammt stórra högga á milli, því að fyrir u.þ.b. einu og hálfu ári lést eiginkona Ólafs, Guðmunda Sigurð- ardóttir. Samspil þeirra hjóna var á þann veg að Guðmunda annaðist kristilega uppbyggingu á heimilinu en Ólafur stóð heill að baki eigin- konu sinni og sá um að engan skorti neitt. Ólafur Þorsteinsson var afar trygglyndur maður og vel af Guði gerður. Hann vann hjá einu og sama fyrirtækinu í tæpa hálfa öld og sýndi einstaka ósérhlífni. Ólafur var afar vel liðinn af sínum samstarfsmönn- um og er hann komst á eftirlauna- aldur, sniðu þeir fyrir hann nýtt hálfsdagsstarf, sem hann sinnti fram til dauðadags. Þeir gátu engan veginn séð af þessum trygga sam- starfsmanni og vini, sem var hrókur alls fagnaðar á vinnustað með sitt létta lundarfar. Mér er enn í fersku minni er ég bjó á Njálsgötunni og Ólafur mætti of seint til vinnu, sennilega í fyrsta og eina skiptið. Þá héldu starfsmenn Heklu að hann væri allur og tók það Óla minn nokk- ur ár að komast yfir áfallið. Eg varð þeirrar gæfu aðnjótandi að vera í návist tengdaforeldra minna og fá að vera í litlu kjallara- íbúðinni á Njálsgötunni í u.þ.b. sjö ár. Þessi tími var okkur hjónunum ómetanlegur stuðningur út í lífið. Góðu gildin vora í hávegum höfð: Það sem þú segir, það stendur. Þú talar ekki illa um náungann. Þú veltir þér ekki upp úr mistökum annarra. Þú fyrirgefur. Þú öfundar ekki. Þú kaupir aldrei neitt nema að _eiga fyrir því. Á þeim 25 árum sem ég þekkti Óla minn varð okkur aldrei sundur- orða og er ég þakklátur fyrir hveija mínútu sem leiðir okkar lágu sam- an. Óli sagði ekki margt og það bar ekki mikið á honum dags daglega. Sviðsljósið var ekki hans óskastað- ur. Hann stóð oftast utan sviðs en eftir að Guðmunda lést opnaði hann sig meir og böm hans og við öll fengum að njóta hans á nýjan hátt og í ríkari mæli. Það er mikill söknuður og eftirsjá að Óla en eftir lifír minning um yndislegan tengdaföður og góðan dreng. Blessuð sé minning þín, Óli minn. Þinn tengdasonur, Karl J. Steingrímsson. Ástkær tengdafaðir minn, Ólafur B. Þorsteinsson, er látinn. Yndisleg eiginkona hans og tengdamóðir mín, Guðmunda Sigurðardóttir, fór á und- an manni sínum og var stutt á milli þeirra hjóna. Það er oft sagt að slíkt beri vott um samlyndi hjóna og sökn- uður þess sem eftir lifir flýti oft fyrir málalyktum. Ég er ekki í nokkr- um vafa um að svo var í þessu tilviki. Óli var sérstakur maður, glæsi- menni frá vöggu til grafar. Hann var maður grandvar, sagði ekki margt en gætti þeim mun betur að því sem hann sagði. Hann var róieg- ur, yfirvegaður, en glaður í góðra vina hópi. Hann var vinur vina sinna en vandaði val þeirra. Það er erfítt að trúa því að Óli sé allur og eiginlega hafa hlutirnir gerst svo hratt síðustu daga að dauði hans hefur á sér yfirbragð óraun- veruleika. Ég held að enginn hafi hugsað um dauðann og tengdapabba minn í sömu andrá. Dauði hans var svo fjarlægur. Það má segja að Ólafí hafi ekki orðið misdægurt þau 78 ár sem hann lifði. Síðan fær hann hjartaáfall á miðvikudegi, er lagður inn á sjúkrahús í fyrsta sinn á lífs- leiðinni, kemst ekki til meðvitundar og er látinn á mánudegi. Við hjónin vorum þeirra forrétt- inda aðnjótandi að hafa Óla hjá okk- ur í mat á þriðjudagskvöldinu. Við höfðum boðið honum í mat helgina áður en þurftum að afboða matar- boðið og ætlaði konan mín, yngsta dóttir Ola, að fresta því um viku. Ég gríp fram í fyrir henni og segi: „Nei, það verður að vera fyrr!“ Við ákveðum síðan að hann komi til okkar í mat á þriðjudagskvöldinu og við áttum yndislega stund sam- an. En ekki óraði okkur fyrir því að það yrði síðasta kvöldmáltíðin hans. Konan mín fékk einnig að vera ein hjá pabba sínum kvöldið fyrir andlátið. Hún hallaði sér fram á rúmið og strauk hendur hans og kyssti. Hún talaði til hans hug- hreystingar- og kærleiksorð þar sem hann lá meðvitundarlaus og barðist hetjulegri baráttu fyrir lífi sínu. Og ég hugsaði með mér. „Þetta er dýr- mæt stund, ekki skal ég reka á eft- ir henni.“ Þar sem hún hallaði sér fram á rúmið við dánarbeð föður síns og strauk hendur hans og and- lit, hugsaði ég með mér: „E.t.v. á ég eftir að lenda í svipuðum kring- umstæðum og Óli — verðskulda ég slíka trúmennsku?" Við hjónin vorum einnig hjá Óla er hann skildi við. Við vaktaskipti klukkan fjögur um daginn var ákveðið að systkinin skiptust á að vaka yfir honum. Það var séð hvert stefndi og vildum við hjónin taka fyrstu vaktina og vera til klukkan hálf sjö um kvöldið. Á slaginu klukk- an sex skilur Óli síðan við. Þetta var í fyrsta sinn sem ég var viðstaddur andlát og það var eitthvað himneskt við það. Ég fylgdist með tengdaföð- ur mínum þar til yfir lauk og ég sá á andliti hans er stundin rann upp að hann var umskiptunum feginn. Á einu augabragði vann hann upp eins og hálfs árs forskot konu sinnar og kvaddi þennan heim, sem aðeins er tímabundinn dvalarstaður okkar og oft þymum stráður. Það er alltaf sárt að sjá á eftir góðum dreng en gott að vita með vissu að honum er búinn eilífðarbú- staður að loknu góðu dagsverki. Ég blessa minningu þína, elsku Óli, ég kveð þig hinsta sinni! Þinn tengdasonur, Matthías Ægisson. „Mínir vinir fara fjöld.“ Þessi orð Bólu-Hjálmars lýsa reynslu okkar allra, sem ná nokkuð góðum aldri, og þó öllum sé kunn- ugt lögmálið „ungur má en gamall skal“ þá veldur það ávallt sársauka er vinir kveðja. Rúmum þremur vikum áður en Ólafur dó vorum við saman á sólar- strönd. Þar var hann eins og alltaf áður öllum öðrum úthaldsbetri við sólböðin og sundsprettir hans á degi hveijum voru fleiri en hjá flestum öðrum. Og þrátt fyrir mörg aldursár var hann hið ljúflynda og skopsama ungmenni, sem kom öllum í gott skap, er í kring um hann vora. Það var því mjög óvænt frétt er Kristín dóttir hans hringdi til okkar og tilkynnti okkur lát hans. Fyrir rúmlega fimm áram kyrint- umst við fyrst þeim hjónum, ólafi Þorsteinssyni og Guðmundu Sigurð- ardóttur. Það bar þannig til að við voram í sömu sólarlandaferðinni. Herbergi okkar á hótelinu voru hlið við hlið og veggurinn, sem skildi að svalir okkar, var ekki hærri en það að auðvelt var að tala saman. Ólafur var hafsjór af gamansögum og brönduram, honum var lagið að sjá hina skoplegu hlið mála og tjá hana í fáum og vel völdum orðum. En þótt Ólafur væri gamansamur þá var það aldrei á kostnað neins annars. Hann var grandvar i orðum og lagði ávallt gott til manna og málefna. Okkur féll mjög vel við þessi ágætu hjón, sem við vorum svo heppin að fá fyrir nágranna. Þau áttu sinn ríka þátt í því að gera þessa ferð okkar mun ánægjulegri en annars hefði orðið. Þessi kynni okkar urðu til þess að eftir þetta lOILfiyR - OUL HSKÞIfTfiÞPOÐ Háskólabíói fimmtudaginn 4. nóvember, kl. 20.00 Hljómsveitarsljóri: Osmo Vánská Einleikari: Guðný Guðmundsdóttir Efnisskrá: Kjartan Ólafsson: Felix Mendelssohn: Carl Nielsen: Útstrok Fiðlukonsert í e-moll Sinfónía nr. 3 SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Hljómsveit allra íslendinga Miöar eru seldir á skrifstofu hljómsveitarinnar í Háskólabíói á skrif- stofutíma og við innganginn við upphaf tónleika. Greiðslukortaþjónusta. Sími622255.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.